Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1986 3 ÞÓRÐUR H. Jónsson umdæmis- stjóri Lionshreyfingarinnar á ís- landi afhenti i gær Ragnhildi Helgadóttur heilbrigðisráðherra 17 milljónir 285 þúsund krónur, sem hreyfingin safnaði til kaupa á línuhraðli fyrir Landspítalann með sölu á „rauðu fjöðrinni“ daganna 12. til 14. apríl 1985. Eftir að ráðherra hafði afhent Hallgrimi Snorrasyni formanni yfirstjómar mannvirkjagerðar á Landspitalalóð söfnunarféð, undirritaði hann kaupsamning við fyrirtækið Varian um kaup á línuhraðli til krabbameinslækn- inga. Þórður H. Jónsson sagði að Lionshreyfingin hefði þrisvar áður Þórður H. Jónsson umdæmisstjóri Lionshreyfingarinnar á íslandi • • • sem siðar afhenti Hallgrimi Snorrasyni formanni yfirstjómar afhendir Ragnhildi Helgadóttur heilbrigðisráðherra söfnunarféð ... mannvirkjagerðar á Landspítalalóð ávísunina. Þjóðargjöfin afhent Undirritaður samningur um kaup á línuhraðli staðið að söfnun lækningatækja með sölu á „rauðu fjöðrinni", en öll fyrri söfnunarmet hefðu verið slegin að þessu sinni og þakkaði hann það stuðningi fjölmiðla. „Ég vil leggja ríka áherslu á að þetta er ekki gjöf frá Lionshreyfingunni, heldur frá allri þjóðinni - þjóðar- gjöf,“ sagði Þórður. Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðisráðherra þakkaði í ávarpi sínu öllum þeim sem stóðu að söfn- uninni og sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Lionshreyfingin hlypi undir bagga með heilsugæsl- unni. „Almenningur á eftir að sjá árangur af söfnuninni, sem sýnir hverju hægt er að áorka með góðum hug og samvinnu," sagði Ragn- hildur. Hallgrímur Snorrason sagði í ræðu sinni að sér væri sérstök ánægja að undirrita kaupsamning- inn. Hann þakkaði öllum þeim sem um langt skeið hafa innt af hendi mikið og vandasamt starf við út- boðsgerð, könnun tilboða og samn- ingagerð. „Þá er mér ljúft og skylt að flytja Lionshreyfingunni á Is- landi bestu þakkir fyrir fjársöfnun þá, sem hreyfmgin gekkst fyrir og hið ríkulega framlag sem hreyfingin hefur nú innt af hendi til kaupa þessa mikla tækis,“ sagði Hallgrím- ur. „Þá vil ég þakka þeim fulltrúum Lionshreyfíngarinnar, sem átt hafa þátt í athugunum og ákvörðunum um tækjakaup, fyrir hnökralausa og ánægjulega samvinnu." Hann þakkaði síðan stjómvöldum fyrir þá ákvörðun að veita fé til bygging- ar K. Stigið hefði verið stórt skref að því marki að ljúka framkvæmd- Yfirmenn ráðnir að Hótel Örk GUÐMUNDUR Helgason hefur verið ráðinn liótelstjóri Hótels Arkar í Hveragerði. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1972, prófi frá Kennaraháskóla ís- lands árið 1978 og prófi í hótel- stjórnun í Noregi árið 1984. Guðmundur stýrði Edduhótelinu í Nesjaskóla við Hornafjörð sl. sumar, en hann hefur áður unnið hótelstörf á Hótel Loftleiðum, Hótel Esju og við KNA-hótelið í Stavanger í Noregi. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Guðmundur að búið væri að ráða yfirmenn í helstu lykilstöður á Hótel Örk. Jóhann Jakobsson verður yfirkokkur, en hann hefur starfað á Nausti, vaktstjóri í mót- töku verður Jóhann Sigurólason en hann hefur starfað á Hótel Sögu sl. 5 ár, yfirþerna verður Hulda Jónsdóttir frá Hveragerði og veit- ingastjóri verður Sturla Bragason sem starfað hefur á Hótel Blöndu- ósi. Guðmundur sagðist reikna með að endanlegu yrðu ráðnir 35 starfs- menn áður en Hótel Örk tekur til starfa, en stefnt er að því að bygg- ingunni verði lokið 7. júní nk. um við fyrsta áfanga byggingarinn- ar og heija þar mikilvæga starfsemi fyrir framgang læknis- og heil- brigðisþjónustu hér á landi. Þórarinn Sveinsson læknir vakti athygli á því að 1979 hefði lækna- ráð Landspítalans staðið frammi fyrir húsnæðisvanda spítalans. Þá var tekin ákvörðun um byggingu K og hefðu frumdrög að byggingunni legið fyrir ári síðar. „Þetta er dýr áfangi og erfitt að ýta úr vör,“ sagði Þórarinn. „En árið 1984 var skrefið stigið vegna áhrifa frá Lionshreyfingunni og ekki síst Hjalta Þórarinssyni prófessor. Ég veit að þessi útbúnaður á eftir að skila árangri. Erlendir vísindamenn hafa sett sér það markmið að árið 2000 verði hægt að lækna helming allra sjúklinga með krabbamein. Kaup á línuhraðli er veigamikill þáttur til þess að af þessu geti orðið." Heildarkostnaður við línuhraðal- inn er um 50 milljónir króna og mun ríkissjóður leggja til rúmlega 32 milljónir sem á vantar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.