Morgunblaðið - 01.05.1986, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.05.1986, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 „Þetta er orðin löng ævi...“ * Rætt við Einar Olafsson í Lækjarhvammi níræðan Einar Ólafsson, bóndi í Lækjarhvammi, verður 90 ára í dag, 1. maí. Einar er þekktur fyrir störf sín innan bændahreyfingarinnar þar sem hann hefur gegnt fjöl- mörgum félags- og trúnað- arstörfum. Hann ólst upp í Kjósinni, fór ungur til sjós en bjó síðan ásamt konu sinni á jörðinni Lækjar- hvammi í Reykjavík. Þau brugðu búi þegar borgin breiddi úr sér yfir bæinn þeirra. Blaðamaður heim- sótti Einar í Bændahöllina. Þar hefur hann unnið hjá Framleiðsluráði Landbún- aðarins undanfarin 24 ár. Þrátt fyrir háan aldur er Einar em og vílar ekki fyrir sér að vinna fullan vinnudag. Hann býst þó við að fara á eftirlaun síðla á þessu ári. „Ég var nú að segja við þá um daginn að þeir ættu ekkert með að hafa tíræðan mann í vinnu!" sagði hann. Meðal þess sem hann hefur unnið að undanfarið er ritun ævi- sögu sem Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur skrásetur. Bókin er væntanleg á haustmánuðum. Einar fæddist á bænum Flekku- dal í Kjós 1. maí 1896. Foreldrar hans voru þau Sigríður Gunnars- dóttir og Olafur Einarsson. Þeim varð 9 bama auðið og komust 7 upp. Hann er elstur systkina og em 3þeirraennálífí. Tókum ekki eftir Halaveðrinu Þá hefur væntanlega ekki verið um langa skólagöngu að ræða? „Nei, ekki utan einn vetur þegar ég var 12 ára. Á þeim tíma áttum við ekki kost á námi, það var ekki einu sinni farskóli í sveitinni. Vinir foreldra minna sem bjuggu á Sel- tjamamesi buðu mér síðan að vera hjá þeim og sækja skóla. Eftir þann vetur var ég þrjá mánuði í unglinga- skóla. Þar með er það upptalið." Þegar Einar var 11 vetra veiktist faðir hans og þurfti hann því að sjá um búið í nokkra hríð. Hann fór að heiman 17 ára gamall, og réði sig til sjós tveimur árum síðar, á togarann Maí. Var ekki sjómanns- lífíð viðburðaríkt? „Onei. Ég get ekki sagt það. Aldrei lenti maður í neinu, sem betur fer. Við vomm til dæmis á veiðum þegar Halaveðrið geisaði sem frægt er orðið. Togarinn Leifur Eiríksson var í námunda við okkur, en hélt áfram að toga eftir að við hættum vegna veðurs. Það er það síðasta sem fréttist af skipinu. En við vissum ekki hversu slæmt veðrið var fyrr en eftirá. Bróðurpart ævinnar var ég í landi og lít á sjálf- an mig sem bónda." Giftist heimasætunni Hvenær komst þú í land? „Ég var á „Gylfanum" 1926 en kem síðan í land alfarið, og fer að búa í Lækjarhvammi." Hvemig stóð á því að þú fórst að búa hér í Reylqavík? „Eg giftist Bertu Sveinsdóttur, heimasætunni á bænum. Hún hafði þá búið ásamt móður sinni Þómnni Guðmundsdóttur í Lækjarhvammi um nokkurt skeið. Við höfðum kúa- búskap, byijuðum með 12 kýr en þær urðu allt uppí 30. Mjólkinni dreifðum við beint til neytenda hér í Reykjavík. Þetta var fyrir daga samsölunnar, þá höfðum við fasta viðskiptavini og fylltum á brúsa fyrir hvem og einn. Síðan var farið með mjólkina heim að dymm á hestvagni. Mjólkursamsalan var síðan stofnuð 1935 og þá fómm við að skipta við hana.“ Var ekki erfítt að heíja búskap á kreppuáranum? „EKki get ég sagt það. Kreppan lýsir sér fyrst og fremst í því að erfíðlega gekk að innheimta. Ég held að ég eigi ennþá ógreidda reikninga frá þessum ámm ein- hverstaðar ofaní skúffu. Fátækt var töluvert útbreidd á þeim ámm. En við liðum ekki skort." Mjólk hefur kannski verið mun- aðarvara fyrir suma? „Það jaðraði við það. Mér verður oft hugsað til þess núna að mjólkin sem við seldum þá var alls ekki góð. Hana hefði þurft að snöggkæla. Þess í stað reyndum við að hafa hana eins og húsmæðumar í Reykjavík vildu, spenvolga. Síðan hélt gerilsneyðingin innreið sína, en fyrstu árin gekk það hálf brösug- lega vegna skorts á kælitækjum." Einar Ólafsson fyrir framan heimili sitt við Skipholt. Bærinn Lækjarhvammur stóð á blettinum fyrir framan Lágmúla, sem sést í baksýn, u.þ.b. 5 metra frá Kringlumýrarbrautinni. Gatan sker túnið á Lækjarhvammi í tvennt. Var einhver vélvæðing að ráði í búskapnum? „Fyrstu vélamar sem við eignuð- umst vom nú sláttuvél og plógur á hestana. Síðan kom stríðið og uppúr því eignuðumst við dráttarvél og önnur tæki. Reyndar notuðum við mjaltavélar fyrstu árin en þær gáf- ust illa og við hættum því, þótti betra að nota vinnuaflið sem nóg var af.“ Arbók atvinnulífs og viðskipta færir út kvíarnar Afmæliskveðja: * Einar Olafsson í Lækjarhvammi UNDIRBÚNINGUR að útgáfu árbókar atvinnulífs og viðskipta á ensku fyrir árið 1986 er nú á lokastigi hjá Iceland Review. Þetta er sjötta útgáfa árbókar- innar, sem í upphafi fjallaði eingöngu um sjávarútveg: veið- ar, vinnslu og útflutning sjávar- afurða, en nær nú til alls atvinnu- lífsins. „Yearbook of Trade and Ind- ustry" náði í fyrra til alls iðnaðar auk sjávarútvegs og síðan ákvað útgáfan að færa enn út kvíamar þannig, að 1986-útgáfan fjjaliar einnig um smagöngumál, ferða- þjónustu og innflutningsverslun. Að sögn útgáfunnar hefur út- breiðsla árbókarinnar vaxið ár frá ári. Hún er að jafnaði send nokkur hundmð blöðum og tímaritum í helstu markaðslöndum okkar og hefur þar af leiðandi verið. getið víða. Hefur þetta m.a. stuðlað mjög að aukningu útbreiðslunnar. Þessi árbók í útgáfu Iceland Review er ekki viðskiptaskrá í venjulegum skilningi, því meginefn- ið er greinar og úttekt á atvinnulífi landsins ár frá ári. Sérfróðir menn á hveiju sviði leggja bókinni til efni. Það er í samþjöppuðu formi, stutt tölum og línuritum, og því aðgengi- legt fyrir þá, sem fylgjast vilja með hinum einstöku þáttum atvinnulífs og utanríkisviðskipta og þróun þeirra. Bókin flytur jafnframt aug- lýsingar helstu atvinnufyrirtækja og útflytjenda. „íceland — Yearbook of Trade and Industry 1986“ mun væntan- lega koma út í byrjun júní Tíminn líður hratt á gervihnatta- öld. Undarlegt er til þess að hugsa að kominn sé hálfur fjórði áratugur síðan fundum okkar Einars Ólafs- sonar, sem lengi hefur verið kennd- ur við Lækjarhvamm, bar fyrst saman. Það mun hafa verið í mjólkur- verkfalli snemma vors árið 1951 að leið okkar Ásthildar föðursystur minnar lá inn að Lækjarhvammi í tvennum tilgangi. í fyrsta lagi skyldi reynt að verða sér út um mjólkurdreitil og í öðm lagi ætlaði Ásthildur að ámálga það við Bertu Sveinsdóttur, eiginkonu Einars, að taka frænda sinn til sumardvalar. Þegar inn að Lækjarhvammi kom, blasti við óskemmtileg sjón fyrir þá sem vom mjólkurþurfandi, biðröð mjólkurkaupenda sem náði frá hlaðinu á Lækjarhvammi og allt niður að Suðurlandsbraut. Greinilega fengu færri en vildu. Ljóst var að við yrðum að snúa heim með brúsana tóma en eftir nokkra umhugsun sagðist Berta heitin, skyldi taka strákinn. Á leiðinni niður afleggjarann varð mér starsýnt á lágvaxinn mann, samanrekinn með mjólkur- brúsa í höndum að sinna þurfandi viðskiptavinum. Var þar kominn húsbóndinn á heimilinu. Ekki áttum við orðaskipti það sinnið. Nokkmm vikum seinna var barið upp á í húsi foreldra minna, var þar komin Þómnn Einarsdóttir að sækja kaupamanninn. Var það nokkuð orðum aukið, þar sem hann reyndist vart meira en matvinnung- ur það sumarið. Ekki em mér minnisstæðar orðræður okkar Þór- unnar á leiðinni upp að Bæ í Kjós, en Einar stundaði lengi búskap á tveimur jörðum, Bæ í Kjós yfir sumarið og~ Lækjarhvammi í Reykjavík á vetuma, en eftir akst- ur, sem virtist óralangur segir Þór- unn: „Þama er nú höllin." Var þá komið á leiðarenda. Orðið var áliðið og fólk flest í fasta svefni en næsta morgun var ég vakinn með þessum orðum húsbóndans: „Hvað getur þú gert?“ Fátt var um svör, enda ekki við miklu að búast af átta ára snáða, sagðist þó hafa nokkra reynslu I kúarekstri og hænsnahirð- ingu. Þetta var upphaf samskipta okkar Einars, en alls urðu sumurin í Bæ og Lækjarhvammi sjö. Sagt er að lengi búi að fyrstu gerð og fjölmargir geta þakkað Einari fyrir það hversu góður hús- bóndi hann reyndist þeim og hann kenndi þeim að vinna án þess að neinni hörku væri beitt. Oftast hélt Einar ró sinni gagnvart hjúum sín- um sama hvað á gekk en brygði hann skapi, sem sjaldan gerðist, var það ekki að ástæðulausu. Mönnum geta orðið á mistök, vegna fljót- fæmi eða kæmleysis. Þá er eins gott að menn fái að heyra það í eitt skipti fyrir öll svo slíkt þurfí ekki að endurtaka sig. Það er ekki ailtaf sama í hvaða röð verkin em unnin og sé bmgðið út af viðtekinni venju getur slíkt kostað óþarfa fyrirhöfn. Einar bjó alla tíð stórbúi, marg- foldu vísitölubúi, jafnt á fyrri tíma sem nútíma mælikvarða. Það sem mér fannst alla tíð einkenna bú- skapinn var seiglan, þessi algera fjarvera asa og flýtis. Oft var það þannig að ekki var búið að bera á allt í Bæ þegar grannamir vom byijaðir að slá. Það orð fór af sumum Kjósveijum á þessum ámm að þeir slæju sum túnin þrisvar. Hlýtur slíkt að teljast einsdæmi. Sumrin á Bæ vom afar viðburða- rík jafnt í leik sem í starfí. Heimilið var löngum mannmargt, heimilis- fólkið oft á annan tug og gestakom- ur tíðar. Menn styttu sér stundir við tilraunir til silungsveiða í Dæl- isá, lestur misgóðra bókmennta eins og gengur, útreiðar á sunnudögum og fleira. Einar átti löngum góða hesta og fór jafnvel það orð að gæðingamir væm notaðir til drátt- ar. Munu hafa verið á milli 15 og 20 brúkunarhross á bænum þau ár semégvar þar. Það var viðhorf Einars til hey- skaparins að heyannir byijuðu ekki fyrr en um 20. júlí og hví skyldu menn þá vera að flýta sér við slátt öllu fyrr. Það væm nægur tími til heyskapar fram að réttum. Einar hafði oft erlenda kaupa- menn í þjónustu sinni, einkum danska, þó er einkar minnisstæður eistnéskur piltur, biskupssonur að eigin sögn, atgervisnáungi til vinnu, að nafni Horst Kalvis. Af gámngun- um kallaður Hross Kálfur. Horst þessi baðaði sig í ánum eins og þær væm heitar laugar, stökk yfír skurðina í túnunum í Bæ í fullum vinnugalla og stígvélum, hefí ég engan annan séð leika það eftir. Horst lék á fíðlu á síðkvöldum við kertaljós, en þann leik kunnu fáir að meta en aumingja maðurinn þjáðist af höfuðverk í rigningu og þietta var sumarið raka 1955. Vinir koma og vinir fara. Þannig var það með kaupmennina og kaupakonuriiar í Bæ, suma hittir maður aðeins einu sinni, aðra aftur og aftur á lífsleiðinni. Einar og Berta bjuggu í 40 ár í Lækjarhvammi, eða allt fram til ársins 1966. Heyjað var á túnum vítt og breitt um borgina, gamla Lækjarhvammstúninu, í Sogamýr- inni og Fossvoginum. Þessi tún vom jafnframt beitt. Mátti þá sjá kvölds og morgna, vor og haust kúarekstra frá Lækjarhvammi. Það þótti nokkuð valdsmannslegt að reka á undan sér 30 kýr og leiða tarfínn sér við hlið. Ekki er ég frá því að kúarektoramir frá Lækjar- hvammi hafí verið stoltastir af törf- unum. Þrátt fyrir að Einar hafí verið margra manna makí í búskap gaf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.