Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 40

Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 AP/Sfmamynd Chile: Skæmliðar gera árásir Santiago. AP. SKÆRULIÐAR, sem berjast gegn herforingjastjórninni í Chile, sprengdu á þriðjudag þrettán sprengjur. Þ. á m. hrundi veggur næst dyrunum að heimili sendiherra Bandaríkjanna í Santiago, höfuðborg Chile, í dínamítsprengingu. Tveir gluggar brotnuðu í sendiherrabústaðnum og nágranni sendiherrans slasaðist. Hálftíma síðar skutu skæruliðar af vélbyssum á hermenn, sem stóðu vörð við íbúðarkjarna yfirmanna í hernum. Tilræðismennirnir voru á bíl og keyrðu fram hjá á fleygiferð. Fjórir hermenn særðust. Að sögn lögreglu bendir ekkert til þess að samband sé milli þessara atburða. Maður nokkur hringdi og sagðist vera talsmaður Þjóðernisfylkingar Manuels Rodriguez. Hann sagði að árásin á sendiherrabústaðinn hefði verið gerð til að mótmæla árás Bandaríkjamanna á Líbýu 15. apríl og stuðningi Bandaríkjastjórnar við skæruliða í Nicaragua. Maðurinn sakaði Ronald Reagan, Bandaríkja- forseta, einnig um að senda ráð- gjafa til að aðstoða lögregluna í Chile. Mörg hundruð hermenn fóru í fátækrahverfi í Santiago eftir sprengingarnar að leita að vopnum. Rafmagn var tekið af og símum lokað meðan á leitinni stóð. Um þijúhundruð menn voru teknir til yfirheyrslu. A mánudag biðu einn lögreglu- maður og þrír meintir skæruliðar Hertogaynjan af Windsor borin tilgrafar Hertogaynjan af Windsor var jarðsett í fyrradag í Forgmor-garðinum í Windsor, að viðstaddri bresku konungs- fjölskyldunni. Hér sést kistan borin úr kapellu heilags Georgs í Windsor af mönnum úr velska lífverðinum og breska konungsfjölskyldan fylgir á eftir. Talin frá vinstri: Karl Bretaprins, Elísabet Englandsdrottning, Filipus prins, maður hennar, móðir drottningar og Anna prinsessa. —— ______________________ „Ibúar á Austur-Timor fái að ákveða framtíð sína“ Krafa okkar að Indónesar fari með herlið sitt á brott, segir José Ramon Horta, erindreki Fretilin „ÉG ER hingað kominn til að þakka ríkisstjórn íslands fyrir stuðning við Austur-Timor á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og jafnframt leita eftir því, hvort við megum vænta þess að framhald verði á honum,“ sagði José Ramon Horta í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Horta, sem er áheymarfulltrúi Fretilin-samtakanna á Austur-Timor á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, dvaldi hér á landi fyrr í vikunni og átti viðræður við embættismenn í utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hann kynnti fjölmiðlum ástandið í heimalandi sínu. ember nk. væri Austur-Timor á dagskrá, en óvíst hvemig á því máli yrði tekið. Benti Horta á, að hlut- lausu ríkin eða hin svonefndu þriðja heims ríki ættu auðvelt með að fordæma nýlendustefnu vestrænna ríkja, en treystu sér naumast til að horfast í augu við nýlendustefnu í eigin röðum, s.s. nýlendustefnu Indónesa eða Eþíópíumanna. bana. José Ramon Horta Morgunblaðið/Emilía Austur-Timor var nýlenda Port- úgala fram til 1975, en þegar þeir fóm á brott sendu stjómvöld í ná- grannaríkinu Indónesíu her inn í landið til að koma í veg fyrir að Fretilin-sjálfstæðishreyfingin kæm- ist til valda. Hafa Indónesar ráðið Austur-Timor frá því í júlí 1976, en allan þann tíma hafa þeir átt í bardögum við skæruliða Fretilin, sem segjast ráða nokkrum hluta landsins. Horta sagði, að Sameinuðu þjóð- irnar hefðu árið 1975 samþykkt samhljóða ályktun um málefni Austur-Timor, þar sem Indónesar em hvattir til að fara her sinn á brott. Indónesar hefðu virt þá samþykkt að vettugi og Sameinuðu þjóðimar hefðu ekki reynst megn- ugar að fylgja ályktun sinni eftir. Ríki eins og Bretland, Bandaríkin og Frakkland, sem fordæmt hefðu innrás Indónesa 1975, styddu nú stjómvöld þar og treystu sér ekki lengur til að samþykkja tillögur um sjálfstæði Austur-Timor á Allsheij- arþinginu. Sömu sögu væri að segja af Norðurlöndunum, öðmm en Is- landi. Kvað Horta það helstu við- bámna, að Fretilin-samtökin væm höll undir kommúnisma og Sovét- menn eða Kínveijar kynnu að ná fótfestu í landinu ef Indónesar fæm á brott. „Þetta em hins vegar al- rangar ásakanir," sagði Horta. „Fretilin stefnir að fjölflokkaskipu- lagi og innan þess em margvíslegir skoðanahópar, þ.á m. kommúnistar og fijálslyndir, en öflugastir em jafnaðarmenn. Krafa okkar er, að fólkið á Austur-Timor fái sjálft að ákveða framtíð sína í almennri atkvæðagreiðslu, en henni hefur verið hafnað af stjóm Indónesíu, sem veit að Fretilin myndi vinna yfírburða sigur." Horta sagði, að hernaður Indó- nesa gegn íbúum á Austur-Timor væri keyptur dým verði. Ætlað væri, að kostnaðurinn næmi á degi hveijum einni milljón bandaríkja- dollara o¥ ár)ega_fellu 6^200 hermenn stjómarinnar. Um 20-30 þúsund indóneskir hermenn tækju þátt í viðureigininni við skæmliða Fretilin, sem væm um 3 þúsund að tölu. Sjálf ætti stjóm Súhartos á Indónesíu í miklum erfiðleikum og næmu erlendar skuldir landsins 40 milljörðum dollara. Mannréttindi væm þar fótum troðin og minnsta gagnrýni á stjómvöld kæfð í fæð- ingu. Horta kvað erindreka Fretilin vinna að því að miðla upplýsingum um ástandið á Austur-Timor til fjölmiðla og alþjóðasamtaka og þeim hefði tekist að fá sjálfstæðis- baráttu sína tekna fyrir á vettvangi Samtaka hlutlausra ríkja. A fundi samtakanna í Harare í ágúst-sept- Heimsmeistaraeinvígið í skák: Schmidt yfirdómari Luzern, Sviss. AP. STÓRMEISTARINN Lothar Schmidt frá Vestur-Þýskalandi hefur verið útnefndur yfirdóm- ari í heimsmeistaraeinvíginu í skák á milli Garris Kasparov núverandi heimsmeistara og áskorandans Anatolys Karpov. Einvígið hefst í Lundúnum 28. júlí og verða tólf fyrstu skákim- ar tefldar þar, en síðan verður einvígið færttil Leningrad. Schmidt er íslendingum að góðu kunnur frá því að hann dæmdi í einvígi Fischers og Spassky í Reykjavík 1972. Aðstoðardómarar hafa einnig verið útnefndir. Þeir verða í Lundúnum þeir Lembit Vakhesaar frá Sovétríkjunum og Jivko Kaikamdzonov frá Búlgaríu og í Leningrad þeir Miroslav Filip frá Tékkóslóvakíu og Robert Wade frá Englandi. Svíþjóð: o Ake Gunnars- son leiddur fyrir vitni á ný Stokkhólmi. AP. ÁKE Gunnarsson, maðurinn, sem handtekinn var eftir morðið á Olof Palme forsætis- ráðherra og síðar látinn laus, var á nýjan leik leiddur fyrir vitni í málinu á mánudag, að sögn lögreglunnar. Lögreglan sagði, að þetta væri í annað sinn á tveimur dögum, sem hann hefði samþykkt að koma fram fyrir vitni. Hinn 33 ára gamli Svíi er eini maðurinn, sem formlega hefur verið handtekinn, frá því að rannsókn málsins hófst 28. febrúar sl. Hann var hnepptur í gæsluvarð- hald um miðjan mars, en látinn laus fimm dögum síðar, þar sem vitni báru ekki kennsl á hann. Talsmaður lögreglunnar, Leif Hallberg, sagði, að Áke hefði verið leiddur fyrir „mörg vitni“ og hann hefði komið fram einn síns liðs. „Það eru enn nokkur vafaatriði, sem snerta þennan mann, og það er mikilvægt að varpa ljósi á þau,“ sagði Hans Holmer, lögreglustjóri í Stokkhólmsborg og formaður rannsóknarnefndarinnar, í viðtali við TT-fréttastofuna á mánudag. A þriðjudag sagði Holmer á fundi með fréttamönnum, að tilraun þessi hefði engan árangur borið. Vetrarbrautin er minni en talið var Washington, AP. VETRARBRAUTIN er miklu minni en áður var talið og sólin og reikistjörnurnar eru nær miðju hennar en nokkur hefur látið sér til hugar koma. Skýrðu stjörnufræðingar frá þessu fyrir nokkrum dögum. Vísindamennimir, sem notuðu nýjar aðferðir við að mæla fjar- lægðir, telja nú, að Vetrarbrautin, gormlaga stjörnuþoka með 200 milljörðum stjama, sé 70.000 ljós- ár í þvermál en ekki 100.000 eins og áður var haldið. Við þessar mælingar voru notaðir útvarps- sjónaukar í Nýju Mexíkó, Vestur- Virginíu, Massachusetts og Kali- fomíu og auk bandarískra vís- indamanna unnu að rannsóknun- um starfsbræður þeirra í Frakk- landi og Svíþjóð. Dr. Mark J. Reid, útvarps- stjömufræðingur við Smithson- ianstjamfræðistofnunina í Cam- bridge í Massachusetts, skýrði nýlega frá því, að þegar beitt væri nýjum stærðfræðiaðferðum " ■ ■........—................ kæmi í ljós, að sólin væri í 23.000 ljósára fjarlægð frá miðju Vetrar- brautarinnar. í rúma tvo áratugi hefur því verið haldið fram, að fjarlægðin væri allt að 33.000 ljósár. Búist er við, að þessar nýju niðurstöður muni hafa mikil áhrif á ýmsum sviðum stjömufræðinn- ar. Fyrri fjarlægðarmælingar fól- ust í því að athuga mismunandi endurskin frá himinhnöttum en vegna þess, að gas og ryk byrgir mönnum sýn til miðju Vetrar- brautarinnar, er þessi aðferð held- ur óáreiðanleg. Að þessu sinni fundu vísindamennimir sér við- miðunarpunkt, sem var svæði með nýbomum stjömum nærri Vetrar- brautarmiðju. Kallast það Sagitt- • mmt aa Stjörnuþokan Andromeda. Hún er 150.000 ljósár i þvermál eða helmingi breiðari en Vetrarbrautin. arius B2 og fannst fyrir skömmu. Umhverfis svæðið er gas og ryk, sem þenst mjög hratt út, og í ystu lögunum em fyrirbrigði, sem kallast vatnsmeysar. Vatnsmeys- ar gefa frá sér örbylgjur, sem útvarpssjónaukar á jörðu geta numið. Með því að mæla hreyf- ingu meysanna var unnt að meta fjarlægðirnar nákvæmlega. "T- —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.