Morgunblaðið - 01.05.1986, Side 30

Morgunblaðið - 01.05.1986, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 Á myndinni sjáum við menningarfulltrúa veitingahússins Öðinsvéa, Öðinstorgi. Óðinsvé: Síðasti karrýdagur að sinni Undanfarið hefur veitingahús- ið Óðinsvé, Óðinstorgi, staðið fyrir nýstárlegri karrýkynningu. Á fmuntudögum hefur veit- ingahúsið boðið gestum sínum upp á ýmsar tegundir karrýrétta. Eru réttir þessir matreiddir að hætti Indverja, Pakistana og Sri- Lanka-búa, úr rammíslensku hráefni, nema hvað karrýið sjálft kemur frá áðumefndum löndum. Aðspurður kvað yfirmatreiðslu- maður veitingahússins, Gísli Thoroddsen, íslenska lambakjöt- ið og fiskinn sérlega heppilegt hráefni í rétti þessa. Með réttunum em borin fram hrísgijón, Nam og Pabadam brauð, sem em ómissandi með austurlenskum karrýréttum. Auk þess alls kyns sósur og indversk sulta. Má líta á framtak þetta sem lið í menningartengslum okkar íslendinga og þessara fjarlægu þjóða. Því er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að halda upp á 1. maí í Óðinsvéum á síðasta karrýdeginum sem haldinn er fyrir sumarfrí. (Auglýsing) Úr myndinni „Anna kemur út“ Anna vinnur sigur Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Sýnd í Laugarásbíói. Stjörnugjöf ★ '/2 Framleiðandi: Don Murray. Myndataka: Mick van Bornem- an. Tónlist: Simon Walker. Handrit: John Patterson og Chris Bortwick byggt á sannri sögu eftir Rosemary Crossley og Anne McDonald. Leikstjóri: Gil Brealey. Anna kemur út (A Test of Love) er leikin heimildarmynd um líkamlega vanskapaða stúlku, sem úrskurðuð var andlega þroskaheft þriggja ára gömul og komið fyrir á stofnun. Þegar hún hefur náð táningsaldri kemur í ljós að í fotluðum líkamanum býr greind og skynsöm, heilbrigð sál. En vegna fötlunar sinnar hefur hún ekki getað tjáð sig á neinn hátt öll þessi ár. Enda er umhyggja fyrir sjúkl- ingum sínum ekki aðalsmerki Brentwoodspítalans sem Anna gistir. Það er „sorphaugur" eins og Anna kemst sjálf að orði: þar eru geymd vansköpuð, afskræmd eða þroskaheft böm, sem að- standendur þeirra vilja helst geyma og þau látin þrífast þar þangað til þau deyja. Bömunum er engin umhyggja sýnd, þau fá næringu og húsaskjól og búið. Engin kærir sig um þau. Það er betur hugsað um pottablóm en þau. Þar til Jessíca Hathaway (Ang- ela Punch McGregor) tekur til starfa á spítalanum. Henni blöskr- ar meðferðin á bömunum eða meðferðaleysið öllu heldur og vill gera breytingar. Athygli hennar beinist fljótt að Önnu og innan skamms er Anna farin að læra stafrófíð og tjá sig með því að benda á stafí á spjaldi. Saga Önnu er líka saga um baráttu við kerfíð, kerfí sem held- ur að Jessica ljúgi til um þroska Önnu, kerfí sem vill loka fötluð böm inni á stofnunum og fara með þau eins og pottablóm. En Anna vinnur sigur. Anna kemur út er átakanleg saga og óhugnanleg og lýsir þí afskiptaleysi sem fólk vill sýna fötluðum bömum og því viðhorfí að þeim sé best komið fyrir á hæli, útskúfuð frá samfélaginu. En myndinni tekst ekki að vera eins grípandi og sannfærandi og hún ætti að vera. Handritið er oft væmið, leikstjómin slöpp og leik- urinn líka nema hjá Tinu Arhondis sem leikur Önnu og ómögulegt er að sjá hvort er fötluð sjálf eða ekki. wmmmm. Morgunblaðið/Ámi Blásið í lúðra i Stykkishólmi. Skólahljómsveit Mos- fellssveitar heim- sækir Stykkishólm Stykkishólmi. SKOLAHLJÓMSVEIT Mosfells- sveitar kom um helgina í heim- sókn til Stykkishólms. Stjórnandi hennar er Birgir Sveinsson. Er þetta yfir 40 manna hópur. Skólahljómsveitin og Lúðrasveit Stykkishólms ætla að vera saman í ferð til Norðurlanda í júní. Voru æfingar með þeim á laugar- dag og á sunnudagsmorgun bauð Lúðrasveit Stykkishólms þeim félögum í bátsferð um eyjasund. Kl. tvö á sunnudag léku svo sveitirnar fyrst hvor í sínu lagi og síðar öll hersingin, yfír 80 félagar, nokkur lög. Var þeim óspart fagnað af hinum mörgu áhorfendum sem mættu í féiagsheimilið. Um þessar mundir héldu eldri konur í Hólminum sýningu á mun- um sem þær höfðu unnið f vetur og þótti sjálfsagt að sameina þetta í eitt og vakti það mikla gleði. Skólahljómsveitin hélt síðan suð- ur aftur og voru félagar hennar mjög ánægðir með þessa ferð og velheppnaða. Ámi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.