Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 45
Skoðanakönnun DV um helgina MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1986 45 Forskot D-listans Aldrei meira úrval minnkar í Reykjavík FORSKOT D-listans, lista Sjálf- stæðisflokksins við borgarstjórn- arkosningarnar, sem fram eiga að fara hinn 31. maí næstkom- andi, hefur minnkað í skoðana- könnun DV, sem fram fór um síðustu helgi miðað við könnun- ina, sem blaðið stóð fyrir í jan- úar. Sé tekið mið af þeim, sem spurðir voru og afstöðu tóku i skoðanakönnuninni nú fær Sjálf- stæðisflokkur 65,5% atkvæða, en fékk í skoðanakönnun blaðsins í janúar síðastliðnum 69,9%. Við siðustu borgarsljórnarkosningar fékk D-Iistinn 52,5% greiddra atkvæða. Niðurstöður skoðanakönnunar- innar nú voru að af 236 manns sögðust 11 kjósa Alþýðuflokkinn eða 4,7%, 2 sögðust kjósa Fram- sóknarflokkinn eða 0,8%, 91 sagðist kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða 38,6%, 26 sögðust kjósa Alþýðu- bandaíagið eða 11%, 9 sögðust kjósa kvennalista eða 3,8%, 63 voru óákveðnir eða 26,7% og 34 vildu ekki svara eða 14,4%. Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu verða hlutfallstölur flokkanna þessar. Innan sviga eru niðurstöður úr skoðanakönnun DV frá því í janúar. Alþýðuflokkur fengi 7,9% (2,9), Framsóknarflokkur fengi 1,4% (2,2%), Sjálfstæðisflokk- ur fengi 65,5% (78,8%), Alþýðu- bandalag fengi 18,7% (13,1%), Kvennalisti fengi 6,5% (2,9%) og Flokkur mannsins komst ekki á blað, hvorki nú né í janúarmánuði. Klúbbur „Upp og niður“: Brot á þagnarskyldu varðar brottrekstri í AUGLÝSINGU frá skemmtistaðnum „Upp og niður“ í Morgun- blaðinu í gær er boðuð stofnun klúbbs í tengslum við staðinn og segir í auglýsingunni, að þagnarskylda skuli í hávegum höfð; ef meðlimur í klúbbnum fari að blaðra um starfsemina í húsinu, sé heimilt að svipta hann aðildarkorti. Morgunblaðið snéri sér til Vil- hjálms Svans Jóhannssonar eiganda „Upp og niður“ og spurði hann hverju þetta sætti. „Tíðkast ekki í dag, að menn láti kyrtt liggja, það sem aðrir leyfa sér?“ spurði Vilhjálmur á móti. — Er þá eitthvað ólöglegt við starfsemina? „Nei, alls ekki. Menn, sem eru með vott af siðgæðisvitund þurfa ekki að vera að brjóta lög. Ef ég er fullur einhvers staðar, þá get ég beðið þig að þegja yfir því, en ég er ekki að brjóta lög. Það er ekki verið að stofna neinn klámklúbb eða spilaklúbb og þér er velkomið að koma og fylgjast með. Klúbburinn gengur út á það að hingað komi fólk, sem vill sameinast um að skemmta sér,“ sagði Vilhjálmur. Hann bætti því við, að gróusögur væru bornar út um það, sem fram færi í húsinu, „og þeir, sem það gera, eiga ekkert að vera hér inni“. Karlakórinn Fóstbræður: Söngferð um Norðurland KARLAKÓRINN Fóstbræður, sem í ár heldur upp á 70 ára afmæli sitt, heldur í söngferð um Norður- land dagana 1.—4. maí nk. og heldur tónleika á eftirtöldum stöð- um: 1. maí kl. 15:00 — Hvamms- tangi, félagsheimilið. 1. maí kl. 20:30. — Sauðárkrókur, Bifröst. 2. maí kl. 20:00 — Sigíufjörður. 3. maí kl. 14:00. — Aðaldalur, ídal- ir. 4. maí kl. 17:00. — Akureyri, Akureyrarkirkja. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn á öllum stöðum. Stjóm- andi Fóstbræðra er Ragnar Bjöms- son. Undirleik á píanó annast Lára Rafnsdóttir. Einsöngvarar með kórnum á tón- leikunum verða Bjöm Emilsson og Eiríkur Tryggvason, báðir úr röðum kórsins, og Þuríður Baldursdóttir, sem syngur einsöng með kómum á tónleikunum í Aðaldal og á Akureyri. Á efnisskrá tónleikanna, sem er mjög fjölbreytt, eru lög eftir innlend og erlend tónskáld og þjóðlög og má sem dæmi nefna Brennið þið vitar eftir Pál ísólfsson, Bolero eftir Ravel, Stenka Rasin, rússneskt þjóðlag og Hirðingja eftir Robert Schumann. Á tónleikunum í Aðaldal og á Akureyri flytur kórinn ásamt Þuríði Baldursdóttur altraphsodíu eftir Brahms, en kórinn tók þátt í flutningi þessa verks í janúar sl. í Reykjavík og víðar með íslensku hljómsveitinni. Undirleik í þessu verki annast Lára Rafnsdóttir píanóleikari. Auk hins starfandi kórs munu koma fram á tónleikunum á Hvammstanga, Sauðárkróki, Siglu- firði og í Aðaldal, tvöfaldur kvartett úr röðum kórmanna, er kallar sig Átta Fóstbræður og flytur tónlist af léttara tagi. Sönghópur þessi hefur starfað í 2 ár og komið víða fram bæði á skemmtunum Fóstbræðra og á öðrum samkomum í Reykjavík. Fréttatilkynning Tónleikar í Norræna húsinu TÓNLEIKAR Bergþóru Árna- dóttur sem haldnir voru í Nor- ræna húsinu sumardaginn fyrsta verða endurteknir fimmtudags- kvöldið 1. maí i Norræna húsinu kl. 20:45. Á tónleikunum flytur Bergþóra svipaða efnisskrá og á þeim fyrri, eigin lög, gömul og ný. Gestir hennar verða þeir sömu, en það eru foreldrar hennar, Aðalbjörg M. Jó- hannsdóttir og Ámi Jónsson úr Hveragerði. Aðalbjörg leikur á munnhörpu, Árni á gítar og Berg- þóra aðstoðar þau með harmonikku. Þá mun dóttir Bergþóru, Birgitta Jónsdóttir, flytja eigin ljóð. Þeim sem fengu boðskort í hendur á fyrri tónleikana en gátu ekki nýtt sér það, skal bent á að þau gilda einnig á þessa tónleika. (Úr fréttatilkynningu) JlfotgmiÞIafetfe Metsölublcidú hverjum degi! Stjórnendur fyrirtækja - tölvudeilda - rekstrarráðgjafar SKYLOA OGÁBYRGB STJORNENDA FYRIRTÆKJA Síðastliðin 2-3 ár hefur orðið mjög ör þróun í þá átt að stjórnendur hafi meiri afskipti af nýtingu upplýsingatækninnar. Jafnframt því er farið að leggja áherslu á að í stefnumótun fyrirtækja verði tekið mið af framtíðar- nýtingu tækninnar. Flestir sem um þessi mál fjalla álíta að hæfileiki stjórn- anda til að samhæfa upplýsingatæknina stefnumótun fyrirtækis komi til með að ráða úrslitum um framgang fyrirtækja næsta áratug. Markmið: Námskeiðið leitast við að skapa stjórnendum þann grunn sem til þarf til að geta farið að stjórna þróun upplýsingatækninnar og samhæfa notkun hennar stefnumótun fyrirtækisins. Efni: 1. Möguleikar upplýsingatækninnar. 2. Fyrirtækið, þarfir þess og stefnumótun. 3. Stjórnendur, verkefni þeirra og ábyrgð. 4. Starfsfólk, menntunarþörf þess og áhrif á þróunina. 5. Upplýsingadeildin, skipulag hennar og starfsaðferðir. Auk þessa mun sérstaklega vera tekið fyrir hugtakið Strategic Information Systems (SIS), sem notað hefur verið sem heiti á nýju viðhorfi til nýtingar upplýsingatækninnar. Þátttakendur: Námskeiðið miðast við það að þátttakendur séu stjórnend- ur, rekstrarráðgjafar eða stjórnendur tölvudeilda. Uppbygging; Námskeiðið verður byggt upp á fyrirlestrum, verkefnum og hópumræðum. Leiðbeinandi: Guðjón Guðmundsson rekstrarráð- gjafi hjá Rekstrarráðgjöf og stundakennari í við- skiptadeild H. í. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá H. í. 1977 starfaði við framkvæmdastjórn til 1982 og lauk Cand. Merc. prófi, með séráherslu á ráðgjöf um upplýsingakerfi sem sérsvið frá Verslunarháskólan- um í Kaupmannahöfn árið 1984. Tími: 13.-14. mai kl. 13.00-19.00. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 621066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.