Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 27

Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 27
MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ 1986 27 Gísli Sigurðsson Pétur Friðrik Afmælissýning í Garðabæ GARÐABÆR er 10 ára urn þess- ar mundir eins og fram hefur komið í fréttum og af því tilefni er gert ýmislegt til hátíðabrigða. Meðal annars eru tvær listsýn- ingar í bænum og hefur í tílefni afmælisins verið leitað til lista- manna, sem þar búa. í Morgunblaðinu í gær var getið um sýningu þeirra Ragnheiðar Jónsdóttir, Eddu Jónsdóttur ogJóns Óskars í Gallerí Lækjarfít í Garðabæ. Jafnframt er önnur sýn- ing í Kirkjulundi og standa þeir að henni saman Pétur Friðrik og Gísli Tónlistarfélagið: Sigurðsson. Pétur Friðrik sýnir þar 15 myndir, bæði olíu- og vatnslita- myndir, en Gísli sýnir 13 olíumál- verk. Til upplýsingar þeim, sem ekki vita hvar Garðalundur er, skal tekið fram, að Húsið blasir við frá Vífils- staðavegi vestan við bæinn á Hofs- stöðum; þar er skóli og félags- heimili Bræðrafélags Garðakirkju og er komið að húsinu norðan- megin, frá Hofsstaðabraut. Sýning Péturs Friðriks og Gísla Sigurðssonar er opin daglega til kl. 9 á kvöldin og lýkur henni næst- komandi sunnudagskvöld. Síðustu tón- leikar vetrarins VOVKA (Stefán) Ashkenazy mun halda tónleika fyrir Tónlistarfé- lagið laugardaginn 3. maí kl. 17.00 í Austurbæjarbíói. Þetta verða síðustu tónleikar Tónlist- arfélagsins i vetur. Vovka Ashkenazy fæddist í Moskvu árið 1961, sonur Vladimirs og Þórunnar Ashkenazy. Hann ólst að mestu leyti upp hér á landi og hóf píanónám hjá Rögnvaldi Sigur- jónssyni aðeins sjö ára gamall, fyrst í einkatímum og síðar í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Frá Rögn- valdi fór hann til framhaldsnáms í Englandi árið 1977. Kennari hans við Konunglega Tónlistarskólann í Manchester var Sulamita Aronov- sky og hann útskrifaðist þaðan árið 1983. Undanfarin þrjú ár hefur hann haldið tónleika víða í Evrópu og Kanada og komið fram sem einleik- ari með mörgum hljómsveitum, m.a. þremur stærstu hljómsveitum Lundúna. Margir muna eftir tón- leikum hans á Listahátíð 1984 með Fílharmónía-hljómsveitinni undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Ný- lega hefur hann haldið tónleika í Finnlandi, á Spáni, í Belgíu, Hol- landi og Bretlandi, og hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir. A efnisskránni á laugardag eni Vovka (Stefán) Ashkenazy tvær sónötur eftir Beethoven op. 90 í e-moll og op. 110 í A-dúr, Sónata í F-dúr K.332 eftir Mozart og Sónata op. 120 í A-dúr eftir Schubert. Aukamiðar eru til sölu í Bóka- verslunum Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal og í Istóni, og viðinnganginn. Fréttatflkynning SVARTAHAFSSTROríD BÚLQARÍU FLUG OG BILL :VÍÐS VEGAR UM EVRÓPU' i FRÍIÐ MEÐ FERÐAZÍVSVAL Lindargötu 14, 101 Reykjavík sími: (91 )-14480 VORFUNDUR BÍLGREINASAMBANDSINS Laugardaginn 3. maí nk. kl. 09:30 að Hótel Sögu 2. hæð — nýbyggingu Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og tilkynna þátt- töku til skrifstofu BGS simi 681150. DAGSKRÁ: Kl. 09:30 Formaður BGS, Þórir Jensen, setur fundinn og flytur yfirlit yfir starfsemi BGS. Kl. 10:00-11:30 Sérgreinafundir: a) Verkstaeðisfundur b) Málningar- og réttingarverkstæði c) Varahlutasalar og bifreiðainnflytjendur d) Smurstöðvar e) Hjólbarðaverkstæði Kl. 11:30—12:00 Niðurstöður sérgreinafunda. Kl. 12:00—14:00 Hádegisverður og hádegisverðarerindi: Geir H. Haarde aðstoðarmaðurfjármálaráðherra fjallar um tolla og skattamál í bílgreininni, virðis- aukaskatt o.fl. N ' X - . w;- á Pu Kl. 14:00 Kynning á viðgerðarskýrslu BGS, plakati og bæklingi. Stjórn Bflgreinasambandsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.