Morgunblaðið - 28.05.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.05.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986 Flautað tílsamþykkis Morgunblaðiö/RAX Sjálfstædismenn voru í gærkvöldi með nýstárlega kynningu í kosningabaráttunni. Þeir stillu sér upp með nokkur spjöld við Miklu- brautina og á síðasta spjaldinu voru ökumenn beðnir um að þeyta bílhornin ef þeir væru samþykkir þvi sem á spjöldunum stóð. Undirtektir voru mjög góðar og ökumenn flautuðu óspart er þeir óku framhjá. Ríkisstj órnin ákveður að hækka ekki bensíngjaldið „Er algjörlega andvígnr þessari ákvörðun,u segir Matthías Bjarnason samgönguráðherra. Búist við bensínlækkun í næstu viku Akranes: Tímamóta- samning- urríkis og bæjar — um uppbyggingu skólahúsnæðis Akranesi. SAMNINGUR á milli ríkis og bæjar um uppbyggingu skólahús- næðis fyrir grunnskóla á Akra- nesi hefur verið undirritaður. Samningurinn gerir ráð fyrir að á næstu 8 árum verði byggðar þijár nýjar byggingar við Grundaskóla og lokið verði við viðbyggingu Brekkubæjarskóla, auk þess sem miklar endurbætur verði gerðar á gamla skólahús- inu. Þegar framkvæmdum verður lokið mun húsnæði Grundaskóla verða alls 4600 fermetrar, en er í dag 2200 og húsnæði Brekkubæjar- skóla 3350 fermetrar en er í dag tæplega 2000 fermetrar. Auk bygg- ingar skólahúsnæðis er í samning- um gert ráð fyrir föstum greiðslum í búnað og fullnaðarfrágang lóða. Kostnaður við þessar framkvæmdir miðað við veiðlag í dag er 168 milljónir. Samningurinn var undirritaður 26. maí af Sverri Hermannssyni menntamálaráðherra, Þorsteini Pálssyni ^ármálaráðherra og Ingi- mundi Sigurpálssyni bæjarstjóra á Akranesi. Markar þessi samnings- gerð tímamót ( samskiptum ríkis og sveitarfélaga, því þetta er í fyrsta skipti sem ríkið gerir svo afdráttarlausan samning við sveit- arfélag um uppbyggingu skólahús- næðis. Málefni grunnskóla hafa verið mikið hitamál hér í vetur. Meirihluti bæjarstjómar hefur viljað fara þessa leið, en minnihlutinn talið að með því væri verið að tefja málið og vonlaust að ná slfkum samningi. J.G. Segir upp vegna auglýs- ingastefnu Listahátíðar SIGMUNDUR Emlr Rúnarsson ritstjómarfulltrúi Helgarpósts- ins sagði í gær upp störfum sin- um hjá Sjónvarpinu sem umsjón- armaður kynningarþátta Lista- hátíðar. Sigmundur Emir véfengir í upp- sagnarbréfi sínu sannieiksgildi op- inberrar skýringar framkvæmda- stjómar Listahátíðar á þessari ákvörðun og segist telja hana til- komna vegna þess að Hrafn Gunn- laugsson formaður framkvæmda- stjómar Listahátíðar og dagskrár- stjóri Sjónvarps eigi í persónulegri togstreitu við þann ritstjóra sem Sigmundur Emir er nú staðgengill fyrir. Bendir hann á í bréfi sínu að það væri óþægileg staða fyrir sig að auglýsa upp dagskrá Listahátíðar í Sjónvarpi á sama tíma og hann gegni starfí ritstjóra Helgarpósts- ins, sem Listahátíð hafí ákveðið að hunsa með því að auglýsa ekki f Helgarpóstinum. Hrafn Gunnlaugsson var í gær spurður hvemig hann hygðist bregðast við uppsögn Sigmundar Emis: „Mér þykir leiðinlegt að missa Sigmund Emi úr starfí, en við tókum þá ákvörðun f fram- kvæmdastjóm Listahátíðar að aug- lýsa einungis í dagblöðum. Þessi ákvörðun var tekin einróma í fram- kvæmdastjóm, í samráði við fram- kvæmdastjóra Listahátíðar." Hrafn sagði: “Þumalskrúfa sem þessi sem sett er á mig sem dag- skrárstjóra breytir engu um störf mín innan Listahátíðar. Þau eru Sjónvarpinu óviðkomandi." Á ríkisstjóraarfundi f gær- morgun var ákveðið að hækka ekki bensingjald. Eins og kunn- ugt er gerði Matthías Bjamason samgönguráðherra það að til- lögu sinni að fallið yrði frá því að lækka bensfnverð í byijun næsta mánaðar um þijár krónur Utrann, en hækka bensíngjaldið sem þvf nemur og nýta það fjár- magn sem þannig fengist til varanlegrar vegagerðar. Sverrir Hermannsson menntamálaráð- herra lýsti sfðan stuðningi sínum við þessa tillögu samgönguráð- herra. Á rfkisstjóraarfundi f gærmorgun var hins vegar ákveðið að hafna þessari tillögu, þannig að f upphafi næsta mán- aðar má búast við að bensfnUtr- inn lækki um þijár krónur. „Það var ákveðið að hækka ekki bensínskattinn á þessum fundi," sagði Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Fýármálaráðherra sagði að ekki hefði verið hægt að ákveða hækkun bensíngjaldsins nema með bráðabirgðalögum um nýja skattheimtu. Hefðu hann og forsætisráðherra, ásamt fleirum verið andvígir slfkri bráðabirgða- lagasetningu. „Ég er auðvitað algjörlega and- vígur þessari ákvörðun," sagði Matthías Bjamason samgönguráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég hefði talið að það væri mikill fengur að því að auka fram- lög til vegagerðar með þessum hætti. Við emm búin að fá 20% lækkun á bensínverði að undan- fömu, þannig að ég tel að þessa leið hefði tvímælalaust átt að fara,“ sagði samgönguráðherra. I Morgunblaðinu sl. sunnudag var haft eftir Snæbimi Jónssyni vegamálastjóra, að ef Vegagerðin fengi þijár krónur af hveijum seld-, um bensínlítra til viðbótar, jafngilti það nálægt 400 milljónum króna á ári. Fyrir þá upphæð mætti leggja 3-400 kílómetra af bundnu slitlagi. Síðasti dag- ur fyrir spurt og svarað VEGNA borgarstjómarkosning- anna á laugardag hefur Davfð Oddsson, borgarstjóri, svarað spurningum lesenda Morgun- blaðsins f þættinum Spurt og svarað. Með það f huga, að svör fáist við öllum spuraingum, sem borist hafa, ekki siðar en f blað- inu á kjördag, er síðasti dagur til að koma þeim á framfæri á morgun, fimmtudag. Þeir, sem hafa hug á að spyija borgarstjór- ann, geta hringt til Morgunblaðs- ins milli kl. 11 og 12 f dag og á sama tfma á morgun. Átök í kosningastjóm Alþýðubandalag: Samþykkt með eins atkvæðis mun að Svav- ar íengi að halda ræðu SÍÐUSTU daga hafa staðið hörð átök innan Alþýðubandalagsins um það, hvort Svavar Gestsson, formaður flokksins, ætti að verða einn af ræðumönnum á kosningafundi Alþýðubanda- lagsins f Háskólabíói í kvöld. Össur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðviljans, sem skipar 4. sæti á framboðslista flokksins við borgarstjómarkosningaraar í Reylgavfk nk. laugardag, lagð- ist gegn því ásamt Skúla Thor- oddsen að Svavar héldi ræðu á fundinum. Þessi átök enduðu með þvf að atkvæðagreiðsla fór fram um það f kosningastjórn Alþýðubandalagsins í Reykja- vík, hvort flokksformaðurinn fengi að halda ræðu á fundinum. Niðurstaða þeirrar atkvæða- greiðslu varð sú, að samþykkt var með eins atkvæðis mun, að Svavar Gestsson yrði f hópi ræðumanna. Átökum um ræðuflutning Svav- ars Gestssonar var ekki lokið með þessarí atkvæðagreiðslu. Formað- ur Alþýðubandalagsins óskaði eftir því að fá að halda lokaræðu fund- aríns. Sömu aðilar Iögðust gegn því og stóðu deilur um það í nokkra 6 9(9 þrumandi baráttuhátíð listinn gggg—s. aSs-- daga. Að lokum var enn boðaður fundur í kosningastjóminni og fór þar fram ný atkvæðagreiðsla um þennan þátt málsins. Hún fór á_ sama hátt og hin fyrri, að sam- þykkt var með eins atkvæðis mun að Svavar Gestsson héldi lokaræðu fundarins. Auglýsingar í Þjóðviljanum um þennan fund hafa vakið athygli. Laugardaginn 24. maí birtist aug- lýsing um fundinn og var Svavari Gestssyni gert þar jafnhátt undir höfði og öðrum ræðumönnum á fundinum, þ.e. birt var jafnstór mynd af honum og öðrum ræðu- mönnum. Þegar auglýsing birtist í Þjóðviljanum í gær, þriðjudaginn 27. maí, um þennan fund, hafði henni verið breytt. Eins og sjá má á meðfyigjandi myndum er nú birt stór mynd af fjórum ræðumönnum á fundinum, sem skipa efstu sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík, en lítil mynd er birt af Svavari Gestssyni, sem er settur í hóp með skemmtikröftum. Auglýsing í Þjóðvifjanum sl. laugardag um kosningafund. Auglýsing f Þjóðviyanum í gær um sama kosningaf und
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.