Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 41

Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAI1986 41 Pressens Bild/Símamynd Sænska konungsfjölskyldan, Silvia og Karl Gústaf ásamt börnum sínum þremur. Þau eru Karl Filip prins, Madeleine prinsessa og Victory prinsessa. Karl Gústaf Svíakonungnr fertugur: Þriggja daga hátíða- höld vegna afmælisins Stokkhólmi. AP. KARL GÚSTAF XIV Svíakonungur varð fertugur í gær, síðasta dag aprílmánaðar. Kóngafólk víðs vegar úr Evrópu kom til að samfagna honum á þessum tímamótum, en auk þess heilsuðu upp á hann þúsundir landsmanna hans og einn órangútan-api austan frá Singapore. Margt konungsborins fólks og ættingja Karls Gústafs er nú samankomið í Stokkhólmi vegna afmælisins, en hátíðahöldin standa í þijá daga. Verður m.a. sjónvarpað að hluta frá afmælis- veislunni og einnig frá dansleik, sem haldinn var á Drottningar- hólmi í nótt, aðfaranótt Valborg- armessu. Meðal gestanna verða t.d. Balvin, Belgíukonungur, og drottning hans, Fabiola; Jóhann Karl, Spánarkonungur, og Soffía, drottning hans; Júlíana, fyrrum Hollandsdrottning og maður hennar, Bemharður prins; Mar- grét, drottning Dana, og Henrik prins; Albert, prins af Mónakó og þýskur frændi konungs, Friedrich Josias prins af Sachen-Coburg. Þá er ótalinn sænski aðallinn og frammámenn í sænsku þjóðlífi. Karl Bretaprins og Díana gátu ekki komið vegna opinberrar heimsóknar í Kanada. Þúsundir Svía söfnuðust í gærmorgun við konungshöllina í Stokkhólmi til að hylla konung sinn, en mesta athygli vakti þó þegar órangútan-api frá Singap- ore bar Karli Gústaf kveðju stjórn- valda austur þar á mjög hoff- mannlegan hátt. Bandaríkjaforseti í Indónesíu: Ræðir við utanrík- isráðherra Suðaust- ur-Asíubandalagsins Bali, Indónesíu. AP. RONALD Reagan Bandarikja- forseti, sem staddur er í Bali í Indónesiu, situr í dag fund með æðstu embættismönnum aðalvið- skiptalanda Bandarikjanna i Suðaustur-Asíu. Ekki er búist við, að hann muni vekja máls á brottrekstri áströlsku blaða- mannanna, sem indónesisk stjórnvöld ömuðust við vegna greinaskrifa þeirra um Suharto Indónesiuforseta og fjölskyldu hans. Bandaríski sendiherrann í Indó- nesíu, Paul Wolfowitz, afhenti indó- nesískum embættismönnum yfirlýs- ingu, þar sem látnar voru í ljós áhyggjur út af brottrekstri blaða- mannanna. Bandarískir embættismenn sögðu enn fremur, að Reagan mundi ekki heldur vekja máls á öðrum mannréttindamálefnum eins og því, sem kallað hefur verið í Indónesíu „dularfullu morðin" á meintum glæpamönnum, eða stjórnmálakúguninni á Austur- Timor. í dag situr Reagan fund með utanríkisráðherrum Suðaustur- Asíubandalagsins. Aðildarríki þess, auk Indónesíu, eru Filippseyjar, Thailand, Singapore, Brunei og Malaysía. I gær sagði Salvador Laurel, varaforseti Filippseyja, að Reagan forseta gæfíst kostur á að kveða upp úr um það á fundi þeirra í dag, hvort hann styddi enn þá Ferdinand Marcos, fyrrum forseta Filippseyja, eins-og sumir af and- stæðingum nýju stjórnarinnar þar héldu fram. „A morgun ætti ég að geta fengið þetta á hreint,“ sagði Laurel á fundi með fréttamönnum. RAINBOW NAVICATJOi m r Beinar siglingar milli Njarðvikur og Norfolk með M.v. .RAINBOW HOPE' Flytjum stykkja-. palla- og gámavöru, fvrstiuöru og frystigáma Umboðsmenn okkar eru t to; Cunnar Guðjónsson sf Hafnarstræti 5 PO Box 290 121 Reytjavik simi 29200 Telex 2014 Mendian Ship Agency. inc 201 E Citv Hall Ave. Suite 501 Norfolk Va 25510 USA Simi (8041-625-5612 Telex 710-881-1256 Áætlun: Lestunardagar NJARÐVÍK — NORFOLK 29. apríl 9. maí 19. maí 29. maí 8. júní (jfc Rainbow Navigationjnc. 20% VERÐLÆKKUN ÁKÖKUM Frá 1. maí tekur gildi nýr verðlisti, engin verðhækkun, en 20% lækkun á flestum vörum. BAKARIIÐ KRINGLAN Dalshrauni 13. Sími 53744. Beykisófasettin frá VIÐJU eru stílhrein, vönduð og með endingargóðum ullaráklæðum. 9 “"aráklædi UTB°*<su HUSGAGNAVERSLUNIN Þar sem góðu kaupin gerast Smiðjuvegi 2 Kopavogi simi 44444

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.