Morgunblaðið - 04.05.1986, Page 22

Morgunblaðið - 04.05.1986, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986 Nýkonii semfng frá Vestur- Þýskatandi Pantanir óskast staðfestar STRAX (fl^naust h.f SÍDUMULA 7—9 SÍMI 82722. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Yfir heimskautsbaug á seglbretti Áformuð ferð f ranskra ungmenna Ung kona, 24 ára gömul, ætlar norður yfir heim- skautsbaug á seglbretti. Þann- ig hljóðar fyrirsögnin í frönsku blaði. Og þegar betur er að gáð er þar verið að segja frá fyrir- huguðu ferðalagi nokkurra ungmenna í Normandí í Frakklandi í sumar. Þau ætla á seglskipinu „Pan-Dulck-VI“ til Islands, kringum landið, ferðast eitthvað á bílaleigubíl- um í landi og hápunktur ferðar- innar á að verða áformað ferðalag ungu stúlkunnar á seglbrettinu frá Húsavík og norður yfir heimskautsbaug. Þetta afrek hefur ekki fyrr verið unnið og verður „heims- met“, að því er blaðið segir. Þetta ferðalag hafa Frakkarnir lengi verið að undirbúa og eru búnir að selja svissneska sjón- varpinu og einhveijum fleirum kvikmyndina sem þau gera í ferðinni til að hafa upp í kostn- að. Og matvæla og aðstoðar hafa þau aflað sér með ein- hverskonar auglýsingum og merkingum. Fólkið er í klúbbi siglingafólks, sem nefnist Roc- ka.ll Intemational og hefur höfuðstöðvar í Rúðuborg, sem víkingamir sigldu til upp eftir Signu fyrir þúsund ámm. Til ferðarinnar hafa Frakk- amir leigt 22 metra langa skútu sem að jafnaði siglir undir 260 fermetra seglum. Eigandinn er Eric Tabarly, sem hefur aflað sér og skútunni Pen-Duick-VI orðstírs, m.a. í reisum kringum jörðina og með góðum árangri í einmennings- keppni Transat. Áhöfnin í ís- landsferðinni samanstendur af vönu siglingafólki og kvik- myndatökufólki, að viðbættri Sylviu Polli, ungu stúlkunni sem er þjálfuð í þeirri íþrótt að sigla á seglbretti og ætlar að reyna að komast á því norð- ur yfir heimskautsbaug. Stjórnandi leiðangursins heitir Patrick Besancon. Og hann lætur hafa það eftir sér að keppikeflið sé að vinna þetta afrek fyrstir manna og slá með því heimsmet. Ferðin á að taka 8 vikur og reiknað með að sigla 3.500 sjó- mílna vegalengd. Þessvegna kveðst Patrick Besancon hafa valið svo gott fley. Hann segir líka að þau hyggist í landi nota þyrlu og jeppa til að auðvelda kvikmyndatöku af leiðangrin- um og ekki síst til að mynda leiðangur ungu stúlkunnar á seglbrettinu. Leiðangurinn kallar áhöfnin „íslande 1986“ og stjómandinn lætur hafa eftir sér að með þessum leiðangri komist þau í snertingu við afkomendur vík- inganna sem fóm til íslands, en í Normandi séu einmitt afkomendur þessara sömu vík- ingaætta. Ferðin er áformuð í juní- og júlímánuði. Leiðangurinn er mjög dýr og hyggjast ungmennin greiða sjálf 35% af kostnaðinum, til merkis um að þeim sé alvara með að leiða hann til lykta á hveiju sem gengur. En stór hluti af áhöfninni er í viðskipta- lífinu og segjast þeir afla stuðnings við leiðangurinn í Frakklandi og á Islandi út á ýmiskonar auglýsingastarf- semi í sambandi við ferðina og kvikmyndina. Þau höfðu hitt ungan Islend- ing, Atla Vigfússon frá Laxa- mýri sem starfaði í Normandí og báðu hann um leiðbeiningar og aðstoð eftir að þau koma til Húsavíkur til að leggja upp í siglinguna á seglbrettinu. Frönsku ungmennin ætla að sigla skútunni Pen Duick til Islands í sumar, fara kringum landið og ferðast eitt- hvað í landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.