Morgunblaðið - 27.05.1986, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986
Flensborgarskóla slitið:
Fékk A í 41 áfanga
Bókasafn Kópavogs
tekur nýtt og fullkomið
tölvukerfi í notkun
Flensborgarskóla var slitið
föstudaginn 23. maí sl. og þá
voru brautskráðir 57 nemendur
með próf frá skólanum, 54 með
Útvarpsráð Útvarps Alþýðu-
flokksins, rásar-A, hefur boðið
eftirtöldum aðilum endurgjaids-
laus afnot af rás-A, FM 103, í
hálfa klukkustund hverjum og
hafa þeir allir þegið boðið: Flokk-
ur mannsins, Frjálst framboð,
Sjálfstæðisflokkurinn:
Útifundur á
Lækjartorgi
Sjálfstæðisflokkurinn efnir til
útifundar á Lækjartorgi næst-
komandi fimmtudag kl. 17.15 I
tilefni borgarstjórnarkosning-
anna á laugardaginn. Ræður
flytja Davíð Oddsson, borgar-
stjóri, og frambjóðendurnir
Katrín Fjeldsted og Árni Sig-
fússon. Birgir ísleifur Gunnars-
son, alþingismaður, stjórnar
fundinum.
Á fundinum flytur hljómsveit
Magnúsar Kjartanssonar og söngv-
aramir Ellen Kristjánsdóttir, Sig-
rún Hjálmtýsdóttir o.fl. Reykjavík-
urlög. Helgi Skúlason, leikari, flytur
ljóð og hljómsveit undir stjóm Stef-
áns Stefánssonar leikur á Lækjar-
torgifrákl. 16.45.
Fyrir fundinn, milli kl. 16.45 og
17.15, tefla frambjóðendumir Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, Júlíus
Hafstein og Haraldur Biöndal á
útitaflinu á Lækjargötu.
Drög samþykkt að
sameiginlegnm
vinnumarkaði
FUNDUR Ráðherranefndar
Norðurlanda, menntamálaráð-
herranna, var haldinn í Björgvin
22.-23. þ.m., segir í frétt frá
menntamálaráðuneytinu.
Á fundinum vom m.a. samþykkt
drög að samningi milli Norður-
landaríkja um sameiginlegan vinnu-
markað fagkennara og sérkennara
í gmnnskólum og fagkennara í
framhaldsskólum. Ákveðin vom
vinnubrögð við undirbúning fram-
kvæmdaáætlunar um norrænt
samstarf á sviði menningarmála,
en á síðasta þingi Norðurlandaráðs
var beint til ríkisstjómanna ályktun
um gerð slíkrar áætlunar. Ýmis
fleiri samstarfsmál vom til með-
ferðar á fundi ráðherranna.
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra, sótti fundinn af ís-
lands hálfu og í för með honum var
Ámi Gunnarsson, skrifstofustjóri.
stúdentspróf, en 3 með próf af
öðrum námsbrautum.
Stúdentamir deilast þannig á
brautir, að 14 em með próf af
Hafnarfirði, Kvennalistinn,
Óháðir, Hafnarfirði, Sjálfstæðis-
flokkurinn, Framsóknarflokkur-
inn og AJþýðubandalagið.
Dregið var um þann tíma dags, sem
hver og einn fær, en ákveðið er að
tímamir verði í dag, á morgun og
fímmtudag kl. 10.00 og kl. 14.00
og kl. 10.00 nk. föstudag. Sjálf-
stæðisflokkurinn byijar kl. 10.00 í
dag og Óháðir úr Hafnarfirði verða
kl. 14.00. Á morgun verður Flokkur
mannsins kl. 10.00 og Framsóknar-
flokkur kl. 14.00. Á fímmtudag
verður Alþýðubandalag kl. 10.00
og Frjálst ffamboð úr Hafnarfírði
kl. 14.00 og að lokum verður
Kvennalistinn kl. 10.00 nk. föstu-
dag, 30. maí.
Skilyrði er að talað orð fari ekki
fram yfír 50% af umræddum 90
mínútum. Hver og einn ræður
hvemig tímanum er skipt milli
byggðarlaga og er óskað eftir því
að viðkomandi flokkur sjái alfarið
um þann þátt, sem honum er út-
hlutað.
viðskiptabraut, 11 af félagsfræði-
braut, 9 af málabraut, 9 af náttúm-
fræðibraut, 7 af eðlisfræðibraut, 3
af heilsugæslubraut, 1 af íþrótta-
braut, 1 af tónlistarbraut og 1 af
uppeldisbraut. í þessum tölum em
tveir tvítaldir, en þeir luku prófí af
tveimur brautum í senn, annar af
eðlisfræðibraut og náttúmfræði-
braut, en hinn af félagsfræðibraut
og uppeldisbraut.
Bestum námsárangri náði Sigríð-
ur Skaftfell, félagsfræðibraut, sem
fékk alls 41 sinnum A í einkunn í
áfanga, en 2 sinnum B. Aðrir sem
vom með ágætiseinkunn vom
Halldór Hauksson, tónlistarbraut,
Jóhanna Jóhannsdóttir, viðskipta-
braut, og Eiríkur Gunnlaugsson,
náttúmfræðibraut.
Við skólaslitin flutti skólameist-
ari, Kristján Bersi Ólafsson, ræðu,
afhenti einkunnir og bækur í viður-
kenningarskyni fyrir góðan náms-
árangur. Nemendur sem luku gagn-
fræðaprófí frá skólanum fyrir rétt-
um 40 ámm vom margir viðstaddir
skólaslitin og afhenti talsmaður
þeirra, Bragi Bjömsson, skólanum
peningagjöf frá hópnum. Einnig
færði fulltrúi 10 ára stúdenta,
Halldór Ámi Sveinsson, skólanum
gjöf. Við skólaslitin talaði einnig
fulltrúi nýstúdenta, Birgir Grétars-
son, og Flensborgarskólakórinn
söng undir stjóm Hrafnhildar
Blomsterberg.
BÓKASAFN Kópavogs er nú að
gera prófanir með Ijóspenna sem
tengdur er tölvu, en þessi tækni-
nýjung safnsins hefur verið í
undirbúningi um nokkurt skeið.
Fyrirtækið Hugver hefur hannað
kerfið í samvinnu við bókasafns-
fræðinga á Bókasafni Kópavogs.
Cecile Licad
Listahátíð:
Ungur Filipps-
eyingur á opnun-
artónleikunum
UNGUR upprennandi píanó-
leikari,' Cecile Licad frá
Filippseyjum, leikur með Sin-
fóniuhljómsveit íslands á opn-
unartónleikum Listahátíðar
sem verða í Háskólabíói laug-
ardaginn 31. maí klukkan 17.
Stjórnandi verður Jean-Pierre
Jacquillat. „Það er tilvalið hjá
fólki að hvíla sig frá kosninga-
stressinu á þessum tónleikum
síðdegis á kosningadag,“ sagði
Salvör Nordal framkvæmda-
stjóri Listahátíðar í samtali við
blaðamann.
Licad er 25 ára gömul og hefur
frami hennar verið skjótur. Hún
er nú einn af eftirsóttustu píanó-
leikurum yngstu kynslóðarinnar.
Salvör sagði að hún hefði verið
fengin hingað meðal annars
vegna ábendingar frá Rudolf
Serkin sem hefði kennt henni.
Hún leikur annan píanókonsert
S. Rachmaninoffs.
í frétt frá Bókasafni Kópavogs
segir m.a. að þessi nýja tækni felist
í því að bækur og önnur gögn safns-
ins verða númeruð með svonefndu
rimlaletri (bar code) og skírteini
lánþega einnig. Starfsmenn safns-
ins þurfa því aðeins að renna ljós-
pennanum yfir þetta letur til þess
að tölvan fái upplýsingar um hver
fær bækur, plötur eða myndbönd
að láni, hvenær hann eigi að skila
þeim, geti reiknað út vanskilasektir,
sagt til um hvenær skírteini rennur
út o.fl. Einnig geymir tölvan upplýs-
ingar um hve oft einstakar bækur
eru lánaðar út og hve lengi þær eru
í láni.
Með tilkomu tölvukerfisins getur
starfsfólk veitt betri þjónustu, t.d.
við leit að bókum og miðlun upplýs
inga, því minni tími fer í útlána-
starfið og innheimtu.
Stefnt er að því að lánþegar og
gestir Bókasafns Kópavogs geti
sjálfír leitað að bókum, plötum eða
öðrum gögnum í tölvunni og notað
við það fullkomið orðleitarkerfí.
Auk þess er hægt að leita í fundar-
gerðum bæjarráðs Kópavogs að
umfjöllun og afgreiðslu málaflokka.
Þá er hafín skráning á Ólafssafni
og plötugjöf Stefáns Guðjónssonar
og Valgerðar Guðjónsdóttur.
Eldur
í sófa
Akureyri.
NOKKRAR skemmdir urðu í íbúð
í fjölbýlishúsi á Akureyri er
kviknaði í sófa þar í gærmorgun.
íbúðin var mannlaus en nágrann-
amir urðu varir við mikla brunalykt
og sáu síðan reyk leggja undan
hurð og fram á gang. Slökkviliðinu
tókst fljótt að slökkva eldinn.
Skemmdir urðu aðallega af reyk
og vatni. Talið er að kviknað hafí
í út frá logandi vindlingi.
(Frettatiikynnmg)
Bláa lónið við Svartsengi:
Baðhús verður
byggt í sumar
ÁKVEÐIÐ hefur verið að bæta aðstöðu við Bláa lónið við Svarts-
engi í sumar. Það verður byggð lágmarksaðstaða til fataskipta
og baða auk salerna, auk þess sem lónið verður girt af og af-
markaður sérstakur hluti þess til almenningsnota.
„Bláa lónið er fyrir löngu orðið
landsþekkt, og auk þess hafa birst
frásagnir og myndir af því í erlend-
um blöðum. Það er hugsanlegur
lækningarmáttur lónsins, sem eink-
um hefur dregið athyglina að því,
enda fer nú fram á vegum land-
læknisembættisins könnun á hon-
um. Ásókn í lónið hefur stöðugt
farið vaxandi á undanfömum árum,
og er nú svo komið að ekki verður
lengur undan því vikist að mæta
þeim vanda, sem af því skapast
með ábyrgum aðgerðum," segir í
fréttatilkynningu frá Hitaveitu
Suðumesja. „Fram að þessu hefur
ekkert verið gert fyrir hinn almenna
baðgest og engin aðstaða verið til
fataskipta eða eðlilegs hreinlætis.
Lónið er í eigu hitaveitunnar og
afleiðing virkjunarinnar (það er salt
afrennslisvatn frá orkuverinu) og
telur stjóm því að henni beri að
mæta aðsteðjandi vanda í þessu
sambandi."
Ákveðið hefur verið að girða lónið
af og afmarka sérstakan hluta þess
til almenningsnota. í lónið rennur
70 stiga heitur sjór og 100 stiga
heitt þéttivatn, svo augljóst er að
afmörkun baðsvæðis er nauðsynleg
ef tryggt á að vera að fólk fari sér
ekki að voða. Þá verður byggð lág-
marksaðstaða til fataskipta og baða
auk salema. Verður byggingin rúm-
lega 100 fermetrar, sem skiptist í
tvo hluta miðkjama (anddyri og
móttöku) og opið rými (föt, steypi-
böð). Kostnaðaráætlun byggingar-
innar er 2,9 milljónir kr. Stjóm
Hitaveitu Suðumesja vonast til að
með þessari aðstöðu megi leysa
brýnasta vanda þeirra sem sækja
lónið.
Stefnt er að því að framkvæmd-
um ljúki á þessu sumri og mun að
þeim loknum verða leitað eftir
hentugum rekstraraðila, enda rúm-
ast slíkur rekstur vart innan starfs-
sviðs hitaveitunnar. E.G.
Fyrirhugað baðhús við Bláa Iónið við Svartsengi, sem verður
byggt í sumar.
Flokkarnir ræða
málin á rás-A