Morgunblaðið - 27.05.1986, Page 48

Morgunblaðið - 27.05.1986, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986 t Móðir mín, GUÐRÚN EGILSDÓTTIR, Furugrund 4, Kópavogi, lóst í Landspítalanum föstudaginn 23. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Dóra Guðleifsdóttir. Móðir okkar, t KRISTÍN NÍELSDÓTTIR BREIÐFJÖRÐ frá Sellátri, er látin. Dagbjört Höskuldsdóttir, Höskuldur Höskuldsson, Jón Höskuldsson. t Móðirokkar, HJÁLMFRÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR, Austurbrún 4, lést í Landspítalanum að kvöldi 24. maí. Sólborg Jónsdóttir, Eyjólfur Jónsson, Hákon Jónsson. t Amma mín, ÁSLAUG HJÁLMSDÓTTIR, lést aö Dropiaugarstöðum föstudaginn 16. maí. Ég vil færa starfs- fólki á Droplaugarstööum innilegar umhyggjuþakkir og þakka vinum og ættingjum fyrir hlýhug, og þá sérstaklega sr. Árelíusi Níelssyni fyrir frábæra hjálpsemi. Ásgeir Ragnar Bragason. t Móðir okkar og tengdamóðir, GRÍMA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Akureyri, lést 2. maí sl. Útförin var gerð frá Akureyrarkirkju 13. maí sl. Þökkum auðsýnda samúð. Rósa Arnaldsdóttir, Þorgrimur Sigurðsson, Örn Smári Arnaldsson, Rósa Hjaltadóttir, Guðmundur Arnaldsson, Auðbjörg Guðjónsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARÓLÍNA ÓLÖF GUÐBRANDSDÓTTIR, Hringbraut 97, andaðist í Landakotsspítala 15. maí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurður Gíslason, Steingrímur Gíslason, Ingibjörg Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LEIFUR GUÐMUNDSSON, fyrrverandi forstjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur, lést í hjartadeild Landspitalans að morgni 25. maí. Ragnheiður Guðbrandsdóttir, Hlif Leifsdóttir, Theódór Þorvaldsson, Guðmundur Leifsson, Helga Gunnþórsdóttir, Valdimar Leifsson, Bryndis Kristjánsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR TÖNSBERG, framkvæmdastjóri, Glæsibæ 13, Reykjavík, léstföstudaginn 23. maí. Ingibjörg Tönsberg, Sigríður Bjarnadóttir, Hermann Tönsberg, Kristín Arnardóttir og barnabörn. Minning: Vigfús L. Friðriks son ljósmyndari Fæddur 19. október 1899 Dáinn 18. maí 1986 í dag er til moldar borinn afi okkar og góður vinur, Vigfús L. Friðriksson ljósmyndari, en hann andaðist að Hrafnistu í Hafnarfírði á hvítasunnudag. Hann var fæddur að Bjarghúsum í V-Húnavatnssýslu 19. október 1899. Foreldrar hans voru Ingibjörg Vigfúsdóttir og Friðrik Magnússon smiður. Vigfús fluttist ungur að árum með foreldrum sínum til Akureyrar þar sem hann ólst upp ásamt bróður sínum, Axel, sem nú er látinn. Þeir bræður voru mjög samrýndir. Um fermingaraldur veiktist Vigfús af berklum, sem þá voru landlægir. Hann háði harða baráttu gegn sjúkdómnum, en þó með hléum, öll sín ungdómsár. Dvaldist hann m.a. eitt ár á Vífíls- stöðum og náði loks fullum bata. Á þessum árum beið erfíðisvinna flestra ungra manna og fyrir ungan mann nýstiginn upp úr ströngum og langvinnum veikindum var valið vandasamt. En Vigfús var svo lán- samur að vera gæddur ágætum listrænum hæfíleikum auk þess að vera mikill nákvæmnismaður og samviskusamur. Hann hóf nám í ijósmyndun hjá Guðmundi Tijá- mannssyni og gerði hana að lífs- starfí sínu. Að námi loknu 1927 stofnaði hann myndastofu á Akur- eyri í félagi við Jón Sigurðsson. Þeir áttu samstarf allt til ársins 1956 er Vigfús flutti til Hafnar- íjarðar. 1926 kvæntist Vigfús eftirlifandi konu sinni, Nýbjörgu Jakobsdóttur. Nýbjörg er fædd og uppaiin Akur- eyringur, dóttir hjónanna Jóhönnu Friðriksdóttur, mikillar dugnaðar- konu, og Jakobs Jóhannessonar sjó- manns sem dó ungur að árum frá konu og fímm börnum. Nýbjörg og Vigfús eignuðust eina dóttur, Hönnu Mörtu, móður okkar. Afi og amma eru flutt suður til Hafnarfjarðar er við systkinin munum fyrst eftir þeim. Afí kunni strax vel við sig í Hafnarfírðinum þótt hann teldi sig alltaf vera Akureyring enda hafði hann búið þar mestan hluta ævi sinnar. Hér fyrir sunnan sneri hann sér alfarið að töku skólamynda í nokkrum heimavistarskólum á Suðurlandi og á Reykjum í Hrútafírði. Hann kom sér upp ágætri aðstöðu til framköll- unar og vinnslu myndannan á heim- ili sínu og ömmu í Hafnarfírðinum. Þessu starfí fylgdu ferðalög í skól- ana en þau voru afa til mikillar ánægju. Okkar fyrstu bemsku- minningar um afa tengjast einmitt slíkum ferðum. Okkur krökkunum þótt undirbúningurinn fyrir ferðir þessar afar spennandi. í þessar ferðir þurfti mikið hafurtask. Setja þurfti niður í margar kistur alls konar útbúnað, ljósmyndaplötur, framköllunartæki og efni, ljósa- lampa og að ógleymdri myndavél- inni. Allt var þetta handsmíðað af afa, aðeins linsan á myndavélinni var aðkeypt. Síðan þurfti að flytja þennan útbúnað niður á BSI og að launum var afí vanur að gefa okkur Ópalpakka fyrir allt umstangið. Þessum ferðum lauk yfírleitt fyrir jól og tók þá við vinnsla myndanna. Þá var gaman að fylgjast með störfum afa ímyrkrakompunni, við daufa skímu frá rauðu perunni. Við hveija mynd lagði hann sig allan fram og fór um þær vandvirkum höndum. Aldrei mátti kasta til hendinni og var vinnudagurinn því oft æði langur. Þrátt fyrir breytta tíma voru handbrögðin ávallt þau sömu því afí var fastheldinn og jafnvel íhaldssamur á gamla siði. Þannig gat tíminn staðið í stað hjá afa. Umhyggja hans fyrir okkur bamabömunum var mikil og sér- staklega hin seinustu ár var eins og fátt skipti hann meira máli en velferð okkar. Hann fylgdist vel með skólagöngu okkar og gladdist mikið þegar vel gekk. Eftir á að hyggja hefur hann eflaust ofdekrað okkur en það var honum ekki áhyggjuefni. Fyrir fáeinum árum fluttust afí og amma til foreldra okkar í Kópavogi. Þar undi afí sér vel þrátt fyrir að heilsu hans tók að hraka. Þar skiptu langafabömin miklu máli. Á síðastliðnu ári fluttu afi og amma á Hrafnistu í Hafnar- fírði og hafa notið þar góðrar umönnunar. Með þessum orðum viljum við kveðja afa, við vitum að hann hvílir í friði. Björg, Kjartan og Bjöm Láras ' Sex eininga Salix hillusamstæða frá VIÐJU á kr. 23.800, Hvít með bláum eða rauðum skúffum og skápahurðum. 20% UTBORGUM 12 MÁMAÐA QREIÐ5LUKJÖR HUSGAGNAVERSLUNIN Smiðjuvegi 2 Kópavogi slmi 44444

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.