Morgunblaðið - 28.05.1986, Síða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAI1986
„Bg ska.1 \jzta. olvzg hre-inslcilinn p'ig-
petta crek\ö öhcrsta. plánebzn ! olheiminu/n."
áster...
... að njóta gleðinnar
TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rlghts reserved
«1985 Los Angeles Times Syndicate
Eigum við ekki fyrst að
herja á þá með eldi og vopn-
um og kristna síðan!
HÖGNI HREKKVlSI
z/HANK ER VANUK-AD |=Á SÉR SNARl 'a /MeBAN.
'A SýM/NGUNNI STENJPUR."
Nokkrir hafa hringt vegna bréfs
frá Björgu Bogadóttur til Velvak-
anda sl. miðvikudag, 21. maí, um
dularfulla hjálparbeiðni frá Filipps-
eyjum. Hafa þeir sömu sögu að
segja og Björg, bréfin hafa verið
frá konu sem segist vera bágstödd,
en engin staðfesting hefur fylgt um
sannleiksgildi bréfanna. Leikur
þeim, sem hringdu, forvitni á,
hvemig nöfn þeirra og heimilisföng
hafa borist til Filippseyja og hvort
einhvetjir fleiri hafa fengið bréf sem
þessi, og jafnframt hvort einhver
veit hver stendur fyrir þessum
bréfaskriftum.
Dyraverði á
Hlemm?
Eldri kona hringdi:
„Hvað er að gerast í biðskýlinu
við Hlemm? Var það byggt fyrir
drykkjumenn og unglinga, sem
hvergi virðast eiga heima annars
staðar en þama og em þar daglega
frá morgni til kvölds í miður góðum
félagsskap? Og alltaf virðast nýir
bætast í hópinn. Mér hefur oft orðið
hugsað til foreldra þessara bama.
Hvers vegna dvelja þau þama? Er
það vegna heimilisástæðna eða
hvað er að gerast? Ég skora á alla
þá, sem eitthvað hafa yfir þessu
biðskýli að segja, að gera eitthvað
til að bæta menninguna þama.
Svo langar mig til að minnast á,
hve margir bekkir hafa verið fjar-
lægðir úr biðskýlinu vegna þess,
að eigendur verslana hafa kvartað
undan því, að drykkjumenn sætu
svo nálægt verslunum þeirra. Þetta
kemur sér illa fyrir ýmsa þá, sem
þurfa að bíða þama inni, oft með
þunga pinkla og poka, en þurfa
sökum skorts á bekkjum að bíða
standandi og leggja pinklana frá
sér á gólfið. Ég hef kvartað undan
þessu við ráðamenn hjá SVR og
verið lofað öllu fögm, en ekkert
hefur breyst.
Ég vona, að tekið verði á þessum
málum, þvf þama er svo sannarlega
þörf á að breyta til batnaðar.
Hvemig væri t.d. að fá dyraverði á
Hlemrn?"
Unglinga-
skemmtistað-
urinn tilbúinn
en skemmt-
analeyfið ekki
fengið
Baldur Sigurðsson hringdi:
„Vegna fyrirspumar í Velvak-
anda um daginn um unglinga-
skemmtistað við Armúla vil ég segja
eftirfarandi um málið: Unglinga-
skemmtistaðurinn hefur verið til-
búinn til opnunar í u.þ.b. einn mán-
uð en vegna mótmæla frá forsvars-
mönnum verslana og fyrirtækja í
næsta nágrenni hefur ekki gengið
sem skyldi að fá skemmtanaleyfi.
Vonast ég þó til að línumar fari
að skýrast einhvem næstu daga.
Skemmtistaðurinn er til húsa í
Armúla 20, fjarri allri fbúðarbyggð,
og komu því áðumefnd mótmæli
eins og þmma úr heiðskíru lofti,
þar sem svona stað vantar tilfinnan-
lega fyrir unglinga í Reykjavík.
Þama er búið að fjárfesta í dýmm
hljómflutningstækjum, innrétting-
um, ljósabúnaði með reykvélum.
Fólki er velkomið að leita frekari
upplýsinga í síma 688399.“
Ein að vestan hringdi:
„Mér þætti gaman að koma á
framfæri hvað sumir segja, þegar
þeir sjá regnbogann birtast á himn-
inum. Ég var á ferð í rútu með 20
manns í fyrra og varð þá að orði,
þegar regnboginn birtist í skýjum:
„Friður sé á milli guðs og manna."
Þetta hafði enginn heyrt, en var
gjaman sagt fyrir vestan, þegar
móðir mín var ung. Þetta er til
komið vegna þess, að regnboginn
var tákn frá guði um að syndaflóð-
inu væri lokið.“
„Heyrum
fréttirnar vel
en fátt í út-
varpinu sem
við njótum“
Gömul kona hringdi:
„Mig langaði bæði til að þakka
og finna svolítið að. Fyrst vil ég
þakka fyrir uppsetninguna á út-
varpsfréttunum á kvöldin. Þar
hefur orðið ákafiega mikil breyt-
ing til góðs fyrir okkur sem emm
á tíræðisaldri. Nú heymm við
fféttimar mjög vel, og skiljum
hvert orð.
Hins vegar emm við, ég og
vinkona mín sem einnig er komin
yfir nírætt, afskaplega óánægðar
með hvað það er fátt í útvarpinu,
sem fólk á okkar aldri getur notið.
Ég man eftir því, að fyrir nokkm
las Silja Aðalsteinsdóttir sögu sem
heitir Frambard-settið og hún las
svo skýrt, að við náðum hveiju
orði.
Svo finnst mér ekki gott, þegar
verið er að lesa langar sögur um
tvöleytið á daginn, þegar fáir
hlusta nema þeir, sem eiga engra
Víkverji skrifar
Ahrifa hryðjuverkanna í Evrópu
gætir með margvíslegum
hætti. Víkveiji átti fyrir skömmu
leið um Charles de Gaulle- flugvöll-
inn í París og varð það á að skilja
tvær ferðatöskur eftir skamma
stund skammt frá vegabréfaskoð-
un. Þegar að var komið vom tö-
skumar horfnar og þessum óvark-
ára ferðamanni mátti vera ljóst,
hversu fráleitt það var að skilja
töskumar við sig. I sömu andrá kom
Víkveiji auga á töskumar tvær
skammt frá en í kringum þær höfðu
safnast 6—5 vopnaðir lögreglu-
menn, sem þar að auki höfðu ein-
hvers konar leitartæki á sér og
könnuðu töskumar með þeim.
Þegar eigandi þessa farangurs gaf
sig fram fékk hann yfír sig óbóta-
skammir á frönsku og var umsvifa-
laust sviptur vegabréfí sínu og skip-
að að ganga inn á skrifstofu lög-
reglunnar á flugvellinum. Viðdvölin
þar var að vísu mjög stutt og
franska lögreglan sannfærðist um,
að þama væri enginn hryðjuverka-
maður á ferð. En vissulega vekur
svo strangt eftirlit traust manna á
vamaraðgerðum gegn hryðjuverka-
mönnum þótt Víkveiji hafi orðið
fyrir barðinu á því að þessu sinni!
XXX
Fyrir nokkrum mánuðum var að
því vikið í Morgunblaðinu að
víða um lönd fengju ferðamenn
endurgreiddan virðisaukaskatt eða
söluskatt af vörum, sem þeir kaupa.
Víkveiji kynntist þessu nýlega í
Vínarborg, þar sem ferðamenn eru
rækilega minntir á rétt sinn til
endurgreiðslu. Hún gengur þannig
fyrir sig, að ef einhveijar vörur eru
keyptar í verzlun óskar viðskipta-
maðurinn eftir endurgreiðslu á
skatti. Verzlunin fyllir síðan út
ákveðið eyðublað, sem tekur af-
greiðslumanninn 2—3 mínútur.
Stundum er beðið um vegabréf,
stundum ekki. Þessi eyðublöð eru
síðan afhent á flugvellinum, sum í
banka en önnur á pósthúsi og er
Víkveija ekki ljóst, hver munurinn
er. Þar fer greiðslan fram og nemur
frá 10—30% af kaupverði, yfirleitt
um 17—18%. Þetta eru töluverðir
peningar. Endurgreiðslan ýtir
áreiðanlega undir kaup ferðamanna
í þeim löndum, þar sem þessi háttur
er á hafður. Er ekki kominn tími
til að kanna möguleika á þessu hér?
XXX
Annað vakti athygli Víkveija í
Vínarborg en það voru áminn-
ingar til fólks, sem kom í banka,
um að vera ekki með nefið ofan í
viðskiptum þess, sem afgreiðslu
fékk þá stundina. í Bandaríkjunum
er þróuð biðraðamenning í bönkum,
þannig, að enginn kemur að af-
greiðsluborði þá stundina nema sá,
sem afgreiðslu fær. Þrátt fyrir það
er talið, að ein helzta ástæða fyrir
mikilli notkun hraðbanka þar í landi
sé sú, að fólk vilji ekki láta af-
greiðslufólkið fylgjast með viðskipt-
um sínum. Hér á landi er nánast
útilokað að stunda bankaviðskipti
án þess að gera það fyrir opnum
tjöldum vegna þess stóra hóps fólks,
sem bíður eftir afgreiðslu og raðar
sér fyrir framan afgreiðsluborðið.
Þetta er að vísu nokkuð að breyt-
ast, t.d. í Landsbankanum vegna
nýrra innréttinga. Áminningamar í
austurrískum bönkum sýna hins
vegar að umtal um þetta er ekki út
í hött.