Morgunblaðið - 16.04.1986, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 16.04.1986, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1986 55 Skotar komu á óvart og unnu FYRSTI leikur C-riðils Evrópu- keppniiinar í körfuknattleik sem fram fer í Laugardaishöll var leik- ur Skota og Portúgala. Leikurinn var mjög slakur en engu að síður spennandi því jafnræði var mikið með liðunum og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndun- um þegar einn Portúgalinn hitti ekki körfuna og þar með fögnuðu Skotar sigri. Þeir skoruðu 67 stig en Portúgalir 65. Staðan í leikhléi var 31:27 fyrir Skota. Leikurinn byrjaði mjög rólega og greinilegt að bæði liðin voru taugaspennt auk þess sem þau léku nú bæði í nýju húsi þannig að það tók sinn tíma að venjast aðstæðum. Þó fannst manni sá tími óþarflega langur. Þegar leikið hafði verið í 10 mínútur og fyrri hálfleikur þar með hálfnaður var staðan aðeins 9:9 og þykir það með afbrigðum lítið í körfuknatt- leik. Skotar léku maður á mann vörn til að byrja með en skiptu ört um varnaraðferð, léku pressu um tíma og einnig svæðisvörn. Portúgalir léku svæðisvörn allan tímann og áttu Skotar i hinum mestu vand- ræðum með þá framan af. En það sem einkenndi þennan leik þó öðru fremur var léleg hittni beggja liða, sérstaklega þó Skotanna. Bestu menn Skota í þessum leik voru fyrirliðinn Robert Arc- hibald (nr.11) og Jim Morrisson en Ralton Way, stór svertingi sem greinilega átti að byggja mikið á, náði sér ekki á strik. Hjá Portúgölum voru þeir Car'os Da Crus og Jose Martins bestir. Crus þessi var mjög lunkinn undir körfunni og Martins lék vel, sá eini í liðinu sem er með sæmilega góða boltameðferð samfara talsverðum hraða. Stigahæstur Skota var Jim Morrison með 15 stig, Ralton Way gerði 13 stig og Steve Hoffman gerði 10. Hjá Portúgölum skoraði Eugenio Silva 15 stig, Joao Seica 14 og þeir Henrique Vieira og Aniceto Carmo gerðu tíu stig hvor. Chelsea lagði West Ham Frá Bob Hennessey, fréttaritara Morgun blaðsins CHELSEA þokaði sór upp töfluna í ensku 1. deildinni í gærkvöldi þegar liðið heimsótti West Ham og fór með öll stigin heim því þeir unnu 1:2. Á sama tíma vann Everton lið Watford á útivelli með tveimur mörkum gegn engu og halda áfram sigurgöngu sinni. Tony Cotee skoraði fyrsta mark leiksins á velli West Ham á 53. mínútu og var þetta 22. markið hans á árinu. Nigel Spackman jafn- aði síðan metin fyrir Hammers tíu Morgunbleðið/Bjami • Guðni Guðnason átti góðan leik í gær er (sland vann írland í fyrsta leik sínum í Evrópumótinu f körfu- knattleik. Hér skorar hann ífyrri hálfleik. Æsispennandi loka- mínútur er ísland vann írland ÞÆR VORU svo sannarlega spennandi lokamínúturnar í leik íslands og írlands í Evrópukeppn- inni í körfuknattleik í Laugardals- vellinum í gærkvöldi. írar fengu bónusvítaköst þegar tvær sek- úndur voru eftir af leiknum og staðan 73:72 fyrir ísland. írinn hitti ekki úr fyrra skotinu og ís- land náði frákastinu og héldu knettinum þar til klukkan gall. Æsispennandi lokamínútur og skemmtilegur leikur var þar með á enda og tvö stig til íslands. Staðan í leiknum að venjulegum leiktfma loknum var 69:69 og jöfnuðu írar er ein mfnúta var til leiksloka eftir að ísland hafði verið yfir allan tímann. íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel og eftir fimm mínútna leik höfðu allir fimm í byrjunarliöinu skorað körfu og staðan orðin 11:4. Vörnin var þokkalega þétt hjá lið- inu en sóknin lengst af í fyrri hálf- leik var sóknin hálf þófkennd. Það var eins og menn væru að vanda sig viö að nýta þær þrjátíu sekúnd- ur sem liöið hefur til að reyna körfuskot en þegar sá tími var að renna út urðu þeir að skjóta og gerðu það stundum án þess að vera í neinu skotfæri. íslenska liðið braut talsvert mikið klaufalega af sér í upphafi leiksins og fengu fyrir bragðið mikið af villum. Sömu sögu er reyndar að segja af Skotum því þegar fyrri hálfleikur var tæplega hálfnaður höfðu bæði liðin fengið bónus. Dómararnir voru mjög ákveðnir og dæmdu strangt, strangar en við eigum að venjast hér á landi. íslenska liðið náði 14 stiga for- ystu í fyrri hálfeik, 32:18, en síðan kom slæmur kafli og írarnir minnka muninn niður í fjögur stig en stað- an íleikhléi 37:30. í seinni hálfleik hélt íslenska liðið forystu og mest varð hún 12 stig, 66:54, þepar sex og hálf mínúta var eftir. Irarnir saxa síðan hægt og bítandi á forskotið og jafna eins og áður segir þegar ein mínúta var eftir og því þurfti að framlengja um 5 mínútur. írar skoruðu fyrsta stigið í henni úr vítakasti og staðan því 69:70. Valur kemur Islandi yfir og Torfi bætir um betur og staðan þá orðin 73:70 og 2,20 mínútur eftir. írar skora síðan tvö stig og fengu síðan vítaköst eins og áður er lýst. íslenska liðið lenti (miklum villu- vandræðum í leiknum og þegar síöari hálfleikur hafði staðið í fimm mínútur voru þeir Torfi, Guöni og Símon allir komnir með fjórar villur. Þetta tókst þó allt saman að þessu sinni og ieikurinn var æsispenn- andi og lofar góðu fyrir leikina í kvöld. Bestu menn íslands að þessu sinni voru þeir Valur, Guðni og Pálmar og einnig átti Torfi stórgóð- an leik undir lokin í fráköstunum. Stig fslands:Valur Inglmundarson 26, Guöni Guðnason 16, Pálmar Sigurösson 16, Torfi Magnússon 6, Símon Ólafsson 5, Páll Kolbeinsson 4, Matthías Matthíasson 2. Stigahæstur íranna varð Pat Boylan með 18 stig, Karl Butler gerði 16 stig og Tom Sullivan 14. Bikarúrslit: Fram—Stjarnan leika íkvöld ÚRSLITALEIKURINN i bikar- lið landsins og má búast við keppni kvenna í handknattleik, hörkuspennandi leik. Útvarpið milli tveggja efstu liðanna í fyrstu mun senda frá Seljaskola og deild, Fram og Stjörnunnar, fer verður fréttum fléttað innf fram i Seljaskóla f kvöld og hefst fþróttaþáttinn sem hefst kl. 20 kl. 20. Þarna eigast viA tvö bestu en ekki 21. á Englandi. mínútum fyrir leikslok en Pat Nevin tryggði Chelsea sigur með marki undirlok leiksins. í gærkvöldi var mikill áhorfenda- fjöldi í London á leiknum og sá mesti sem verið hefur hjá Wes^ Ham á þessu ári. Speedy var í leikbanni og lék því ekki með en Phil Parkes lék sinn 801. meistara- flokksleik. Það var markaskorarinn mikli Gary Lineker sem gerði fyrra mark Everton og var þetta 34. mark hans á keppnistímabilinu. Tveimur mínútum fyrir leikslok skoraði síð- an Martin Sharp annað mark Everton en Lineker var tekinn útaf í hálfleik og kom Adrian Heath í hans staö. Einn leikur var í 2. deild. Charl- ton og Millwall gerðu jafntefli, hvort lið gerði þrjú mörk. Staöan eftir 18 mínútur var 3:0 fyrir Mill- wall en liö Charlton lék stórvel það sem eftir var leiksins og náði at^ jafna. Leikmaðurinn snjalli hjá Liv- erpool, John Wark, meiddist í leik Liverpool gegn Coventry um síð- ustu helgi og var talið að hann hefði tognað á ökla. Við nánari skoðun kom í Ijós að hann hafði brotnað og mun ekki leika meira með á þessu keppnistímabili. Hann hefur leikið 13 leiki en verður að leika 14 til að fá verðlaunapen- ing ef Liverpool tekst að næla í þá. Einnig er talið vafasamt að hann geti leikið á HM í Mexikó. Víkingur vann Ármann Vfkingur vann Ármann f Reykja- víkurmótinu f knattspyrnu f gær- kvöldi á gervigrasvellinum f Laug- ardal með tveimur mörkum gegn engu. Ármenningar misnotuðu meðal annars vftaspyrnu f leikn- um. Á sunnudagskvöldið unnu KR-ingar lið Þróttar með fjórum mörkum gegn engu og fengu þar með þrjú stig fyrir unnin leik og þrjú mörk skoruö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.