Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1986
________________13
Iðntæknistof nun:
raunar litlu eldri en elsti sonur hans
sem er kominn yfir tvítugt.
Elmíra er mjög fijálsleg en skyn-
söm, eins og bróðir hennar, Kliant,
sem talinn er vera nokkurs konar
málpípa höfundarins. Annað heimil-
isfólk er heldur stjórnlaust og til-
fínningaríkt, án skynsemi."
— Hefur hlutverkið reynst þér
erfitt?
„Ég glími við þetta kvölds og
morgna og á næturnar líka. Leikar-
inn er að vísu ekki dómbær á það
hvernig til tekst, en ég vona það
besta. í þessu leikriti verður að
gæta mjög vel að textanum, hann
er í bundnu máli og því hætt við
að hann yfirgnæfi leikinn. Það
verður að vera rétt vægi á þessum
atriðum. Síðan er leikaranum sá
vandi á höndum að gera þennan
flókna texta að sínum eðlilegu
orðum."
— Hvað tekur við eftir sýningar
á leikritinu?
„Ég vona að ég fái tækifæri til
að vinna við þetta í framtíðinni. Ég
vil starfa sem leikari. En það er
ekki hlaupið að því að fá starf hjá
leikhúsunum. Mikil samkeppni er
meðal leikara um hverja stöðu sem
losnar. En hugsanlega kemur fleira
til eins og kvikmyndir og litlu leik-
húsin.“
— Hvaða tilfinningar berð þú nú
í brjósti þegar þú útskrifast úr
Leiklistarskóla ríkisins eftir fjög-
urra ára nám?
„Mér finnst ég hafa lært mikið
á þessum tíma í skólanum, en ég
veit jafnframt að nú má ég ekki
slaka á. Leikari verður sifellt að
halda sér við, vinna og standast
listrænar kröfur. Fyrir leikara er
sviðið besti skólinn. Undirstöðu-
þekkingin fæst í skólanum, en
sjálfsnámið á sviði er framtíðarskól-
inn.
Annars hef ég ekki mátt vera
að því að hugsa um framtíðina. Ég
er allt of stressuð til þess, enda eru
æfingarnar búnar að vera mjög
margar og erfiðar."
Eiríkur Guðmundsson:
„Ofbeldisverk er
öfug raunarbót“
„Moliére skrifar Kliant með eigin
skoðanir að leiðarljósi, Kliant túlkar
Skoðanir Moliéres. Hann hefur orðið
fyrir áhrifum heimspekinga þessara
tíma, fríhyggjumanna. Þeir drógu
trúna í efa og efi á þeim tíma átti
að vera einkenni þeirra sem hug-
suðu. Líklega var Moliére trúleys-
ingi,“ segir Eiríkur Guðmundsson
ón hann leikur Kliant.
„Kliant er mágur Orgons, bróðir
Elmíru. Hann er sannur „húman-
isti“ og reynir að opna augu Orgons
fyrir því sem er að gerast, segir
honum að ekki sé allt með felldu,
guðstrúin sé aðeins yfirvarp. Hann
. segir m.a.: „Við lifum á stillilegri
1 tíð er ofbeldisverk er öfug raunar-
bót.“ Kliant vill frið og frelsi frá
hræsnisfullum trúmálum þessarar
tíðar.“
— Telur þú þig lrafa náð tökum
á hlutverkinu?
„Ég reyni að túlka hlutverkið á
minn máta, en eflaust má finna
fleiri þúsund aðferðir til að túlka
þetta hlutverk. Fyrir mér gengur
hlutverkið nokkurn veginn upp þó
það eigi að sjálfsögðu eftir að þróast
nokkuð með mér fram að sýningu.
Þetta er erfið sýning. Ég veit að
ef við náum okkur á flug, þá gengur
hún, og á æfingunum reynum við
að ná sýningunni eins góðri og við
geturn."
— Hvemig hefur skólinn verið?
„Hver leikari gengur í gegnum
vissa þróun. Með skólanum höfum
við lokið vissum hluta þessarar þró-
unar en framundan er löng leið og
á þeirri leið höldum við alltaf áfram
að læra.
Það eru viss forréttindi að kom-
ast inn í skólann, því hann tekur
aðeins við fáum nemendum. Þessu
fylgir mjög ánægjuleg tilfinning.
Það er líka að vissu leyti léttir að
hafa lokið skólanum og geta farið
út úr þessu verndaða umhverfi.
Ég er lærður smiður og ætla mér
að starfa svolítið við smíðar til að
afla mér fjár, en ég hef hug á því
að starfa sem leikari og bætist lík-
lega í hóp hinna fjölmörgu laus-
ráðnu leikara hér á landi.“
— Er hægt að hafa ánægju af
sýningunni?
„Já, alveg tvímælalaust. Textinn
er dýr, hann er skemmtilegt verk
og íslenski textinn er mjög vel þýdd-
ur. Ég er þess fullviss að áhorfendur
eiga eftir að njóta þessara sýninga."
Valdimar Flygenring:
„Textinn er
áskorun“
„Þetta hiutverk þroskar leikar-
ann geysilega mikið. Það er í raun
í beinu samhengi við annað sem ég
hef leikið. í „Tartuffe" búa marg-
víslegir „karakterar", sem ég bjóst
aldrei við og hefur valdið mér
margvíslegum heilabrotum.
Textinn er mjög tyrfinn, jafnvel
erfiðari en Shakespeare-þýðing
eftir Helga Hálfdanarson. En jafn-
framt er textinn viss áskorun á
leikara," segir Valdimar Flygen-
ring, en hann leikur sjálfan Orgon.
„Orgon er heimilisfaðirinn. Hann
er þessi trúgjarni maður og góðvilj-
aður, ekki beinlínis heimskur, held-
ur barnalega einfaldur og hefur
mjög þröngan sjóndeildarhring.
Orgon er innundir hjá konunginum
eftir að hafa getið sér gott orð í
bardögum með honum.
Svo gerist það, að Tartuffe
kemur inn á heimilið. Hann er af
sömu kynslóð og Orgon, en flestir
aðrir yngri. Hann telur að Tartuffe
sé hreintrúarmaður og gangi guðs
vegi í hvívetna. Orgon heldur að
Tartuffe hafi góð áhrif á heimilislíf-
ið, sem sé nú heldur frjálslegt. Þess
í stað beitir Tartuffe Orgon lævísum
blekkingum.“
— Hefur þú náð tökum á Orgon?
„Varla ennþá, en ég vona að ég
nái fullkomnum tökum á honum
fyrir frumsýningu. Hlutverkið er
nokkuð flókið fyrir mig, því ég leik
mér eldri mann og það er margt í
fari hans sem ungt nútímafólk á
erfitt með að skilja.
Að öðru leyti er hlutverkið gott
'til að þróska sig á og örva.“
— Hvað hyggstu fyrir að þessu
loknu?
„Að sjálfsögðu reyni ég hiklaust
að fá starf sem leikari, þroska mig
á þessari braut, fá ólík verkefni.
En það eru margir um hituna og á
hverju ári hafa bæst við um fimm
karlleikarar. Samkeppnin er geysi-
lega hörð, en hún er af því góða
sé rétt valið.
Að sjálfsögðu er það mikill léttir
að ljúka þessu íjögurra ára námi.
I upphafi virtist þetta óendanlegt
en nú erþví skyndilega lokið."
Skúli Gautason:
„Síungt leikrit
þrátt fyrir háan
aldur“
„Tartuffe kemur inn í íjölskyldu
Orgons og gerist smám saman
samviskuráðgjafi hans undir yfir-
skini trúar, en ætlar sér í raun að
pretta Orgon. Tartuffe hrífst mjög
af hinni ungu eiginkonu Orgons og
reynir að draga hana á tálar. Það
verður honum þó til framdráttar
er það kemst upp og hann snýr sig
út úr málunum á listilegan hátt,“
segir Skúli Gautason, en hann leik-
ur Tartuffe sjálfan í samnefndu
leikriti.
„Tartuffe er geysilega flókinn og
margbrotinn. Hann bregður á sig
ýmsum grímum og hagar seglum
eftir vindi. Jú, ég held að ég hafi
fundið mig í þessu hlutverki.
„Tartuffe" er langskemmtileg-
asta viðfangsefni sem ég hef fengist
við og út úr því hef ég fengið
mikið. Leikritið er einstaklega vel
samið og hver persóna er mjög
heilsteypt svo þetta nálgast allt
mikla fullkomnun.“
— Hvað tekur nú við að loknum
sýningum?
„Það er mjög erfitt að fá starf
hjá leikhúsunum, en að sjálfsögðu
stefni ég að því að leggja leiklistina
fyrir mig. Ég hef nú ekki haft
mikinn tíma til að íhuga þessi mál.
Hér erum við í mjög vemduðu
umhverfi og höfum ekki spekúlerað
mikið.
Það er heilmikill léttir að ljúka
þessu námi. í huga mínum blandast
saman söknuður og eftirsjá eftir
frábærlega skemmtilegu tímabili.
Hér hef ég kynnst mörgu ágætu
fólki, en fyrst og fremst hef ég
lært að þekkja sjálfan mig, en það
er mjög mikilvægt fyrir hvern leik-
ara.“
— Telur þú þetta leikrit vera
góða skemmtun?
„Leikritið er ákaflega skemmti-
legt. Kringumstæður eru furðuleg-
ar, en þær skipta ekki höfuðmáli,
heldur hvernig fólk bregst við þeim.
Þannig skírskotar leikritið til nútím-
ans. Verkið er í raun síungt, þrátt
fyrir háan aldur.“
Guðbjörg Þórisdóttir:
„Mergjaður
texti“
„Maríann er heimasætan, dóttir
Orgons af fyrra hjónabandi. Hún
er komin á giftingaraldurinn og
Orgon hefur ákveðið að gefa
Tartuffe hana sem konu, bæði til
að sýna vald sitt og einnig til að
þóknast Tartuffe," segir Guðbjörg
Þórisdóttir, sem leikur Maríann.
„Maríann er aðeins 17 ára og
því yngri en ég. Hugsunarháttur
hennar er gjörólíkur ungs fólks nú
á tímum. Hún býr við strangt föður-
veldi og ákveðnar kurteisisvenjur
og hefðir. Tilfinningalega er hún
flókin og ég get því nokkuð ráðið
hvernig égtúlka hana.“
— Hvað ber framtíðin í skauti
sér?
„Nú er svo mikið að gerast að ég
hef ekki haft tíma til að velta því
fyrir mér. Lokaspretturinn í æfing-
um stendur enn yfir og að loknum
sýningum get ég fyrst sagt þér
hvað égætla að gera.
Það er góð tilfinning, viss léttir,
að vera búinn. Ég hlakka til sum-
arsins og kvíði engu, þó lítið kunni
að vera að gera í leikhúsunum. Nú
er ég aftur fijáls."
— Hvernig finnst þér leikritið?
„Leikritið er ákaflega sjarmer-
andi á sinn hátt. Það er í bundnu
máli og textinn er ákaflega mergj-
aður en skemmtilegur. Við leikar-
arnir höfum haft talsvert fyrir því
að komast til botns í honum.
Þrátt fyrir þetta er leikritið auð-
skilið, atburðarásin er mjög
skemmtileg og það má ekki gleym-
ast að þetta er gamanleikrit."
Gefur út
bæklinga um
líftækni
og efnistækni
Leitar aðila
til fjárfestingar
í þessum greinum
IÐNTÆKNISTOFNUN íslands
hefur gefið út myndskreytta
bæklinga um líftækni og efnis-
tækni til þess að kynna almenningi
starfsemi stofnunarinnar og reyna
að vekja athygli aðila í atvinnulíf-
inu á möguleikum þessara greina
og fá þá til samstarfs. Bæklingun-
um verður dreift í skólum og til
helstu félagasamtaka atvinnulífs-
ins.
Hugtakið „liftækni" er almennt
notað yfir öll framleiðsluferli, þar sem
notaðar eru lífverur eða hlutar þeirra.
Að sögn forráðamanna Iðntækni-
stofnunar, er líftækni talin verða
næsta megintæknibylgja sem fari um
heiminn og muni hún valda byltingu
í ýmsum atvinnugreinum og verða
snar þáttur í efnahagsuppbyggingu
Vesturlanda í framtíðinni.
Líftæknirannsóknir hafa mest
verið í sambandi við lyfjagerð fram
að þessu en í seinni tíð hefur athyglin
æ meira beinst að erfðatækni — þ.e.
kerfisbundinni breytingu á erfðaeig-
inleikum fruma. Til dæmis sjá menn
fram á að geta komist fýrir ýmsa
erfðagalla í mönnum og breytt eigin-
leikum nytjaplantna til samræmis við
umhverfisaðstæður í stað þess að
vemda þær gegn umhverfinu.
Höfundar bæklingsins um líftækni,
þeir Jakob K. Kristjánsson og Öm
D. Jónsson, segja það vera ljóst, að
líftækni muni hafa mikil áhrif hér á
landi eins og aðrar tækninýjungar.
Viðleitni íslendinga hljóti að beinast
að sérhæfðum sviðum, þar sem íslen-
skar aðstæður komi til góða. Hvað
varðar hagnýtt gildi líftækninnar
fyrir íslendinga, má t.d. benda á, að
hún getur gjörbylt geymsluaðferðum
fisks.
Hérlendis er hafin talsverð upp-
bygging í líftækni. Nokkur fyrirtæki
hafa þegar hafið lífefnaiðnað og
Rannsóknaráð ríkisins hefur veitt 15
milljóna króna styrk til samstarfs-
verkefnis fjögurra stofnana í líftækni.
Verkefnið nefnist „Ensímvinnsla úr
íslenskum hráefnum".
„í líftækninni er þekkingin hráef-
nið,“ segja þeir Jakob og Öm, „en
hvorki torgæt efni, dýr orka né vinnu-
afl. Liftækniholskeflan riður yfir
okkur fyrr eða seinna; á því leikur
enginn vafi. Það er því grundvallarat-
riði, að hérlendis sé til vir'.c starfsemi
á þessu sviði þegar það gerist.“
í bæklingnum um efnistækni segir,
að greinin fjalli um föst efni, inn;i
gerð þeirra, eiginleika og viðbrögð
við ytra umhverfi og sé byggð á
grunnþekkingu í efna- og eðlisfræði.
Sem dæmi um hagnýtingu efnistækni
má nefna mismunandi eiginleika
glers í bílrúðum og gluggarúðum
húsa.
Hagnýtar rannsóknir í efnistækni
hérlendis hafa einkum verið á sviði
steinsteypu og málmtækni. Nýiðnað-
ardeild, málmtæknideild og efnistæk-
nideild Iðntæknistofnunar hafa með
sér samstarf um eflingu efnistækni
og leitað hefur verið samvinnu verk-
fræðideildar og Raunvfsindastofnun-
ar Háskólans.
Á Iðntæknistofnun er nú unnið að
þrem verkefnum á sviði efnistækni:
Hraðstorkutækni málma, framleiðslu
keramikdufts og tilreiðslu zeólíta.
Verkefnin eru styrkt af Norræna
iðnþróunarsjóðnum og rannsókna-
sjóði Rannsóknaráðs rikisins. Þau eru
unnin í samvinnu við erlend fyrirtæki
og stofnanir.
Markmiðið með þesum verkefnum
er að koma á fót nýrri framleiðslu
hérlendis og er leitað innlendra
samstarfsaðila, sem reiðubúnir eru
til íjárfestingar í efnistæknigreinum.
Höfundar bæklings um efnistækni
eru Gylfi Þ. Einarsson, Hans Kr.
Guðmundsson og Örn D. Jónsson.
I