Morgunblaðið - 04.05.1986, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 04.05.1986, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986 M IÐNTÆKNISTOFNUN Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá- Iðntæknistofnun: Fræðslumiðstöð iðnaðarins 12.-15. maí 20.-24. maí 23.-26. maí 26.-29. maí Hljóðeinangrun. Haldið í Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins, Keldnaholti. Kl. 17.00-20.30. Kælikerfi. Haldið í Vélskóla íslands, Sjómannaskólanum í Reykjavík kl. 8.30-16. Vökvakerfi. Haldið í Fram- haldsskólanum í Vestmanna- eyjum. Kl. 8.30-16.00. Þök og þakviðgerðir. Haldið í Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins, Keldnaholti. Kl. 9.00-16.00. 21.-24. maí 26.-29. maí 20. maí Verkstjórnarfræðslan Vinnuhagræðing. Haldið á Ak- ureyri. Farið yfir undirstöðuat- riði í vinnuhagræðingu, tíma- mælingum og framleiðniauk- andi launakerfum. Stjórnun 2. Haidið á Hall- ormsstað. Farið yfir undir- stöðuatriði í verktilsögn, stjórnun breytinga, líkams- beitingu við vinnu og hvernig á að taka á vandamálum. Vinnuvélanámskeiðin Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla. Haldið í Reykjavík. Hefst 20. maí. Innritun hafin. Rekstrartæknideild 27., 28., 31.maí Stofnun fyrirtækja - Konur. Námskeið ætlað konum, sem hafa áhuga á að stofna fyrir- tæki. Kennt tvö kvöld og laug- ardag. Námskeið í Reykjavík eru haldin i húsakynnum Iðntæknistofn- unnar, Keldnaholti, nema annað sé tekið fram. Upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma (91 >68-7000. Geymið auglýsinguna. Sr. Ólafur Jóhannsson Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir Prestkosning’ar á Seltjarnarnesi: Sr. Vigfús Þór Árnason Þrír umsækjendur um prestakallið PRESTKOSNINGAR fara fram á Seltjarnarnesi í dag. Kosið er í kirkjunni frá kl. 10:00 til 22:00. Þrír umsækjendur eru um pre- stakallið þau sr. Ólafur Jóhannsson, sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir og sr. Vigfús Þór Árnason. Sr.Ólafur Jóhannsson er fæddur í Reykajvík og hefur alltaf búið þar. Foreldrar hans eru Auður Guðmundsdóttir og Jóhann Bene- diktsson. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands 1982. Undan- farið hefúr hann stundað nám við félagsvísindadeild Háskóla íslands í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda. Sr. Ólafur hefur tekið mikinn þátt í kristilegu starfi, einkum barna- og unglingastarfi meðal annars í Neskirkju og Selja- sókn. Verið sumarbúðastjóri við Vestmannsvatn í Aðaldal og for- stöðumaður í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi og árum saman tekið þátt í starfí KFUM meðal drengja og unglinga m.a. á Seltjarnarnesi. Sr. Ólafur var í stjórn Kristilegra skólasamtaka á menntaskólaárun- um og í stjóm Kristilegs stúdentafé- lags. Hann sat í stjórn KFUM í Reykjavík 1983 til 1985 og gegndi starfí framkvæmdastjóra KFUM og KFUKÍvetur. Sr. ólafur starfaði á Hrafnistu, DAS í Reykjavík með guðfræðinámi og sumarið 1981 starfaði hann sem aðstoðarprestur prestanna á Akur- eyri. Hann vígðist 1982 til starfs skólaprests á vegum Kristilegu skólahreyfíngarinnar. Starf skóla- prests felst verulega í fundum með unglingum og ungu fólki þar sem kristin trú er rædd og boðuð. í apríl 1984 gegndi sr. Olafur for- fallaþjónustu í Grensásprestakalli í Reykjavík. Um áramótin 1982 til ’83 var sr. Ólafur kjörinn í Æskulýðsráð ríkis- isn og hefur setið þar síðan, sem varaformaður frá áramótum 1984 til 1985. Hann sat einnig í fram- kvæmdanefnd alþjóðaárs æskunnar í fyrra. Eiginkona sr. Ólafs er Þóra Harðardóttir kennari við Melaskól- ann. Solveig Lára Guðmundsdóttir er fædd og upp alin á Reynistað í Skeijafirði. Foreldrar hennar eru þau Kristín Classen ritari á Land- spítalanum og Guðmundur Bene- diktsson ráðuneytisstjóri í forsætis- ráðuneytinu. Sr. Solveig Lára lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972 og kandidatsprófi í guðfræði frá Háskóla íslands í janúar 1983. Hún var vígð til að- stoðarprests í Bústaðasókn 12. júní 1983 og hefur hún unnið að barna- og æskulýðsstarfi og þjónustu við aldraða í Bústaðasókn. Þá á hún sæti í þremur nefndum á vegum Reykjavíkurprófasts- dæmis, Sumarbústaðarnefnd, sem sér um sumarbúðir kirkjunnar, Skólanefnd sem hefur að undan- fömu séð um námskeið fyrir þá sem hafa hug á að leggja söfnuðum prófastdæmisins lið og Skálholts- búðanefnd, sem sér um orlofsbúðir kirkjunnar í Skálholti. Auk þess á sr. Solveig Lára sæti í ritnefnd Víð- förla, málgagni kirkjunar. Eginmaður sr. Solveigar Láru er Hermann Sveinbjörnsson og eiga þau einn son, Benedikt Hermann. Sr. Vigfús Þór Ámason er fædd- ur í Reykajvík, sonur Árna Vig- fússonar, sem er látinn, og Huldu Halldórsdóttur. Sr. Vigfús Þór lauk kennaraprófi og stúdentsprófi frá Kennaraskóla íslands og embættis- prófí frá Guðfræðideild Háskóla Islands 1975. Sama ár hlaut hann styrk frá Alkirkjuráði í Genf til framhaldsnáms í trúfræði og fé- lagslegri siðfræði, sem hann stund- aði við háskólann í Múnchen. Sr. Vigfús átti sæti í Stúdentaráði Háskóla íslands á námsámm sínum og var formaður Félags guðfræði- nema. Með námi stundaði hann kennslustörf. Settur sóknarprestur í Siglu- fjarðarprestakalli var sr. Vigfús Þór 1976 og skipaður ári síðar eftir að hafa hlotið lögmæta kosningu. Á Siglufírði hefur hann gegnt fjöl- mörgum félagsstörfum, verið for- maður Æskulýðsráðs Siglufjarðar frá 1977, í Félagsráði og Sóknar- nefnd. Kosinn í bæjarstjórn 1978 til 1982, formaður Norræna félags- ins og í stjórn Rauða kross deildar Siglufjarðar. Sr. Vigfús Þór er í stjóm Hjálparstofnunar kirkjunnar, í stjóm Löngumýrarskóla og er varaformaður Hólafélagsins. Þá hefur hann kennt við Grunnskólann á Siglufirði. Eiginkona S. Vigfúsar er Elín Pálsdóttir sem alin er upp á Sel- tjarnarnesi og eiga þau þrjú böm, Árna Þór, Björgu og Þómnni Huldu. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í klæðningar í Skagafirði 1986 (150.000 m 2) gg Miðfjarðarvegi 1986 (2 km, 6500 m3). Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 5. maí nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 20. maí 1986. 1/egamálastjóri. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð efra burðarlags og klæðningar á Þingvalla- veg (Móakotsá — Stóralandstjörn) og Vest- urlandsveg í Hvalfirði, (alls 11,2 km). Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 6. maí nk. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 20. maí 1986. Vegamálastjóri. Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti boða til fundar með umdæmafulltrúum og öðrum sem ætla að starfa við undirbúning borgarstjórnarkosninganna mánudaginn 5. maí kl. 20.30 í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg. Fundarefni: Undirbúningur borgarstjórnarkosninganna. Á fundinn mæta Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi, Sigurjón Fjeldsted borgarfulltrúi, Guðmundur Hallvarðsson varaborgarfulltrúi og Sveinn H. Skúlason formaður fulltrúaráös sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Stjórnirnnar. Keflavík Fulltrúar sjálfstæðisfélaganna í Keflavík eru boöaðir til almenns fundar í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 6. maí kl. 20.30. Rætt verður um kosningaundirbúning. Opinn fundur. Stjórnin. Austurland — Almennir stjórnmálafundir Alþingismennirnir Egill Jónsson og Sverrir Hermanns- son boða til al- mennra stjórnmála- funda í Austurlands- kjördæmi sem hór segir: Eskifirði laugardaginn 3. maí kl. 14.00 Fáskrúðsfirði sunnudaginn 4. maí kl. 15.00 Reyðarfirði sunnudaginn 4. maí kl. 21.00 Seyðisfirði mánudaginn 5. maí kl. 21.00 Egilsstöðum þriðjudaginn 6. mai kl. 21.00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.