Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAI1986 55 930 ár liðin frá vígslu fyrsta Skálholtsbiskups: Hátíðahöld í Skálholti á uppstigningardag SUMARIÐ 1956 var haldin vegleg {jjóðhátíð í Skálholti í minningu þess að liðin voru 900 ár frá vígslu Isleifs Gissurasonar fyrsta bisk- ups íslensku kirkjunnar. í maí á þessu ári eru liðin 930 ár frá vígsl- unni og verður þess minnst með hátíðahaldi i Skálholti nú á uppstign- ingardag 8. maí. Jafnframt er horft til þess að 15. apríl 1785 voru tvær aldir frá því að konungur undirritaði tilskipun um að Skál- holtsstóll skyldi fluttur til Reykjavíkur. Það eru einkum heimamenn sem málastjóri leika á orgel kirkjunnar. bjóða til þessarar hátíðar, söfnuðir í Skálholtsprestakalli, biblíufélagið í Skálholti,i Collegiun musicum í Skálholti, Skálholtskór og organisti, svo og kantor kirkjunnar, settur rektor Skálholtsskóla, staðarráðs- maður og sóknarprestur í Skálholti. Hátíðin hefst klukkan 13.30 á uppstigningardag með klukkna- hringingu og orgelleik í kirkjunni. Mun Haukur Guðlaugsson söng- Nýtt framboð í Reykjavík MORGUNBLAÐINU hefur borist auglýsing um nýtt framboð í Reykjavík. „Maður með mönnum, sem hafa áhuga á því að gera Reykjavík aðlaðandi fyrir hinn almenna vegfaranda, hyggst fara fram í kosningum þeim, er i hönd fara, fáist fylgi við fram- boð óháð stjórnmálaflokkum," segir í auglýsingunni. Ahersla er m.a. lögð á bætta umferðarmenningu og lagningu gangstétta og hjólreiðabrauta í borginni, eflingu strætisvagnakerf- isins og að tengsl kjörinna fulltrúa við embætti og stofnanir verði efld. Markmiðum þessum á að ná án þess að breyta þeirri meginstefnu í menningar- og félagsmálum, sem nú er við lýði, segir í auglýsingunni. Reyðarfjörður: Sérframboð óánægðra sjálf- stæðismanna — „Mótmælum vinnu- brögðum við val á framboðslista flokks- ins,“ segir talsmaður hópsins HÓPUR sjálfstæðismanna á Reyðarfirði hefur ákveðið sér- framboð fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar hinn 31. maí þessa mánaðar. Mun framboðslisti þessa sérframboðs verða ákveð- inn nú um helgina. Jóhann P. Halldórsson, talsmað- ur hópsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hér væri um að ræða hóp sjálfstæðismanna á Reyð- arfirði, sem væri óánægður með hvemig staðað var að vali á fram- boðslista flokksins. „Það var ólög- lega boðað til fundar í uppstillingar- nefnd, þegar framboðslisti flokksins var ákveðinn, og við viljum með þessu framboði mótmæla þeim vinnubrögðum sem þar voru við- höfð,“ sagði Jóhann. Hann sagði að ekki væri endanlega gengið frá framboðslista sérframboðsins, en listinn myndi væntanlega verða ákveðinn nú um helgina. VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Þá ganga prestar, prófastar og biskupar í prósessíu til kirkju og umhverfis hana ef veður leyfir, eins og siður var á öldum áður. Fyrir þeim fer prósessía barna. Klukkan 14.00 hefst messan. Henni stjórnar biskup íslands, Herra Pétur Sigur- geirsson, og flytur hátíðargestum ávarp, en dr. Sigurbjöm Einarsson biskup prédikar. Að lokinni messu og messukaffi, sem öllum hátíðargestum verður boðið til, hefst svo samkoma í kirkj- unni. Páll M. Skúlason, formaður sóknarnefndar Skálholtssafnaðar, setur samkomuna og stjómar henni. Þar flytja Margrét Bóas- dóttir sópransöngkona og lítil hljómsveit þijá þætti úr kantötu eftir J.S. Bach undir stjórn Helgu Ingólfsdóttur semballeikara. Séra Eiríkur J. Eiríksson fyrmm prófastur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum flytur hátíðarræðu, og séra Guðmundur Óli Ólafsson prest- ur í Skálholti kveður gesti með fá- einum orðum. (Fréttatilkynning frá hátíðanefnd.) Elías B. Halldórsson við eina af myndum sínum. Sýnir í Gallerí íslensk list ELIAS B. Halldórsson, listmálari, opnaði myndlistarsýningu í Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17, laugardaginn 3. maí. Elías er einn af félögum í List- 55 myndverk, 20 teikningar og málarafélagi Islands og er þekkt- ur listmálari. Hann hefir haldið margar sýningar, bæði hérlendis og átt verk á sýningum erlendis. Með þessari sýningu sýnir Elías 35 grafíkmyndir. Þetta er sölusýning sem stend- ur til 25. maí og er opin virka daga kl. 9.00 til 17 og kl. 14.00—18.00 um helgar. w'"'‘ : # n - m Töframennirnirfrá Sharp eru samir við sig. Þeirhafa haldið framleiðslukostnaði þessa frábæra videotækis íalgjöru lágmarki og nú setur Hljómbær punktinn yfir i-ið og býðurþetta tæki á ævintýralegu tilboðsverði. En það allra sniðugasta erað geta keypt gæðatæki á þessu hlægilega verði. Tækiþarsemsaman fara sterkbygging, lipurhönnun og ótrúleggæði. • Sharp Vision-20% betrimynd• Fjarstýring með Waðgerðum • 14daga upptökuminni* 93 mm hæð (Slim Line) • 16rásir» SpilarPalkerfiog Secam (DDR)» Móttaka fyrirkapalkerfi • Kveikirásérsjálfkrafa viðinnkomuspólu• Ýtir spólu sjálfvirkt útað aflokinni spólun til baka og slekkur ásér• Sjálfvirk endurtekning þ. e. spilar endalaust eða þangað til það er stoppað • Myndleitari með mynd á • Leitarsjálft að mynd á 10-földum hraða • Spilar allt að240mín. spólur• Létt og þægileg stjórnun • Kyrrmynd• Spólarframogtil baka án myndará 10-földum hraða. Og verðið, -já, haltu þérfast, tækiðkostaraðeins 36,900.-kK stgK Hljómbær býður alltaf betur! HLJÖMBÆR {§m4 I ... ——i HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Umboðsmenn: Port/'ðAkranesl, BókaskemmanAkranesi, Kaupfélag Borgfirðinga, Sería\safirði, Kaupfélag SkagfirðingaSau$>árkr6W\, /ŒAAkureyri, Radfóver Húsavík, Skógar Egllsstöðum, Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Myndbandaieiga Reyðarfjarðar Reyðarfirði, Ennco Neskaupstað, Djúpið Djúpavogi, Hornabœr Hornafirði, Kaupfélag Rangœinga Hvolsvelli, M.M. búðin Selfossi, ffósÞorlókshöfn, Fotovo/Keflavík, RafelndaþjónustaÓmars'Vesimannaeyium
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.