Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 1

Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 1
112SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 95. tbl. 72. árg._____________________________________FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1986_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Bráðnun byrjuð í öðrum kjarna- kljúf Chernobyl Washington. AP. TVEIR af fjórum kjarnakljúfum kjarnorkuversins í Chernobyl hafa bráðnað, að því er aðilar innan bandarísku leyniþjónustunnar iáta hafa eftir sér. Segja þeir að vart hafi orðið bÚunar i fyrri kjarna- kljúfnum þegar á föstudag, en siðari kjarnakljúfurinn sé að bráðna nú eða hafi þegar gert það. Kjamakljúfamir Qórir em tengd- ir tveir og tveir saman og eru geysistórir rafalar tengdir hvora parinu 'um sig. Segja heimildar- mennimir, sem ekki vilja láta nafna sinna getið, að á laugardag hafi fyrri kjamakljúfurinn byijað að bráðna og á sunnudag hafí orðið í honum sprenging, er reynt var að kæia hann með vetni. Hafi efsti hluti kljúfsins sprangið og hafi byggingar í kringum hann skemmst við það. Auk þessa segja heimildar- mennimir að ýmislegt annað benti til þess að síðari kjamakljúfurinn sé að bráðna, en vildu ekki tilgreina hvað það væri. Eldar loga ennþá í fyrri kjamakljúfnum og má greina brak á víð og dreif í kringum hann. Ekki er talið að hægt verði að ráða niðurlögum eldanna næstu vikum- ar. Heimildarmennimir segja ekki útilokað að Sovétmönnum hafi tekist að flytja fólk burt af svæðum í nágrenni kjamorkuversins áður en geislun náði út í andrúmsloftið á sunnudag. Hollenskur radíóáhugamaður segist hafa heyrt skeyti, sem virtist koma frá nágrenni kjamorkuvers- ins, þar sem þvi er haldið fram að þeir skipti hundraðum sem dáið hafi eða slasast. í skeytinu kom einnig fram að glímt sé við bilanir í tveimur kjamakljúfum versins. Innrás í Gullna musteriö í Punjab Amritsar, Indlandi. AP. TVO þúsund manna lið landamæravarða og lögreglu réðist inn í Gullna musterið í Punjab í gærdag og handtók um 200 öfgasinnaða sikha, sem lýst höfðu yfir sjálfstæðu riki sikha í Punjab, er þeir nefna Khalistan. Útgöngubann um óákveðinn tíma hefur verið sett á í hverfinu umhverfis musterið og leitaði lögregla fleiri öfgamanna þar. Bardagar brutust út seint i gærkveldi, en fregnir af þeim voru ennþá óljósar er blaðið fór í prentun. Sikhamir höfðu lýst yfir sjálf- stæðu ríki á þriðjudag og sagt að þeir áttu ekki annars kost en efna til skærahemaðar gegn ríkisstjóm- inni á Indlandi, málstað sinum til framdráttar. Indverska ríkisstjómin lýsti því þegar yfír að hún myndi ekki þola neinum slíkar sjálfstæðis- yfírlýsingar. í júnímánuði 1984 gerði ind- verski herinn árás á Gullna muster- ið, þar sem vopnaðir aðskilnaðar- sinnar sikha höfðu bækistöðvar. Féllu þá að minnsta kosti 1.200 manns, flestir þeirra sikhar. Síðan þá hefur lögregla sex sinnum farið inn í musterið, en þetta er í fyrsta skipti sem lögregla gerir meirihátt- ar árás á musterið, til þess að hafa hendur í hári öfgasinna. Morgunbladid/Ragnar Axelsson. < 111X 6 iQCa AP/SImamynd. Hjúkrunarkona í Póllandi gcfur barni skammt af joðupplausn til að veija það mögulegum skaða vegna geislunar. Vaxandi geislavirkni í löndum A-Evrópu Moskvu, Washington, Lundúnum, Stokkhólmi. AP. SOVÉTMENN halda fast við fyrri yfirlýsingar um það að einungis tveir menn hafi látist í slysinu í Chemobyl-kjamorkuverinu, en auk þess skýrðu sovésk yfirvöld frá því í gærkveldi að 197 manns hefðu slasast og hefði 49 verið leyft að fara heim eftir fmmrannsókn á sjúkrahúsum. Jafnframt er fullyrt að tekist hafi að loka af kjarnakljúf versins Yfírvöld í Sovétríkjunum hafa verið harðlega gagnrýnd á Vestur- löndum fyrir það hve treg þau vora til þess að greina frá slysinu og Hans-Dietrich Gensher, utanríkis- ráðherra Vestur-Þýskalands, skor- aði á Sovétmenn að loka öllum kjamorkuveram sömu tegundar og í Chemubyl. Ríkjandi vindátt ber og geislun sé í rénun í nágrenninu. Vestrænar heimildir herma aftur á móti að ennþá sé barist við að kæla kjarnakljúfinn og að annar kljúfur sé einnig i hættu og virðast, gervitunglamyndir staðfesta það. Manntjón er sagt miklu meira en Sovétmenn vilja viðurkenna, en tölur þar að lút- andi em mjög á reiki. urríkismenn hafa gert ráðstafanir til þess að flytja þegna sína á brott frá Úkraínu og bandaríska sendi- ráðið í Moskvu hefur ráðlagt banda- rískum þegnum að hafa sig á brott frá Kænugarði, sem er næsta stór- borg við slysstaðinn. Svíar hafa bannað innflutning á matvælum frá Sovétríkjunum og varað við geislavirkt ryk yfir Austur-Evrópu og í Póllandi var geislavirkni ennþá vaxandi í gærkveldi. Þá er geisla- virkni farið að gæta í Austurríki, norðanverðri Júgóslavíu og Sviss og grænmetissalar hafa verið var- aðir við að hafa vamingihn utan- dyra. Bretar, Finnar, Frakkar og Aust- neyslu drykkjarvatns í landinu. Austurrísk yfirvöld skoruðu í gær á foreldra að halda börnum sínum innan dyra og í Póllandi varð örtröð við heilsugæslustöðvar, er fólk leit- aði þangað eftir aðstoð til þess að verjast geislun, samkvæmt fyrir- mælum ríkisstjórnarinnar. Afli dansks fiskibáts var gerður upp- tækur vegna grans um að í honum væri of mikið af geislavirkum efn- um. Sjá ennfremur fréttir á bls. 38 og 39.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.