Morgunblaðið - 01.05.1986, Side 83

Morgunblaðið - 01.05.1986, Side 83
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1986 HANN vissi ekki fyrr en rétt fyrir leikinn að hann ætti að vera í marki íslands- og bikarmeistaranna. Hann er 22 ára og búinn að vera vara- markvörður nokkuð lengi hjá félaginu og því orðinn þyrstur í að fá að reyna sig. Maðurinn heitir Finnur Thorlacius og var hetja Víking- anna í þessum úrslitaleik, varði mjög vel allan tímann og oft úr dauðafærum. Hann vann leikinn þó alls ekki einn því fyrir framan hann var geysilega sterk vörn þar sem leikreynslan spilaði ekki svo lítið hlutverk, en engu að síður stóð Finnur sig mjög vel og mun betur en flestir hefðu búist við þegar svo ungur markvörður kemur svo skyndilega inn í þettta þýðingarmikinn leik. Úrslitin í þessum skemmtilega leik urðu þau að Víkingur vann með 19 mörkum gegn 17 og urðu því bikarmeistarar fjórða árið í röð og í ár unnu þeir tvöfalt, urðu bikar- og íslandsmeistarar, frábær árangur hjá Víkingum og vel við hæfi að varðveita þessa tvo bikara í Reykjavík á 200 ára afmæli borgarinnar. Það má segja að leikur þessi hafi verið leikur hinna sterku varna. Varnir beggja liðanna voru sterkar og að auki vörðu bæði Finnur og Brynjar Kvaran mjög vel í markinu þannig að það er engin furða þó ekki hafi verið skorað mjög mikið. Engu að síður höfðu þeirfjölmörgu áhorfendur sem í Höllinni voru mjög gaman af leiknum. Hann var hraður og vel leikinn allan tímann og umfram allt mjög spennandi. Stjarnan byrjar vel Stjömumenn komu Víkingum greinilega talsvert á óvart strax í upphafi með því að taka Steinar Birgisson úr umferð frá fyrstu mín- útu. Magnús Teitsson sá um það og fórst honum það vel úr hendi. Stjörnumenn komust strax yfir í leiknum þó svo munurinn væri ekki mikill. Þeir komust í 2:0 og 3:1 en síðan var jafnt 4:4 og þegar leikið hafði verið í 24 mínútur komust Vikingar yfir, 7:6, í fyrsta Víkingur—Stjarnan 19:17 sinn í leiknum. Staðan í leikhléi var 10:7 fyrir Víking. Sömu mennirnir Það vakti athygli í þessum leik hve lítið var skipt inná hjá báðum liðum. Það voru sömu 14 leik- mennirnir sem léku allan fyrri hálf- leikinn og fyrstu skiptinguna gerðu Stjörnumenn ekki fyrr en 11 mínút- ur voru liðnar af síðari hálfleik og skömmu síðar skiptu Víkingar einnig um leikmenn. Víkingar juku forystu sína í FinnurThorlacius: Stórkostleg tilfinning „ÞETTA er stórkostleg til- finning og þú getur alls ekki gert þér grein fyrir hversu dásamleg hún er,“ var þaö fyrsta sem Finnur Thorlacius markvörður Víkings sagði eftir leikinn. „Ég er búinn að bíöa lengi eftir því að fá tækifæri til að spreyta mig og ég átti satt að segja ekki von á því að fá tækifærið í þessum leik en þegar Ijóst var að Kristján gæti ekki leikið, um tveimur mínútum fyrir leik- inn, þá varð ég bæði feginn og stressaður. Ég fann mig alls ekki fyrst í leiknum en eftir að ég varði fyrsta skotið þá small þetta allt saman hjá mér. Þetta var alveg frábært," sagði hetja Víkinga, Finnur Thorlac- ius. Hannes Leifsson: Grátlegt „ÞAÐ er grátlegt að tapa þessu, alveg grátlegt. Þetta var mjög erfiður leikur og ég held að hann hafi verið skemmtilegur fyrir áhorfend- ur,“ sagði Hannes Leifsson úr Stjörnunni. „Miðað við baráttuna sem var í þessum leik fannst mér að við ættum meira skilið. Þeir höfðu meistaraheppnina með sér og hirtu þrjú sókn- arfráköst á lokamínútunni, sem gerði útslagið. Við erum með ungt og óreynt lið og ég held að við þurfum ekki að örvænta með þennan mann- skap næstu árin.“ Morgunblaðið/RAX • Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði Víkings, hampar hér bikarnum. Frá vinstri: Bjarki Sigurðsson, Guðmundur Albertsson og Guðmundur. Víkingar gátu svo sannarlega glaðst eftir að hafa unnið bikarinn fjórða árið í röð. Þeir urðu einnig íslandsmeistarar i nýafstöðnu íslandsmóti og unnu því tvöfalt þetta áriðeinsog 1983. Guðmundur Guðmundsson: Sigur heildarinnar \Ð er alltaf jafn ánægjuleg til- ling að taka við bikarnum og ður verður ekkert leiður á því kemst þetta upp í vana,“ sagði ömundur Guðmundsson fyrir- Vikinga eftir að hann hafði ið við bikarnum góða úr hendi garstjórans í Reykjavík, Dav- Oddssonar, í gærkvöldi. ,Það var geysilegt áfall fyrir okkur þegar í Ijós kom skömmu fyrir leik að Kristján Sigmundsson gæri ekki leikiö með. En það þýðir ekkert að gefast upp og við ákváð- um að það væri bara að duga eða drepast og þjöppuðum okkur saman um Finn varamarkvörð. Hann var hreint frábær í þessum leik og sérstaklega þegar haft er í huga hve erfitt er að koma inní svona mikilvægan leik með þeim hætti sem hann gerði. Ég held að leikreynslan hafi haft mjög mikiö aö segja í lokin hjá okkur. Þessi sigur var fyrst og fremst sigur liðsheildar. Vörnin var góð hjá okkur og liðsheildin var góð,“ sagði Guðmundur og var þotin til að láta mynda sig. Víkingur bikarmeistari fjórða árið í röð Morgunblaðið/Bjami • Hetja Vikings í bikarleiknum var markvörðurinn ungi, Finnur Thorlacius. Hann fær hér flugferð hjá félögum sínum eftir leikinn. upphafi síðari hálfleiks í 11:7 en smátt og smátt söxuðu Garð- bæingar á forskotið og þegar hálf- leikurinn var tæplega hálfnaður hafði þeim tekist að jafna 12:12 og síðan komust þeir tveimur mörkum yfir, 12:14, en Víkingar jöfnuðu fljótlega og komust aftur yfir. Það var ekki síst að þakka því að þeir tóku þá Gylfa og Hann- es úr umferð um tíma og gaf það mjög góða raun. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka jafna Garðbæingar, 17:17, og bjuggust menn við æsi- spennandi lokamínútum. Svo varð þó ekki. Víkingar höfðu heppnina með sér og náðu þrívegis að ná sóknarfráköstum þannig að þeir náðu að skora. Ótímabær skot Garðbæinga fóru í þéttan varnar- vegg Víkings. Það sem eftir var leiksins héldu þeir knettinum og skömmu fyrir leikslok skoraði Páll Björgvinsson 19. og síðasta mark Víkings á þessu keppnistímabili með fallegu gegnumbroti. Mikil reynsla Það verður að segjast eins og er að Víkingar eru án efa með besta handknattleiksliðið hér á landi um þessar mundir. í byrjunar- liðinu eru geysiiega leikreyndir menn, ef frá er talinn Finnur Thorlacius, og það skiptir ekki svo litlu máli í úrslitaleik sem þessum. Á varamannabekknum sitja leik- menn eins og Einar Jóhannesson, Siggeir Magnússon, Sigurður Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson sem allir hafa leikið vel í vetur. Finnur var, eins og áður segir, hetja Víkinga, en allir léku leikmenn liðsins vel. Gamla kempan Páll Björgvinsson stóð svo sannarlega fyrir sínu. Skoraði mikið í leiknum og stóð sig vel í vörninni auk þess sem hann stjórnar leik liðsins af röggsemi. Steinar Birgisson lék vel í vörninni en var tekinn úr umferð í sókninni. Hann skoraði þó eitt fallegt mark þrátt fyrir það auk þeirra sem hann gerði úr vítaköst- um. Hilmar Sigurgíslason lék stór- vel í vörninni og hefur hann styrkt liðið mikið eftir að hann kom inn í það aftur. Karl Þráinsson lék vel. Hann skaut að vísu dálítið mikið en öðruvísi gera menn jú ekki mörk. Guömundur Guðmundsson fyrirliði fiskaði mörg vítaköst í leiknum og lék vel í vörninni og sömu sögu er að segja af nafna hans Albertssyni. Einar Jóhannes- son lék vel í vörninni eftir að hann kom inná. Ungir og á réttri leið Lið Stjörnunnar er ungt og hefur sýnt það í vetur að það á framtíð- ina fýrir sér. Það var fyrst og fremst reynsluleysi sem háði þeim í lok leiksins þegar mest á reyndi.4 Stjarnan getur þó vel við unað með afrakstur vetrarins. Liðið varð í 3. sæti í íslandsmótinu og mun leika í Evrópukeppni bikarhafa næsta vetur þar sem Víkingar leika í Evrópukeppni meistaraliða sem íslandsmeistarar. Bestur í liði Stjörnunnar að þessu sinni var Brynjar Kvaran sem varði oft og tíðum á hreint ótrúlegan hátt. Alls varði hann 16 skot og þar af tvö vítaköst. Finnur varði 14 skot fyrir Víking. Gylfi Birgisson átti stórleik að þessu sinni. Skoraði sjö mörk hvert öðru glæsilegra með uppstökki langt fyrir utan vörnina. Hannes Leifs- son leikur sjaldan eða aldrei illa og að þessu sinni lék hann mjög vel. Stjórnar liðinu vel bæði í sókn og vörn. Sigurjón Guðmundsson stóð vel fyrir sínu í sókninni en var ekki alveg nógu sannfærandi í vörninni. Dómararnir Dómarar þessa leiks voru þeir Stefán Arnaldsson og Ólafur Har- aldsson og stóðu þeir sig þokka- lega þegar á heildina er litið. Þeir ætluðu greinilega að taka leikinn af mikilli festu strax í upphafi og tókst það vel. Sérstaklega tókst það vel þegar þeir dæmdu á Stjörnumenn en því miður er ekki sömu sögu að segja hinum megi af vellinum. Það var sláandi, sérstaklega í fyrri hálfleik, hve miklu meira varn- armenn Víkings máttu brjóta af sér miðað við Stjörnumenn. Ef til vill stafar þetta af því hversu lymsku- lega Víkingar brutu af sér. Þeir voru eldsnöggir að slá á hendur sóknarmanna Stjörnunnar á með- an Stjörnumenn héngu meira á Víkingum í sókninni. Þrátt fyrir það sem hér á undan er sagt sluppu dómararnir þokka- lega frá þessum leik, en ekki voru þeir samt eins góðir og leikmenn- irnir. Mörk Víkings: Póll Björgvinsson 6, Karl Þráinsson 3, Guömundur Guömundsson 3, Guömundur Albertsson 3, Steinar Bigisson 3/2, Hilmar Sigurgíslason 1. Mörk Stjömunnar Gylfi Birgisson 7, Hann- es Leifsson 5/1, Hermundur Sigmundsson 2, Sigurjón Guðmundsson 2, Magnús Teitsson 1. Víkingar voru utan vallar í 12 mínútur en Stjarnan í sex. - sus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.