Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 K J ARNORKUSLY SIÐISOVETRIK JUNUM Norðurlönd: Svíar banna innflutning matvæla frá A—Evrópu Stokkhólmi, Ósló. AP og frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKIL ÓÁNÆGJA ríkir á Norðurlöndum með framkomu Sovét- manna eftir kjarnorkuslysið í Chernobyl. Svíar og Danir hafa látið þung orð falla um stjórnvöld í Moskvu og er búist við, að þetta mál verði ofarlega á baugi i ræðum manna í dag, 1. maí. I Noregi hefur veríð skipuð nefnd til að fylgjast með framvindu mála og Finnar hafa byrjað á brottflutningi finnskra þegna frá Kiev og svæðunum þar í kring. Boris Pankin, sendiherra Sovét- manna í Svíþjóð, sagði í gær á fundi í sænska utanríkisráðuneytinu, að slysið hefði aðeins orðið í einum kjamakljúf og að rekstri hinna þriggja hefði verið hætt. Sagði hann ennfremur, að „við munum láta Svía og aðra vita ef ástandið versn- ar“. Bertil Jobeus, talsmaður sænska utanríkisráðuneytisins, sagði, að lítil stoð væri í þessari yfírlýsingu Pankins og að enn hefðu Svíar engin svör fengið við spum- ingum sínum um slysið. Svíar banna innf lutning frá A-Evrópu Sænska matvælaeftirlitið bann- aði í gær innflutning ferskra „Ekki harmleikur ávaxta, fisks og kjöts frá þeim Austur-Evrópulöndum, sem orðið hafa fyrir geislun. Er þar um að ræða Sovétríkin, Búlgaríu, Ung- verjaland, Pólland og Tékkóslóvak- íu. Fólki hefur einnig verið ráðlagt að drekka ekki regnvatn. Birgitta Dahl, orkumálaráðherra Svía, sagði í gær, að svo virtist sem kjamorkuslysið í Chemobyl hefði orðið á föstudag í fyrri viku, fjómm dögum áður en Sovétmenn neydd- ust til að segja frá því. „Vonandi draga Sovétmenn réttan lærdóm af þessu slysi þótt þeir eigi greini- lega erfitt með það,“ sagði Dahl og bætti því við, að þetta mál myndi hafa sín áhrif á afstöðu Svía til Sovétmanna. „Það eitt er víst, að sænskur almenningur mun draga sínar ályktanir af þessu máli.“ geta gerst á ofanverðri 20. öld. „Sovéskt samfélag er allt of fmmstætt til að hægt sé að treysta því fyrir jafn háþróaðri tækni og nýtingu kjarnorkunnar,“ sagði í Svenska Dagbladet í gær og í þýska blaðinu Die Welt var spurt: „Hvers konar manneskjur em það, sem ráða í Sovétríkjunum? Það, sem gerðist í Úkraínu er ekki harmleik- ur, heldurglæpur." I gær var farið að draga úr geisl- un yfír Norðurlöndum en þá var hennar hins vegar farið að gæta í Austurríki og Sviss. „Kjamorku- slysið í Sovétríkjunum sýnir ekki aðeins veikleika og galla sovéska kerfisins, heldur þá ótrúlegu hættu, sem felst í einangmn heillar þjóðar, sérstaklega stórþjóðar," sagði blað- ið Tages Anzeigerí Zurich. „Það „svarthol", sem kallast sovésk upplýsingamiðlun, er skelfi- legt mál,“ sagði Andrea Margheri, öldungadeildarmaður fyrir ítalska kommúnista, í umræðum á ítalska þinginu en til fundarins var efnt sérstaklega til að ræða kjamorku- slysið. Fordæmdu allir þingmenn- imir Sovétríkin fyrir óskiljanlega frainkomu þeirra og kváðust undr- ast það þjóðfélagskerfi, sem opin- beraði sig á þennan hátt. „Kommúnistar framleiða raf- magn á sama hátt og þeir heyja stríð — án þess að skeyta hið minnsta um mannleg örlög og með því að banna allt eftirlit," sagði í því vinstrisinnaða blaði Liberation í París. — heldur glæpuru Vestur-Evrópubúar reiðir og hneyksl- aðir á framkomu Sovétmanna Kaupmannahöfn. AP. FRAMFERÐI Sovétmanna eftir kjarnorkuslysið í Chernobyl, að þeir skyldu þegja yfir því á sama tima og geislunin lagðist yfir nálæg lönd, hefur valdið reiði og hneykslun í Vestur-Evrópu. Eiga margir ekki orð til að lýsa furðu sinni á sovésku þjóðfélags- kerfi og á því, að þetta skuli Ug-gnr í Noregi I Noregi hefur verið skipuð sér- stök nefnd til að fylgjast með geisl- uninni, sem raunar er minni þar en annars staðar á Norðurlöndum. Mikill ótti hefur þó gripið fólk og einkum ófrískar konur, sem óttast fósturskaða. Káre Willoch, forsæt- isráðherra, kallaði í gær á sinn fund sovéska sendiherrann í Noregi, Dimitry Poliyansky, og krafðist þess, að Sovétmenn gæfu nauðsyn- legar upplýsingar um slysið. Sendi- herrann sagði, að bruninn í kjarn- orkuverinu væri „undir mjög góðri stjóm". Finnar fluttir frá Kiev Hafínn er brottflutningur allra Finna frá Kiev og nágrenni en þeir munu vera um 100 talsins. Einnig hefur verið komið á fót vinnuhópi til að kanna allar hliðar þessa máls og Sovétmenn hafa verið krafðir upplýsinga um það. Genscher, utanríkisráðherra V-Þýskalands: Sovétmenn verða að loka kjarnorkuverum AP/Símamynd Kjamorkuslysið í Sovétríkjunum hefur valdið miklum ótta um að slíkt slys geti orðið í öðram kjamorkuverum. Þessi finnska móðir mótmælti því í gær fyrir utan þinghúsið í Helsinki í Finnlandi, að fimmta kjarnorkuverið yrði reist þar í landi. Á spjaldinu hennar stendur: „Hve margir dóu í Kiev? Við viljum ekki deyja. Ekki fimmta kjaraorkuverið hér.“ fundarins, sem haldinn var í Fen- eyjum á Ítalíu, að Sovétmenn yrðu að gefa upplýsingar um önnur kjarnorkuver af sömu gerð og í Chernobyl og loka þeim tafarlaust. Giulio Andreotti, utanríkisráðherra Ítalíu, sagði, að Sovétmenn hefðu ekki siðferðilegan rétt til að þegja yfir þessum atburði. „Þetta mál á ekkert skylt við fullveldi ríkja," sagði hann. „Geislunin stöðvast ekki við landamæri.“ Aðilar að yestur-evrópska sam- bandinu eru ítalir, Frakkar, Vest- ur-Þjóðveijar, Belgar, Hollending- ar og Lúxemborgarar. Var það stofnað árið 1954 til að auka samvinnu þjóðanna í efnahags-, menningar- og varnarmálum en löngum var heldur lítið að því starfað. Ifyrir tveimur árum var nýju lífí hleypt í sambandið og síð- an hafa fundir verið haldnir reglu- lega. Á fundinum í Feneyjum var umræðuefnið samskipti austurs og vesturs, vígbúnaðareftirlit og hryðjuverkastarfsemi. — af sömu gerð og í Chernobyl Feneyjum. AP. Hans-Dietrich Genscher, ut- anríkisráðherra Vestur- AP/Símamynd Þessi mynd er úr sovéska tímarítinu „Líf“ og birtist í febrúar sl. Sýnir hún starfsmenn við vinnu sína í stjórastöð kjaraorkuversins í Chernobyl og í meðfylgjandi grein sagði, að frá stjórnstöðinni værí hægt að slökkva á kjarnakljúfnum á nokkrum sekúndum. Þýskalands, krafðist þess í gær, að Sovétmenn liættu rekstri allra kjarnorkuvera soinu gerðar og verið i rhemobyl. Bar hann fram þessa kröfu við lok tveggja daga fundar utanríkis- og varnarmálaráðherra Vestur- evrópska sambandsins. Ráðherramir létu í ljós mikla gremju og áhyggjur yfir því, að Sovétmenn skyldu ekki vara aðrar Evrópuþjóðir við því, sem var að gerast í kjamorkuverinu í Chemo- byl. „Það er áhyggjuefni, að Sovét- menn skyldu reyna að þegja yfír þessum alvarlega atburði og vekur upp spumingar um tal þeirra um slökun og bætt samskipti," sagði Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Breta, á fréttamannafundi í gær. Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, sagði við lok . . Breskir námsmenn í Kiev: Eru innan- dyra af ótta við geislun London. AP. BRESKUR námsmaður í Kiev sagði í gær, að daglegt líf værí með eðlilegum hætti í borginni en fólk væri hins vegar mjög áhyggjufullt þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um að engin hætta væri á ferðum. „Við höfum spurt hvort við séum í hættu en því er alltaf svarað til, að Kiev sé öruggur staður," sagði Christine Falder, 22 ára gömul bresk stúlka, sem er við nám í Kiev, í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. Var hún spurð að því, hvort stjómvöld hefðu gefíð almenningi upplýs- ingar um varúðarráðstafanir ef hættan ykist en hún kvað svo ekki vera. Sagði Falder, að bresku námsmennimir héldu sig innandyra af ótta við ástandið. „Frá Sovétmönnum sjálfum höfum við sama sem engar frétt- ir,“ sagði Falder. „f sjónvarpinu í gærkvöld sagði, að slys hefði orðið fyrir norðan Kiev, nokkrir hefðu beðið bana en nú væri búið að ná tökum á málinu. Við höfum hins vegar heyrt orðróm um að allt að 4.000 manns hafí látist." Falder sagði, að bresku náms- mennimir vildu komast heim. „Okkur fínnst við vera í hættu stödd og viljum komast heim til Englands. Við emm ekki nema í rúmlega 100 km fjarlægð frá slysstaðnum," sagði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.