Morgunblaðið - 04.05.1986, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.05.1986, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986 Nýkonii semfng frá Vestur- Þýskatandi Pantanir óskast staðfestar STRAX (fl^naust h.f SÍDUMULA 7—9 SÍMI 82722. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Yfir heimskautsbaug á seglbretti Áformuð ferð f ranskra ungmenna Ung kona, 24 ára gömul, ætlar norður yfir heim- skautsbaug á seglbretti. Þann- ig hljóðar fyrirsögnin í frönsku blaði. Og þegar betur er að gáð er þar verið að segja frá fyrir- huguðu ferðalagi nokkurra ungmenna í Normandí í Frakklandi í sumar. Þau ætla á seglskipinu „Pan-Dulck-VI“ til Islands, kringum landið, ferðast eitthvað á bílaleigubíl- um í landi og hápunktur ferðar- innar á að verða áformað ferðalag ungu stúlkunnar á seglbrettinu frá Húsavík og norður yfir heimskautsbaug. Þetta afrek hefur ekki fyrr verið unnið og verður „heims- met“, að því er blaðið segir. Þetta ferðalag hafa Frakkarnir lengi verið að undirbúa og eru búnir að selja svissneska sjón- varpinu og einhveijum fleirum kvikmyndina sem þau gera í ferðinni til að hafa upp í kostn- að. Og matvæla og aðstoðar hafa þau aflað sér með ein- hverskonar auglýsingum og merkingum. Fólkið er í klúbbi siglingafólks, sem nefnist Roc- ka.ll Intemational og hefur höfuðstöðvar í Rúðuborg, sem víkingamir sigldu til upp eftir Signu fyrir þúsund ámm. Til ferðarinnar hafa Frakk- amir leigt 22 metra langa skútu sem að jafnaði siglir undir 260 fermetra seglum. Eigandinn er Eric Tabarly, sem hefur aflað sér og skútunni Pen-Duick-VI orðstírs, m.a. í reisum kringum jörðina og með góðum árangri í einmennings- keppni Transat. Áhöfnin í ís- landsferðinni samanstendur af vönu siglingafólki og kvik- myndatökufólki, að viðbættri Sylviu Polli, ungu stúlkunni sem er þjálfuð í þeirri íþrótt að sigla á seglbretti og ætlar að reyna að komast á því norð- ur yfir heimskautsbaug. Stjórnandi leiðangursins heitir Patrick Besancon. Og hann lætur hafa það eftir sér að keppikeflið sé að vinna þetta afrek fyrstir manna og slá með því heimsmet. Ferðin á að taka 8 vikur og reiknað með að sigla 3.500 sjó- mílna vegalengd. Þessvegna kveðst Patrick Besancon hafa valið svo gott fley. Hann segir líka að þau hyggist í landi nota þyrlu og jeppa til að auðvelda kvikmyndatöku af leiðangrin- um og ekki síst til að mynda leiðangur ungu stúlkunnar á seglbrettinu. Leiðangurinn kallar áhöfnin „íslande 1986“ og stjómandinn lætur hafa eftir sér að með þessum leiðangri komist þau í snertingu við afkomendur vík- inganna sem fóm til íslands, en í Normandi séu einmitt afkomendur þessara sömu vík- ingaætta. Ferðin er áformuð í juní- og júlímánuði. Leiðangurinn er mjög dýr og hyggjast ungmennin greiða sjálf 35% af kostnaðinum, til merkis um að þeim sé alvara með að leiða hann til lykta á hveiju sem gengur. En stór hluti af áhöfninni er í viðskipta- lífinu og segjast þeir afla stuðnings við leiðangurinn í Frakklandi og á Islandi út á ýmiskonar auglýsingastarf- semi í sambandi við ferðina og kvikmyndina. Þau höfðu hitt ungan Islend- ing, Atla Vigfússon frá Laxa- mýri sem starfaði í Normandí og báðu hann um leiðbeiningar og aðstoð eftir að þau koma til Húsavíkur til að leggja upp í siglinguna á seglbrettinu. Frönsku ungmennin ætla að sigla skútunni Pen Duick til Islands í sumar, fara kringum landið og ferðast eitt- hvað í landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.