Morgunblaðið - 27.05.1986, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986
5
Morgunblaðið/Bjami
Gestur Ólafsson formaður Landssamtakanna Lif og land afhendir
Davíð Oddsyni borgarstjóra tijáplöntur og söfnunarfé frá samtök-
unum í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar.
Landssambandið Líf og land:
Trjáplöntur og
söfnunarfé afhent
LANDSAMBANDIÐ Líf og
land hafa afhent Davíð
Oddssyni borgarstjóra á
annaðhundrað þúsund trjá-
plöntur og rúmlega 1 millj-
ón króna sem samtökin
hafa safnað víðsvegar um
land í tilefni 200 ára af-
mælis borgarinnar.
„Við höfum unnið að því und-
anfarnar vikur og mánuði að
hvetja landsmenn til að gefa
borginni tré við góðar undirtektir
og hafa þegar verið gróðursettar
800 plöntur," sagði Gestur Ólafs-
son formaður samtakanna. Meðal
gjafa sem bárust voru 34 2ja
metra há tré sem Samtök sveitar-
félaga á Austurlandi gáfu og
eftir er að gróðursetja. Við Suð-
urlandsbraut er búið að gróður-
setja 800 tré á svæði sem var
autt fyrir hálfum mánuði.
„Vegna almenns áhuga fyrir
þessari söfnun hefur Landsam-
bandið ákveðið að halda söfnun-
irini áfram með það í huga að
planta trjám í öðrum sveitarfé-
lögum þar sem tré vantar," sagði
Þröstur. Útbúnir verða sérstakir
söfnunarbaukar og þeim dreift
til að fjármagna trjákaupin. Að
Hákon Bjarnason fyrrverandi skógræktarstjóri og einn af frum-
kvöðlum í íslenskri skógrækt gróðursetur tré úr eigin lundi I
trjáreitinn við Suðurlandsbraut og Skeiðarvog. Þar hafa þegar
verið gróðursettar 800 tijáplöntur i reit sem var auður fyrir
hálfum mánuði.
sögn Þrastar verður tekið á móti
ábendingum frá sveitarfélögum,
hverfasamtökum, félagasamtök-
um um allt land um hvar þyrfti
að gróðursetja tré. Þá hefur verið
ákveðið að sambandið beiti sér
fyrir gróðursetningardegi á
hveiju vori þar sem þjóðin reyni
að sameinast um að planta einu
tréi á mannsbarn.
Alþýðubandalagið:
Flytur kosn-
ingafund úr
Laugardals-
höllinni í
Háskólabíó
KOSNINGAFUNDUR Alþýðu-
bandalagsins vegna borgar-
stjórnarkosninganna í Reykjavík
verður í Háskólabíói annað
kvöld, en ekki í Laugardalshöll
eins og fyrirhugað var.
Steinar Harðarson, kosninga-
stjóri Alþýðubandalagsins, staðfesti
þetta í samtali við Morgunblaðið í
gær. Hann sagði, að flokkurinn
hefði bókað Höllina fyrir löngu, en
undirbúningur kosningafundarins
hefði dregist og flokksmenn komist
í tímahrak. „Það útheimtir mjög
mikla dagskrárvinnu, að vera með
Laugardalshöllina," sagði Steinar.
„Á vissu augnabliki sáum við, að
þeir skemmtikraftar, sem við höfð-
um hugsað okkur, voru meira eða
minna uppteknir. Við sáum, að við
gætum ekki útbúið þá dagskrá, sem
nauðsynleg er til að svona stór
hátíð verði eitthvað vegleg og ai-
mennileg," sagði hann.
Þess má geta, að Háskólabíó
tekur tæplega eitt þúsund manns í
sæti, en Laugardalshöll gæti tekið
allt að sjö þúsund manns í sæti.
Gott ufsafiskerí
Siglufirði.
UNDANFARNA daga hefur verið
héma allgott ufsafiskerí á firðinum.
Vitað er til að menn hafa verið að
fá 1200—1500 kíló yfir daginn, en
annað er sem ekki hefur gerst í
langan tíma, að mikil smásíldar-
gengd er hér í firðinum.
— Matthías
ísafjörður:
Bilun í
Fokker
BILUN varð í bremsubúnaði
Fokker flugvélar Flugleiða við
lendingu á Isafjarðarflugvelli
siðastliðinn laugardag. Flug-
stjórinn stöðvaði vélina með
neyðarhemli.
34 farþegar voru í flugvélinni,
en engin hætta var á ferðum að
sögn Sæmundar Guðvinssonar
fréttafulltrúa Flugleiða. Flugvirkjar
Flugleiða fóru strax vestur og gerðu Morgunbiaðið/Bjami
við bilunina, sem var í ventli á Jón úr Vör var einn þeirra sem
bremsum vinstra megin á vélinni. las upp úr ljóðum sínum í Iðnó.
Ljóðahátíð vel til þess
fallin að kynna ljóðlist
— segir Sigurður Pálsson formaður Rithöfundasambandsins
FJÖLMARGIR ljóðaunnendur sóttu ljóðahátíð á degi ljóðs-
ins sem Rithöfundasamband íslands gekkst fyrir í Iðnó, á
Akranesi og Selfossi sl. sunnudag.
Að sögn Sigurðar Pálssonar
formanns Rithöfundasambandsins
bar hátíðin merki þess að allmargir
ljóðaunnendur og jafnvel ljóðskáld
tóku þátt í Afríkuhlaupi sem fór
fram á sama tíma. Stefnt er að
því að á árlegari ljóðahátíð sam-
bandsins verði bryddað upp á nýj-
ungum eins og nú var gert með
því að fá skáld til að lesa upp úr
verkum sínum utan Reykjavíkur.
Upplesturinn á Akranesi sem fór
fram í bókasafninu þótti takast
með ágætum og lauk dagskránni
með líflegum umræðum að sögn
Sigurðar. „Dagskráin í Reykjavík
fór vel í áheyrendur," sagði Sigurð-
ur. „Maður er stundum fullur efa-
semda um ljóðaupplestur en vel
skipulögð ljóðahátíð er greinilega
til þess fallin að kynna ljóðlist."
CostadelSol
29. maí
Uppselt- Biðlisti
Ítalía
5. júní
Fá sæti laustil Lign-
anoog Garda
Portúgal
12. júní
7 sæti laus
Feröaskriístofan
ÚTSÝN
AUSTURSTRÆT117,
SÍMI26611.