Morgunblaðið - 27.05.1986, Síða 27

Morgunblaðið - 27.05.1986, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986 27 Jafnar og hæstar á stúdentsprófi urðu mæðgurnar Bára Einars- dóttir og Hulda Bragadóttir með einkunnina 8,01. Bára stundaði nám í öldungadeild, en Hulda í dagskólanum. Það vekur athygli að ein- kunnin er fengin með að taka meðaltal allra einkunna á námsferlinum við menntaskólann. Skemmtileg og mjög sérstök tilviljun. Nú voru í fyrsta skipti útskrifaðir nemendur af tónlistarbraut við MÍ. Tvær stúlkur útskrifuðust og komu þær báðar fram við skóla- slitin. Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir söng við undirleik Margrét- ar Gunnlaugsdóttur tónlistarkennara og Hulda Bragadóttir lék ein- leik á píanó. Rétturinn til að skrifa — eftir Álfrúnu Gunnlaugs- dóttur og Matthías Viðar Sæmundsson Hjá Sakadómi Reykjavíkur bíður nú dóms mál sem höfðað hefur verið gegn rithöfundinum Þorgeiri Þorgeirssyni fyrir „ærumeiðandi aðdróttanir í garð lögreglumanna (leturbr. undirritaðra) í tveimur greinum í Morgunblaðinu“, en sá sem kærir er einmitt Lögreglufélag Reykjavíkur. Þótt auðskiljanlegt sé að hveijum einstökum meðlimi þessa stéttarfé- lags sé annt um sinn heiður, eins og sönnum mönnum sómir, hlýtur samt athæfi þetta, að láta lögsækja Þorgeir Þorgeirsson fyrir einangr- aðar setningar úr ritsmíðum hans að vekja til umhugsunar almer.na borgara þessa lands sem láta sér annt um tjáningarfrelsið og túlkun á hinu ritaða orði. Einkum er það tvennt sem vekur furðu borgarans: 1. Lögreglufélag Reykjavíkur virðist vera álitið, í þessu tilviki, samstæð persóna. Hefur til að bera æru sem einn maður (og væntan- Jega þá ákveðin sameiginleg eðlis- einkenni?). Útfrá þeirri forsendu getur það látið stefna einstaklingi, þótt einhvern tíma hefði slíkt þótt ójafn leikur. Og borgarinn spyr nokkuð undrandi: eru þá starfs- og stéttarfélög persónur að lögum? Hver skyni borinn maður hlyti að sjá hvað í slíku fælist. Honum og öðrum gæti orðið skeinuhætt að skrifa um presta, kennara, þjón- ustufólk, verkfræðinga, rakara, stjórnmálamenn . . . Og hvert er þá prentfrelsi þessa lands? 2. Ef litið er til kæruatriða (sbr. DV-blaðið 10. maí 1986), virðast fyrrgreind „ummæli" rithöfundar- ins Þorgeirs Þorgeirssonar vera slitin úr öllu samhengi við heildar- textann, sem þau hljóta þó að vera hluti af, setningarnar einangraðar og er þess vegna hætta á að þær fái allt annað vægi en þær höfðu í upphaflegu samhengi. Allir þeir sem einhvem tíma hafa orðið fyrir því að orð þeirra væru misskilin og rangtúlkuð, ættu að vita að slík textameðferð orkar tvímælis. Heild- arsýn og heildarskilningur hlýtur að vera það sem tekið er mið af, eins og sannaðist í réttarhöldunum sem haldin voru yfír franska rit- höfundinum Gustave Flaubert árið 1857 vegna bókar hans Madame Bovary, enda féll dómur í samræmi við það. Mál Þorgeirs Þorgeirssonar snýst ekki einvörðungu um afmarkaða þætti úr ritsmíðum hans, heldur er það allt mun stærra í sniðum, gæti hugsanlega varðað frelsi okkar til að láta í ljós á prenti skoðanir okkar og hugmyndir, ádeilu eða gagnrýni og í því formi sem við sjálf kjósum, svo lengi sem þess er gætt að meiða ekki neinn einstakan mann. Þess vegna vekur það nokkra furðu hins almenna borgara að hin ýmsu félög og sambönd sem bera fyrir brjósti frelsi hins talaða og ritaða orðs skuli hafa orðið ídumsa „Þess vegna vekur það nokkra furðu hins al- menna borg’ara að hin ýmsu félög og sambönd sem bera fyrir brjósti frelsi hins talaða og ritaða orðs skuli hafa orðið klumsa í heilan vetur meðan réttarhöld fóru fram í máli rit- höfundarins Þorgeirs Þorgeirssonar. í heilan vetur meðan réttarhöld fóru fram í máli rithöfundarins Þorgeirs Þorgeirssonar. Öldum saman hafa framsýnir menn barist fyrir skoðana-, mál- og prentfrelsi. Einn þeirra var franski heimspekingurinn Diderot sem á 18. öld varaði við því hve stutt er í ritskoðun í skjóli laga sem „gera okkur of leiðitöm" og þá um leið treg til að tjá hug okkar. Það er beðið dóms í máli rit- höfundarins Þorgeirs Þorgeirsson- ar. Við bíðum líka. Sá dómur gaeti varðað okkur öll. Höfundar eru kennarar við Há- skóla íslands. Margra ára reynsla sannar gæði þakmálningunar frá Málningu hf. ÞOL er sérframleidd alkýðmálning, sem innlend reynsla hefur skipað í sérflokk vegna endingar og nýtni. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST ÞOL er framleitt í fjölbreyttu litaúrvali. Handhægt litakort auðveldar valið á réttum lit. ÞOL tryggir þér fallegt útlit og góða endingu. má/ning'f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.