Morgunblaðið - 03.05.1986, Page 18

Morgunblaðið - 03.05.1986, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986 Smálaukar Saga rokkara - Pálmi Gunnarsson leggur spilin á boröið PAY1M13S KÚLNAHRÍD.. UM KVÖLD OG HELGAR verður dreift í verslanir í dag! Einkaviðtal við Pálma Gunnarsson, söngvara lcy, sem í kvöld keppa fyrir ísland í Eurovision-keppninni! MANNLÍF — METSÖLUTÍMARIT. ÁSKRIFTARSÍMI: 687474. Ekki var langt liðið á þennan milda vetur þegar fyrst sáust tákn um vaknandi vor, þorri vart genginn úr garði þegar fyrstu smálaukamir fóm að sýna blóm. Smálaukar nefnast jafnan einu nafni laukjurtir, 10—15 sm háar. Þeir em lagðir i mold að hausti og bregða vetrarblundi mun fyrr en almennt gerist um jurtir. Vissulega er það ómaks- ins vert að eiga svolítið safn af slíkum laukum í garðinum sínum, fylgjast með þeim vakna til nýs lífs og færa okkur heim sanninn um það að brátt fari að styttast til sumars. Ef nefna ætti einhveijar sérstakar tegundir af þessum smálaukum, myndi ég hiklaust velja vorliljuna (Bulbocodium vemum) efst á blað, svo vel hefur hún reynst mér um langt árabil og með sínum sterka ljósfjólubláa lit lýst upp sinugrátt umhverfið. Oft ég hef undrast hve harðger og frostþolin hún er. í fullum blóma hefur hún margt vorið lent í allt að 12° frosti og komist óskemmd úr þeirri hörðu baráttu. Ýmsar tegundir af dýrlega fallegum villikrókusum em á ferðinni um svipað leyti og vorliljan, einnig vorboði og vetrargosi, gamalreyndir hér. Síðan tekur hvað við af öðm: snæstjama, vorstjömulilja, stjömulilja svo eitthvað sé nefnt og ekki má skógarsóleyjamar vanta í þá upptalningu. Allir njóta þessir smálaukar sín best margir saman í þyrpingum, helst í breiðu t.d. undir tijám. Þá fyrst em þeir vemlega til augnayndis. Þeir eiga það sammerkt að vera harðgerir, auðveldir í meðfömm og fjölga sér fljótt. Um það leyti sem blómgun lýkur fara blöðin heldur betur að vaxa og breiða út sér og er okkur kennt að þau skuli ekki fjarlælgja því gegnum þau tekur laukurinn til sín næringu. Heyrst hefur kvartað undan fyrirferð þessara blaða og vissulega er lítið skraut í þeim hálfvisnuðum og útflöttum ofan á blómabeðum, en það er ekki ýkjamikil fyrirhöfn að knippa þau saman og koma þannig fyrir að þau séu ekki til umtalsverðrar óprýði. Vorið er tilvalinn tími til að kíkja í garða og sjá sem flestar tegundir í blóma og félagar í GI em hvattir til að kynna sér vel haustlaukalistann strax og hann berst þeim í hendur. Ums. Maf 1980 3. tbl. 3. árg. Vtrt kr. 239 Húllumhæí ^ 4 Hull og Grimsby Ástir aðstoðarráðherra Þau elska bæði kynin Kiddi Finnboga snyraftur MlAlR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.