Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 41

Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAI1986 41 Pressens Bild/Símamynd Sænska konungsfjölskyldan, Silvia og Karl Gústaf ásamt börnum sínum þremur. Þau eru Karl Filip prins, Madeleine prinsessa og Victory prinsessa. Karl Gústaf Svíakonungnr fertugur: Þriggja daga hátíða- höld vegna afmælisins Stokkhólmi. AP. KARL GÚSTAF XIV Svíakonungur varð fertugur í gær, síðasta dag aprílmánaðar. Kóngafólk víðs vegar úr Evrópu kom til að samfagna honum á þessum tímamótum, en auk þess heilsuðu upp á hann þúsundir landsmanna hans og einn órangútan-api austan frá Singapore. Margt konungsborins fólks og ættingja Karls Gústafs er nú samankomið í Stokkhólmi vegna afmælisins, en hátíðahöldin standa í þijá daga. Verður m.a. sjónvarpað að hluta frá afmælis- veislunni og einnig frá dansleik, sem haldinn var á Drottningar- hólmi í nótt, aðfaranótt Valborg- armessu. Meðal gestanna verða t.d. Balvin, Belgíukonungur, og drottning hans, Fabiola; Jóhann Karl, Spánarkonungur, og Soffía, drottning hans; Júlíana, fyrrum Hollandsdrottning og maður hennar, Bemharður prins; Mar- grét, drottning Dana, og Henrik prins; Albert, prins af Mónakó og þýskur frændi konungs, Friedrich Josias prins af Sachen-Coburg. Þá er ótalinn sænski aðallinn og frammámenn í sænsku þjóðlífi. Karl Bretaprins og Díana gátu ekki komið vegna opinberrar heimsóknar í Kanada. Þúsundir Svía söfnuðust í gærmorgun við konungshöllina í Stokkhólmi til að hylla konung sinn, en mesta athygli vakti þó þegar órangútan-api frá Singap- ore bar Karli Gústaf kveðju stjórn- valda austur þar á mjög hoff- mannlegan hátt. Bandaríkjaforseti í Indónesíu: Ræðir við utanrík- isráðherra Suðaust- ur-Asíubandalagsins Bali, Indónesíu. AP. RONALD Reagan Bandarikja- forseti, sem staddur er í Bali í Indónesiu, situr í dag fund með æðstu embættismönnum aðalvið- skiptalanda Bandarikjanna i Suðaustur-Asíu. Ekki er búist við, að hann muni vekja máls á brottrekstri áströlsku blaða- mannanna, sem indónesisk stjórnvöld ömuðust við vegna greinaskrifa þeirra um Suharto Indónesiuforseta og fjölskyldu hans. Bandaríski sendiherrann í Indó- nesíu, Paul Wolfowitz, afhenti indó- nesískum embættismönnum yfirlýs- ingu, þar sem látnar voru í ljós áhyggjur út af brottrekstri blaða- mannanna. Bandarískir embættismenn sögðu enn fremur, að Reagan mundi ekki heldur vekja máls á öðrum mannréttindamálefnum eins og því, sem kallað hefur verið í Indónesíu „dularfullu morðin" á meintum glæpamönnum, eða stjórnmálakúguninni á Austur- Timor. í dag situr Reagan fund með utanríkisráðherrum Suðaustur- Asíubandalagsins. Aðildarríki þess, auk Indónesíu, eru Filippseyjar, Thailand, Singapore, Brunei og Malaysía. I gær sagði Salvador Laurel, varaforseti Filippseyja, að Reagan forseta gæfíst kostur á að kveða upp úr um það á fundi þeirra í dag, hvort hann styddi enn þá Ferdinand Marcos, fyrrum forseta Filippseyja, eins-og sumir af and- stæðingum nýju stjórnarinnar þar héldu fram. „A morgun ætti ég að geta fengið þetta á hreint,“ sagði Laurel á fundi með fréttamönnum. RAINBOW NAVICATJOi m r Beinar siglingar milli Njarðvikur og Norfolk með M.v. .RAINBOW HOPE' Flytjum stykkja-. palla- og gámavöru, fvrstiuöru og frystigáma Umboðsmenn okkar eru t to; Cunnar Guðjónsson sf Hafnarstræti 5 PO Box 290 121 Reytjavik simi 29200 Telex 2014 Mendian Ship Agency. inc 201 E Citv Hall Ave. Suite 501 Norfolk Va 25510 USA Simi (8041-625-5612 Telex 710-881-1256 Áætlun: Lestunardagar NJARÐVÍK — NORFOLK 29. apríl 9. maí 19. maí 29. maí 8. júní (jfc Rainbow Navigationjnc. 20% VERÐLÆKKUN ÁKÖKUM Frá 1. maí tekur gildi nýr verðlisti, engin verðhækkun, en 20% lækkun á flestum vörum. BAKARIIÐ KRINGLAN Dalshrauni 13. Sími 53744. Beykisófasettin frá VIÐJU eru stílhrein, vönduð og með endingargóðum ullaráklæðum. 9 “"aráklædi UTB°*<su HUSGAGNAVERSLUNIN Þar sem góðu kaupin gerast Smiðjuvegi 2 Kopavogi simi 44444
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.