Morgunblaðið - 03.05.1986, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 03.05.1986, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 3. MAÍ1986 • Zico gat svo sannarlega fagnað eftir leikinn gegn Júgoslavíu á miðvikudaginn þar sem hann skoraði þrennu. Zico með þrennu — Brasilía sigraði Júgóslavíu 4—2 BRASILÍA vann góðan sigur á Júgóslavíu, 4:2, í æfingaleik í knattspyrnu á miðvikudags- kvöld i Brasilíu. Zico átti stórleik og skoraði þrennu fyrir Brasilíu. Fyrst skoraði hann á 20. mínútu, síðan á 62. mínútu og loks á 75. mínútu. Fjórða markið gerði Careca á 87. mínútu. Mörk Júgóslavíu gerðu Gracan á 40. mínútu og Jankovic á 53. mínútu. Brasilíumenn sýndu það í þessum ieik að þeir geta verið hættulegir í Mexíkó í heims- meistarakeppninni. Víðavangs- hlaupá Klambra- túninu VÍÐVANGSHLAUP íslands verður haidið á Miklatúni (Klambratúni) í Reykjavík á morgun, sunnudag. Keppnin hefst klukkan 14 og verða 7 flokkar ræstir á rúmri kiukku- stund, svo iftið hlé verður á hlaupum í garðinum í tvær stundir. Byrjað er á keppni yngstu flokka en karlar leggja síðast af stað. Keppnislengd- ir eru frá 1,5—8 km. Víöavangshlaupið er ís- landsmeistaramót og sigur- vegari í hverjum flokki íslands- meistari þetta árið í víða- vangshlaupi. Hlaupið er í umsjá frjálsíþróttadeildar ÍR. Búningsaðstaða verður í íþróttahúsi Kennaraháskólans við Háteigsveg og verður það opnað kl. 12.30. Keppnisnúm- er verða afhent við Kjarvals- staði frá kl. 13. Verðlaunaaf- hending verður upp úr kl. 16 á Kjarvalsstöðum. Ég á ekki í neinum fyrirtækjum á íslandi — segir Ásgeir Sigurvinsson sem f dag leikur með Stuttgart gegn Bayern Miinchen í úrslitaleik vestur-þýsku bikarkeppninnar „UNDANFARNAR vikur hafa ver- ið mjög ánægjulegur tími. Ég er búinn að ná mér eftir rifbeinsbrot og liðið hefur leikið vel. Svo er óg búinn að gera nýjan samning við féiagið og fjölskyldu minni líður vel. Þetta er allt eins og það á að vera,“ sagði Ásgeir Sigurvins- son í samtali við Morgunblaðið. í dag leikur Ásgeir einn mikilvæg- asta leik ferils síns, úrslitaieik vestur-þýsku bikarkeppninnar í Berlín, milli Stuttgart og Bayern Munchen. „Þetta verður erfiður leikur en vonandi skemmtilegur," sagði Ás- geir. „Bæði lið koma til hans af- slöppuð, þeir eru orðnir meistarar og við erum þar með komnir í Evrópukeppni bikarhafa, svo það er ekkert í húfi nema titillinn sjálfur. Ég tel að liðin eigi nokkuð jafna möguleika fyrirfram, enda þótt enginn vafi sé á því að Bayern hefur sterkasta 20 manna hópinn hér í Þýskalandi. Þeir eiga að minnsta kosti 20 leikmenn sem myndu fara í hvaða lið annað sem er. Hjá okkur, eins og öðrum liöum hér, er breiddin minni. En þegar allir okkar bestu menn eru heilir, þá tel ég liðin svipuð að getu.“ Ásgeir Sigurvinsson hefur nú verið atvinnumaður í knattspyrnu í 14 ár. Hann hóf feril sinn hjá belgíska liðinu Standard Liege, fór eftir 9 ár þar til Bayern Miinchen, þar sem hann stóð aðeins við í eitt ár, og hefur nú verið hjá Stutt- gart í 4 ár. Hann fór að heiman sem óharðnaður unglingur, og hefur verið búsettur erlendis öll sín fullorðinsár. „En ég verð alltaf íslendingur," sagði hann. „Við tölum alltaf íslensku heima, hugs- um eins og íslendingar og eigum áreiðanlega eftir að snúa heim aftur þegar knattspyrnuferillinn er búinn. Við fáum blöðin send og fylgjumst með því helsta sem gerist." „En þörfin fyrir regluleg sam- skipti við íslendinga er farin að minnka. Fyrst eftir að ég kom út beið ég óþreyjufullur eftir öllum tækifærum til að komast heim, leitaði uppi íslendinga og gat varla hugsað þá hugsun til enda að eiga eftir að vera að heiman kannski árum saman. Þetta er allt öðruvísi núna. Núna eigum við vini hér í Þýskalandi og í Belgíu — vini sem við höfum átt árum saman — og erum orðin ágætlega rótgróin hér með tilliti til alls; heimilisins, starfs- ins og daglega lífsins, þannig að þörfin fyrir ísland og íslendinga er miklu minni." Ásgeir hefur nýlega gert nýjan 4 ára samning við Stuttgart, samn- ing sem gildir til 1990 þegar Ásgeir verður 35 ára gamall. Þessi nýi samningur kom til vegna þess að Morgunblaðiö/GA Ásgeir framan viö vinnustað sinn; Neckar-leikvanginn í Stuttgart. nokkur lið höfðu lýst yfir áhuga á að kaupa hann — nokkuð sem forráðamenn Stuttgart gátu ekki hugsað sér. Þeir buðu því Ásgeiri langan samning, þótt hann ætti eitt ár eftir af eldri samningi, og þótt hann sé að komast á þann aldur að líklegt má telja að hann fari að dala sem knattspyrnumað- ur. Sum lið hafa fyrir reglu að gera aldrei nema eins árs samninga við leikmenn sem komnir eru yfir þrí- tugt. En hvað felst í samningum Leikmenn Stuttgart: Fá 460 þús. fyrir sigur Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, frótta- manni Morgunblaðsins í Þýskalandi: LEIKMENN Stuttgart fá 25 þús- und mörk, eða 460 þúsund ís- lenskar krónur á mann ef þeir ná að sigra í vestur-þýsku bikar- keppninni í knattspyrnu. Leik- menn Bayern Miinchen fá 20 þúsund mörk fyrir sigur, að sögn Kicker, knattspyrnutimaritsins kunna. Að sögn blaösins er hinn hái bónus Stuttgart þó ekki allur þar sem hann er séður, því leikmenn- irnir fái aðeins einn þriðja hans greiddan strax eftir leikinn. Tveir þriðju hlutar hans koma til út- borgunar þegar Stuttgart hefur komist í aðra umferð Evrópu- keppni bikarhafa næsta keppnis- tfmabil. Tveir leikmenn sem taka þátt í úrslitaleiknum í dag hafa leikið með andstæðingunum. Dieter Höness hjá Bayern hóf feril sinn hjá Stuttgart og Asgeir Sigurvins- son lék með Bayern í eitt ár. Af þessu tilefni átti Kicker viðtöl við leikmennina um úrslitaleikinn. eins og þessum, er þetta bara spurning um peninga? „Nei," sagði Ásgeir, „þetta er ekki spurning um peninga ein- göngu. Ef ég hugsaði bara um þá þá hefði ég beðið í eitt ár, leikið út fyrrverandi samning minn, því hann var þannig að ég hafði frjálsa sölu í lok hans. Þá hefði ég getað farið til annars félags fyrir nokkra upphæð og stungið henni allri í eigin vasa. Þá hefði ég eignast meira fé en nokkru sinni fyrr á ferlinum. En við veröum auðvitað að taka annað með í reikninginn. Okkur líður vel hér, erum nýbúin að byggja okkur gott hús 25 kíló- metra suður af borginni á góðum stað, dóttir okkar fer bráðum að byrja í skóla, og það freistar okkar því ekki að flytja og byrja upp á nýtt á öðrum stað. Síðan koma inn í svona samninga allskyns hlutir í sambandi við stöðu manns hjá félaginu, til dæmis um frjálsræði, æfingasókn og fleira. Ég er mjög ánægður með þennan samning að öllu leyti." Undanfarnar vikur hefur loft verið lævi blandið í herbúðum Stuttgart, vegna kyndugrar stöðu í þjálfaramálum. Sá sem var þjálf- ari liðsins framan af keppnistíma- bilinu, Otto Baric, var látinn hætta, meðal annars vegna óánægju leik- manna. Við liðinu tók Entenmann, en sá maður hafði verið aðstoðar- þjálfari í Stuttgart í 4 ár og er geysilega vel liðinn. Eftir að hann tók við liðinu fyrir um tveimur mánuðum hefur sigurganga þess verið nánast óslitin. En samt hefur stjórn félagsins nú þegar ráðiö aðstoðarþjálfara Bayern Munchen til að taka við liðinu á næsta keppn- istímabili og sá hefur lýst yfir að hann þurfi ekki aðstoðarþjálfara. Staða Entenmann er því í hættu, svo ekki sé meira sagt, og það eru leikmennirnir mjög óánægðir með. „Við höfum sérstakt leikmannaráð og ef við leikmennirnir höfum eitt- hvað að segja þá fer það í gegnum ráðið. En ég skipti mér lítið af svona hlutum, og allar stórar ákvarðanir, eins og kaup á leik- mönnum eða ráðningu þjálfara tekur stjórn félagsins upp á eigin spýtur. Ég er samt alls ekki að kvarta — ef ég hef eitthvað að segja þá er hlustað á mig," sagði Ásgeir. En hvað gerir maður eins og Ásgeir Sigurvinsson þegar hann lýkur ferli sínum sem atvinnuknatt- spyrnumaður á besta aldri? Er hann farinn að leggja drög að öðrum ferli að loknum þessum? „Nei, ég hef ekki tekið neinar ákvaröanir í þeim efnum. Enda kannski of snemmt. Það sem lítur vel út í dag, þarf ekki að vera jafn sniöugt eftir 4 ár. En það eru fjöl- margir möguleikar opnir. Til dæmis get ég vel hugsað mér að taka að mér lið heima á íslandi þegar ég hef hvílt mig á knatt- spyrnu í nokkur ár. Hér úti get ég ekki hugsað mér að þjálfa, eins og stressið og ruglið í kringum þessa þjálfara er.“ Annar íslenskur atvinnumaður á undan Ásgeiri, Albert Guðmunds- son, kom undir sig fótunum í við- skiptum. Hefur Ásgeir viðskipta- vit? „Það er hugsanlegur mögu- leiki að ég fari út í einhverskonar viðskipti, en það verður ekki viða- mikið. Ég býst alls ekki við að fara að reka viðamikið fyrirtæki, það væri ekki minn stíll. Eg veit að það eru stöðugt í gangi sögusagnir heima á íslandi um að ég sé að leggja fé í fyrirtæki, skemmtistaði, ferðaskrifstofur og hver veit hvað. Þetta er allt úr lausu lofti gripið. Ég á ekki í neinum fyrirtækjum á ís- landi, eins og ég hef oft sagt áður." Ásgeir og Ásta kona hans eiga von á öðru barni sínu eftir um það bil mánuð, á svipuðum tíma og íslenska landsliðið á að leika tvo landsleiki á Laugardalsvellinum við íra og Tékka. Þá verður Ásgeir einnig búinn að vera í fríi í mánuð, eða frá deginum í dag, þannig að hann mun ekki taka þátt í lands- leikjunum. „Sigi Held er gamall atvinnu- maður héðan ur þýsku deildinni og hann veit manna best að það er engum greiði gerður að láta mann eins og mig taka þátt í lands- leikjum þegar svona er ástatt hjá manni. Það er hvorki landsliðinu, mér né áhorfendum til góðs. Ég sagði Sigi Held hinsvegar að ég væri tilbúinn að koma í landsleiki þegar betur stendur á, og ég vona svo sannarlega að ég geti leikið sem allra flesta landsleiki í Evr- ópukeppninni." - GA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.