Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 26

Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 Tónleikar í Borgarnesi Guðný Guðmundsdóttir fiðluleik- ari. Catherine Wiliiams píanóleikari. SUNNUDAGINN þann 4. maí kl. 21 munu þær Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari og Catherine Williams píanóleik- ari halda tónleika í Borgarnes- kirkju. Á efnisskránni, sem er mjög fjölbreytt, verða verk eftir J.S. Bach, Ernest Bloch, Tchaikovsky og hinn frægi „Zigeunerweisen" eftir Pabio de Sarasate. Auk þess verða verk eftir tvö íslensk tónskáld, þá Áma Bjöms- son og Jónas Tómasson. Verk Jónasar, Vetrartré, er meðal verka á nýútkoininni hljómplötu Guðnýjar, sem hlaut verðlaun Frönsku Akademíunnar ekki alls fyrir löngu. Tónleikamir em á vegum Tón- listarfélags Borgarfjarðar. Þeir sem ekki em áskrifendur geta fengið miða við innganginn. Fréttatilkynning Með vænni sneið af SS-áleggi breytir þú venjulegu brauði f ósvikið sælgæti Spægipylsan okkar var upphaflega gerð eftir danskri uppskrift fyrir meira en hálffi öld. Hún hefúr síðan stöðugt verið þróuð og aðlöguð smekk neytenda hverju sinni. • leggið frá Sláturfélaginu er ótrúlega fjölbreytt. Við framleiðum 17 tegundir af bragðgóðu, fitulitlu brauðáleggi úr besta fáanlegu hráefni. Allar matvörur Sláturfélagsins eru framleiddar með nýtísku tækjabúnaði undir ströngu gæðaeftirliti fagmanna. Umbúðimar em líka eins vandaðar og kostur er — það tryggir hámarks geymsluþol. Við kynnum hér nokkrar vinsælustu tegundimar: Reykt beikonskinka er nýjung ffá SS sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Hún er löguð úr fituhreinsuðum svínasíðum. Sérlega bragðgóð. Rúllupylsan er ffamleidd samkvæmt ævagamalli íslenskri hefð og hefur verið óbreytt í áraraðir. Sívinsæl í ferðanestið. Malakoff er ódýr og fitulítil pylsa sem við höfúm framleitt lengi við miklar vinsældir. Tilvalin í skólanestið. Hangiáleggið ffá SS er unnið úr sérvöldum, fituhreinsuðum vöðvum. I það fara engin fyllingar- eða þyngingarefni. Sígilt álegg sem alltaf er jafn vinsælt. Lamba- og svínaskinkurnar okkar eru einnig unnar úr völdum fitulausum vöðvum. Þær eru bæði ffábærar sem brauðálegg og til steikingar a pönnu. SLATURFELAG 4? Dallaspylsa heitir nýjasta áleggið okkar. Hún hefúr fengið mjög góðar undirtektir enda löguð eftir geysivinsælli þýskri uppskrift. Frísklegt kryddbragðið kitlar vandlátustu bragðlaukana. SUÐURLANDS Brids Arnór Ragnarsson Frá Bridsfélagi Hafnarfj arðar. Vorhugur er nú og er spila- mennsku BH á starfsárinu því lokið. Síðasta keppni félagsins var Board a Match-keppni (með saldo) með þátttöku 8 sveita. Þessar urðu efst- ar: 1. SveitBjamaJóhannssonar 145 2. Sveit Sigurðar Lárussonar 126 3. Sveit Þrastar Sveinssonar 119 4. Sveit Erlu Siguijónsdóttur 105 Síðla starfsársins var keppt við 3 önnur félög, Bridsfélag kvenna, Bridsklúbb Akraness og Bridsfélag Selfoss og unnu Hafnfirðingar öll þessi félög með töluverðum mun. Viðureignin við Selfoss var sú fer- tugasta á 40 árum og er því vænt- anlega elsta samfellda bæjarkeppni í íþróttum hér á landi. Spilað var á Selfossi að þessu sinni og senda spilarar BH þeim Selfyssingum bestu þakkir fyrir frábærar móttök- ur. í lok starfsársins var haldin sagnkeppni með gömlum spilum úr erlendum og íslenskum blöðum. í öðrum hópnum náðu þau hjón Erla Siguijónsdóttir og Kristmundur Þorsteinsson bestum árangri í 20 spilum eða 118 stigum. I hinum hópnum urðu þeir Ásgeir Ásbjöms- son og Friðþjófur Einarsson lang- efstir með 141 stig. Úr seinni 10 spilunum fengu þeir hvorki meira né minna en 86 stig. Þau spil vom úr Brids(blaðinu) í febrúar 1976 en þar náðu þeir Þórarinn Sigþórsson og Hörður Amþórsson 75 stigum, sem talið var „afburða skor". Kerfi þeirra Ásgeirs og Friðþjófs mun vera mjög sérstætt, enda botnuðu engir í sögnum þeirra. Aðalfundur BH verður haldinn föstudaginn 23. maí í Hraunbyrgi, húsi Skátafélagsins við Reykjavík- urveg, og hefst kl. 20. Dagskrá fundarins verður auglýst síðar. Félagar BH óska öllum brids- urum landsins gleðilegs sumars og þakka umsjónarmönnum bridsþátta dagblaðanna fyrir ágæta þjónustu í vetur. Bridsfélag Siglufjarðar Mánudaginn 7. apríl lauk Siglu- fjarðarmóti í sveitakeppni 1986. 11 sveitir tóku þátt í mótinu og var hart barist um efstu sætin. Lokaúr- slit urðu þau, að sveit Valtýs Jónas- sonar sigraði með 235 stigum. í sveit Valtýs spila, auk hans, Baldvin Valtýsson, Sigurður Hafliðason og Sigfús Steingrímsson. í 2. sæti varð sveit Þorsteins Jóhannssonar með 230 stig og 3ja sveit Boga Sigur- bjömssonar með 207 stig. Tveggja kvölda hraðsveitakeppni var spiluð 14.4. og 21.4. Þessa keppni sigraði sveit Valtýs einnig með 960 stigum, í 2. sæti varð sveit Birgis Bjömssonar með 941 stig og í 3ja sæti varð sveit Þorsteins Jóhannssonar með 896 stig. Síðasta keppni félagsins á þessu starfsári verður 3ja kvölda tvímenn- ingur, sem jafnframt er firma- keppni. Mjög öflug starfsemi hefur verið hjá félaginu í vetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.