Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 81

Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 81
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 81 # Kenny Dalglish og félagar hans hjá Liverpool eru nú komnir með aðra höndina á meistaratitil- inn. Leika síðasta leik sinn á laugardaginn gegn Chelsea. I Liverpool einum leik frá meistaratitlinum — Everton tapaði og West Ham sigraði Frá Bob Hennessy, fréttaritara Morgunblaðsins í Englandi. LIVERPOOL færðist nær enska meistaratitlinum í knattspyrnu er þeir sigruðu Leicester með tveimur mörkum gegn engu í gærkvöldi. Á sama tíma tapaði Everton fyrir Oxford, 1-0. Með þessu tapi hefur Everton líklega gert út um vonir sínar að vinna deildina í ár. West Ham hólt áfram sigurgöngu sinni og sigraði Ipswich, 2-1, á heimavelli og skaust þar með í annað sæti og heldur i vonina um titilinn. Liv- erpool hefur nú forystu með 85 stig og á eftir einn leik, gegn Chelsea á laugardaginn. West Ham er með 81 stig og á eftir tvo útileiki, gegn WBA og Everton, sem er með 80 stig og á eftir tvo leiki, gegn Southampton og West Ham. lan Rush skoraði fyrra mark Liverpool gegn Leicester á 19. mínútu eftir góðan undirbúning frá Kenny Dalglish. Þetta var 31. mark Rush á tímabilinu og hans 22. mark í deildinni. Ronnie Whelan Norðmenn sigruðu Argentínumenn 1 —0 Frá Jóni Óttarri Karlssyni, fróttaritara Morgunblaðsins í Noregi. NORÐMENN, sem eru i sama riðli og íslendingar Evrópukeppni lands- liða í knattspyrnu, gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Argentínumenn óvænt, 1-0, f fyrsta leik sínum á þessu ári á Ulleval-leikvanginum í Osló í gærkvöldi. Kjetil Osvald skoraði sigurmarkið á 82. mínútu. Þetta varfyrsti landsleikur þessara þjóða íknattspyrnu. Mikil stemmn- ing var á meðal 15 þúsund áhorfenda sem mættu á völlinn. Fyrri hálfleikurinn fór nokkuð rólega af stað og léku bæði liðin svæðisknattspyrnu. Anders Diska átti fyrsta umtalsverða marktæki- færið á 14. mínútu er hann átti skot á argentíska markið, sem var bjargað á marklínu. Stuttu seinna var Andersen brugðið rétt utan vítateigs. Thorensen, fyrirliði, tók spyrnuna sem varnarmaður náði að bjarga naumiega í horn. Argent- ínumenn vissu varla hvaðan á sig stóð veðriö í upphafi því þeir höfðu ekki búist við þessari mótspyrnu. Þrír efstu í „snookeru-keppninni. íslandsmeistarinn f miðið, Kjartan Kári honum á vinstri hönd og lengst til vinstri er Gunnar Júlfusson. 11 Snooker11: Viðar varð íslandsmeistari íslandsmótið í „snooker" var haldið um síðustu helgi og þar urðu úrslit nokkuð óvænt. ís- landsmeistari varð Viöar Viðars- son frá Akureyri, Kjartan Kári Friðþjófsson varð í öðru sæti og Bikarkeppni KRA: Leikið í dag KA og Þór leika í bikarkeppni KRA í dag klukkan 16 og fer leikurinn fram á Þórsvellinum. Gunnar Júlíusson í því þriðja. Kjartan Kárí varð íslandsmeist- ari í fyrra en honum tókst ekki að verja titilinn að þessu sinni. Tveir sterkir spilarar sem liklegir þóttu til að leika til úrslita voru slegnir út áður en þeir komust svo langt. Jón Örn Sigurðsson tapaði fyrir Gunnarí Júlíussyni 4:2 og Jónas P. Erlendsson tapaði einnig 4:2 fyrir Viðari Viðarssyni. Mót þetta, sem bar nafnið Hl-C íslandsmót, fór hið besta fram og stóð í nokkra daga en úrslita- leikirnir fóru fram á laugardaginn. Þeir komu þó meira inn í leikinn er líða tók á hálfleikinn og bjargaði Erik Thorstvedt, markvörður, þá tvívegis meistaralega. Rétt fyrir hálfleik var Maradona brugðið rétt utan vítateigs og tók hann sjálfur spyrnuna, sem fór rétt framhjá. Seinni hálfleikur byrjaði rólega eins og sá fyrri og voru Norðmenn mun atkvæðameiri í sóknarleik sín- um. Andersen átti tvö skot í upp- hafi hálfieiksins sem Luis Islas, markvörður, varði vel. Sundby átti síðan skot í stöng argentíska marksins. Markið kom svo á 82. mínútu. Fyrirgjöf kom fyrir mark Argentínu- manna og barst knötturinn síðan út í teiginn eftir þvögu í vítateign- um og þar var Osvald og skoraði með viðstöðulausu þrumuskoti af 20 metra færi í vinstra hornið, gjörsamlega óverjandi. Eftir mark- ið sóttu Argentínumenn án afláts en varð lítið ágengt. Þeir skoruðu svo mark sem dæmt var af á síð- ustu mínútu leiksins. Petro Pac- dusli, varamaður, skoraði þá eftir frábæra sendingu frá Maradona, en var réttilega dæmdur rang- stæður. Argentínumenn léku þennan leik ekki sem ein heild heldur var það einstaklingsframtakið sem réði ríkjum og gekk ekki upp. Maradona sýndi takta en datt niður á milli. Það sem Norðmenn höfðu framyfir var liðsheildin. Andersen lék mjög vel fyrir Norð- menn, sennilega hans besti leikur á ferlinum. Okland, Osvald og Soler stóðu sig einnig mjög vel. Bestur í liði Argentínu var Luis Islas, markvörður, Batista og Daniel Passarella. Á blaðamannafundi eftir leikinn gátu Argentínumenn varla dulið vonbrigði sín og Norðmenn voru í sigurvímu. Sannarlega góður ár- angur að leggja Argentínumenn sem undirbúa sig fyrir heimsmeist- arakeppnina í Mexíkó. Norðmenn hafa því unnið tvö sterkustu lið heims á tæpu ári, en þeir unnu Ítalíu í fyrrahaust 2-1. Katrín en ekki Kolbrún í frásögn Morgunblaðsins af ís- landsmótinu í borðtennis á þríðjudaginn misritaðist nafn Kristínar Harðardóttur, sem hafnaði í öðru sæti í 1. flokki kvenna. Katrín var sögð Kolbrún og er beðist velvirðingar á þess- um mistökum. tryggði síðan öruggan sigur með marki á 28. mínútu. Les Phillips skoraði sigurmarkið fyrir Oxford er ein mínúta var til leiksloka í Oxford. Sigur þeirra var þó sanngjarn og áttu þeir meðal annars tvö stangarskot í leiknum. Oxford heldur mjög líklega sæti sínu í deildinni með þessum sigri og Everton missir af titlinum. Everton hafði til þessa aðeins tapað einum útileik á þessu keppn- istímabili. Fjórir leikmenn voru bókaðir í leiknum, tveir úr hvoru liði. Peter Reid lék ekki með Ever- ton vegna veikinda í gær. Leikmenn West Ham máttu telj- ast heppnir að ná í öll þrjú stigin gegn Ipswich. Staðan í hálfleik var 0-0. Kevin Wilson kom Ipswich yfir í byrjun seinni hálfleiks. Alin Dick- ens jafnaði metin um miðjan hálf- leikinn og það var svo ekki fyrr en 5 mínútur voru til leiksloka að dæmd var vítaspyrna á Ipswich og þar brást Ray Stewart ekki bogalistin og skoraði af öryggi úr sinni 8. vítaspyrnu á keppnistíma- bilinu. 41.000 áhorfendur voru á Upton Park í gærkvöldi og sigur- gleði West Ham-áhangenda mikil. Celtic sigraði Motherwell með tveimur mörkum gegn engu í skosku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og er Celtic nú aðeins tveimur stigum á eftir Hearts, sem er í efsta sæti, þegar ein umferð er eftir. Brian McClair skoraði bæði mörk Celtic. BIKARINN SPORTVAL Skólavörðustíg v/Hlemm Sími 24520 Sími 26690 Þrumuúrval af fótboltaskóm Dæmi: FH meistari í 2. flokki — sigraði ÍR í úrslitaleik FH VARÐ í gærkvöldi bikarmeist- ari í 2. flokki karla í handknattleik er þeir unnu ÍR með 20 mörkum gegn 16 í úrslitaleik. Staðan í hálfleik var 11:8 fyrir ÍR. ÍR-ingar áttu frumkvæðið í fyrri hálfleik en FH-ingar sneru dæminu við í þeim seinni og unnu á reynsl- unni og markvörður þeirra, Berg- sveinn Bergsveinsson, varði einnig mjög vel. Gunnar Beinteinsson var markahæstur FH-inga með 6 mörk og Héðinn Gilsson með 5 mörk. Matthías Matthíasson var marka- hæstur ÍR-inga með 4 mörk. UEFA-keppnin: Stórsigur Real Madrid REAL MADRID vann stórsigur á Köln með fimm mörkum gegn einu í fyrri leik þessara liða í Evrópukeppni félagsliða í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Leikurinn sem fór fram í Madrid á Spáni var algjör einstefna á mark Kölnar. 85.000 áhorfendur sáu leikinn og hvöttu þeir óspart sína menn. Mörk Real Madrid gerðu Vald- ano 2 og Sanches, Gordillo og Sautillana eitt mark hver. Klaus Allofs gerði eina mark Kölnar. Seinni leikurinn fer fram í Vestur- Þýskalandi. PROFI grasskór. Stæröir 6-12 COPA MUNDIAL gras-/malarskór Stærðir 6-1016 MANCHESTER malarskór Stærðir 6-12 UWE malarskór Stærðir 28-36. Veitum knattspyrnu- félögum verulegan afslátt ef keypt eru 20 pör eða fleiri. Einnig gott úrval af jogging-skóm. Bikarínn Skólavörðustíg Slmi 24520

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.