Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNll986 Sveinn Björnsson fær lofsamlega dóma í Kaupmannahöfn; „Þorir það, sem aðrir heylgast á“ — segir listgagnrýnandi Berlingske Tidende ÉG ER mjög ánægður með þá góðu gagnrýni sem sýningin hefur feng- ið í dönsku blöðunum. Aðsóknin hefur verið ágæt upp á síðkastið, en var ekki nógu góð í upphafi,“ sagði Sveinn Björnsson listmáiari er blaðamaður sló á þráðinn til hans til Kaupmanna- hafnar á dögunum. Sveinn sýnir nú 41 mál- verk í sýningarsalnum „Den Frie“ þar í borg. „Myndimar á sýningunni em flestar nýjar, en nokkrar em frá árinu 1983. Pjórar myndanna em með kvæðum eftir Matthías Jo- hannessen og hafa þær vakið mikla athygli. Ég sýni þama átta nýjar vatnslitamyndir. en einnig olíumálverk, allt upp í 2x3 metrar að stærð. Salan hefur gengið heldur treglega, en Dansk Kunst- forening keypti eina mynd. Ég var ánægður með það.“ — Hvemig hefur þér líkað að sýna í Kaupmannahöfn? „Mér hefur þótt þetta skemmti- legt,“ sagði Sveinn. „Stórar myndlistarsýningar hafa ekki Ein af myndum Sveins á sýningunni verið á hveiju strái hér að undan- fomu og því virðist þessi sýning vekja nokkra athygli. Hér er gott að vera.“ — Ætlar þú að dvelja lengi erlendis? „Sýningunni lýkur næsta mánudag og þá ætla ég til Þýska- lands til þess að skoða hvað er að gerast í myndlistinni þar. Svo er ferðinni aftur heitið til Kaup- mannahafnar til þess að skoða Sveinn Björnsson meiri myndlist, nú og síðan kem ég heim." sagði Sveinn Bjömsson listamaður að lokum. Sýning Sveins hefur fengið góða dóma hjá listgagnrýnendum danskra blaða. Pierre Lubeckf skrifar um hana í Politiken 22. maí sl. og Peter M. Homung í Berlingske Tidende 24. maí. Báð- um verður þeim tíðrætt um það hversu sanníslensk verk Sveins séu, og hversu magnaður kraftur komi úr pensli hans. Homung minnist sérstaklega á ijölbreytn- ina í verkunum og Lubeckf telur að í þeim gæti bæði áhrifa frá dönskum og íslenskum málurum, en vill engin nöfn nefna í því sambandi. Honum fínnst sérstak- lega mikið til um áræðni Sveins. „Hann þorir að gera það, sem aðrir heykjast á,“ segir hann. Homung segir að í verkunum gæti áhrifa frá Jóhannesi Kjarval. TELEVIDEO PC tölvurnar eru Samhæfðar við IBM PC tölvubúnaðinn og taka allan hugbúnað sem á boðstólum erfyrirlBM PCtölvur. Fastur búnaður TELEVIDEO PC tölvanna er m.a. einfalt eöa tvöfalt diskdrif, 20-70MB harðir diskar, þægilegt laustengt hnappaborð og graf ískur skjár. TELEVIDEO PC tölvurnar eru hljóðlátar í vinnslu og hafa litla fyrirferð miðað við afkastagetu og vinnsluhraða. Með TELEVIDEO PM fjölnotenda- tölvu er hægt að samtengja allt að 16 útstöðvar og samhæfa þannig tölvunotkun fyrirtækisins á einfaldan og hagkvæman hátt. TELE-PC: Frá kr. 77.900 256K minni, 360 kb diskdrif ásamtfylgibúnaði TELE-PC/XT: Frá kr. 119.900 256K minni, 20MB harður diskur, 360kb diskdríf ásamt fylgibúnaði. TELECAT- PC/AT: Frá kr. 149.800 512K minni, 20-40MB harður diskur, 1,2 MB diskdrif ásamt fylgibúnaði. 1946 ▼"▼1986 'HjlK SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. FJÖLNOTENDATÖLVA PM/4T, PM/16T: Frá kr. 379.900 512k minni, 2 skjáir, 20-70MB diskar, 20MB tape, 360kb diskdrif ásamt fylgib. Verð miðað við gengi U.S.d. 27.5.’86 Hverfisgötu 33, sími: 20560 Tölvudeild Akureyri: Gránufélagsgötu 4, sími: 96-26155 LAUSN h Austurströnd 3 Sími91-611030 Æskulýðs- kvöld á veg- um Þjóð- kirkjunnar Æskuiýðsstarf Þjóðkirkjunnar gengst fyrir 7 unglingakvöldum í sumar undir heitinu „að vera kristinn“. Þar verður leitað svara við spumingum varðandi grund- vallaratriði trúarinnar, segir í frétt frá kirkjunni. Fyrsta samveran verður haldin í Hallgrímskirkju mánudaginn 2. júní kl. 20.00. Karl Sigurbjömsson, sóknarprestur, verður leiðbeinandi á kvöldinu. Hinar kvöldvökumar verða á sama stað, hálfsmánaðar- lega út sumarið. Skýrslutæknif élag íslands: Kynningá tölvumáli MEIRA en 30 aðilar ætla að kynna tölvunám í ýmsum mynd- um, í Verslunarskóla íslands á sunndag. Þar á meðal era fram- haldskólar, Háskólinn, tölvuskól- ar, fagfélög og innflytjendur. Skýrslutæknifélag íslands hefur haft veg og vanda að öllum undirbúningi. í fréttatilkynningu frá Skýrslu- tæknifélaginu segir að kynningin sé ætluð öllum aldursflokkum. Hún mun taka til allra fræðslustiga, og gefst kostur á að ræða við töívu- fræðinga sem menntuðu sig erlend- is. Dagskráin verður ekki sist miðuð við fólk á vinnumarkaðinum, sem hefur hug á að fræðast um tölvur. Kynningin fer fram í skólahúsinu við Ofanleiti, og stendur frá kl. 14.00-18.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.