Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986 Það hefur verið f iktað við hemla- stillingarnar — segirSverrir Sveinsson veitu- stjóri Hitaveitu Siglufjarðar „VIÐ VORUM í hærri kant- inum með gjaldskrá hita- veitunnar og því er ekki að leyna að fólk hefur fiktað við hemlastillingarnar," sagði Sverrir Sveinsson veitustjóri Hitaveitu Siglu- fjarðar þar sem vart hefur orðið við óleyfilega vatns- töku nokkurra viðskipta- vina. í bókun á fundi veitunefndar á Siglufírði 13. maí sl. segir: „Á fundi veitunefndar 17. og 25. mars sl. ákvað veitunefnd að fela veitustjóra að senda út reikninga fyrir oftekið vatn, reiknað sex mánuði aftur í tímann. Á fundi veitunefndar dags. 25. mars samþykkti nefndin að auglýsa reglugerðarákvæði hitaveitunnar varðandi óleyfílega vatnstöku og fleira og hefur það verið gert. Framvegis verður þeim, er reynast hafa oftekið heita vatnið, sendir reikningar, reiknaðir tólf mánuði aftur í tímann fyrir það vatn sem Biblíulestur í Grensáskirkju GRENSÁSKIRKJA hefur haft bibl- íulestra á þriðjudögum í safnaðar- heimilinu og hefjast þeir klukkan 20.30. í kvöld verður efnið „Var Jesús Kristur raunverulega til?“ Sóknarpresturinn Halldór S. Grön- dal flytur fyrirlestur um þetta efni. Umræður og kaffi á eftir. (Fréttatilkynning.) ofreiknað er, eða frá þeim tíma sem síðasta skoðun starfsmanna hitaveitunnar fór fram á viðkom- andi húsveitu, ef skemmri tími er liðinn." Sverrir sagði að hitaveitunni bæri skylda til að sjá til þess að greitt væri fyrir það vatn sem væri notað og því hefði verið grip- ið til þessara aðgerða. „Taki maður ólöglega vatn frá hitaveitu þá á að fara með það sem lög- reglumál. Því ákvæði hefur ekki verið beitt, heldur tökum við mild- ara á málinu með að senda þeim sem hafa gerst brotlegir, reikning fyrir síðustu sex mánuði," sagði Sverrir. Hann sagði að þeir reikn- ingar sem sendir hefðu verið út væru hvorki háir né margir og taldi að Siglfírðingar væru ekki einir um að fíkta við hemlastilling- ar á heita vatninu. Ingibjörg Guðjónsdóttir David Knowles Tónleikar á Höfn og Egilsstöðum INGIBJÖRG Guðjónsdóttir sópran og David Knowles píanóleikari halda tvenna tón- leika úti á landi á næstunni. Fyrri tónleikarnir verða í Egils- staðakirkju þriðjudaginn 27. maí. Síðari tónleikamir verða í Hafnar- kirkju á Höfn í Homafirði föstu- daginn 30. maí. Báðir tónleikamir helastkl. 20.30. (Fréttatilkynning) Skoðanakönnun Dags á Akureyri: Alþýðuflokkur og Framsókn bæta við sig mönnum Akureyri. Samkvæmt könnun sem Dagur á Akureyri birti í gær, og unnin var frá miðvikudegi til föstudags í síðustu viku, bæta Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur við sig einum manni i kosningum á laug- ardaginn. Kvennaframboðið hefur haft tvo bæjarfulltrúa á yfirstandandi kjör- tímabili og um þau sæti er því sleg- ist. Skv. könnun Dags fá Framsókn- arflokkur og Sjálfstæðisflokkur 4 fulltrúa hvor, Alþýðuflokkur 2, Alþýðubandalag 1 en Flokkur mannsins engan. Reiknistofnun Háskólans vann 700 manna úrtak fyrir Dag. Alls náðist í 508 manns eða 72,6% af úrtakinu. Af þeim 508 sem náðist í sögðust 164 vera óákveðnir eða 32,3%, 51 neitaði að svara eða 10%, og 57 sögðust ekki ætla að kjósa eða 11,2%. Þeir sem tóku afstöðu í þessari könnun em um 2,6% kjós- enda á Akureyri. Áhugamenn um húsnæðismál á Suðureyri og Flateyri; Nauðungaruppboð verði stöðv- uð og stofnaður viðlagasjóður AÐ nauðungaruppboð verði stöðvuð þegar í stað og komið verði á fót sérstökum viðlaga- sjóði er meðal ályktana sem samþykktar voru á fjölmennum fundum á vegum Áhugamanna um. úrbætur í húsnæðismálum bæði á Flateyri og Suðureyri um helgina. Ályktanimar eru svohljóðandi: 1. Nauðungaruppboð verði stöðv- uð þegar í stað. Það er vítavert að bjóða upp eignir fólks, á meðan það ástand ríkir tímabundiðj að eignir eru nánast verðlausar. I stað þess veitist fólki kostur á að endurfíár- magna húsnæðið með láni úr Bygg- ingasjóði verkamanna. 2. Lán sem fólk hefur tekið til öflunar húsnæðis, verði leiðrétt í gegnum skattakerfíð með veruleg- um skattaafslætti eða beinum end- urgreiðslum. Vegna hávaxtastefnu og misgengis lána og launa, hafa lán hækkað mun meira en eðlilegt getur talist. Þetta hafa ráðamenn margoft viðurkennt og heitið úr- bótum og leiðréttingum en þau loforð jafnan verið svikin. 3. Komið verði á fót sérstökum viðlagasjóði. Ríkisstjórnin komi þegar í stað á fót viðlagasjóði til þess að aðstoða sveitarfélög, þar sem fólk á í miklum erfiðleikum vegna húsnæðisskulda og sveitarfé- lög þurfa óhjákvæmilega að taka á sig skuldbindingar til þess að rétta við fasteignamarkaðinn. I þessu sambandi skal vakin athygli á því, að eins og nú stefnir munu lífeyris- sjóðir Vestfirðinga verða lagðir í almenna sjóði landsmanna, á meðan fólk íjárfestir ekki í húsnæði í þessum landshluta. 4. Fólk sem hefur aflað húsnæðis á síðustu árum, eigi rétt á að ganga inn í nýtt húsnæðislánakerfi. Þetta er skemmtilegt starf ef vel gengur — segir Þráinn Guðmundsson nýkjörinn forseti Skáksambands íslands ÞRÁINN Guðmundsson var kjörinn forseti Skáksambands íslands á aðalfundi sambandsins sem haldinn var síðastliðinn laugardag. Þorsteinn Þorsteinsson sem verið hefur forseti Skáksambandsins undanfarin tvö ár gaf ekki kost á sér. Með Þráni í stjóm Skáksam- bandsins voru kjömir þeir Jón Rögnvaldsson, Ámi Björn Jónas- son, Áskell Öm Kárason, Ólafur Ásgrímsson, Guðbjartur Guð- mundsson og Georg Páll Skúla- son. Varamenn eru Ólafur H. Ól- afsson, Margeir Pétursson, Guð- laug Þorsteinsdóttir og Guðmund- ur Guðjónsson. Þráinn Guðmundsson tók fyrst sæti í stjóm Skáksambandsins árið 1968. Blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við Þráinn og var hann fyrst spurður hvað væri eftirminnilegast frá þessum tíma. „Eftirminnilegasti atburðurinn er án efa einvígi þeirra Fishers og Spasskys sém haldið var hér á landi árið 1972,“ sagði Þráinn. „Það var mikið að gera allt árið við undirbúning einvígisins en jafnframt mjög gaman að taka þátt íþessu." — Verða einhverjar breytingar á störfum Skáksambandsins undir þinni stjórn? „Við lýstum því yfír á aðalfund- inum að ætlunin væri að halda sömu stefnu og verið hefur síðustu árin undir stjórn Þorstein Þor- steinssonar. Þetta er nánast sama stjómin þannig að það var búið að marka stefnu sem ég tel mjög gott að halda áfram. Við munum leggja áherslu á að byggja upp unglingastarfið innan skákhreyf- ingarinnar. Við viljum halda áfram góðu samstarfi við okkar sterkustu menn og styðja við bakið á þeim. Einnig viljum við efla deildarkeppnina og skákina úti á landi. Þá ætlum við að reyna að efla kvennaskák. Það gengur ákaflega illa að fá konur til að tefla. Helst væri að reyna það í gegnum skólaskákina. Nú er svo komið að við getum tæplega náð saman Ólympíuliðí kvenna." — Hver em helstu verkefnin á þessu ári? „Það er ýmislegt að gerast á þessu ári. Fyrsta verkefnið verður að fara með íslenska unglinga- landsliðið til Bandaríkjanna í júlí, þar sem teflt verður við svokallað- an Collins-hóp. Þá má nefna að frestað var keppni í landsliðsflokki Islandsmótsins fram á næsta haust. Svo hefst deildarkeppnin aftur í haust. Stærsta verkefnið og það lang dýrasta er þátttaka íslenskra skákmanna í Ólympíu- skákmótinu sem haldið verður í Dubai í Arabísku furstadæmunum í nóvemer. Mikið hefur verið deilt um þetta mót og ætlunin var að taka ekki þátt í því í mótmæla- skyni vegna þess að ísraelsmönn- um var meinuð meinuð þátttaka. En nú hafa ísraelsmenn hvatt menn til að tefla ' a mótinu og hafa Bandaríkjamenn og flestar hinna 26 Evrópuþjóða sem ekki ætluðu að taka þátt ákveðið að vera með. Danir, Svíar og Norð- menn hafa enn ekki ákveðið hvort þeir verði með. Við höfum tekið þátt í þessu móti frá því árið 1930 og að þessu sinni sendum við tvær sveitir á mótið og tel ég að Island eigi góða möguleika. Að lokum má geta þess að hugsanlega kemur Kasparov komi hingað til lands eftir heimsmeist- Þráinn Guðmundsson araeinvígið. Það yrði gífurlegur viðburður." — Hvernig leggst það í þig að taka við stöðu forseta Skáksam- bandsins? „Þetta er skemmtilegt ef vel gengur," sagði Þráinn. „En við eigum við mikinn fjárhagsvanda að etja og því er starfið mjög erfitt peningalega séð. En skákin nýtur velvilja margra og að öðru leyti leggst starfíð vel í mig. Þetta eru vanir og góðir menn sem starfa með mér,“ sagði Þráinn að lokum. Tónleikar „Hálft í hvoru“ á Hótel Borg HLJÓMSVEITIN „Hálft í hvoru“ heldur tónleika á Hotel Borg miðvikudaginn 28. maí og hefjast þeir kl. 21.30. Tilefni tónleikanna er útkoma nýrrar hljómplötu sem nefnist Götumynd. Hljómsveitina skipa þau Gísli Helgason, Herdís Hallvarðsdóttir, Guðmundur Benediktsson og Hann- es Jón Hannesson og er þetta í fyrsta sinn sem Hannes Jón kemur fram með hljómsveitinni á tónleik- um. Á ónleikunum flytur „Hálft í hvoru“ einnig nokkur lög af gull- plötu Gísla Helgasonar „Ástaijátn- ingu“. Hljómsveitin áformar að fara í tónleikaferðir um landið nú í sumar. (Fréttatilkynning.) Stúdentafagn- aður Nemenda- sambands MR ÁRLEGUR stúdentafagnaður Nemendasambands Menntaskól- ans í Reykjavík, verður haldinn að Hótel Sögu föstudaginn 30. maí, daginn eftir skólauppsögn. í ár eru liðin 40 ár fíá stofnun Nemendasambandsins og 140 ár frá starfsrækslu Menntaskólans í Reykjavík. Nýstúdentar og nem- endur úr afmælisárgöngum hafa forgang að þátttöku á Súdenta- fagnaðinum. Nemendur afmælisár- ganga eru því beðnir að tilkynna miðapantanir til forsvarsmanna ár- ganga hið fyrsta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.