Morgunblaðið - 04.05.1986, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986
M IÐNTÆKNISTOFNUN
Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá-
Iðntæknistofnun:
Fræðslumiðstöð iðnaðarins
12.-15. maí
20.-24. maí
23.-26. maí
26.-29. maí
Hljóðeinangrun. Haldið í
Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins, Keldnaholti. Kl.
17.00-20.30.
Kælikerfi. Haldið í Vélskóla
íslands, Sjómannaskólanum í
Reykjavík kl. 8.30-16.
Vökvakerfi. Haldið í Fram-
haldsskólanum í Vestmanna-
eyjum. Kl. 8.30-16.00.
Þök og þakviðgerðir. Haldið í
Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins, Keldnaholti. Kl.
9.00-16.00.
21.-24. maí
26.-29. maí
20. maí
Verkstjórnarfræðslan
Vinnuhagræðing. Haldið á Ak-
ureyri. Farið yfir undirstöðuat-
riði í vinnuhagræðingu, tíma-
mælingum og framleiðniauk-
andi launakerfum.
Stjórnun 2. Haidið á Hall-
ormsstað. Farið yfir undir-
stöðuatriði í verktilsögn,
stjórnun breytinga, líkams-
beitingu við vinnu og hvernig
á að taka á vandamálum.
Vinnuvélanámskeiðin
Námskeið fyrir stjórnendur
vinnuvéla. Haldið í Reykjavík.
Hefst 20. maí. Innritun hafin.
Rekstrartæknideild
27., 28., 31.maí Stofnun fyrirtækja - Konur.
Námskeið ætlað konum, sem
hafa áhuga á að stofna fyrir-
tæki. Kennt tvö kvöld og laug-
ardag.
Námskeið í Reykjavík eru haldin i húsakynnum Iðntæknistofn-
unnar, Keldnaholti, nema annað sé tekið fram. Upplýsingar
og innritun hjá stofnuninni í síma (91 >68-7000.
Geymið auglýsinguna.
Sr. Ólafur Jóhannsson
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir
Prestkosning’ar á Seltjarnarnesi:
Sr. Vigfús Þór Árnason
Þrír umsækjendur um prestakallið
PRESTKOSNINGAR fara fram á Seltjarnarnesi í dag. Kosið er í
kirkjunni frá kl. 10:00 til 22:00. Þrír umsækjendur eru um pre-
stakallið þau sr. Ólafur Jóhannsson, sr. Solveig Lára Guðmunds-
dóttir og sr. Vigfús Þór Árnason.
Sr.Ólafur Jóhannsson er fæddur
í Reykajvík og hefur alltaf búið
þar. Foreldrar hans eru Auður
Guðmundsdóttir og Jóhann Bene-
diktsson. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1978 og embættisprófi í guðfræði
frá Háskóla íslands 1982. Undan-
farið hefúr hann stundað nám við
félagsvísindadeild Háskóla íslands
í uppeldis- og kennslufræði til
kennsluréttinda. Sr. Ólafur hefur
tekið mikinn þátt í kristilegu starfi,
einkum barna- og unglingastarfi
meðal annars í Neskirkju og Selja-
sókn. Verið sumarbúðastjóri við
Vestmannsvatn í Aðaldal og for-
stöðumaður í sumarbúðum KFUM
í Vatnaskógi og árum saman tekið
þátt í starfí KFUM meðal drengja
og unglinga m.a. á Seltjarnarnesi.
Sr. Ólafur var í stjórn Kristilegra
skólasamtaka á menntaskólaárun-
um og í stjóm Kristilegs stúdentafé-
lags. Hann sat í stjórn KFUM í
Reykjavík 1983 til 1985 og gegndi
starfí framkvæmdastjóra KFUM og
KFUKÍvetur.
Sr. ólafur starfaði á Hrafnistu,
DAS í Reykjavík með guðfræðinámi
og sumarið 1981 starfaði hann sem
aðstoðarprestur prestanna á Akur-
eyri. Hann vígðist 1982 til starfs
skólaprests á vegum Kristilegu
skólahreyfíngarinnar. Starf skóla-
prests felst verulega í fundum með
unglingum og ungu fólki þar sem
kristin trú er rædd og boðuð. í
apríl 1984 gegndi sr. Olafur for-
fallaþjónustu í Grensásprestakalli í
Reykjavík.
Um áramótin 1982 til ’83 var sr.
Ólafur kjörinn í Æskulýðsráð ríkis-
isn og hefur setið þar síðan, sem
varaformaður frá áramótum 1984
til 1985. Hann sat einnig í fram-
kvæmdanefnd alþjóðaárs æskunnar
í fyrra. Eiginkona sr. Ólafs er Þóra
Harðardóttir kennari við Melaskól-
ann.
Solveig Lára Guðmundsdóttir er
fædd og upp alin á Reynistað í
Skeijafirði. Foreldrar hennar eru
þau Kristín Classen ritari á Land-
spítalanum og Guðmundur Bene-
diktsson ráðuneytisstjóri í forsætis-
ráðuneytinu. Sr. Solveig Lára lauk
stúdentsprófí frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1972 og kandidatsprófi
í guðfræði frá Háskóla íslands í
janúar 1983. Hún var vígð til að-
stoðarprests í Bústaðasókn 12. júní
1983 og hefur hún unnið að barna-
og æskulýðsstarfi og þjónustu við
aldraða í Bústaðasókn.
Þá á hún sæti í þremur nefndum
á vegum Reykjavíkurprófasts-
dæmis, Sumarbústaðarnefnd, sem
sér um sumarbúðir kirkjunnar,
Skólanefnd sem hefur að undan-
fömu séð um námskeið fyrir þá sem
hafa hug á að leggja söfnuðum
prófastdæmisins lið og Skálholts-
búðanefnd, sem sér um orlofsbúðir
kirkjunnar í Skálholti. Auk þess á
sr. Solveig Lára sæti í ritnefnd Víð-
förla, málgagni kirkjunar.
Eginmaður sr. Solveigar Láru er
Hermann Sveinbjörnsson og eiga
þau einn son, Benedikt Hermann.
Sr. Vigfús Þór Ámason er fædd-
ur í Reykajvík, sonur Árna Vig-
fússonar, sem er látinn, og Huldu
Halldórsdóttur. Sr. Vigfús Þór lauk
kennaraprófi og stúdentsprófi frá
Kennaraskóla íslands og embættis-
prófí frá Guðfræðideild Háskóla
Islands 1975. Sama ár hlaut hann
styrk frá Alkirkjuráði í Genf til
framhaldsnáms í trúfræði og fé-
lagslegri siðfræði, sem hann stund-
aði við háskólann í Múnchen. Sr.
Vigfús átti sæti í Stúdentaráði
Háskóla íslands á námsámm sínum
og var formaður Félags guðfræði-
nema. Með námi stundaði hann
kennslustörf.
Settur sóknarprestur í Siglu-
fjarðarprestakalli var sr. Vigfús Þór
1976 og skipaður ári síðar eftir að
hafa hlotið lögmæta kosningu. Á
Siglufírði hefur hann gegnt fjöl-
mörgum félagsstörfum, verið for-
maður Æskulýðsráðs Siglufjarðar
frá 1977, í Félagsráði og Sóknar-
nefnd. Kosinn í bæjarstjórn 1978
til 1982, formaður Norræna félags-
ins og í stjórn Rauða kross deildar
Siglufjarðar. Sr. Vigfús Þór er í
stjóm Hjálparstofnunar kirkjunnar,
í stjóm Löngumýrarskóla og er
varaformaður Hólafélagsins. Þá
hefur hann kennt við Grunnskólann
á Siglufirði.
Eiginkona S. Vigfúsar er Elín
Pálsdóttir sem alin er upp á Sel-
tjarnarnesi og eiga þau þrjú böm,
Árna Þór, Björgu og Þómnni
Huldu.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í
klæðningar í Skagafirði 1986 (150.000 m 2)
gg Miðfjarðarvegi 1986 (2 km, 6500 m3).
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis-
ins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjald-
kera) frá og með 5. maí nk.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl.
14.00 þann 20. maí 1986.
1/egamálastjóri.
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð
efra burðarlags og klæðningar á Þingvalla-
veg (Móakotsá — Stóralandstjörn) og Vest-
urlandsveg í Hvalfirði, (alls 11,2 km).
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis-
ins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjald-
kera) frá og með 6. maí nk.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00
þann 20. maí 1986.
Vegamálastjóri.
Sjálfstæðisfélögin í
Breiðholti
boða til fundar með umdæmafulltrúum og öðrum sem ætla að
starfa við undirbúning borgarstjórnarkosninganna mánudaginn 5.
maí kl. 20.30 í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg.
Fundarefni:
Undirbúningur borgarstjórnarkosninganna.
Á fundinn mæta Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi, Sigurjón
Fjeldsted borgarfulltrúi, Guðmundur Hallvarðsson varaborgarfulltrúi
og Sveinn H. Skúlason formaður fulltrúaráös sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík.
Stjórnirnnar.
Keflavík
Fulltrúar sjálfstæðisfélaganna í Keflavík eru boöaðir til almenns
fundar í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 6. maí kl. 20.30.
Rætt verður um kosningaundirbúning. Opinn fundur.
Stjórnin.
Austurland — Almennir
stjórnmálafundir
Alþingismennirnir
Egill Jónsson og
Sverrir Hermanns-
son boða til al-
mennra stjórnmála-
funda í Austurlands-
kjördæmi sem hór
segir:
Eskifirði laugardaginn 3. maí kl. 14.00
Fáskrúðsfirði sunnudaginn 4. maí kl. 15.00
Reyðarfirði sunnudaginn 4. maí kl. 21.00
Seyðisfirði mánudaginn 5. maí kl. 21.00
Egilsstöðum þriðjudaginn 6. mai kl. 21.00