Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1986
37
Niðurstaða nefndar:
Þolhönnun íslenskra
mannvirkia ábótavant
/1 a* n/ |•! Vr
— óhæfir menn fá löggildingu
NEFND, sem Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra skipaði 12.
nóvember sl. til þess að kanna þolhönnun bygginga hérlendis, hefur
komist að þeirri niðurstöðu, að víða er pottur brotinn í þeim efnum,
þolhönnun ábótavant og eftirlit með henni ófullnægjandi. Hefur
nefndin lagt fram tillögur í fjórum liðum til úrbóta.
Síðastliðið sumar fékk félags- Jónsson, Hafstein Pálsson og Ragn-
málaráðherra bréf frá Rannsókna- ar Sigbjömsson til þess að gera
stofnun Byggingariðnaðarins og úttekt á stöðu þessara mála.
félögum verkfræðinga og tækni-
fræðinga, þar sem bent var á, að
ýmislegt mætti betur fara varðandi
þolhönnun og eftirlit með henni.
Þolhönnun er sú sérfræðigrein inn-
an byggingarverkfræðinnar, sem
fjallar um burðargetu og stöðug-
leika bygginga. I framhaldi af þessu
bréfi skipaði ráðherra Þórhildi Lín-
dal lögfræðing, Gunnar Sigurðsson
byggingarfulltrúa Reykjavíkur-
borgar, Sigurð Thoroddsen arki-
tekt, Guðmund Hjálmarsson tækni-
fræðing og verkfræðingana Finn
Nefndin hefur fengið upplýsingar
um mörg mannvirki, sem reist hafa
verið á undanförnum árum, þar sem
þolhönnun, eftirliti og fleira hefur
verið ábótavant. Flest eru þessi
mannvirki á suðvesturhomi lands-
ins. Segir í skýrslu nefndarinnar,
að mannvirkin séu valin af handa-
hófi og séu því hvorki tæmandi
fyrir Suðvesturland né segi til um
ástandið alls staðar á landinu.
Hönnuðir og viðkomandi embætti
byggingarfulltrúa bæm hér mikla
ábyrgð. Eftirlit hefði bmgðist og
eigendur bygginganna orðið fyrir
tjóni.
Sögðu nefndarmenn, að ákvæði
byggingarlaga virtust ekki koma í
veg fyrir, að löggildingu til hönnun-
ar og eftirlits fengju menn, sem
ekki væm starfi sínu vaxnir. Lögum
samkvæmt geta byggingarverk-
fræðingar og byggingartæknifræð-
ingar fengið löggildingu til þol-
hönnunar eftir tveggja ára starfs-
reynslu. Hins vegar hefur aukið val
í námi valdið því, að menn geta
orðið byggingarverkfræðingar og
-tæknifræðingar - með mjög tak-
markað nám í þolhönnun.
Nefndin leggur til, að fram fari
könnun um allt land á ástandi at-
vinnuhúsnæðis sem reist hefur verið
á síðustu 5—10 ámm. Gerð verði
forkönnun á ástandi þeirra húsa,
sem byggð hafa verið frá ársbyrjun
1985. Taldi Alexander Stefánsson
að afla þyrfti einnar og hálfrar til
tveggja milljóna króna til þess að
heíja mætti forkönnunina í sumar.
Einnig leggur nefndin til að
gerðar verði kröfur um sérmenntun
þeirra sem löggiltir em á sviði
þolhönnunar og starfsreynslan
verði lengd úr tveimur ámm í fjög-
ur.
Þá vill nefndin, að eftirlit með
bæði hönnun og framkvæmdum
verði hert mjög og Rannsóknastofn-
un byggingariðnaðarins fái það
hlutverk að veita umsögn um þol-
hönnun bygginga af ákveðinni gerð
og stærð og yrði sú umsögn bind-
andi fyrir byggingaryfirvöld.
Að lokum leggur nefndin til, að
endurskoðuð verði öll ákvæði bygg-
ingarreglugerðar frá 1979 er varða
þolhönnun og jafnframt verði unnið
að gerð þolhönnunarstaðla en engir
íslenskir staðlar em til um þau efni.
g
S6K
r&&S<ító > s;«»t f euocx
| Lk SHARPVISiON FÍSSZI ~ i n • n n t r 1 »u - U U *0 1 * ?
1 JgJ, „ „ .. v«s |
Töframennirnir hjá Sharp eru samir við sig.
Þeir hafa haldið framleiðslukostnaði þessa frábæra
videotækis í algjöru lágmarki og nú setur Hljómbærpunktinn
yfir i-ið og býður þetta tæki á ævintýralegu tilboðsverði.
En það allra sniðugasta er að geta keypt gæðatæki á þessu
hlægilega verði.
Tæki þar sem saman fara sterk bygging, lipur hönnun og
ótrúleg gæði.
Og verðið - já haltu þér fast, tækið kostar aðeins
36,900.-kn stgK
Hljómbær býður alltaf betur!
HUÐMBÆR
HVERFISGÖTU 103 SIMI 25999
Nýkotmn
seixfng
frá Vestur-
Þýskalandi
mm
Pantanir
óskast
staðfestar
STRAX
(^^naust h.t
SÍDUMÚLA 7—9 SÍMI 82722.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!