Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986
Leyndardómurinn bakvið
Landhelgisgæslu íslands
og þyrluslysið á TF-RÁN
— eftir Guðbrand
Jónsson
Inngangnr
Rannsóknin á flugslysinu þegar
þyrlan TF-RÁN fórst í Jökulfjörð-
um á Ströndum er umfangsmesta
og kostnaðarsamasta rannsókn á
flugslysi hérlendis.
Rannsóknin sem slysarannsókn-
amefnd hefur annast tók um það
bil 1 ‘Aár og að sögn formanns
_ tSlysanefndarinnar koma þar margir
við sögu bæði hérlendis og erlendis,
við að upplýsa atburði þá sem
hugsanlega gætu varpað ljósi á
orsakir þær sem kostuðu fjögur
mannslíf og yfir 150 milljónir í
verðmætustu og best búnu þyrlu
sem keypt hefur verið til Íslands.
Flugslysið TF-RÁN er afleiðing
mistaka í langri röð vafasamra
atvika sem draga má saman í eina
heild sem orsök þessa slyss. Til að
fá heildarmynd af slysinu þarf að
uskoða málið í víðara samhengi og
á ég þar við starfsemi Landhelgis-
gæslu íslands í heild sinni, því flug-
menn þyrlunnar voru að framfylgja
skipunum yfirmanna sinna er slysið
varð.
Boðveitukerfí Landhelgisgæslu
íslands sem löggæslustofnunar er
stefnumörkuð af Dómsmálaráðu-
neytinu sem ekki skiptir sér af
daglegum rekstri. Það er forstjóri
gæslunnar sem stýrir daglegum
rekstri í gegnum stjómstöð gæsl-
unnar en yfirmaður þar er skipherra
sem sem hefur sér til aðstoðar loft-
skeytamenn fyrir alla starfsemina.
Undirdeild er Fluggæslan en þar
er einnig skipherra sem stjómar
daglegum rekstri en undir honum
starfa yfirflugstjóri og yfirflugvirki.
Stjómstöðin starfar í raun allan
sólarhringinn þó svo að skipherrar
og loftskeytamenn séu í vaktstöðu
heima hjá sér á launum vaktmanna
ef ekki eru gæslustörf á dagskrá
eða eitthvað annað óvænt kemur
upp.
Sjópróf nr. 23/1983 frá
18. nóvember
Gögn í málinu sem varða flug-
slysið em sjópróf nr. 23/1983 og
skýrsla flugslysanefndar. Eg ætla
að taka fyrir og gagnrýna fram-
komnar upplýsingar og skýrslu
|lysanefndar og nota til þess fmm-
gagnið og eina marktæka gagnið í
málinu sem er Sjóprófíð nr. 23/
1983, þar sem yfirmenn varðskips-
ins og yfirmenn Landhelgisgæslu
íslands mættu fyrir Bæjarþingi
Reykjavíkur 18. nóv. 1983, eið-
svarnir og áminntir um sannsögli
að eigin ósk 10 dögum eftir slysið.
UmQöllun málsins byrjar því á
bréfi Landhelgisgæslu Islands sem
sent var Borgardómi Reykjavíkur
og er dagsett 18. nóv. 1983 og
hljóðar svo:
„Landhelgisgæslan óskar hér
- tneð eftir að fram fari sjópróf vegna
atburðar sem átti sér stað 8. nóv.
sl. er þyrla Landhelgisgæslunnar,
TF-RÁN, fórst skömmu eftir flug-
tak frá varðskipinu Óðni undan
Höfðaströnd í Jökulfjörðum."
„Með beiðni þessari fylgir skýrsla
skipherrans á V/S Óðni ásamt sjó-
korti. Jón Magnússon, hrl.“ Gagn
\1r. I. Lagt fram á Bæjarþingi 18/
11,1983. S.G.K. (dómarinn).
Skýrsla skipherrans á Óðni er
dómarans í Reykjavík, frá skip-
herranum á v/s Óðni. Efni: Þyrlu-
slys TF-RÁN. Gagn nr. 2. Lagt
fram í Bæjarþingi Reykjavíkur
18/11,1983. S.G.K.
Þennan sama dag eða 18. nóv.
1983 er Bæjarþing Reykjavíkur háð
í þingstofu dómsins að Túngötu 14.
Þar stýrir dómi S.G.K. borgardóm-
ari og G.H. Skipstjóri, meðdómari.
Fyrir er tekið að halda sjópróf
vegna þess er þyrlan TF-RÁN fórst
í Jökulfjörðum 8. nóv. 1983.
Af hálfu Landhelgisgæslunnar
sækja þing Jón Magnússon hrl. og
Guðmundur Kjærnested, skipherra.
Siglingamálastofnun og sjóslysa-
nefnd hefur verið gert viðvart. Skúli
Sigurðarson mætir fyrir Flugmála-
stjóm og Gylfi Jónsson fyrir flug-
slysanefnd.
Fyrir dóminum gáfu skýrslu um
slysið eftirfarandi yfirmenn á v/s
Óðni: Skipherrann H.S., 1. stýri-
maður K.J.Á., 2. stýrimaður K.Þ.J.
3. stýrimaður B.Þ.J., Loftskeyta-
maðurG.Þ.S.
Þeir komu fram einn á eftir
öðrum og lýstu atvikum og at-
burðarás áminntir um sannsögli.
Þann 18. nóvember 1983 er því
haldið sjópróf til að rannsaka flug-
slys og eru öll helstu vitnin yfir-
menn úr áhöfn varðskipsins Óðins
og meðdómarinn skipstjóri. I sjó-
prófið vantaði _tvö aðalvitnin að
sjálfu slysinu. I sjóprófið vantaði
yfirmenn Fluggæslunnar á Reykja-
víkurflugvelli, Skipherrann, yfir-
flugstjóra ogyfírflugvirkja.
Um leið og tilkynning barst frá
varðskipinu Óðni til Flugmála-
stjómar þann 9. nóv. 1983 kl. 00.10
eftir miðnættið um að þyrlan TF
Rán hefði farist komu til fram-
kvæmda lög nr. 34/1964, um loft-
ferðir, 141 gr., Rannsókn á flugslysi
þegar maður eða menn farast. Um
rannsókn á flugslysum fer annars
eftir lögum nr. 74/1974 um með-
ferð opinberra mála. (ríkissaksókn-
ari). Samkvæmt 141. gr kemur
því til kasta slysarannsóknamefnd-
ar, en samgönguráðherra setur
nefndinni starfsreglur. Skýrsla
slysanefndarinnar er lögð til grund-
vallar þegar kemur til kasta laga
nr. 74/1974, (mannslát) um með-
ferð opinbema mála annarsvegar
og hins vegar til að benda á úr-
bætur sem gætu komið í veg fyrir
að slys endurtaki sig skv. lögum
nr. 34/1964, um loftferðir. Það er
Flugmálastjórn sem rannsakar
flugslys í samráði við einn eða fleiri
nefndarmenn flugslysanefndar.
Flugmálastjóm' var því búin að
yfírheyra áhöfn skipsins, áður en
sjóréttur var haldinn 18. nóv, 1983
og sömuleiðis nefndarmenn slysa-
rannsóknamefndar sem vissu af
tveimur aðalvitnunum sem hvergi
koma fram í sjórétti en eru nefndir
í slysaskýrslu nefndarinnar sem
hásetar á dekki v/s Óðins, um
atburðarás þá er leiddi til þess að
þyrlan fórst í Jökulfjörðum.
Fullyrðingar Landhelg-
isgæslu íslands um til-
gang flugsins
Um tilgang flugsins eða yfirlýst-
an tilgang er fátt ábyrgt að finna
nema frá Skipherra, v/s Öðins.
Skipherrann: Bréf sem gagn 2.
fyrir Sjórétti.
„Þriðjudaginn 8. nóv. 1983, kl.
17.41, lenti TF-RÁN á varðskipínu.
Fyrirhugaðar voru hífingaræfíngar
•á 'mönnum frá skipinu; en að þeim'
„Síðasta flug þyrlunnar
TF-RAN virkar á mig
sem algjört tilgangs-
leysi, því yfirlýstur til-
gangur f lugsins er svo
óraunverulegur gal-
eiðuþrældómur fyrir
áhöfn þyrlunnar að
með ólíkindum má telj-
ast, Uppgefin dagskrá
frá yfirsljórn Land-
helgisgæslu Islands
hljóðaði upp á 17
klukkustunda vinnudag
í vikulok fyrir þyrluna
og áhöfn hennar um
miðja nótt og langt
fram á morgun. Það
var engin flugáætlun
gerð og það var engin
vakt í stjórnstöðu Land-
helgisgæslu Islands
þessa nótt sem fara átti
í Landhelgisgæsluf lug í
myrkrinu út af Vest-
fjörðum.“
loknum var ætlunin að þyrlan færi
í landhelgisgæsluflug út af Vest-
fjörðum. Áætlaður tími þessa verk-
efnis var tvær til tvær og hálf
klukkustund.“ (flugþol þyrlunnar
var 2 'Aklukkustund er hún byrjaði
flugið örlagríka, innsk.,GJ) „Síðan
ætlaði hún daginn eftir að hjálpa
okkur með að flytja vörur frá Súg-
andafirði að Galtarvita“, (hér ættu
eldneytistankar þyrlunnar að vera
tómir, innsk.,GJ.).
í fljótu bragði virðist tilgarigur
flugsins ósköp sakleysislegur frá
sjónarhomi hins venjulega manns,
en við nánari athugun vakna hjá
mér efasemdir um sannleiksgildi
þessarar reifarakenndu dagskrár
sem byijaði að morgni 8. nóv. 1983,
en ákvörðunin um flugið var tekin
af stjómstöð Landhelgisgæslunnar
daginn áður eða 7. nóv. 1983. Því
gafst yfirstjóm Landhelgisgæsl-
unnar sólarhringur til að kalla út
næturvaktina og undirbúa verkefn-
in í stjómstöð og til að fylgjast með
framkvæmd og árangri landhelgis-
gæsluflugsins sem framkvæma átti
þama um miðja nótt í nóvember í
svarta myrkri norður af Vestfjörð-
um nóttina 8. til 9. nóvember 1983.
Áhöfn þyrlunnar mætti til vinnu
að morgni 8. nóv. en þyrlan fór
ekki af stað vestur fyrr en kl. 15
sama dag og hafði þá ákvörðun um
flugið verið tekin daginn áður.
Þyrlan lendir á ísafirði kl. 16.40,
þegar dagur er að kveldi kominn.
Það hefði því verið eðlilegast miðað
við uppgefin tilgang ferðarinnar 8.
nóv. að varðskipið sigldi til Súg-
andafjarðar þar sem vinna átti vita-
verkefni á þeim 8 tímum sem það
tók áhöfn þyrlunnar að ferðbúast
og flúga vestur. Það er einnig vert
að vekja athygli á því að samkvæmt
sjóferðabók v/s Óðins þá var skipið
inn á Önundarfírði nóttina 7.-8.
nóvember, en kl. 01.00, 8. nóv., er
siglt frá Önundarfirði norður um
og yfir í Jökulfirði og þar er skipið
látið reka allt til kl. 16, er haldið
var frá Bjamanúp til innanverðra
Jökulfjarða og þar er skipið látið
reka þar til þyrlan kom. Varðskipið
siglir því framhjá Súgandifirði og
Galtarvita, þar sem átti að vinna
vitaverkefni og er á reki langt frá
uppgefnu verkefni allan daginn
djúpt inn á Jökulfjörðum. Á sama
tíma er áhöfn þyrlunnar i hugguleg-
heitum í Reykjavík allt til kl. 15
um daginn. Þetta er undaravert
fyrir það að stjórnstöð Landhelgis-
gæslunnar var búín að taka ákvörð-
un um verkefnin, hífingaræfingu,
gæsluflug og vitaverkefni daginn
áður eða 7. nóv. 1983.
Þyrlan tekur eldsneyti á ísafirði
og er lent um borð í v/s Óðni kl.
17.42., (það gefur til kynna að
ekkert eldsneyti hafi verið um borð
í Óðni, innsk. Gj.) Þar matast áhöfn-
in og hvílist í um það bil fjóra tíma
fyrir flugið örlagaríka. Þegar þyrlan
fer í loftið kl. 22.53, fyrir hífingar-
æfingar, oggæsluflug um Vestfirði,
þá hafði ekki verið gerð flugáætlun
til Flugmálastjómar eins og venju-
lega, þar sem farið er fram á við-
búnaðar og neyðarþjónustu og það
er varla nema von því að allt flug
er bannað með reglugerð frá sam-
gönguráðuneyti um Vestfírði eftir
myrkur.
En furðulegra er að skipherra
Óðins hafði þurft að ræ_sa út stjóm-
stöð Landhelgisgæslu Islands eftir
slysið, kl. 23.17. Stjómstöðin mikil-
væga sem átti að fylgjast með og
taka við áríðandi skilaboðum um
árangur landhelgisgæsluflugsins
þarna um nóttina. Mennirnir dým
sem sátu heima í viðbragðsstöðu á
fullum launum þrátt fyrir að stjóm-
stöðin sem þeir sjálfir stýra hafði
tekið ákvörðun um landhelgis-
gæsluflug í myrkri út frá Vestfjörð-
um.
Einn aðaltilgangur ferðarinnar
vestur samanber fullyrðingar fyrir
sjórétti var sagður að æfa hífingar
á mönnum að nóttu frá varðskipinu
Óðni og hef ég mínar efasemdir
sömuleiðis um þann yfirlýsta til-
gang í samhengi við annað sem
framkvæma átti þarna vestur á
fjörðum. Það er staðsetning varð-
skipsins Óðins inni á Jökulfjörðum,
því sem næst upp í Iandsteinum í
vari undan stórviðri að sunnan, sjö
vindstig og sviptivindar frá Staðar-
hlíðafjalli þar sem átti að æfa hif-
ingar á mönnum með þyrlu sem
ekki passa inn í þessa yfirlýstu
dagskrá, sem yfirstjóm Landhelgis-
gæslu Islands hafði uppi um verk-
efni fyrir þessa opinberu starfs-
menn nóttina örlagaríku.
Frá sjónarhorni flugöryggis ann-
arsvegar og hagræðingar við lausn
vitaverkefnis og gæsluflugs hins
vegar, hefði verið rökréttast að
varðskipið Óðinn hefði legið við
akkeri inni á Súgandafirði og híf-
ingaræfingarnar framkvæmdar
þar, síðan farið í gæsluflug og vita-
verkefnið unnið næsta dag. Það
næstbesta var að æfa hífingamar
við Æðey þar sem aðalflugsvitar
em fyrir blindflug, þarna í myrkinu
við Vestfirði og íjölstefnuviti inn á
Isafjörð, en við Æðey er öllu meira
rými til athafna en valið var í niður-
streymislofti og sviptivindum uppi
í landsteinum við Jökulfirði, þarna
við Æðey má einnig greina ljós frá
bæjum, en það er eitt af grundvall-
aratriðum fyrir sjónflug að nóttu.
Eftir æfíngar og gæsluflug þama
út frá Æðey hefði þyrlan getað
flogið af öryggi til ísafjarðar sem
var þriðji kosturinn við þessi verk-
efni því þyrlan tók allt sitt eldsneyti
á flugvellinum á ísafirði.
Ekki gat yfirstjórn Landhelgis-
gæslu íslands valið verri stað til
að æfa hífingar á mönnum frá skipi
að nóttu en Jökulfirði á Ströndum
og ekki batnar málstaður stjórn-
stöðvar og skipherrans um yfirlýst-
an tilgang verkefna þegar skoðaður
er undirbúningurinn fyrir hífingar-
æfingar á mönnum í sjö vindstigum,
niðurstréyrni og sviptivindum, því
dagsett 18/11 1983; til Yfirborgar-