Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986 Menntaskólanum á ísafirði slitið: Mæðgur hæst- ar og jafnar á stúdentsprófi ísafirði. MENNTASKÓLANUM á ísafirði var slitið með viðhafnarsamkomu í Alþýðuhúsinu á ísafirði sl. laugardag. Hófst samkoman með þvi að dux skólans, Hulda Bragadóttir, lék tvö lög á píanó, en hún er þrátt fyrir ungan aldur orðin þekktur pianóleikari hér vestra. Björn Teitsson skólameistari flutti ræðu og gat helstu þátta skólastarfsins. 169 nemendur stunduðu nám í skólanum í vestur, þar af 23 í öldunga- deild. 60% nemenda voru konur. A skólaárinu útskrifuðust 39 stúdentar þ.e. 32 nú og 7 úr öld- ungadeild um síðustu áramót. Er það hæsta tala stúdenta á einu ári til þessa. Hæstar og jafnar á stúdentspórfi voru mæðgumar Bára Einarsdóttir og Hulda Bragadóttir með meðal- einkunn 8,01, en meðaleinkunn á stúdentsprófi við Menntaskólann á ísafirði er meðaleinkunn alls menntaskólanámsins. Bára var við nám í öldungadeild, en Hulda var í hefðbundnu námi, auk þess sem hún stundaði önnur tveggja nám á tónlistarbraut, en það er ný náms- braut við skólann. Hún útskrifaðist af tveim námsbrautum samtímis og skilaði 172 námseiningum, en venjulegur fjöldi er 144. Þá var það til nýlundu í skólanum á liðnu námsári að tekið var upp svokallað skíðaval, en þá stunda nemendur skíðanám og þjálfun samfara venjulegu bóklegu námi. Þetta námssvið er unnið í samstarfi við Skíðasamband íslands og er gert ráð fyrir að haldið verði áfram á þeirri braut. Byggingarfram- kvæmdir við skólahúsið hafa að mestu legið niðri á sl. ári, en nú er gert ráð fyrir að hafist verið handa aftur og þá með það fyrir augum að iðnskólinn geti fengið inni á neðri hæð skólahússins jafn- vel á næsta hausti. Bjöm Teitsson Ljósm./Úlfar Ágústsson Þessir 32 nemendur MÍ ásamt 7 nemendum úr öldungadeild skólans sem útskrifuðust um síðustu ára- mót, mynda mesta fjölda stúdenta sem brautskráðst hefur frá skólanum á einu starfsári. Óvenju fáir nemendur hurfu úr námi við skólann í vetur og taldi skólameistari að því mætti m.a. þakka, að enginn nýliði kenndi við skólann. gat þess sérstaklega að góð sam- vinna væri milli skólanna, en óráð- legt væri þó að sameina þá án undangenginnar góðrar athugunar. Hann ræddi um að verkmenntaskóli mundi líklega rísa í nágrenninu á næstu árum og taldi hann þá e.t.v. álitlegra að sameina skólana e.t.v. í því formi _ þjóðskóla sem fyrsti þingmaður Isfírðinga eftir endur- reisn Alþingis Jón Sigurðsson, skrifar um í ritgerð sem birtist eftir hann 1842. Árið 1992, 150 árum eftir að ritgerðin birtist væri e.t.v. rétt að stofna skóla Jóns Sigurðs- sonar á ísafírði. Skólameistari afhenti stúdentum prófskírteini þeirra og afhenti verð- laun til þeirra sem skarað höfðu fram úr í námi. Jónas Guðmundsson flutti ávarp f.h. 10 ára nemenda. Ávarp Dux Scholae flutti Hulda Bragadóttir, en að lokum söng Bjamey Ingibjörg Gunnlaugsdóttir einsögn við undirleik Margrétar Gunnarsdóttur. Bjamey Ingibjörg stundaði nám á tónlistarbraut eins og Hulda og var það auðheyrt af fagnaðalátum áheyrenda að þær stöllur höfðu náð góðum árangri í tónlistamáminu. Úlfar. Akureyri: Ný geðdeild formlega opnuð á Fjórðungssjúkrahúsinu Séð inn í eitt tveggja manna herbergið. „Enn einum mikilvægum áfanga í framþróun FSA er nú náð og við fögnum því,“ sagði Gunnar Ragnars, stjóm- arformaður Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri meðal annars á föstudag er ný geð- deild var formlega opnuð á sjúkrahúsinu að viðstöddu fjölmenni, þ.á m. Ragnhildi Helgadóttur, heilbrigðisráð- herra. Deildin er í tengiálmu og hefur 590 fermetra til ráðstöfynar fyrir legu- og göngudeild. Á deildinni geta dvalið allt að 10 sjúklingar í sólarhringsvistun og 1 í dagvistun. Geðdeildin kostar um 18 milljónir króna fullbúin. Yfírlæknir á geðdeildinni er Sig- mundur Sigfússon en Hafdís Rúnarsdóttir er hjúkrunardeilar- stjóri. Ragnhildur Helgadóttir sagði m.a. í ræðu sinni að í dag fögnuðu menn merkum tímamótum í ís- lenskri sjúkrahússögu „þegar formlega er opnuð fyrsta fullbúna geðdeildin utan Reykjavíkur. Þetta er einnig merkur áfangi í sjúkra- hússögu Akureyrar því sýnt hefur verið hversu mikilvægt er að sinna öllum sviðum læknisþjónustunn- ar.“ Það var í janúar 1984 sem hafist var handa um hönnun deildarinnar. Teiknistofa Gunnars og Gauta sá um bygginganefndarteikningar en embætti Húsameistara ríkisins og Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen á Akureyri og Verk- fræðiskrifstofa Jóhanns Indriða- sonar í Reykjavík sáu um vinnu- teikningar. Hönnun var lokið í nóvember sama ár og verkið þá boðið út. Gengið var til samninga við lægstbjóðanda, Híbýli hf á Akureyri, sem var aðalverktaki. Frá því í desember á síðasta ári og fram í febrúar, er deildin tók til starfa í nýja húsnæðinu, fór starfsemi geðdeildarinnar fram á handlækningadeild. Á þessu tíma- bili voru útskrifaðir 53 sjúklingar af deildinni. Þess má geta til gamans að Tómas Helgason, yfir- læknir á Landspítalanum í Reykja- vík, sagði í ræðu á föstudag að það væri örugglega einsdæmi í sögunni að geðdeild fengi inni tímabundið á handlæknisdeild. „Ég þekki víða til en hef hvergi mætt Gunnar Ragnars, formaður stjómar Fjórðungssjúkrahúss- ins, ávarpar viðstadda. eins miklum skilningi á þessu og hér. Kolleger Gauta (Amþórsson- ar, yfírlæknis á handlæknisdeild - innsk. blm.) hefðu örugglega sums staðar alls ekki viljað geðlækning- ar í sama húsi. Þetta er sérstök rausn," sagði Tómas. Setustofa geðdeildarinnar er björt og fögur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrlmsson Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðisráðherra, skoðar nýju geðdeildina í fylgd Sig- mundar Sigfússonar yfirlæknis. í baksýn eru alþingismennimir Ami Johnsen og Kolbrún Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.