Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 50

Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 1. maí-ávarp maínefndar Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Reykjavík, BSRB og INSÍ Á 1. maí, baráttudegi verkafólks um allan heim, lítum við frá fortíð til framtíðar, skoðum hvað áunnist hefur á liðnum misserum og minn- umst hugsjóna verkafólks um frelsi, jafnrétti og bræðralag allra manna. Nú sem fyrr er brýnt að íslenskt launafólk hyggi vel að launakjörum sínum og réttindum og búi sig undir að rétta sinn hlut eftir áralanga kjaraskerðingu atvinnurekenda og stjómvalda. í síðustu kjarasamningum tókst að vinna vamarsigur gegn atvinnu- rekenda- og ríkisvaldi. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar í samn- ingunum skilaði verkafólki þó ekki nema litlum hluta þess kaupmátt- artaps, sem launafólk hefur orðið fyrir á síðustu árum. Við fognum nýrri húsnæðislöggjöf. Við fögnum einnig fengnum réttindum fisk- vinnslufólks. En við minnum á að öll baráttan um endurheimt fyrri kaupmáttar er eftir. Við búum enn við ófullkomna kauptryggingu, þrátt fyrir ákvæðin í nýgerðum samningum. Við minnum á að lækkun verð- bólgu er ein meginforsenda kjara- samninganna. Mikilvægasta verk- efni okkar nú er því að verðlags- forsendur þeirra standist. Við skor- um því á hvem einasta félagsmann verkalýðsfélaganna að halda vöku sinni, fylgjast með verðlagi á vöru og þjónustu, svo ekki verði svikist aftan að neytendum með of háu verðlagi. Einungis með samstilltu átaki allra launamanna er unnt að tryggja umsamin laun fólks. Nýgerðir kjarasamningar breyttu litlu um að laun hér á landi eru smánarlega lág. Við það verður ekki unað. Þess vegna eru kröfur okkar ákveðnar og ótvíræðar: Við stefnum að stórauknum kaupmætti í áföngum. Við stefnum að öruggri kaup- tryggingu allra launa. Við viljum hækka lægstu laun sérstaklega, umfram önnur laun í komandi samningum. Um þá kröfu verður verkalýðshreyfingin að sameinast í næstu samningum. Þannig má koma öllum launum í Iandinu yfir fátækramörk. Það er hrikaleg staðreynd að á árinu 1986 — mitt í allri velferð íslensks þjóðfélags — skuli koma í ljós, að fátækt er enn algeng á ís- lenskum heimilum. Fátæktin er bein afleiðing kaupráns liðinna ára. Við þessu þjóðfélagsböli verður að snúast af hörku. Við gerum þá siðferðilegu kröfu til þessa þjóð- félags, að enginn þurfi að búa við niðurlægingu fátæktar og ölmusu- gjafa. Tryggja ber fjárhagslega stöðu þeirra, sem höllum fæti standa, sérstaklega ber að hyggja að bammörgum fjölskyldum, ein- stæðum foreldrum ogsjúklingum. Þá ber samtökum verkafólks að gæta hagsmuna þeirra sem ekki hafa afl til að láta að sér kveða við samningaborðið og í fjölmiðlum. Sérstök ástæða er til að minna á aldraða. í Reykjavík eru þrettán hundruð aldraðir á biðlista eftir hentugu húsnæði. Á sjötta hundrað eru á sérstökum neyðarlista borgar- stjómar. Þennan smánarblett verð- ur að þvo af íslensku þjóðfélagi. Vegna misgengis launa og láns- kjara á síðustu árum eru nú fjöl- margar fjölskyldur að missa íbúðir sínar á nauðungaruppboðum. Við krefjumst þess að uppboðin verði stöðvuð þegar í stað. Við krefjumst þess að auknu fé verði varið til íbúða á félagslegum grunni. Við krefjumst öryggis til handa leigjendum. Við styðjum alla viðleitni til að lækka húsnæðiskostnað. Um þessar mundir horfir ófrið- lega í alþjóðamálum. Enn hefur herveldi farið með vopnum á hendur smáþjóð til að leysa viðkvæm póli- tísk deilumál. Við fordæmum öll grimmdarverk gegn saklausu fólki um allan heim á degi hveijum, hvort sem þau eru framin í Líbýu, Suður- Afríku, Mið-Ameríku eða Afganist- an. Viðkvæm deilumál verða aldrei leyst með hervaldi. Það leiðir ekki til annars en fleiri og grimmilegri ógnarverka og ofbeldis. Við íslendingar viljum eiga frum- kvæði að friði. Við eigum að banna um alla framtíð geymslu á atóm- vopnum á íslensku land- og haf- svæði. Við eigum að beita okkur fyrir því að Norðurlönd verði kjarn- orkuvopnalaust svæði og ísland herlaust land utan hemaðarbanda- laga. Einungis þannig getur smá- þjóð sýnt hervæddum þjóðum gott fordæmi. Verkalýðshreyfingin þarf nú að leggja aukna áherslu á félagsleg réttindi verkafólks í flóknu tækni- væddu samfélagi. Gegn allt of löng- um vinnudegi og vinnuþrælkun margra stétta teflir hreyfingin fram hugmyndum um styttri vinnudag, auknar tómstundir og aukið fræðslu- og menningarstarf meðal almennings. Við krefjumst einnig launajafn- réttis karla og kvenna í reynd. Allt of lengi hafa konur borið skarðan hlut frá borði. Karlar eiga að styðja launabaráttu kvenna þar til fullu jafnræði er náð. Einnig er brýnt að koma á fullu jafnræði milli karla og kvenna í atvinnulífinu. Annað brýnt verkefni eru menntunarmál verkafólks. Verkafólk þarf að eiga kost á launuðum námsfríum til að mæta sívaxandi kröfum í starfi. Við krefjumst lengingar fæðingar- orlofs svo foreldrar geti verið heima hjá ungum bömum sínum fyrstu mánuðina. Við minnum á að skammt er til sveitarstjómarkosninga. í þeim ráð- ast völd og áhrif um mikilvæg hagsmunamál launafólks. I því sambandi minnum við á mikilvægi sveitarfélaganna til jöfnunar lífs- kjara og félagslega þjónustu þeirra. Um þessar mundir stendur ís- lenskt verkafólk á tímamótum. Hjöðnun verðbólgu mun gera það mögulegt að sækja fram í áfongum til betri og tryggari lífskjara. Til að svo megi verða þarf launafólk að standa saman um kröfumar, víkja sérhyggju og sundrungaröfl- um til hliðar og horfa fram á veginn með sameiginlega hagsmuni að leiðarljósi. Við þurfum að setja okkur skýr og ákveðin markmið í launa- og kjarabaráttu næstu samninga. Minnumst þess að aðeins með órofa samstöðu getum við náð fram markmiðum okkar um jöfnuð og réttlæti í íslensku þjóðfélagi. Styrk okkar sýnum við best í einni, sameinaðri verkalýðshreyf- ingu. F.h. Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík, Halldór Jónasson, Björk Jónsdóttir, Ásgeir Kristinsson, Sigtirður Pálsson, Björgvin Hannesson, Hörður Ingvaldsson. F.h. Bandalags starfsmanna ríkis ogbæja, Sigurveig Sigurðardóttir, Guðrún Árnadóttir. F.h. Iðnnemasambands Islands, Linda Ósk Sigurðardóttir. Ávarp frá Sjálfsbjörg félagi fatlaðra í Reykjavík og nágrenni Á hátíðisdegi allra launþega fylkjum við liði og tökum þátt í kröfugöngu og útifundi með laun- þegum undir kröfum um vinnu- vemd, jafnrétti til náms og starfs. Við bendum á réttindamál sem við beijumst fyrir. Ur yfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðra. „Fatlaðir eiga rétt að fjárhagslegu og félagslegu öryggi og mann- sæmandi lífskjörum. Þeir eiga rétt á, eftir því sem hæfileikar þeirra leyfa, að fá atvinnu og halda henni eða taka þátt í nytsamlegu, fijóu og arðgefandi starfi og ganga í verkalýðsfélag. Fatlaðir eiga kröfu á að tekið verði tillit til sér- þarfa þeirra á öllum stigum fjár- hagslegrar og félagslegrar skipu- lagningar." Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra er okkar krafa. Okkar kröfur eru: Við leggjum áherslu á að fatlaðir eigi kost á vinnu á almennum vinnu- markaði og/eða starfi á vemduðum vinnustað í sinni heimabyggð. Við leggjum áherslu á að aukin verði endurhæfing og vinnumiðlun. Við krefjumst þess að allt fatlað fólk, sem vinnur á vemduðum vinnustöðum og á almennum vinnu- markaði njóti þess lagaréttar að eiga í raun aðild að verkalýðsfélög- um með fullum félagsskyldum og réttindúm. Við krefjumst þess að veitt verði lán og/eða styrkur til að breyta almennum vinnustöðum, sem jafni aðstöðu fatlaðra á vinnumarkaðin- um. Við krefjumst þess að fatlaðir njóti mannsæmandi lífeyris. Við krefjumst þess að fatlaðir eigi kost á sem bestri menntun. Við krefjumst þess að allt hús- næði sem byggt er henti fötluðum. Við krefjumst þess að kjör fatl- aðra til bifreiðakaupa verði leiðrétt. TER YLENEBUXUR NÝKOMNAR Mittismál 80—120 sm. Kr. 1.195. Flauelsbuxur kr. 745. Gallabuxurkr. 825. Skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés, Skálavöröustíg 22a, sími 18250.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.