Morgunblaðið - 01.05.1986, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 01.05.1986, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ 1986 69 Selfossdeild samtaka um jafnrétti milli landshluta: Landsbyggðin öðlist stærri hlut í eign aflafé SELFOSSDEILD Samtaka um jafnrétti milli landshluta hélt fund í Inghól á Selfossi þriðju- daginn 8. apríl sl. þar sem m.a. voru kynnt drög að frumvarpi um stjórnarskrárbreytingu sem samtökin hafa unnið. Auk þess var fjallað um þau málefni sem samtökin hafa á stefnuskrá sinni, jafnrétti milli landshluta og stöðu Iandsbyggðarinnar. Fram- sögumenn á fundinum voru Arni S. Jóhannsson, Sjöfn Halldórs- dóttir, Óli Þ. Guðbjartsson, Guðni Agústsson, Pétur Valdimarsson og Ólafur Þ. Þórðarson. Um 100 manns sóttu fundinn og voru þar í hópi alþingismenn og sveitar- stjórnarmenn. Framsögumenn fundarins voru sammála um það að gera þyrfti grundvallarbreytingar til þess að hlutur landsbyggðarinnar væri rétt- ur gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Arni S. Jóhannsson benti á að þrátt fyrir mikla umræðu hefði lítið gerst í þá átt að breyta því að fólk flyttist frá landsbyggðinni. Hann sagði miðstýringu aðalorsökina. Afnema þyrfti hana með stjómar- skrárbreytingu því stjómmála- mönnum virtist um megn að gera það á annan veg. Höfuðatriði væri að landsbyggðin fengi að njóta þess sem hún aflaði og að stöðugt og blómlegt athafnalíf á landsbyggð- inni væri ekki síður hagsmunamál höfuðborgarinnar. Sjöfn Halldórsdóttir kynnti nokkrar greinar í hinum nýju drög- um að stjómarskrá og lagði áherslu á nauðsyn þess að tekið væri fram í stjórnarskrá landsins að það væri fijálst og fullvalda lýðveldi og að lýðræði, þingræði og jafnrétti væm grundvallarreglur stjómskipunar landsins. Óli Þ. Guðbjartsson nefndi í sinni ræðu nokkur dæmi um mis- mun milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar og sagði að þrátt fyrir að í höfuðborginni væri gefínn afsláttur af fasteignagjöld- um greiddi fólk þar svipaða upphæð og fólk á Selfossi þar sem skattur- inn er í hámarki. Ástæðan væri hærra fasteignamat í Rvík. Hann lagði á það áherslu að 90% sjávar- afla kæmu frá landsbyggðinni og þá um leið megnið af gjaldeyrisöfl- un þjóðarinnar. Erlendar skuldir yrðu aftur á móti til á höfuðborgar- svæðinu vegna innflutnings. Frelsi til innflutnings kæmi því svæði til góða. Aftur á móti væm höft á útflutningi sjávarafurða. Það væri hagsmunamál landsbyggðarinnar að þau höft yrðu afnumin. Hann kvaðst sannfærður um að þriðja stjómstigið væri nauðsyn, færa þyrfti valdið til héraðanna, um væri að tefla arðinn af atvinnu fólksins. Guðni Ágústsson benti á að ríkið væri burðaraðili hvað snerti helstu stofnanir og þegar talað væri um spamað og aðhald kæmi slíkt harð- ast niður á landsbyggðinni. Höfuð- setur stofnana og vald væri í Reykjavík. Hann nefndi sem dæmi að ef sveitarfélögin sæju alfarið um menntamál upp að háskólastigi myndu umsvif ráðuneytisins í Reykjavík minnka en 60%. Hann sagði og að svipað gæti átt við um önnur ráðuneyti. „Fólkið á mörg störf sem það þarf heim,“ sagði Guðni. Pétur Valdimarsson frá Akur- eyri rakti stofnun samtakanna og sagði að drögin að stjómarskránni hefðu verið unnin eftir að menn hefðu kynnt sér stjómskipan í fjöl- mörgum löndum. Hann gagnrýndi stjórnmálaflokkana fyrir að gera þær einar breytingar á stjómar- skránni sem vörðuðu kosningar, og sagði ekki skipta máli hvort þeir væm til eftir árið 2000 heldur væri Arni Johnsen alþingismaður í ræðustól. það höfuðatriði að setja þjóðinni grunnlög. Ólafur Þ. Þórðarson lagði áherslu á það í máli sínu að enn lifði þjóðin á gögnum landsins og gæðum. Hann sagði að tekjuskipt- ing ríkisins og sveitarfélaga kæmi í veg fyrir að sveitarfélögin gætu tekið að sér aukin verkefni. Til þess að breyta þessu þyrftu sveitarfélög- in að fá 60% af tekjum ríkisins. Hann mælti með fylkjaskipan og benti á að hún væri aðalregla í Bandaríkjunum og Evrópu. Hann nefndi dæmi um flutningsjöfnuð milli sveitarfélaga sem er alls staðar neikvæður úti um land en aftur jákvæður á höfuðborgarsvæðinu. Að loknum framsöguerindum var orðið gefið fijálst. Árni Johnsen alþingismaður andmælti því að tregða alþingis- manna væri eina ástæðan fyrir því að menn rægðu stjórnmálaflokk- ana, þeir væm tæki fólksins til skoðanaskipta og því nauðsynlegir. Hann benti á að kerfísbreytingar væri þörf á ýmsum sviðum til að laga stöðu landsbyggðarinnar og benti á að stærsti hluti þeirra sem stundaði framhaldsnám væri í námi sem miðaðist við þjónustugreinar. Hann gagnrýndi fylkjaskipan og sagði hana einnig leiða til miðstýr- ingar, sú miðstýring kæmi fram á annan hátt. Hann sagði fullt svig- rúm innan gildandi stjómarskrár að ná samstöðu um málin. Hann benti á að vandi Suðurlands lægi Jón Helgason landbúnaðarráð- herra í ræðustól. m.a. í hafnleysinu því þar sem hafnir væm gæti fólk sótt tekjur bæði til lands og sjávar eftir því sem hentaði. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra sagði að forðast þyrfti ein- földun og benti á að þó svo næg atvinna væri á Vestfjörðum flytti fólk þaðan. Hann gagnrýndi fylkja- skipanina og sagði vafasamt að tengja Suðurland við Suðurnes, þá væri hætt við að fram kæmi krafa um að þjónustukjarnar yrðu í stærstu þéttbýliskjömunum, Kefla- vík og nágrenni. Hann mótmælti því að alþingismenn væm hags- munagæslumenn eigin valds og varaði við málflutningi sem ekki nyti trausts. Hann sagði alþingis- menn vilja vinna að því að auka fjölbreytni atvinnulífsins og jafna aðstöðu fólks í landinu og kvaðst óska þess að mönnum tækist að vinna að þeim markmiðum í samein- ingu. Meðal þeirra sem til máls tóku var Jónas Pétursson fyrrverandi alþingismaður sem sagði róttækra breytinga þörf til þess að rétta hlut landsbyggðarinnar við að njóta aflafjár síns héraðs og þjóðarinnar í heild. Margir fleiri tóku til máls og lauk fundinum ekki fyrr en á þriðja tím- anum eftir miðnætti. Þeir sem til máls tóku vom einhuga um að auka þyrfti hlut landsbyggðarinnar með eigið aflafé sem viðmiðun. Sig. Jóns. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR BENJAMÍNSDÓTTIR, Þúfubarði 11, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 2. mai kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Eirikur Smith, Bryndts Sigurðardóttir, Ingibjörg Ástvaldsdóttir, Hjörleifur Gunnarsson, Guðbjörg Ástvaldsdóttir, Jón Eðvaldsson, Garðar Astvaldsson, Sigríður Stefánsdóttir, Karl Kvaran, Svanfríður Eyvindsdóttir, Sigurður Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBORG SVEINSDÓTTIR, Austurbrún 4, áður Hjallavegi 34, verður jarðsungin föstudaginn 2. maí kl. 15.00 frá Áskirkju. Sveinn Matthíasson, Rúnar Matthíasson, Marín Guðveigsdóttir, Ragnheiður Grétarsdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ELÍNAR SKAFTADÓTTUR, Sörlaskjóli 56. Fyrir hönd vandamanna. Þórhildur Skaftadóttir, Elfsabet Skaftadóttir. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og jarðar- för móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETAR SIGURÐARDÓTTUR frá Bóndastöðum. Sædis Karlsdóttir, Sigurður Karlsson, Karl Björnsson, Hjörleifur Guttormsson, Margrét Guttormsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Hörður Rögnvaldsson, Sigfri'ð Guðmundsdóttir, Kristbjörg Sigurðardóttir, Guðmundur Karl Sigurðsson, Margrét Elísabet Harðardóttir, Katrin Rögn Harðardóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinsemd við fráfall og jarðarför FRÍÐAR GUÐNADÓTTUR. F.h. aðstandenda, Marteinn B. Björgvinsson. t Innilegar þakkir færi ég öllum ættingjum og vinum er auðsýndu mér samúð og vinarhug við fráfall móður minnar, MARGRÉTAR ÁRNADÓTTUR, Skeggjagötu 21. Guð blessi ykkur öll. GuðmundurJóhannsson. t Alúðarþakkir fyrir vinsemd og samúð við andlát og útför PÁLS BJÖRNSSONAR, hafnsögumanns, Sporðagrunni 12. Ólöf Benediktsdóttir, Anna Pálsdóttir, Ragnhildur Pálsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, tengdasynir og dætrabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Flugumýri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Skagfirðinga fyrir hjúkr- un og umhyggju i langvarandi veikindum. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Við þökkum innilega öllum þeim er auðsýndu hluttekningu við fráfall DR. MED. SIGURÐAR SIGURÐSSONAR fyrrverandi landlæknis. Sigrún Erla Sigurðardóttlr, Páll Ásmundsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Björn Björnsson, Guðrún Sigurðardóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför VIGDÍSAR FRÍÐU LÁRUSDÓTTUR. Aðstandendur. Lokað föstudaginn 2. maí vegna jarðarfarar EINARS EINARSSONAR. Rafboði hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.