Morgunblaðið - 28.05.1986, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.05.1986, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986 Tveir umrenningar í Beverly Hills, Nolte og Kerouack. Inn og út í Beverly-hæðum Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Út og suður í Beverly Hilis — Down and Out in Beverly Hills ★ ★ ★ Leikstjóri og framleiðandi Paul Mazursky. Handrit Marzursky og Leon Capetanos. Kvikmyndataka Donald McAlp- ine. Tónlist Andi Summers. Aðalleikendur Nick Nolte, Ric- hard Dreyfuss, Bette Midler, Little Richard, Elizabeth Pena, Evan Richard og síðast en ekki síst, hundurinn Mike. Touchstone Filoms-Buena Vista 1985. Öðru vísi mér áður brá gæti Disney sálugi hugsað með sér ef hann fengi tækifæri til að sjá Down and Out In Beverly Hills, eina vinsælustu mynd síns gamla fyrir- tækis um árabil. Hér skemmtir nefnilega enginn Mikki mús, Andr- és önd, Lukkubfll né Mary Poppins, heldur er söguhetjan lassaróni sem fíflar heila fjölskyldu á einn eða annan hátt. Ráðamenn Touchstone Ars-risafyrirtækisins fylgjist mjög vel með þörfum eldri aldurshópanna á markaðnum og hafa varpað gömlum hefðum fyrir róða með athyglisverðum árangri. Skemmt- anagildið á sinn hátt er síst lakara en í gömlu góðu fjölskyldumyndun- um — sem fyrirtækið rækir enn með prýði. VEKIU Á UNDAN VAXUUÆKKUNH ::'£&RFlSra i SMIRISKfKIE^H RÍKISSIÓÐS NUNA E<nn gefst þér tækifæri til að kaupa spariskírteini ríkissjóðs á háu vöxtunum. Á undanfömum mán- uðum hafa vextir lækkað á óverðtryggðum banka- reikningum. Óhjákvæmilegt er að innan tíðar fylgi spariskírteini ríkissjóðs í kjölfarið. En þú ert ekki búin(n) að missa af lestinni ennþá. Hefðbundin spariskírteini ríkissjóðs fást enn með allt að 9% ársvöxtum umfram verðtryggingu, föstum a.m.k. næstu 6 árin. Þessu öryggi verður ekki hnekkt þótt aðrir vextir breytist. Að þessu leyti hafa spariskírteini ríkis- sjóðs sérstöðu. Með þessum vöxtum tvöfaldast höfuðstóllinn á aðeins liðlega átta árum. Spariskfrteini rfkissjóðs eru þvf bæði mjög örugg og arðbær fjárfesting. Þér gefst ekki betra tækifæri en einmitt nú að tryggja þér góða ávöxtun á sparifé þitt til langs tfma. Sölustaðir era Seðlabanki íslands, viðskiptabank- amir, sparisjóðir, nokkrir verðbréfasalar og póst- hús um land allt. RÍKÍS SJÓÐÚRTS IAN DS D&OIBH er fislétt gamanmynd, meinhæðin undir niðri, um rónann Jerry Baskin (Nolte), er hyggst enda skrautlega ævi á sundlaugar- botni við auðsmannsvillu í Beverly Hills. Tilraunin tekst ekki betur en svo að karl er vakinn til lífsins af eigandanum, Dave Whiteman (Dreyfuss), og áður en varir er búið að afmá af honum öll ræfílsdóms- einkenni — fyrir utan þvaglát í blómabeðin og svo gott sem búið að munstra hann í fjölskyduna og fatahengjafyrirtækið sem er auðs- uppsprettan. En þá fer f verra er hann fer að beita fjölskylduna amorsbrögðum og um tfma er staða flækingsins fyrrverandi ærið tvísýn á heimilinu. Hver er Jerry Baskin? Lffsgeðin og hamingjan sem þeir verða af sem eru hálfkæfðir frá morgni til kvölds í leit að lífsfuUnægingu er þeir telja sig finna í fleiri þrælum, fínni klúbbum, vænni innistæðum, „rétt- um“ félagsskap og vörumerkjum. Barbara (Bette Midler) og Dave Whiteman eru í rauninni ágætis- fólk, en eru því miður búin að hálf- drekkja sér f innantómu allsnægta- lffí, orðin andlaus og náttúrulaus af heimspekilágkúru og heilsufæði. Þá kemur lausnarinn og bjargar þeim úr prísundinni. Þau fara að meta raunverulegt gildi hlutanna og gefa vindinum frí. En myndin er fyrst og fremst til afþreyingar og tekst það vel. Hand- rit Mazurkys er oftast bráðfyndið og ekki skaðar kaldhæðnin sem löngum er örgrunnt á undir yfír- borðinu. Nolte er fæddur í hlutverk slúbbertsins, Midler hefur ekki í aðra tíð verið betri á tjaldinu, en Dreyfuss fær mitt atkvæði sem bestur þeirra leikara sem teljast homo sapiens. Hann hefur lagt á hilluna nefnammið sitt og kominn í sitt gamla, góða form. Senuþjófur myndarinnar ér þó hundkvikindið Mike, sem hér ber hið virðulega listamannsnafn Matisse (annar seppi sem kemur við sögu og er á vergangi eins og eigandinn, heitir náttúrlega (Jack) Kerouac!). Leik- hæfíleikar rakkans eru með ólíkind- um. Rin Tin Tin mundi leggja leik- listina á hilluna ef hann sæi til hans! Það er svo sannarlega ánægju- legt að sjá að þeir Mazursky og Dreyfuss eru komnir í gott lag að nýju enda er Down and Out________ með fyndnari og skarpari gaman- myndum, ættuðum frá Hollywood, um árabil. En Mazursky skyldi þó aldrei hafa séð Teorema? V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! s JflflírpjjiMafoifo GOTT FÓLK / SÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.