Morgunblaðið - 03.05.1986, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 3. MAÍ1986
ftttfgmiHiifrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Derwinsky
kemur ekki
Lausn á Rainbow-málinu svo-
nefnda sýnist ekki í sjónmáli.
Til marks um það eru boðin, sem
Matthías Á. Mathiesen, utanríkis-
ráðherra, sendi Edward Derwin-
sky, sérlegum fulltrúa Bandaríkja-
stjómar, þess efnis, að hann skyldi
hætta við fyrirhugaða ferð sína
hingað til lands. Ætlunin var, að
hinn háttsetti starfsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins dveld-
ist hér í þessari viku og ræddi við
utanríkisráðherra og embættis-
menn um Rainbow-málið. Banda-
ríkjastjóm hefur mistekist það,
sem hún ætlaði sér eftir síðustu
viðræður Derwinskys við íslenska
ráðamenn hér á landi, að fá sett
lögbann á siglingar skipa félagsins
Rainbow Navigation. Síðan 1984
hefur félagið haldið uppi sjóflutn-
ingum fyrir vamarliðið í skjóli
bandarískra einokunarlaga frá
1904. Dómstólar í Bandaríkjunum
hafa lýst þessi lög í fullu gildi og
að þau vemdi Rainbow Navigation.
Stefna íslenskra stjómvalda
hefur verið sú að leita samninga
um lausn. Opinberlega hefur ekki
verið horfið frá þeirri stefnu, þrátt
fyrir kröfur ýmissa, þ.á m. al-
þingismanna, um að sett verði ís-
lensk löggjöf, er hindri ferðir skipa
Rainbow Navigation svo framar-
lega, sem íslensk skipafélög njóti
ekki jaftiréttis gagnvart bandarísk-
um viðskiptavinum. í skýrslu um
utanríkismál, sem Matthías Á.
Mathiesen lagði fram á þingi ný-
lega, er steftia íslenskra stjóm-
valda ftrekuð með þessum orðum:
„Krafa Islendinga f þessu máli,
sem fylgt hefur verið fast eftir,
hefur byggst á fullu jafnræði
beggja landa hvað varðar flutning
á vamingi vamarliðsins til og frá
íslandi. Það er skoðun mín, að ís-
lendingar haft sýnt mikla biðlund
í þessu máli. Ég hef gert banda-
rískum stjómvöldum grein fyrir
því, að sú biðlund sé senn á þrotum
og íausn verði að fínnast án tafar.“
Vegna fyrirhugaðrar farar
Derwinskys hingað til lands var
eftit til langra og strangra funda
í þeim bandarísku stjómarstofnun-
um, sem tjalla um mál af þessu
tagi. Er ekki vafí á því, að tilgang-
urinn með þeim fundum hefur verið
sá að ná samkomulagi um eitthvert
úrræði, er unnt yrði að semja um
við okkur. Þegar utanríkisráðherra
íslands afþakkar sfðan heimsókn
hins bandarfska stjómarerindreka,
verður að meta þá afetöðu þannig,
að íslenskum stjómvöldum hafí
orðið ljóst, að Bandaríkjamenn
hefðu ekkert nýtt til málanna að
leggja, þrátt fyrir stífa fundi.
Þessi ákvörðun Matthíasar Á.
Mathiesen ætti enn að sýna Banda-
ríkjastjóm fram á það, að íslend-
ingar vænta lausnar á þessu máli;
þeir láta ekki bjóða sér upp á frek-
ari viðræður án niðurstöðu.
Einokunarsiglingar Rainbow
Navigation bijóta gegn þeim hug-
myndum, sem eiga að gilda í
samskiptum samaðila að Atlants-
hafsbandalaginu, þar sem ríkin
starfa saman á jafnréttisgrund-
velli. Vamarsamningurinn er gerð-
ur með vísan til stofnsáttmála
Atlantshafsbandalagsins en ekki
úreltra, bandarískra einokunar-
laga. Þá er fráleitt, að fyrir tilstilli
þeirrar bandarísku stjómarstofn-
unar, sem falið hefur verið að sinna
hinni samningsbundnu skyldu að
veija ísland, flotans, skuli stuðlað
að því að ferðum íslenskra skipa
á milli Norður-Ameríku og íslands
sé stofnað í hættu. Aðför að þess-
um þætti í siglingum íslendinga
er jafnframt röskun á öryggis-
hagsmunum okkar.
Málið er enn í höndum banda-
rískra sljómvalda. Hingað til hefur
það ekki dregið að sér sérstaka
athygli erlendra Qölmiðla. Þess
sjást hins vegar merki, að þeir, sem
fjalla um öryggismál á norðurslóð-
um veita deilunni vaxandi athygli.
Það er vonandi ekki vilji Banda-
ríkjastjómar, að vanmáttur hennar
gagnvart úreltum einokunarlögum
verði til þess að vekja enn einu
sinni upp þann gamla draug á síð-
um erlendra blaða, að brestur sé
í vamarsamtarfí vinaþjóða f við-
kvæmum heimshluta.
Stjórnar-
kreppa
1 Noregi
Norska stjómarskráin bannar
þingrof og nýjar kosningar,
þegar eins stendur á og nú eftir
að Káre Willoch, leiðtogi Hægri-
flokksins, hefur sagt af sér fyrir
sig og stjóm sína. Undir forsæti
Willochs hefur stjóm borgara-
flokka setið í Qögur og hálft ár.
Stjómin marði ekki að fá hreinan
meirihluta í kosningunum sl. haust
en hefur orðið að styðjast við
atkvæði tveggja þingmanna Fram-
faraflokksins, sem em lengst til
hægri á Stórþinginu. Sagði Willoch
af sér frekar en semja við þann
flokk um framgang eftiahagsmála,
nú þegar töluverður vandi sækir
að Norðmönnum vegna lækkunar
olíuverðs.
Eðlilegt er, að Gro Harlem
Bmndtland, formaður Verka-
mannaflokksins, reyni að mynda
stjóm við þessar aðstæður. Löng
stjómarkreppa í Noregi við núver-
andi aðstæður gerir illt verra í
eftiahagsmálum. Mjótt er á munum
milli stjómar og stjómarandstöðu.
Á meðan Verkamannaflokknum
tekst ekki að höggva skarð í raðir
borgaraflokkanna, er hætt við að
þrástaða verði f Stórþinginu.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 335. þáttur
Oft hef ég verið spurður um
merkingu mannanafna og upp-
mna. Þetta á einkum við nöfn af
erlendum toga, þau sem náð hafa
einhverri fótfestu i íslensku. Sjálf-
sagt er að gera sér grein fyrir
þessu og skal það nú reynt, þótt
margt sé óljóst í mannanafna-
fræðum. Fer hér á eftir nokkur
nafnaskrá með skýringum. Helstu
heimildir mínar em Personnavne
eftir próf. Assar Janzén, Webst-
ers Dictionary og Oxford Dic-
tionary of English Christian
Names.
★
Agnes, komið úr grísku, merk-
ir, „hrein, óflekkuð".
Alma, komið úr latínu og
merkir „hin blíða".
Anna, úr hebresku (Hannah),
merkir náð, miskunn, gjama þýtt
á ensku með grace. Óteljandi
afbrigði em til af nafninu erlend-
is, þar á meðal Nancy og Anita
(= Ánna litia).
Diana, grísk-latneskt, var
veiði- og mánagyðja.
Dóróthea(-þea), komið úr
grísku, táknar „gjöf Guðs". Svo
er sagt að fyrir löngu hafi lítil
stúlka kallað brúðuna sína Dóró-
theu, en gengið illa að bera það
fram, og úr varð Dollý. Ef menn
snúa nafninu Dóróthea við, verð-
ur það náttúrlega Theódóra.
Elín, úr grísku, merkir „sól-
björt", sbr. gríska sólguðinn Hel-
ios. Þetta nafn er til í ijölmörgum
öðmm gerðum, svo sem Helena,
Ellen og Elinóra. Mikið sólskin
er yfír kvæðisheiti Steins Stein-
ars: Elín Helena.
Elísabet, komið úr hebresku.
Ágreiningur er um nákvæma þýð-
ingu, enda oft ærið erfítt að þýða
hebresk nöfn nema með heilum
setningum. Hér sættast menn
helst á „sú sem tignar guð“.
Urmull gælunafna hefur orðið til,
svo sem Elsa, Beta, Lísbet og
Lissý.
Þegar Haraldur harðráði Sig-
urðsson (d. 1066) giftist gerskri
konu sem Elísabet hét, þóknaðist
þegnum hans norskum að breyta
drottningamafninu í Ellisif,
fannst það hljóma betur. Það
kvenmannsnafn tíðkaðist á ís-
landi á öldum áður.
Eva, komið úr hebresku, merk-
ir „jíf“.
Iris, úr grísku, táknar regn-
bogann.
Katrín, einnig komið úr grísku
= hrein, ósnortin. Aukagerðir
m.a. Karen og Tri (sem reyndar
hefur ekki komist inn í íslensku).
Linda, spánsk fegurð.
Margrét, úr grísku og þýðir
perla, alveg óskylt íslenska orðinu
mar = sjór. Meðal óteljandi aukn-
efna em Gréta og Rita.
María, hebreskt að uppruna,
sama nafnið og Miriam, en svo
hét systir Arons, sjá 2. Mósebók
(Exodus). Mikill ágreiningur er
um skýringar, en einna helst
sættast menn á þýðinguna „upp-
reisn, biturleiki".
Rakel, einnig úr hebresku og
merkir ær, „tákn blíðu", stendur
skrifað. Ekki hikuðu forfeður
okkar við að skíra Hrút.
Rut, hebreskt, en mikil óvissa
um merkingu, gæti táknað fegurð
(eða hjarðmey?).
Regina, það er ómenguð latína
og merkir drottning.
Sara, hebreskt, merkir prins-
essa. Kona Abrahams var nefnd
Sarai. Englendingar nota af
þessu gælunafnið Saily.
Sandra, stytting úr Alex-
andra, það er kvengerðin af
gríska nafninu Alexander, sem
merkir hjálparmaður.
Soffía, komið úr grísku og
merkir „viska, speki", algengt í
samsetningum fræðiheita, svo
sem philosophy. Gælunafn af
Soffía er Sonja.
Súsanna, komið úr hebresku
og er heiti á blóminu lilja.
Telma (Thelma), grískt, en
skýrt á fleiri vegu en einn. Einna
helst koma menn sér saman um
þýðinguna „sú sem hjúkrar, veitir
umönnun". Björgvin Guðmunds-
son tónskáld, sem lengi bjó í
Ameríku, skírði dóttur sína Önnu,
Margrétu, Þelmu.
Tekla (Thekla), komið úr
grísku sömuleiðis og talið merkja
„guðleg frægð“.
Ursúla, komið úr latínu. Bjöm-
inn heitir á því máli Ursus. Sam-
kvæmt þessu merkir Úrsúla „litla
birna".
Vera, ómenguð latína = sönn.
★
Þegar hér er komið skriftum,
sér umsjónarmaður þann kost
vænstan að fresta allri umfjöllun
um erlend karlanöfn í íslensku þar
til síðar. Þess í stað verður hér
leitast við að svara spumingu,
sem borist hefur, og er um það
hvers vegna orðstír beygist ekki
eins og mannanöfnin Sigtýr og
Valtýr.
Mannanöfn, sem samsett eru
með -týr, em dregin af goðsnafn-
inu Týr. Það merkir guð og
beygðist Týr, um Tý, frá Tý, til
Týs. R-ið er aðeins nefnifallsend-
ing, ekki stofnlægt (= hluti af
stofninum). Mannanöfnin beygj-
ast þá á sama veg.
En orðstír var í fomu máli
orðstírr. Seinna r-ið var nefni-
fallsending, en hið fyrra stofnlægt
og kemur því fram í öllum föllum.
Beygingin skal því vera: orðs-
tír, um orðstír, frá orðstír, til
orðstírs. Menn geta sér góðan
orðstír. Maðurinn naut þess
orðstírs sem af honum fór.
Orðstír skiptis orðs- tír. Seinni
hlutinn er til sem sjálfstætt orð
og.merkir einnig frægð. Löngun
til frægðar heitir tírar girnd í
gömlu kvæði. Tír(r) er skylt orð-
um eins og tign, tindur, teinn og
gott ef ekki lýsingarorðinu tær.
Tír okkar á að standa keikur og
hreinn.
Tírsamur var sá maður kallað-
ur sem stundaði á frægð og
frama, en sjálfur guð með allan
sinn góða orðstír var tirsæll í
Guðmundar drápu Arasonar eftir
Amgrím Brandsson ábóta (d.
1361).
Kári Eiríksson opnar
sýningu á Kjarlvalsstöðum
KÁRI Eiríksson opnar sýn-
ingu á 72 olíumálverkum á
Kjarvalsstöðum I dag.
Verkin eru máluð á síðustu
6 árum.
Kári sagði í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins að nýj-
ustu mjmdir hans á þessari sýn-
ingu væri myndröð sem hann
hefur málað af landslagi. Hann
var spurður að því hvort hann
færi á staðinn til að gera upp-
kast eða mála.
„Nei, ég fer ekki á staðinn
og mála, þá gæti ég alveg eins
málað eftir myndvarpa" sagði
hann. „Ég notfæri mér heldur
áhrifín frá landslaginu og vinn
úr þeim. Áhrifín í þessum mynd-
um eru frá landslagi á Suður-
landi. Ég nota mikið einn grunn-
tón í myndum mínum og nota
síðan sterkan lit, eða sterka liti,
punkt eða línu, til áherslu. Þetta
er yfírleitt örlftill punktur eða
örmjó lína, en mér fínnst þetta
gefa myndunum flug. Ég hef
einnig gert nokkuð af því að
mála „seríur" eða myndraðir.
Hér á sýningunni er til dæmis
myndröð, og er grunntónninn í
öllum myndunum í þessari
myndröð grænn. Það spurði mig
einhver nýlega að því hvort ég
yrði með myndröð á þessari sýn-
ingu“
Kári Eiríksson er vestfírðing-
Kári Eiríksson við mynd sina Rok.
Morgunblaflið/ÓI.K.M.
ur. Hann segist vera búinn að
skila sínu á sjónum. „Ég hef
orðið fyrir áhrifum frá sjónum"
sagði Kári. „Þau birtast til
dæmis í bátamyndum hans. En
hér er einnig sveitahom og ýmis-
legt fleira".
Kári hefur haldið fjórar einka-
sýningar erlendis. Þetta er sjötta
málverkasýning hans hér heima.
Fyrst sýndi hann í Listamanna-
skálanum við Kirkjustræti árið
1959. Hann var fyrstur manna
til að sýna á Kjarvalsstöðum
þegar þeir voru opnaðir árið
1973. Kári hélt síðast málverka-
sýningu árið 1979, en þá sýndi
hann einnig á Kjarvalsstöðum.
Sýningu Kára lýkur 19. maí
n.k. Hún er opin daglega frá kl.
14.00 til 22.00.