Morgunblaðið - 27.05.1986, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986
Líney Harðar-
dóttir - Minning
Fædd 16. október 1963
Dáin 19. maí 1986
„Skjótt hefur guð brugðið gleði, góðvina
þinna...“ (Jónas Hallgrímsson)
Ekki veit ég hversvegna leiðir
mínar lágu til Akureyrar að loknu
landsprófi. En í 3. bekk varð einum
nemanda það á að brjóta á sér
handlegginn. Sá hinn sami hafði
yfirgefíð Hrísey eins og ég Reykja-
vík. Honum ftindust heimavistar-
menn vera eintóm peð. Því gerðist
ég heimalningur á heimili foreldra
hans og hugðist hróka langt.
Þannig kynntist ég Herði Einars-
syni, sem í dag, þriðjudaginn 27.
maí 1986, ber dóttur sína, Líney
Harðardóttur, til moldar.
Skólaskák okkar fór oft í bið.
Eftir stúdentspróf hófum við báðir
nám við sama háskólann í Þýska-
landi. Veturinn 1962/63 var mjög
harður. Hörður kemur út með konu
sína Sigríði Antonsdóttur. Kolaofn-
ar glóðu allan veturinn og íslend-
ingar sveipuðu sig gæruskinnum úr
úlpunum um nætur. En í ágúst
1963 urðu menn að líma blaut
dagblöð innan á gluggarúður til að
„halda á sér kulda". Sigríður er að
kveðja, hún er á leiðinni heim með
sitt fyrsta bam, í móðurkviði. Ég
sé hana ennþá fyrir mér í ruggu-
stólnum við gluggann, bíðandi eftir
lestinni norður. Bamið átti að
fæðast heima. Ég hitti þær mæðgur
aftur í október á Selfossi. Líney
hafði lifað af frost og funa. Ég tók
af henni fyrstu myndimar.
Skákin hélt áfram, fór aftur og
aftur í bið. Menn leika af sér, fínna
svo bestu vömina eða rata á rétta
svarið, í lífí og leik. Lífstaflinu er
þó þannig varið, að mótheijinn er
óútreiknanlegur, og þegar öllu er á
botninn hvolft, verður hann okkur
ætíð jrfirsterkari.
011 þessi ár hef ég, og síðar
meir við hjónin, orðið þeirrar gæfu
aðnjótandi, að upplifa og njóta
vináttu þeirra hjóna, Harðar Ein-
arssonar og Sigríðar Antonsdóttur.
Vináttu, sem einnig bömin þeirra
áttu stóran þátt í. Þegar við komum
í heimsókn, komu börnin jafnan inn
í stofu og vildu eignast hluta í
þessari vináttu, tóku þátt í samræð-
unum, þótt þau svo síðar drægju
sig í hlé og leyfðu gamla fólkinu
að blanda geði. Slíkt er sjaldgæft
á þessum dögum, sem einkennast
af sambandsleysi, jafnvel milli for-
eldra og bama.
Nú er Líney horfin úr þessum
hóp. Líklega hefur enginn okkar
gert sér að fullu. grein fyrir því,
hvað í henni bjó, enda var beðið
átekta á meðan allt lífið virtist
ennþá framundan. En þeir sem
fylgdust með henni síðustu árin, eru
ekki í vafa um það, að hún bjó yfir
ákaflega heilsteyptum persónu-
leika, enda átti hún ekki langt að
sækja það. Það var dásamlegt að
fá að fylgjast með skjótum þroska
hennar, á örstuttum tíma virtist hún
vaxin upp úr sjálfri sér. Og þegar
maður spyr, hver ástæða hafí verið,
þá er aðeins til eitt svar: ástin unga,
en stutta, en ekki síður sú hlýja,
umhyggja og ást, sem hún naut á
heimili foreldra sinna. A þetta
reyndi mest þessar síðustu vikur
ogdaga.
„Líf vekur von, en undir lokin
bara bænir“, segir Matthías. Við
vildum ekki trúa því að Líney myndi
kveðja okkur hin svo skyndilega,
enda var hún svo mikil hetja í sér
að hún vildi halda öllum áhyggjum
frá okkur. Hún gaf litlu stúlkunni
sinni litlu alla krafta sína og orku,
þótt hún væri sjálf að þrotum
komin. Ast hennar til mannanna
og lífsins mun lifa áfram í baminu
hennar, sem hún gaf unnusta sín-
um, foreldrum, systkinum og jafn-
vel okkur hinum, því að við munum
halda áfram að fylgjast með því
eins og henni.
Við hjónin þökkum Líney sameig-
inlegar stundir og kveðjum hana
núna um stundarsakir.
Jafnframt vottum við unnusta
hennar, foreldrum, systkinum og
hinum mörgu vandamönnum og
ástvinum okkar dýpstu samúð.
Coletta Biirling og
Kjartan R. Gíslason
Fátt hryggir meir en þegar ungt
og efnilegt fólk í blóma lífsins er
kallað á brott. Okkur var því illa
brugðið þann 19. maí sl. þegar við
fréttum andlát Líneyjar Harðar-
dóttur, hjúkrunarfræðinema. Þó við
vissum að hún væri mikið veik og
lítið eða ekkert hægt að hjálpa
henni er alltaf haldið í vonina, ef
til vill sem betur fer.
Líney var dóttir okkar bestu vina,
þeirra Harðar Einarssonar tann-
læknis og Sigríðar Antonsdóttur
hjúkrunarfræðings, en vegna þeirr-
ar góðu vináttu og sambands, sem
milli heimilanna er, höfum við fylgst
með Líneyju allt frá fæðingu. Sem
bam var hún óvenjulega skýr og
hress, þuldi þá gjaman vísur og
spakmæli sem hún lærði af föður
sínum, viðstöddum til óblandinnar
kátínu. Minnumst við margra
glaðra stunda frá þeim árum, bæði
heima og í útilegum, og alltaf fór
Líney fremst í flokki.
Árin liðu og við sáum Líneyju
þroskast í unga og hamingjusama
konu, sátta við lífíð og tilveruna.
Hún kaus að starfa að heilbrigðis-
málum, eins og foreldrarnir, hóf
nám í hjúkrunarfræði, stóð sig þar
með sóma eins og vænta mátti, og
átti að útskrifast nú í júní sem
hjúkrunarfræðingur. Hún kynntist
ungum manni, Eggerti Sigurbergs-
syni, og hófu þau búskap saman.
Framtíðin brosti við þeim og von á
erfíngja, en með veikindum Líneyjar
dró ský fyrir sólu. Baráttan við
sjúkdóminn varð stutt, en Líney
sýndi mikinn þroska og kjark og
hjá henni gekk velferð barnsins
ófædda fyrir öllu. Þann 14. maí sl.
fæddist svo lítil stúlka, sem vermir
nú aðstandendur eins og sólargeisli
í sorg þeirra.
Eggerti og vinum okkar í Faxa-
túni 9 sendum við innilegar samúð-
arkveðjur. Við kveðjum Lineyju
Harðardóttur og þökkum henni
samfylgdina. Blessuð sé minning
hennar.
Elva og Birgir
Hátt ég kalla, hæðir fjalla,
hrópið með til Drottins halla.
Mínum rómi, ljóssins ljómi,
lyft þú upp að Herrans dómi.
Eg vil kvaka, ég vil vaka,
allt til þess þúviltmigtaka.
Til þín hljóður, Guð minn góður,
græt ég eins og bam til móður.
(Matth. Joch.
Vers þetta hefur ekki úr huga
mér horfíð síðan ég frétti lát elsku-
legrar bróðurdóttur minnar, Líneyj-
ar.
Ég get ekkert sagt, ekkert gert,
þó langar mig svo að þakka föður
hennar og móður þá hjálp og hlýju,
sem þau sýndu mér er ég varð fyrir
þeim ástvinamissi sem aldrei
gleymist.
Élsku Sigga og Hörður, ég stend
hér og get ekki annað, orðvana en
með bæn í hjarta.
Eddi minn. Sá sólargeisli sem
hún skildi eftir sig og lagði líf sitt
í sölurnar fyrir, eins og þú orðaðir
svo fallega, hann á vonandi eftir
að lýsa þér um ókomna framtíð.
Guð blessi ykkur öll og vaki yfír
ykkur í þessari þungbæru sorg.
Hugurinn er heima þó ég geti ekki
verið við útförina, en ég þakka elsku
frænku minni fyrir dásamleg kynni.
Guð geymi hana og ástvini hennar
og veiti þeim styrk í þessari raun.
Guðný
Lífið erfljótt,
líkterþaðelding
semglamparumnótt,
ljósi sem tindrar á tárum
titrarábárum.
(M.Joch.)
í dag verður gerð frá Dómkirkj-
unni útför Líneyjar Harðardóttur,
hjúkrunamema. Foreldrar hennar
eru hjónin Sigríður Antonsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, og Hörður
Einarsson, tannlæknir.
Hún hóf nám í hjúkrunarfræði
við Hjúkrunarskóla Islands í sept-
ember 1983. Fljótlega kom í ljós
að Líney var gædd góðum og eftir-
sóknarverðum hæfíleikum, sem
birtust í einurð hennar, samvisku-
semi, hógværð og hlýju.
Það var aðdáunarvert hvemig
hún tókst á við hjúkrunamámið
þegar vitað var hve alvarleg veik-
indi hennar voru, sem á einstakan
hátt lýstu persónuleika hennar.
Hún hefði lokið hjúkrunarnámi
og brautskráðst frá skólanum í
næsta mánuði, ef óskir okkar hefðu
fengið að rætast og heilsa hennar
leyft.
Tómleiki og harmur fylltu huga
okkar þriðjudagsmorguninn 20.
maí þegar nemendur mættust í
anddyri skólans árla morguns.
Andlát Líneyjar var kaldur vem-
leiki.
Við vissum að hún hafði átt við
alvarleg veikindi að stríða undan-
fama mánuði, en engan óraði fyrir
hve alvarleg þau voru. Af æðruleysi
og festu mætti hún þessum erfíð-
leikum og með sínu einstaka hlýja
brosi vildi hún mæta hinu ókomna.
Við sem samfylgdar Líneyjar
nutum, þökkum góðar minningar
og vottum unnusta hennar og ný-
fæddri dóttur svo og foreldrum og
systkinum dýpstu hluttekningu.
Núgengurhún
Florence litla
íbjartarstofurinn
með hvíta kappann sinn,
strunsarum
áléttum skóm
með bros á kinn.
„Allt í einu
breytisthún
efeitthvaðerað
verðuraftur lítil stúlka
með dökkleitt sjal
lýsirmeðlampannsinn,
lampann þinn og minn.“
(Guðrún P. Helgad.)
Sigríður Jóhanns-
dóttir, skólastjóri.
Ferðþínerhafin.
Fjarlægjast heimatún.
Núfylgirþúvötnum
sem falla til nýrra staða
ogsjónhringarnýir
sindraþérfyriraugum.
En alnýjum degi
færþúaldreikynnst.
I lind reynslunnar
fellur ljós hverrar stundar
ogbirtistþar
slungið blikandi speglun
allsþesseráðurvar.
(Hannes Pétursson, Framtíð.)
Sú harmafregn barst að kvöldi
19. maí síðastliðins að bekkjarsystir
okkar, hún Líney, væri látin.
Þegar slíkar fregnir berast neitar
maður að trúa þeim. Aðdragandi
þessa andláts var stuttur. Við trú-
um því ekki að hún, sem fyrir
skömmu gekk með okkur til náms
og starfa, komi ekki aftur. Við
þekktum Líneyju orðið vel eftir
braðum 3ja ára samvistir í Hjúkr-
unarskóla Islands, hún var okkur
öllum góður félagi.
Brátt ljúkum við okkar námi og
brautskráumst innan tíðar. Við út-
skriftina verður góðs félaga sárt
saknað.
Líney lætur eftir sig unnusta og
dóttur, er fæddist tæpri viku fyrir
andlátið. Megi góður Guð styðja og
styrkja þau feðginin nú og í framtíð-
inni.
Við sendum þér, Eggert, svo og
foreldrum, systkinum og öðrum
ástvinum Líneyjar okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Bekkjarsystur úr Hjúkrun-
arskóla íslands 1983—1986.
Það líf er ekki lengst
semlengsthefurvarað.
Sá hefur lifað lengst
er nýtir lífið best.
Sáerekkiríkastur
semmesthefursparað.
Nei, sá er ríkastur
sem hefurgefiðmest.
(Naima Jakobsson), lauslega
þýttúrsænsku.
í starfi hjúkrunarfræðinga er
dauðinn oft nálægur. Hjá mörgum
er dauðinn kærkomin hvíld eftir
langan ævidag, þegar heilsan er
farin að gefa sig.
Stundum fínnst okkur dauðinn
vera ótímabær, sérstaklega þegar
böm eða ungt fólk á í hlut.
Fregnin um lát Líneyjar Harð-
ardóttur, nemanda okkar í Hjúkr-
unarskóla íslands, kom því eins og
reiðarslag.
Við vissum að vísu að hún hafði
átt við veikindi að stríða undanfama
mánuði, en engan óraði fyrir hversu
alvarlegþau voru.
í fámennum skóla eins og Hjúkr-
unarskóla íslands verða tengsl
nemenda og kennara oft náin.
Líney var dagfarsprúð og hafði
til að bera hlýju sem ekki er öllum
gefín. Hún naut trausts samnem-
enda sinna og var kjörin til trúnað-
arstarfa fyrir hópinn.
I námi hennar í Hjúkrunarskóla
Islands komu glögglega í ljós hæfi-
leikar hennar til hjúkrunarstarfa.
Líney var samviskusöm, ósérhlífín
og áhugasamur nemandi. í verklegu
námi á hinum ýmsu sjúkradeildum
fékk hún alls staðar góðan vitnis-
burð.
Þrátt fyrir veikindin lagði hún
hart að sér síðustu vikurnar í verk-
legu námi og lauk verkefnum á
tilsettum tíma. Fram undan var
lokatakmarkið, að ljúka hjúkrunar-
námi hinn 21. júní næstkomandi.
Fráfall Líneyjar er staðreynd sem
erfítt er að sætta sig við. Við vottum
unnusta, nýfæddri dóttur, foreldr-
um og systkinum innilega samúð
og biðjum Guð að styrkja þau í
þeirra miklu sorg.
Kennarar og starfsfólk
Hjúkrunarskóla íslands.
Kveðja frá vinkonum
Þú guð sem gefur og tekur
því gerðirðu það svona fljótt.
Þú, sem svæfir og vekur,
já, svæfir að eilífú rótt.
(Höf. ókunnur)
Þeir sem guðimir elska deyja
ungir. Eins og hún Líney sem var
að ljúka við að búa sig undir lífs-
starfíð sem hún hafði kosið sér, að
hjúkra og hjálpa öðrum.
Kynni okkar Líneyjar hófust fyrir
tæpum þremur árum, þegar við
hófum nám við Hjúkrunarskóla ís-
lands. Strax frá upphafi var góður
vinskapur á milli okkar þriggja.
Þessi ár stefndum við allar að sama
markmiði og mikil var tilhlökkun
okkar til komandi sumars, þegar
langþráðum áfanga lífs okkar, að
ljúka hjúkrunamámi, yrði náð. En
skyndilega er komið stórt skarð í
hópinn þar sem Líney var mjög
heilsteyptur persónuleiki, alltaf ró-
leg og yfírveguð en hafði samt sínar
skoðanir á mönnum og málefnum.
Hún reyndi alltaf að miðla málum
þegar í brýnu sló á þann hátt að
maður bar alltaf virðingu fyrir
skoðunum hennar. Líney var frekar
dul og bar aldrei líðan sína á torg
en var ætíð reiðubúin að hjálpa
öðmm. Þessi elskulega stúlka, sem
við skólasystur hennar söknum svo
sárt, lét eftir sig elskulega litla
dóttur, sem hún fæddi í þennan
heim skömmu áður en hún sofnaði.
Við verðum að trúa því að hún
hafi verið kölluð einmitt af því að
Guð hafí ætlað henni annað hlut-
verk í framtíðinni.
Við kveðjum hana með sárum
söknuði og biðjum þann sem sagði
„minn frið gef ég yður“, að græða
sárin og þerra tárin hjá foreldrum,
systkinum og unnusta Líneyjar.
Guð ble.ssi þau öll og alla vini og
vandamenn.
Og seinna, þar sem enginn telur ár
og aldrei falla nokkur harmatár.
Mun herra tímans, hjartans faðir vor,
úr hausti tímans gera eilíft vor.
(ÓB)
Við kveðjum hana með þökk fyrir
allt.
Elísabet Arietta
Geirþrúður Karlsdóttir
t
Þökkum auösýnda samúö og viröingu viö minningu móöur okkar,
DAGMAR JÓNSDÓTTUR,
Snorrabraut 75.
Sigríður, Ingibjörg,
Guörún og Geir.
t
Við þökkum þann innilega hlýhug sem bæöi fjölskyldan, frændfólk
og vinir hafa sýnt okkur viö fráfall míns ástkæra eiginrnanns,
sonar, föður, tengdaföður og afa,
RAGNARS ALFREÐSSONAR,
Mávahlið 1.
Ásdís ísleifsdóttir,
Teódóra Eyjólfsdóttir, Garðar Kristjánsson,
börn, tengdabörn og barnabörn
Legsteinar
ýmsar gerðir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður