Morgunblaðið - 27.05.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 27.05.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986 5 Morgunblaðið/Bjami Gestur Ólafsson formaður Landssamtakanna Lif og land afhendir Davíð Oddsyni borgarstjóra tijáplöntur og söfnunarfé frá samtök- unum í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar. Landssambandið Líf og land: Trjáplöntur og söfnunarfé afhent LANDSAMBANDIÐ Líf og land hafa afhent Davíð Oddssyni borgarstjóra á annaðhundrað þúsund trjá- plöntur og rúmlega 1 millj- ón króna sem samtökin hafa safnað víðsvegar um land í tilefni 200 ára af- mælis borgarinnar. „Við höfum unnið að því und- anfarnar vikur og mánuði að hvetja landsmenn til að gefa borginni tré við góðar undirtektir og hafa þegar verið gróðursettar 800 plöntur," sagði Gestur Ólafs- son formaður samtakanna. Meðal gjafa sem bárust voru 34 2ja metra há tré sem Samtök sveitar- félaga á Austurlandi gáfu og eftir er að gróðursetja. Við Suð- urlandsbraut er búið að gróður- setja 800 tré á svæði sem var autt fyrir hálfum mánuði. „Vegna almenns áhuga fyrir þessari söfnun hefur Landsam- bandið ákveðið að halda söfnun- irini áfram með það í huga að planta trjám í öðrum sveitarfé- lögum þar sem tré vantar," sagði Þröstur. Útbúnir verða sérstakir söfnunarbaukar og þeim dreift til að fjármagna trjákaupin. Að Hákon Bjarnason fyrrverandi skógræktarstjóri og einn af frum- kvöðlum í íslenskri skógrækt gróðursetur tré úr eigin lundi I trjáreitinn við Suðurlandsbraut og Skeiðarvog. Þar hafa þegar verið gróðursettar 800 tijáplöntur i reit sem var auður fyrir hálfum mánuði. sögn Þrastar verður tekið á móti ábendingum frá sveitarfélögum, hverfasamtökum, félagasamtök- um um allt land um hvar þyrfti að gróðursetja tré. Þá hefur verið ákveðið að sambandið beiti sér fyrir gróðursetningardegi á hveiju vori þar sem þjóðin reyni að sameinast um að planta einu tréi á mannsbarn. Alþýðubandalagið: Flytur kosn- ingafund úr Laugardals- höllinni í Háskólabíó KOSNINGAFUNDUR Alþýðu- bandalagsins vegna borgar- stjórnarkosninganna í Reykjavík verður í Háskólabíói annað kvöld, en ekki í Laugardalshöll eins og fyrirhugað var. Steinar Harðarson, kosninga- stjóri Alþýðubandalagsins, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði, að flokkurinn hefði bókað Höllina fyrir löngu, en undirbúningur kosningafundarins hefði dregist og flokksmenn komist í tímahrak. „Það útheimtir mjög mikla dagskrárvinnu, að vera með Laugardalshöllina," sagði Steinar. „Á vissu augnabliki sáum við, að þeir skemmtikraftar, sem við höfð- um hugsað okkur, voru meira eða minna uppteknir. Við sáum, að við gætum ekki útbúið þá dagskrá, sem nauðsynleg er til að svona stór hátíð verði eitthvað vegleg og ai- mennileg," sagði hann. Þess má geta, að Háskólabíó tekur tæplega eitt þúsund manns í sæti, en Laugardalshöll gæti tekið allt að sjö þúsund manns í sæti. Gott ufsafiskerí Siglufirði. UNDANFARNA daga hefur verið héma allgott ufsafiskerí á firðinum. Vitað er til að menn hafa verið að fá 1200—1500 kíló yfir daginn, en annað er sem ekki hefur gerst í langan tíma, að mikil smásíldar- gengd er hér í firðinum. — Matthías ísafjörður: Bilun í Fokker BILUN varð í bremsubúnaði Fokker flugvélar Flugleiða við lendingu á Isafjarðarflugvelli siðastliðinn laugardag. Flug- stjórinn stöðvaði vélina með neyðarhemli. 34 farþegar voru í flugvélinni, en engin hætta var á ferðum að sögn Sæmundar Guðvinssonar fréttafulltrúa Flugleiða. Flugvirkjar Flugleiða fóru strax vestur og gerðu Morgunbiaðið/Bjami við bilunina, sem var í ventli á Jón úr Vör var einn þeirra sem bremsum vinstra megin á vélinni. las upp úr ljóðum sínum í Iðnó. Ljóðahátíð vel til þess fallin að kynna ljóðlist — segir Sigurður Pálsson formaður Rithöfundasambandsins FJÖLMARGIR ljóðaunnendur sóttu ljóðahátíð á degi ljóðs- ins sem Rithöfundasamband íslands gekkst fyrir í Iðnó, á Akranesi og Selfossi sl. sunnudag. Að sögn Sigurðar Pálssonar formanns Rithöfundasambandsins bar hátíðin merki þess að allmargir ljóðaunnendur og jafnvel ljóðskáld tóku þátt í Afríkuhlaupi sem fór fram á sama tíma. Stefnt er að því að á árlegari ljóðahátíð sam- bandsins verði bryddað upp á nýj- ungum eins og nú var gert með því að fá skáld til að lesa upp úr verkum sínum utan Reykjavíkur. Upplesturinn á Akranesi sem fór fram í bókasafninu þótti takast með ágætum og lauk dagskránni með líflegum umræðum að sögn Sigurðar. „Dagskráin í Reykjavík fór vel í áheyrendur," sagði Sigurð- ur. „Maður er stundum fullur efa- semda um ljóðaupplestur en vel skipulögð ljóðahátíð er greinilega til þess fallin að kynna ljóðlist." CostadelSol 29. maí Uppselt- Biðlisti Ítalía 5. júní Fá sæti laustil Lign- anoog Garda Portúgal 12. júní 7 sæti laus Feröaskriístofan ÚTSÝN AUSTURSTRÆT117, SÍMI26611.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.