Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir A GNESIBRA GADÓ TTUR Arnarflug enn á tímamótum: Bjartsýni á að koma megi rekstrinum á réttan kjöl Aðrir telja tilraunir í þá átt „vera framlengingu á dauðastríðinu“ Hörður Einarsson fram- kvæmdastjóri Frjálsrar fjöl- miðlunar hefur verið í forsvari þeirra manna sem íhuga þátt- töku í hlutafjáraukningu Arn- arflugs, og hefur hann leitt viðræðurnar við erlenda lánar- drottna. Helgi Jóhannsson fram- kvæmdastjórí Samvinnuferða/ Landsýnar hefur tekið mikinn þátt í samningaviðræðum við erlenda aðila, en Samvinnu- ferðir/Landsýn hyggjast leggja fram talsvert hiutafé, að upp- fylltum þeim skilyrðum sem greint er frá hér á síðunni. Haukur Björnsson stjómarfor- maður Amarflugs hefur ekki heldur komið nálægt samninga- gerðinni. Það bendir því allt til þess að ef endurreisn Arnar- flugs verður ákveðin, að núver- andi stjórnarformaður félags- ins verði ekki stór þátttakandi í henni. ENN ER samningum þeirra aðila sem íhuga kaup á nýju hlutafé í Arnarflugi við erlenda lánardrottna ekki lokið, en niðurstöður þeirra viðræðna munu ráða úrslitum um framtíð félagsins. Það er allflókið mál að fá fram niðurstöðu um það hvort rekstur flugfélagsins Amar- flugs getur haldið áfram eður ei, þar sem ríkisábyrgðin er skilyrt því að hlutafé verði aukið um 95 milljónir króna, og hlutafjárloforð þeirra 40 einstaklinga og fyrirtækja sem þegar hafa lofað þessum 95 milljónum eru svo aftur skilyrt því að samkomulag við ýmsa helstu lánardrottna náist, um lækkun eða niðurfellingu skulda og/eða breyt- ingu skulda í langtímalán. Framtíð fyrirtækisins er því fyrst og fremst undir því komin hvemig tekst til í samningaviðræðum við erlendu lán- ardrottnana. Þeir aðilar sem skrifað hafa sig fyrir hlutaijáraukningunni telja að nokkuð hafi miðað í rétta átt, en enn eigi eftir að reyna á það hvort nægjanlega hagstæðir samn- ingar við Iánardrottnana geti tekist, til þess að félagið eigi framtíð fyrir sér. Meiri bjartsýni eftir fund sl. þriðjudagskvöld Þeir sem hyggjast leggja fram 95 milljónimar að framangreindum skilyrðum uppfylltum héldu með sér fund sl. þriðjudagskvöld og var ákveðið að bíða um nokkurra daga skeið, með ákvörðun þess efnis hvort staðið verður við hlutafjárlof- orðin. Vildu þeir bíða þar til ljóst væri hvort samningar við erlenda lánardrottna félagsins verða með þeim hætti að viðunandi geti talist, en það var eitt skilyrðanna fyrir hlutafjárframlagi þessara einstakl- inga og fyrirtækja. Rétt er að geta þess að þeir sem sátu þennan fund á þriðjudagskvöld voru margir hveijir afar bjartsýnir á framhaldið og töldu að ef svör þriggja eða fjögurra stærri lánar- drottnanna sem væntanleg eru þessa dagana, verða í þá vem sem menn gera sér vonir um, þá sé engum blöðum um það að fletta, að ákvörðun verði tekin um aukn- ingu hlutafjárins. Jafnvel vilja sumir þegar hafa heimild upp á vasann til að auka hlutaféð um 150 milljónir króna, en ekki láta sitja við 95 milljón króna skilyrði ríkis- ábyrgðarinnar. Amarflugsmenn hafa að undan- fömu staðið í samningaviðræðum við stærstu erlendu lánardrottna fyrirtækisins. Erlendir lánardrottn- ar fyrirtækisins em eitthvað á þriðja hundrað og skuldir fyrirtæk- isins talsvert á sjötta hundrað millj- ónir króna. Nýjar kröfur hafa þó borist frá lánardrottnum, þannig að heildarskuldir gætu enn hækkað eitthvað, en þeir sem þekkja best til þessara mála, telja að þar sé aðeins um óvemlegar upphæðir að ræða. Efnahagsreikningur fyrir- tækisins fyrir árið 1985 sýndi um 550 milljón króna skuldir, en á móti vom taldar eigur félagsins upp á um 360 milljónir króna. Hallinn fyrri hluta þessa árs er af forsvars- mönnum félagsins sagður veruleg- ur, þó þeir vilji engar tölur nefna enn. Benda þeir réttilega á að það er venjulega halli á rekstri flug- félaga hér á landi fyrri hluta árs- Eftir því sem blaðamaður Morgun- blaðsins kemst næst mun tapið fyrstu fimm mánuði þessa árs vera á milli 60 og 80 milljónir króna. Þeir aðilar sem að undanförnu hafa velt fyrir sér kaupum á nýju hlutafé í félaginu munu í útreikn- ingum sínum hafa miðað við, að hallinn fyrstu 5 mánuði þessa árs sé um 60 milljónir króna. Jafnframt hafa þeir reiknað inn söluhagnað af flutningavél um 28 milljónir króna, og þannig gera útreikningar þeirra ráð fyrir að halli þessara fyrstu 5 mánaða sé ekki nema um 32 milljónir króna. Fái útreikningar þessara manna staðist, þá gæti litið út fyrir að ef fyrirtækið væri gert upp í dag, þá væru skuldir umfram eignir líklega á milli 230 og 250 milljónum króna. Þrír stærstu lánar- drottnarnir Air Lingus, KLM og Euro Control Þrír stærstu erlendu lánardrottn- ar fyrirtækisins eru flugfélögin Air Lingus og KLM og evrópska flug- stjómarkerfið Euro Control. Full- trúar þeirra sem nú kanna kaup á nýju hlutafé, hafa staðið í viðræðum við þessi fyrirtæki að undanfömu. Þessir aðilar telja að flugfélögin KLM og Air Lingus hafi í raun boðið upp á hagstæða samninga, en segja jafnframt að ekki sé hægt að leggja mat á hvort það nægir eða ekki, fyrr en niðurstöður við- ræðna við aðra lánardrottna liggja fyrir. Munu flugfélögin hafa boðið upp á niðurfellingu ákveðins hluta skuldanna og skuldbreytingu til lengri tíma á eftirstöðvunum. Ef vel eigi að takast til verði að ná hagstæðum samningum við fleiri stóra lánardrottna, svo sem Euro Control. Euro Control hefur ekki enn svarað málaleitan þessara manna, en svars er að vænta á næstu dögum. Það sem gengið var út frá þegar þessar viðræður hófust, var hvort semja mætti um niðurfellingu hluta skuldanna, hvort lánardrottnarnir væm reiðubúnir að breyta hluta RAFIÐJANsf. IGNIS-umboöiö Armúla 8 108 Reykjavík. Sími 91-19294. H: 144. Br: 60. D: 60. H: 104. Br. 47. D: 60. H: 113. Br: 55. D: 60. 220 lítra m/frystihólfi. Uppgefin verö miðast viö staögreiðslu H: 53. Br: 52. D: 60. 90 litra m/ísbakka. Kr. 14.600 Kr. 16.500 Kr. 13.340 Kr. 16.980 Kr. 16.690 Kr. 16.735 Kr, 19.780 Kr. 21.300 Kr. 22.300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.