Morgunblaðið - 28.05.1986, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1986
27
Fuglinn skotinn af hreiðr-
unum í Krísuvíkurbergi
Þegar Björgunarsveitin
Fiskaklettur kom nýlega til
eftirlits í Krísuvíkurbjargi var
þar Ijót aðkoma. Fuglar lágu
eins og hráviði í fjörunni, höfðu
verið skotnir niður af hreiðrun-
um og á flugi við bjargið. Þarna
lágu dauðar ritur og fýll i
tugatali og innan um skot-
hylkjapakkar og skot eftir þá
drápsglöðu gesti sem þarna
höfðu verið á ferðinni. En sem
kunnugt er, er algjörlega bann-
að að skjóta fugl í bjargi og
rita og fýll auk þess alfriðuð
fram í ágúst. Það voru tveir
ungir björgunarsveitarmenn,
Sigurður og Dagur, sem fyrstir
komu þarna niður við svonefnd-
an Ræningjastíg, gamla stíginn
frá Tyrkjaráninu sem hægt er
að fara niður eftir að festir
voru þar hælar og öryggisbönd.
Þótti þeim þetta sóðaleg að-
koma og tók Dagur meðfylgj-
andi myndir á staðnum, en þær
sýna aðeins hluta af fuglunum
í fjörunni og einnig aðeins lítið
af skotpökkunum.
Blaðamaður Ieitaði upplýsinga hjá
björgunarsveitarmanninum Bjarna
Bjömssyni og Guðmundi Siguijóns-
syni, eftirlitsmanni Reykjanesfólk-
vangs, en Krísuvíkurbjarg er í fólk-
vanginum. Björgunarsveitin Fiska-
klettur hefur í nokkur ár nitjað
bjargið og hefur þar eftirlit um leið.
Er í heilan mánuð á vorin komið þar
til eftirlits á hverju kvöldi og stund-
um legið þar við þegar farið er í
bjargið, eins og þeir hafa gert nú
að undanfömu. Hafa raunar eftirlit
lengur fram eftir vori. Sagði Bjami
að þessi aðkoma hefði mætt sveitinni
Tóm skothylki og pakkar und-
an skothylkjum á bjargbrún-
er hún var að koma í undirbúnings-
ferð á hvítasunnunni og væri um
4-5 daga þar á undan að ræða, sem
skotmennimir hefðu verið á ferðinni.
En enginn hefur séð til ferða þeirra
nægilega vel til að þekkja bílinn.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
skotglaðir menn ganga þannig að
fuglinum í Krísuvíkurbjargi og skilja
hann eftir. í fyrra komu björgunar-
sveitarmenn að tveimur mönnum,
sem sátu á bjargbrúninni og skutu
fuglana á hreiðrum, en þeir komust
undan. Og einhver brögð eru að
því á hveiju ári, þótt í minna mæli
sé. Spurður að því hvort þama væri
um sömu menn að ræða, sagðist
Bjami eiga erfitt með að trúa því
að hópur manna stæði að því að
skjóta fuglana niður í algeru til-
gangsleysi.
Guðmundur Siguijónsson kom í
hitteðfyrra á eftirlitsferð ( fólkvang-
Guðmundur Siguijónsson eftirlitsmaður Reykjanesfólkvangs og
Bjarni Björnsson úr Björgunarsveitinni Fiskakletti.
inum að klettum nálægt Núpshlíð-
inni þar sem fuglar höfðu verið
skotnir á hreiðrunum og lágu eins
og hráviði fyrir neðan. Þá hafði sést
til manna með byssur á Krísuvíkur-
bjargi skömmu áður. Eins sagði
Svona var umhorfs eftir að skotmennirnir höfðu unnið níðingsverkin I Krísuvíkurbjargi.
hann að byssumenn fæm um og
skytu niður skilti ! fólkvanginum. A
bjarginu gæti þetta verið hættulegt
fólki, því þama koma hópar til að
skoða fuglana, einkum á vorín og
ekki síst á þessu vori þar sem þurrt
hefur verið og vel fært niður eftir.
Bjami sagði að björgunarsveitar-
menn fæm mjög varlega í bjarginu,
hefðu alltaf hjálma og losuðu sig
aldrei úr böndunum. Eins gæta þeir
þess vel að fara til eggjatöku á rétt-
um tíma, nægilega snemma til þess
að fuglinn verpi aftur. Höfðu þeir
fengið um 4000 egg í ár.
Skotmennimir, sem á þessu vori
gengu svona til verks í Krísuvíkur-
bjarginu um varptímann, hafa skotið
úr haglabyssu nr. 12. Pakki sem
þama Iá eftir þá var með mjög sterk-
um skotum Magnum nr. 12, en þeir
hafa ekki sparað skotfærín því tómir
pakkamir og skothylkin af venju-
legri gerð lágu um allt, og einhvetju
skolar sjórínn út strax. Einnig hafa
þeir verið með haglabyssu. Útgerðin
til þessa þokkaverks er því greinilega
æði kostnaðarsöm. f hveijum pakka
eru 10 og 25 skot. Málið hefur verið
kært.
tj j | 1 l ** I "JtSSSm
[ ' fW ÍH
> m
15%
afsláttur
í tilefni kosninganna og sjómanna-
dagsins veitum við 15% afslátt af
öllum jakkafötum og stökum jökkum.
Austurstræti
snni: 27211
Snorrabraut s. 13505 Glæsibæ s. 34350