Morgunblaðið - 03.05.1986, Síða 15

Morgunblaðið - 03.05.1986, Síða 15
15 fram úr því sem spáð hefur verið skal launanefndin meta hvort tilefni sé til launahækkana. Þetta sam- komulag byggist á þeirri megin- forsendu að samningsaðilar taki sjálfir ábyrgð á samningnum og leiti allra leiða til þess að tryggja framgang þeirra markmiða sem hann grundvallast á. Samningur þessi grundvallast að verulegu leyti á nánu samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjóm- valda. Samningsaðilar höfðu gert tillögur um veigamiklar aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins sem fallist var á af þess hálfu. Segja verður það hreinskilnislega að án þessa sam- starfs við ríkisstjómina hefði verið útilokað að ná þeim árangri til lækkunar verðbólgu sem menn gera sér vonir um að fylgi í kjölfar samningsins. Lífeyrismál Um 10 ára skeið hefur setið að störfum stjómskipuð nefnd, skipuð fulltrúum samtaka vinnumarkaðar- ins, sem ætlað er að vinna tillögur að löggjöf um starfsemi lífeyris- sjóða. Um flest tæknileg atriði í slfkri löggjöf er fyrir all löngu orðið samkomulag, en ennþá stóð eftir að ná samkomulagi um nokkur atriði, þ. á m. iðgjöld og réttindi. Þar hefur staðið á því, að Alþýðu- samband íslands og Vinnuveitenda- sambandið næðu saman um þau atriði. Samkomulag náðist um meginefni tillagna að löggjöf og var þar byggt á tillögu lífeyrisnefndar samningsaðila. Nú ætti því ekkert að verða því til fyrirstöðu að lífeyr- isnefndin skili af sér fullmótuðum tillögum á 10 ára afmælinu. Húsnæðismál Sameiginlegar tillögur um fram- tíðarskipan húsnæðismála var mik- ilvægur hluti af kjarasamningun- um. Ríkisstjórnin féllst á þessar tillögur í grundvallaratriðum og ný lög um húsnæðismál voru afgreidd á síðasta degi þingsins, 23. apríl sl. Megin uppistaða hins nýja hús- næðismálakerfis er að lífeyrissjóð- imir auka skuldabréfakaup sín af Húsnæðisstofnun og að lánsréttur manna fer eftir því, hve háu hlut- falli af ráðstöfunarfé sínu lífeyris- sjóður viðkomandi ver til þessara skuldabréfakaupa. Húsnæðislánin sjálf hækka upp í allt að 2,1 m.kr. fyrir þá sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn. Ýmsar vangaveltur hafa farið fram um það hvort aðgangur atvinnulífs- ins að lánsfé muni þrengjast í kjöl- far þessara nýju húsnæðislaga. í því sambandi er rétt að hafa í huga, að aukin framlög í lífeyrissjóði munu auka ráðstöfunarfé þeirra og aukin húsnæðislán draga úr kröfum um bein lán til sjóðsfélaga. Þannig eru líkur á því að lífeyrissjóðunum vanheila hópa á Reykjavíkursvæð- inu til dagvistunar og umönnunar að deginum til.“ Sjálfsagt má nýta þetta húsnæði til ýmissa hluta enda tæpast til sú borgarstofnun sem ekki getur bætt við sig húsnæði ef út í það er farið. Það er engu að síður ljóst að í máli þessu höfðu borgaryfírvöld það ekki að leiðar- ljósi að leysa úr þeirri þjónustu- og húsnæðisþörf sem brýnust er. Þá hefðu þau t.d. fest kaup á húsnæði sem hentaði fyrir dagvist aldraðra í Vesturbænum. í þriðja lagi gagnrýni ég þessa ákvörðun vegna þess að Bridgesam- band íslands em landssamtök og ættu því fremur að njóta stuðnings ríkis en borgar. Þessi rökstuðningur vegur að öðru jöfnu þungt þegar borgaryfirvöld eru að útdeila styrlq'- um við gerð fjárhagsáætlunar, og hafa þau þá gjaman verið treg til að styrkja slík landssamtök, þó dæmi séu um það. Karlasamstaðan Síðast en ekki síst vil ég benda á að þessi ákvörðun er skilgetið afkvæmi karlasamstöðunnar, eða samtryggingarinnar, enda sá eng- inn flokkur í borgarstjóm, nema Kvennaframboðið, ástæðu til að gagnrýna hana. Þessa samstöðu gerði ég lítillega að umræðuefni í því erindi „um daginn og veginn" sem er uppspretta þessara skrifa. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986 gefist svigrúm til að auka lánveit- ingar til atvinnulífsins. Það er raun- ar óhjákvæmilegt, ef tryggja á viðunandi hagvöxt á komandi árum. Þessi mál mun því vafalaust áfrarn bera á góma í viðræðum aðila vinnumarkaðarins á komandi ámm. Verkmenntun í kjarasamningnum í júní 1985 var gert samkomulag við Verka- mannasamband íslands um málefni fiskvinnslufólks. Þar var ákveðið að leita leiða til að gera störf í fískvinnslu eftirsóknarverð og til að bæta kjör fiskvinnslufólks. Þess- um markmiðum skyldi náð með því að koma á skipulögðu nám- skeiðahaldi. Þeir er sótt hafa nám- skeiðin og uppfyllt skilyrði um starfsreynslu, hafa rétt til að nota starfsheitið „sérhæfður fiskvinnslu- maður“. Á síðastliðnu ári stóð Félag ís- lenskra iðnrekenda fyrir könnun á menntunarþörf í iðnaði. Niðurstöð- ur könnunarinnar gefa ótvírætt til kynna að forsvarsmönnum iðnfyrir- tækja er ljóst að aukin og bætt menntun er forsenda þess að iðnað- urinn geti staðist harðnandi sam- keppni samfara sífellt örari tækni- þróun. Niðurstöður könnunarinnar gefa ennfremur vfsbendingu um að umfangsmikilla aðgerða er þörf, bæði hvað varðar áherslusvið á núverandi námsbrautum ekki síður en við mótun nýrra námsbrauta. Það fer ekki á milli mála að veigamikill þáttur ( því að auka framleiðni er að til starfa í þessum greinum fáist menntað og þjálfað fólk. Vinnuveitendasambandið vill leggja áherslu á að gert sé átak á þessu sviði. Þar er einn af mörgum þáttum sem til þurfa að koma til þess að tryggja árangur nýgerðra kjarasamninga. Þingið og atvinnuveg- irnir Afkoma atvinnuveganna og þar með þjóðarinnar ræðst mjög af ákvörðunum þeim, sem teknar eru í sölum Alþingis af hinum þjóð- kjömu fulltrúum sem þar sitja. Það er því mikilvægt að þekking þeirra og tengsl við atvinnuvegina sé á þann veg að þeir séu færir um að meta áhrif hinna ýmsu tillagna og lagafrumvarpa á atvinnulífið. Þingmennska er orðið fullt starf og launað samkvæmt því. Það er liðin tíð að menn úr atvinnulífínu gátu tekið sér frí frá störfum til þess að taka þátt í þingstörfum nokkra mánuði úr ári. Það er því bæði nauðsynlegt og gagnlegt fyrir þingmenn og fyrir atvinnuvegina að þingmönnum gefist kostur á að kynnast atvinnuvegunum af eigin raun. í því sambandi hef ég ákveðið að leggja til að við atvinnufyrirtæki í erindinu benti ég á að á Qár- hagsáætlun Reykjavlkurborgar er ógrynni fjármagns veitt í marg- háttaða félagsstarfsemi karla á sama tíma og borgaryfírvöld tregð- ast við að greiða Kvennaathvarfinu í Reykjavík rekstrarstyrk. Ég rifjaði líka upp þá hneykslunarbylgju sem gekk yfir fjölmiðla þegar Albert Guðmundsson, fyrrverandi fjár- málaráðherra, veitti 2 milljónum króna til Hiaðvarpans á Vesturgötu 3, sem er menningarmiðstöð opin öllum konum á landinu. Þá var „þyrlað upp moldviðri" en nú hreyf- ist moldin ekki í því logni sem ríkir um títtnefnd húsakaup borgaryfir- valda. Bridge á upp á pallborðið hjá flokkum og fjölmiðlum en ekki menningarmiðstöð kvenna. Stað- reyndin er einfaldlega sú að sú fé- lagsstarfsemi sem karlar standa fyrir mætir mun meiri skilningi meðal ráðamanna en það sem konur taka sér fyrir hendur. Það skemmir heldur ekki fyrir er ráðamenn hafa sjálfir reynslu og ánægju af þeirri félagsstarfsemi sem hlut á að máli. Það hefur því örugglega ekki skemmt fyrir Bridgesambandinu að Davíð Oddsson borgarstjóri er lunk- inn spilamaður og leiddi sveit til sigurs á bridgemóti fyrir skömmu. Höfundur er borgarfulltrúi Kvennaframboðsins. inann vébanda Vinnuveitendasam- bandsins að þingmönnum verði boðin vinna S atvinnufyrirtækjum einn dag á ári á þeim kjörum, sem viðkomandi starf býður upp á og að þeim gefist þar með tækifæri til þess að komast í snertingu við þau störf, sem standa undir velferð þjóðarinnar. Ég vona að þessi til- laga mín fái góðar undirtektir bæði þingmanna og atvinnurekenda. Hvemig búið er að atvinnuvegunum af hálfu stjómvalda, getur ráðið úrslitum um afkomu þeirra og þar með þjóðarinnar allrar. Þekking þingmanna á innviðum atvinnu- rekstrarins verður því seint of mikil. Umlistir Því hefur verið haldið fram að framlag atvinnuveganna til lista hafi verið mjög af skomum skammti. Þetta er að mínu mati alrangt. Við þekkjum öll einstakl- inga úr atvinnulífinu, sem hafa ljáð listum ómetanlegan stuðning, og mér er fullkunnugt um það, að fyrirtæki almennt veija vemlegum fjármunum til styrktar listum og listamönnum, án þess að slíkt sé borið á torg. Það væri vissulega fróðlegt að vita hve mikið fyrirtæki hafa lagt af mörkum til kaupa af listaverkum og beinum fjárframlögum til stuðn- ings listum. Væri vel hugsandi að Vinnuveitendasambandið léti fara fram könnun meðal félagsmanna sinna á því. Ég vil nota þetta tækifæri til' þess að hvetja atvinnurekendur til að huga að fegmn umhverfís og bygginga og jafnframt vinna að því að örva listaáhuga starfsfólks síns t.d. með listsýningum á kaffi- stofum eða mötuneytum. Mér er kunnugt um það að í Noregi er starfandi listmiðlun, sem ætlað er það hlutverk að vera tengiliður milli atvinnuveganna og lista- manna. Gjöf Ragnars heitins í Smára til Listasafns alþýðu er vísir að slíkri starfsemi hér á landi. Markmið Það markmið sem stefnt var að með febrúarsamningnum var að Iosna úr áratuga verðbólgu, sem tröllriðið hefur þessu þjóðfélagi til ómælanlegs tjóns fýrir afkomu fólks og fyrirtækja. Það em miklar skyldur sem lagð- ar hafa verið á herðar þeirra sem að þessum samningi stóðu, því margt er það, sem getur stefnt árangrinum í tvísýnu. Vil ég þar fyrst nefna að lækkandi gengi Bandaríkjadollars veldur framleið- endum fyrir Bandaríkjamarkað vemlegum vandræðum. Samning- amir gera einnig kröfur um aðhald í ríkisQármálum. Bresti það þannig að gripið verði til erlendrar lántöku mun það kynda undir þenslu á mörgum sviðum og eyða því jafn- vægi, sem undanfarið hefur hillt undir í íslensku efnahagslífi. Það má ekki gerast. Þær kvaðir, sem atvinnurekend- ur hafa tekið á sig við gerð síðasta kjarasamnings, er að leita allra ráða til þess að halda niðri verðlagi með markvissum aðgerðum. Lokatak- markið hlýtur að vera að verðbólga hér á landi sé ekki meiri en í við- skiptalöndum okkar. Til þess að ná árangri þarf fyrst og fremst að gera stórátak til þess að auka fram- leiðni þ.e.a.s. með aukinni fram- leiðslu án hliðstæðrar hækkunar á framleiðslukostnaði. Stöðugt verð- lag og jafnvægi á peningamarkaði auðvelda stjómendum fyrirtækja að meta árangur aðgerða. Það á eitt og sér að geta orðið aflvaki framfara, sem leiðir til aukins hagvaxtar og batnandi kjara. Eins og dagskrá aðalfundaríns ber með sér viljum við leggja okkar af mörkum í þessari sókn. Hér verða flutt erindi um árangur, framleiðni og lífskjör. Við viljum meiri árangur og auka framleiðni, en þetta tvennt em forsendur bættra kjara. Okkur atvinnurekendum er fyllilega ljós sú ábyrgð, sem á okkur hvílir og okkur er ljóst að atvinnulífíð verður að standa undir auknum kaupmætti og aukinni velmegun og það verður einungis gert með aukinni fram- leiðni. Að því marki viljum við vinna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.