Morgunblaðið - 01.05.1986, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 01.05.1986, Qupperneq 84
...MEÐÁ NOTUNUM... WJJj J © lónaóartwnkinn FIMMTUDAGUR1. MAÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Samkomulag um gerðardóm UPP úr miðnætti í nótt tókst samkomulag í deilu bilstjóra í Bifreiðastjórafélaginu Sleipni og viðsemjenda þeirra og var boð- uðu tveggja daga verkfalli lang- ferðabílstjóra því aflýst. Sam- komulag varð um að setja deil- una í þriggja manna fijálsan gerðardóm og á hann að hafa lokið störfum fyrir 1. júní. Samn- ingafundur stóð yfir í allan gærdag og fram á nótt. Sam- komulagið verður borið undir félagsfund í Sleipni undir helg- ina. Bflstjórar hjá Sleipni fóru fram á að laun þeirra yrðu samræmd launum bflstjóra á steypubflum, sem eru á sérstökum samningi við steypustöðvar. Mánaðarlaun steypubflstjóra eru 23.825 krónur, en samkvæmt samningum bflstjóra innan Sleipnis frá októbermánuði á síðasta ári, hafa þeir 18.157 krónur í föst laun á mánuði. ' ^Jew York — Luxemborg: Flugleiðir bjóða ferðir á rúmar átta þús. krónur FLUGLEIÐIR bjóða nú ný fargjöld á flugleiðinni frá New York til Luxemborgar, sem eru jafnlág og bandariska flugfélagið People Express býður, án þess þó að skerða þjónustuna nokkuð. Það eru svokölluð „Stattu upp og farðu“-gjöid, sem hljóða upp á 149 dali aðra leiðina, eða 8.250 krónur, og 298 daii fram og tii baka. Boðið er upp á bókun með 48 tíma fyrirvara. Að sögn Sigfúsar Erlingssonar framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða, hafa Flugleiðir áður boðið svo lág gjöld á þessari flug- leið, en þau hefur þurft að bóka innan 24 tíma fyrir brottför. „Við erum með þessu nýja gjaldi að slá út tilboð sem belgíska flugfélagið Sabina hefur verið með undanfarið. ðabina býður unglingum og eldra fólki þessi kjör, en hjá okkur gildir þetta fyrir alla. Samkeppnin á þessum markaði er hörð og þetta er ein af mörgum leiðum okkar til að halda okkar hlut,“ sagði Sigfús. Sigfús sagði að slík „hopp“- fargjöld væru að jafnaði aðeins 4-5% af bókunum Flugleiða. Lang- algengast væri að menn pöntuðu með lengri fyrirvara og greiddu fyrir það fullt gjald. Hæsta fargjald Flugleiða á þessari leið er nú í kringum 720 dalir, báðar leiðir, en það eru „Saga-Class“-gjöldin, sem svo eru nefnd. Farþegar á Saga- Class fá meira fótaiými og betri þjónustu. Byijað var að bjóða Saga-Class-ferðir 1. apríl sl. og hafa þær reynst vinsælar, að sögn Sigfúsar. Venjulegur opinn farmiði kostar í kringum 600 dali fram og til baka á þessari leið, en dagsett fargjöld með lengri fyrirvara eru á um það bil 460 dali. Sigfús sagði að öll fargjöld Flugleiða myndu hækka 15. maí nk. Símamynd/Knut Strand 1 Hér má sjá þau Pálma Gunnarsson, Helgu Möller og Eirík Hauksson á sviðinu í Grieghöllinni í Bergen þar sem söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram á laugardaginn. í sviðsmyndinni ráða ríkjum ískristallar og fjöll og í baksýn sést hljómsveitarstjórinn Gunnar þórðarson. Sjá nánar á miðopnu „Gleðibankinn í 6. sæti ... samkvæmt brezkum spám.“ Víkingur bikarmeistari fjórða árið íröð Páll Björgvinsson var einn besti leikmaður Víkings og skoraði sex mörk í gærkvöldi, þegar Víkingur varð bikarmeistari í meistaraflokki karla í handknattleik fjórða árið í röð. Víkingur sigraði Stjömuna í jöfnum ogspennandi úrslitaleik, 19:17 Sjá nánar um leikinn á bis. 83. Morgunblaðið/RAX Borgarráð: Samþykkt að vinna að til- lögnm um frá- gang Tjarn- arsvæðisins BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt bókun, sem gerð var í umhverfismálaráði fyrr í mánuðinum, um að borgar- skipulagi og garðyrkju- stjóra borgarinnar verði falið að gera tillögur um frágang Tjarnarsvæðisins. Að sögn Huldu Valtýsdóttur formanns umhverfismálaráðs hefur lengi verið rætt um að þörf væri á að gera við bakka Tjamar- innar. í þeirri umræðu hefur einnig komið fram sú skoðun að betra væri að bíða með allar slík- ar framkvæmdir þar til skipulag Kvosarinnar hefur verið sam- þykkt. Hulda sagði að á fundi um- hverfísmálaráðs 16. apríl sl. hefði verið til umfjöllunar fyrirspum sem Kristján Benediktsson lagði fram í borgarstjóm um frágang og framkvæmdir við bakka Tjamarinnar í Reykjavík. Eftir þá umijöllun hefði verið sam- þykkt eftirfarandi bókun: „I framhaldi af samþykkt borgar- stjómar 20. mars sl. samþykkir umhverfísmálaráð að fela Borg- arskipulagi í samráði við garð- yrkjustjóra að vinna að tillögum um frágang 'Ijamarsvæðisins til framtíðar og gera tímasetta áætl- un um framkvæmd verksins. Jafnframt fer umhverfísmálaráð fram á að embætti garðyrkju- stjóra gangi strax í vor fyrir verulegri hreinsun á Ijöminni sjálfri og láti strax lagfæra bakk- ana til bráðabirgðar svo ekki stafí af þeim slysahætta." Kjötverð lækkar um 5%: „Rétt að neytendur njóti vaxtalækkunar — segir Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra VERÐ á dilkakjöti lækkar um 5% frá og með föstudeginum 2. maí. Þorsteinn Pálsson, fjár- málaráðherra, hefur ákveðið, að vaxtamun, sem myndast hefur hjá vinnslustöðvum landbúnaðar- ins vegna lækkunar vaxta, verði varið til að auka niðurgreiðslur á dilkakjöti í 1. 2. og 3, flokki. Hér er um 40 milljónir króna að ræða, sem nýttar verða, þar til haustslátrun hefst. Talið er, að þessi verðlækkun stuðli að því, að vísitala fari ekki yfir það mark, sem kjarasamningar byggjast á. Þorsteinn Pálsson, §ármálaráð- herra, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að talið hefði verið eðlilegt, að neytendur nytu góðs af þeirri vaxtalækkun, sem orðið hefði und- anfarið. „Okkur þykir rétt, að þessir fjármunir nýtist almenningi með þessum hætti,“ sagði ráðherrann. „Vegna lækkunar vaxta að und- anfömu," sagði Þorsteinn Pálsson, „hefur vaxtakostnaður hjá vinnslu- fyrirtækjum í landbúnaði einnig lækkað. Þess vegna þurfa þau ekki að nýta það fé, sem fjárveitinga- valdið hafði ætlað til að greiða niður vexti fyrir vinnslustöðvamar. Með þeirri ákvörðun, sem nú hefur verið tekin, kemur þetta fé neytendum til góða, en alls er reiknað með, að 40 milljónir króna fari í þessar niðurgreiðslur á kjötinu." Þijú þúsund steikar- pönnur til Bretlands Eyrarbakka. FYRSTA framleiðsla Álpan, um 3.000 steikarpönnur, fóru frá Eyrarbakka sl. þriðjudag til Bretlands. Framleiðslan er nu að fæ’rast í það horf sem búist var við og verður von bráðar auglýst eft.ir starfsfólki. Óskai
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.