Morgunblaðið - 01.05.1986, Side 54

Morgunblaðið - 01.05.1986, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 4 Ragnheiður Stefáns- dóttir — Minning Besta vinkona mín er dáin. Maðurinn með ljáinn kom enn einu sinni öllum að óvörum: var heilbrigð að kvöldi látin að morgni. Ragna eins og hún var ætíð kölluð ólst upp á Blómsturvöllum í Kræklingahlíð í foreldrahúsum, ásamt systkinum sínum og var þar til fullorðinsára. Foreldrar hennar voru Sigríður Pálsdóttir og Stefán Siguijónsson, en hann var lengi oddviti í heima- sveit sinni og bamakennari. Voru þau hjón vel látin af öllum. Rögnu kjmntist ég er við gengum til prests- ins. Vorum við oft saman og urðum góðar vinkonur upp frá því og bar aldrei skugga á vináttu okkar. Ég minnist margra gleðistunda með henni. Ragna var mikil hannyrðakona og verklægin svo allt lék í höndum hennar og var sóst eftir vinnu hennar. Hún var bam að aldri er hún fékk lömunarveikina og var það henni fjötur um fót alla ævi, en aldrei kvartaði hún og var kát og glöð og alla tíð vann hún fýrir sér með saumaskap sínum. Ragna giftist ekki en son á hún, Baldur að nafni, og þijú em bama- böm hennar, sem sárt sakna ömmu sinnar. Systur á Ragnheiður á lífi en henni var hún ávallt mjög hand- gengin. Samfylgdina við Rögnu vil ég þakka, en hún varð skemmri ýmissa orsaka vegna og vegna fjar- lægðar á milli okkar bar fundum okkar ekki eins oft saman og við hefðum viljað. Ég kveð kæra vin- konu mína og bið Guð að blessa hana og heimkomu hennar. Syni hennar vottum við hjónin innilega samúð svo og öðmm ástvinum Rögnu og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Sveingerður Benediktsdóttir, Hveragerði. 'KAPXi F í1Í Nýtt og gómsætt paté unnið úr raftaskinku - hreinasta LITIÐ STYKKI (250g.)KR. STÓRT STYKKI (500 g.) KR. SMJÖRASKJA (400g.)KR. ■ i i U k i «. M VJterkurog k3 hagkvæmur auglýsingamiðill! Hermann S. Guðmunds- son Kveðja Fæddur 3. október 1968 Dáinn 13. apríl 1986 Hermann Sævar Guðmundsson, Sjónarhóli, Grindavík, sem kvaddur var frá Grindavíkurkirkju föstudag- inn 25. apríl síðastliðinn er mér minnisstæður, ég átti því láni að fagna að kynnarst Hermanni í ferð um Norður-Svíþjóð og Finnland fyrir tveimur ámm og þar sem hann og ég vomm báðir stakir í hópnum vomm við vistaðir saman, hann 15 ára, ég 70 ára. Hann var síkátur og hress, hann vakti í mér bamið með sínum djörfu framtíðaráform- um, hans tjáning var hrein og björt og áhyggjulaus, hann beið eftir svo mörgu eins og blóm sem tekur við hveiju skini sér til þroska. Nú er hann allur og við spyijum: Hvers vegna? Til hvers að spyija? Við höfum allt að láni frá almætti Drottins og sættum okkur við það með sámm trega sem við verðum að skila til baka þegar hinsta kallið kemur. Mína dýpstu samúð votta ég hans nánustu. Blessuð sé og veri minning hans. Ferðaféiagi Hólm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.