Morgunblaðið - 04.05.1986, Page 46

Morgunblaðið - 04.05.1986, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986 I atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Setjari — pappírsumbrot Vanur setjari óskast til pappírsumbrots nú þegar eða fljótlega. Um er að ræða vakta- vinnu. Upplýsingar um starfið gefur Guðbrandur Magnússon verkstjóri tækni- deildar (ekki í síma). Lögfræðiskrif- stofa— fasteigna- sala Óskum að ráða ungan, líflegan og duglegan lögfræðing til starfa. Um er að ræða rótgróið en vaxandi fyrirtæki. Starfssvið til að byrja með er einkum á sviði fasteignasölu og skjalagerðar. Afkastahvetjandi launakerfi. Einungis áhugasamir einstaklingar koma til greina. Umsóknir óskast sendar augldeild Mbl. merktar: „L — 3387“ fyrir 10. maí. & Mosfellshreppur forstaða vinnuskóla Mosfellshreppur auglýsir eftir forstöðumanni Vinnuskóla Mosfellshrepps 1986. Starfið felst í umsjón með rekstri vinnuskólans, skipulagningu verkefna skólans, daglegu eftirliti með störfum vinnuflokka. Vinnuskólinn starfar í júní- og júlímánuði og að hluta til í ágústmánuði. Verkefni skóians eru einkum vinna við opin svæði í sveitarfélaginu. Leitað er að frískum einstaklingi sem hefur áhuga á að takast á við skemmtilegt verkefni með unglingum og ungu fólki. Allar nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri Mosfellshrepps, Hlégarði, í síma 666218. Umsóknarfrestur er til 7. maí nk. Sveitarstjóri Mosfellshrepps. Borgarnes ritari óskast Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vesturlandi óskar að ráða ritara í hálft starf. Vélritunar- kunnátta og góð íslenskukunnátta áskilin. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Um- sóknir berist fyrir 15. maí. Frekari upplýsing- ar veitir Eyjólfur í síma 93-7780. Svæðisstjórn Vesturlands, Gunnlaugsgötu 6a, Borgarnesi. Fiskvinnslustörf á stað í fögru umhverfi Já nú er sumarið komið. Undanfarna daga hafa að vísu skipst á regn og glampandi sólskin en ætlunin var ekki sú að auglýsa veðrið, það auglýsir sig sjálft. Okkur vantar nokkrar þrælvanar stúlkur til að starfa við fiskvinnslustörf í snyrtingu og pökkun í sumar. Það er alveg gráupplagt að skreppa til Hafnar og ná sér í pening. Upplýsingar í síma 97-8200. Fiskiðjuver KASK, Höfn í Hornafirði. Hellissandur Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 93-6616 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 83033. Matsveinn — matráðskona Viljum ráða yfirmann í eldhús sjúkrahússins matsvein eða matráðskonu nú þegar eða eftirsamkomulagi. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Umsóknir sendist forstöðumanni sjúkrahússins sem veitir nánari upplýsingar í símum 95-1348 og 95-1629. Sjúkrahús Hvammstanga. /C&v Útibússtjóri ^ Vegamótum Óskum eftir að ráða vanan mann (karl eða konu) til að stjórna rekstri verslunar okkar og veitingastofu að Vegamótum á Snæfells- nesi. Starfinu fylgir gott íbúðarhús á staðnum. Umsóknir sendast til Georgs Hermannsson- ar, sem gefur nánari upplýsingar í síma 93-7200. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi. Lager og sölumennska Heildverslun í matvöru óskar eftir starfs- manni í framangreind störf (ekki sumarstarf). Um framtíðaratvinnu gæti verið að ræða fyrir röskan og áhugasaman mann. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: „Röskur —0668“. óskast til starfa á Leikskóla Ólafsvíkur. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Allar nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 93-6153. Bæjarstjórinn í Ólafsvík. j Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Siglufjarðar óskar að ráða hjúkr- unarfræðinga til sumarafleysinga og í fastar stöður. Góð laun, húsnæði o.fl. í boði. Nánari uppl. veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-71166. Sjúkrahús Siglufjarðar. Skrifstofustarf Okkur vantar starfskraft til að sjá um skrif- stofu okkar. Um er að ræða hálfsdagsstarf. Góð vélritunar- og bókhaldskunnátta nauð- synleg. Umsóknir sem greini menntun og fyrri störf sendist til Húss verslunarinnar, Kringlan 7,108 Reykjavík. Hagvangur hf — SÉRHÆFÐ RÁÐNINGARRJÓNUSTA BYGGÐ Á GAGNKVÆMUM TRÚNAÐI Tvö störf Fyrirtækið er eitt af stærstu innflutnings- og verslunarfyrirtækjum landsins staðsett í Reykjavík. Innkaupastjóri (33) Starfssvið: Stjórnun innkaupamanna, eftirlit og aðstoð vð innkaup erlendis og innan- lands innkaupa- og söluáætlanir, yfirumsjón með birgðahaldi og eftirlit með því. •'ið leitum að manni með stjórnunarhæfi- leika, reynslu og þekkingu af innkaupum og birgðastýringu. Góð tungumálakunnátta nauðsynleg. Viðskipta/ verslunarmenntun nauðsynleg. Æskilegur aldur 30-45 ára. Verslunarstjóri (34) Starfssvið: Dagleg stjórnun starfsfólks, gerð söluáætlana, auglýsingastjórn, starfsmanna- hald, framlegðarútreikningar, reglur um verðlagningu og verðfellingar o.fl. Við leitum að manni með reynslu af verslunar- stjórn. Viðskipta/verslunarmenntun æskileg. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar, eða hafið samband við Þóri Þorvarðar- son hjá Hagvangi hf. fyrir 10. maí nk. Hagvangurhf RÁÐNINGARÞJÓNUSTA CRENSÁSVECI 13, 108 REYKJAVÍK Sími: 83666 Vélfræðingur Ungur vélfræðingur óskar eftir vinnu strax. Er bifvélavirki og vélfræðingur að mennt. Vinsamlegast hafið samband í síma 37302 eftir kl. 6 á daginn. Skipstjóri/stýrimaður með full réttindi, vanur rækjuveiðum og fryst- ingu um borð, óskar eftir skiprúmi tímabilið júní-ágúst. Upplýsingar í síma 33068. Málningar- framleiðsla Óskum eftir að ráða duglega og reglusama iðnverkamenn til verksmiðjustarfa. Uppl. veittar á staðnum. Málningaverksmiðjan Harpa hf., Skulagötu 42, Reykjavik. Félagasamtök i óska eftir starfsmanni í hálft starf. Sveigjan- | legur vinnutími. Umsækjnadi þarf að hafa | reynslu í almennum skrifstofustörfum og geta annast bréfaskriftir á ensku og einu norðurlandamáli. Umsókn fylgi uppl. um menntun og fyrri störf. Umsóknir sendist augl.deild Mbl. fyrir 12. maí merkt: „L —3468“. Fóstra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.