Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkværrdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Augtýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Hátíðí sovéskum skugga Listahátíð í Reykjavík hófst í gær. í fyrradag, þegar for- svarsmenn hennar voru að búa sig undir að kynna blaðamönnum hina merkilegu sýningu á lista- verkum Pieasso á Kjarvalsstöðum, bárust þeim boð um það frá þýsk- um umboðsmanni rússneska bassasöngvarans Paata Burc- huladze, að þessi sovéski ríkis- borgari fengi ekki leyfí til að taka þátt í hátíðinni. Hún var því sett í gær í skugga sovésks ofríkis; enn einu sinni hafa Kremlveijar lagt stein í götu listamanns án þess að gefa nokkrar viðhlítandi skýringar á háttemi sínu. Hrafn Gunnlaugsson, formaður framkvæmdanefndar Listahátíð- ar, sagðí í Morgunblaðssamtali í gær, að Sovétríkin hefðu alla tíð látið eins og Listahátíð í Reykja- vík væri ekki til og engin skýring hefði verið gefín á því, hvers vegna söngvaranum var bannað að koma hingað. Síðan sagði Hrafn orðrétt: „En manni dettur ósjálfrátt í hug að hennar [skýr- ingarinnar] kunni að vera leita í þeirri staðreynd að Vladimir Ashkenazy er heiðursforseti há- tíðarinnar og að Tarkovski-kvik- myndahátíðin var haldin á vegum Listahátíðar." Þetta eru athyglisverð ummæli. Vladimir Ashkenazy, píanóleikari, er íslenskur ríkisborgari. Á sínum tíma var hann frumkvöðull þess, að ráðist var í hið mikla stórvirki að efna til Listahátíðar hér á landi. Hann hefur lagt hátíðunum ómetanlegt lið með því að aðstoða stjómendur þeirra við að útvega heimskunna listamenn. Þetta geta sovésk stjómvöld ekki þolað að mati Hrafns Gunnlaugssonar og þau geta ekki heldur þolað, að hinn heimskunni kvikmyndaleik- stjóri Andrei Tarkovski var gestur Listahátíðar og kvikmyndir hans voru kynntar hérlendis. Til að hefna sín grípa Kremlveijar til þess á síðustu stundu að rifta samningi, sem gerður var fyrir mörgum mánuðum og koma í veg fyrir tónleika, sem hundruð manna hafa sýnt áhuga á með því að kaupa miða. Kristinn Halls- son, varaformaður framkvæmda- stjómar Listahátíðar, sagði í Morgunblaðinu, að kannski mætti rekja ferðabann Krelmveija á bassasöngvarann til þess að annar sovéskur stórsöngvari leitaði hæl- is í Japan á miðvikudagskvöld. Hver sem skýringin á þessu háttemi sovéskra stjómvalda er, geta íslensk stjómvöld ekki látið það afskiptalaust, að sovésk yfír- völd spilli með þessum hætti hátíð, sem efnt er til af opinberri hálfu hér á landi. Bæði ríki og Reykja- víkurborg eiga aðild að Listahátíð. Utannkisráðuneytið verður að láta þetta mál til sín taka og leita viðhlítandi skýringa í Moskvu. Þessi atburður varpar skugga á Listahátíð, um leið og hann minnir okkur á gildi þess, að fá að lifa við frelsi til orðs og æðis. Óvild Sovétstjómarinnar í garð manna og málefna lýsir sér með margvíslegu móti. En hvemig listamenn, er búa við frelsi, geta lagt þeim stjómmálaöflum á Vest- urlöndum lið, er leynt og ljóst veija sovéska hagsmuni, hefur lengi verið óskiljanlegt. Á sínum tíma risu íslenskir listamenn upp til vamar Tarkovski. Nú er nauð- synlegt að rísa upp til vamar Listahátíð í Reykjavík og mót- mæla því harðlega, að Kremlveij- ar blandi saman list og pólitík með þeim hætti, sem við blasir. Þetta er unnt að gera með marg- vislegum hætti. Ein leiðin er sú að sýna því áhuga, sem hátíðin býður og við fáum að njóta, af því að listamenn eru ekki alls staðar undir ofríki kommúnism- ans seldir. Afstaðan til SALT-2 * Avorfundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Halifax var helst rætt um afstöð- una til SALT-2 samkomulagsins svonefnda, sem þeir Jimmy Cart- er, Bandaríkjaforseti, og Leonid Brezhnev, leiðtogi Sovétríkjanna, rituðu undir 1979. Á sínum tíma var andstaða í þingi Bandaríkj- anna við að staðfesta þennan samning. Eftir að Sovétmenn réð- ust inn í Afganistan um jólin 1979, féll það um sjálft sig að reyna að fá þingið til að samþykkja hann og Carter lagði öll áform um það á hilluna. Síðan hefur ákvæðum samkomulagsins verið framfylgt í raun. Samkomulagið mælir ekki fyrir um fækkun kjamorkuvopna heldur hefur það að geyma ákvæði um að þak skuli sett á fjölda þeirra. Bandarílgastjóm vill að famar verði aðrar leiðir til að takmarka vígbúnað en markaðar em í SALT-samkomulagi. Hún vill að stefnt verði markvisst að fækkun kjamorkuvopna. Önnur aðildar- ríki Atlantshafsbandalagsins og þá helst Kanadamenn og Bretar hafa gagnrýnt fráhvarf frá SALT-2 samkomulaginu. Hver sem niðurstaðan verður að þessu leyti innan Atlantshafsbandalags- ins, er ljóst, að það hlýtur að vera kappsmál allra, að fremur sé stefrit að gagnkvæmri fækkun kjamorkuvopna með raunhæfum aðgerðum en „frystingu" á óbreyttu ástandi. Þetta er mark- mið þjóða Atlantshafsbandalags- ins eða eins og Matthías Á. Math- iesen, utanríkisráðherra, sagði í Morgunblaðssamtali eftir ráð- herrafundinn: „Þær vilja víðtæka samninga um afvopnun og munu ekki láta af öflugum vömum fyrr en þeim samningum er náð og tryggt að við þá verði staðið." Hinn l.júní 1976 var samið við Breta um viðurkenningu þeirra á 200 mílna fískveiði- lögsögunni. Þar með lauk síðustu land- helgisdeilu íslend- inga, sem var einnig hin snarpasta. Geir Hailgrímsson var forsætisráðherra, þegar fært var út í 200 mílur og samið var við Breta. 16. febrúar síðastliðinn flutti hann erindi um landhelgismálið á hátíðisdegi Orator, félags laganema við Háskóla ís- lands. í Reykjavíkurbréfí í dag birtist meginhluti þessa erindis. Geir Hallgríms- son sagði: Árið 1961 var deilan við Breta og Vestur-Þjóðveija um 12 mílna útfærsluna leyst með samningum, sem vissulega áskildu okkur rétt til frekari útfærslu, en skuldbundu okkur að leggja lögmæti slíkr- ar útfærslu undir úrskurð Alþjóðadóm- stólsins í Haag. Hér er hvorki tími né tækifæri til að rekja þann ágreining, sem reis út af þess- um samningi, þótt minnst sé á þá forsjálni íslendinga að hafa ekki greitt atkvæði með 12 mílna fiskveiðilögsögu á hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1960. Þá skorti aðeins 1 atkvæði til þess að sú regla væri staðfest til frambúðar með Vz hluta atkvæða. Sú afstaða sýnir, að þrátt fyrir harða deilu og refsiaðgerðir gagnvart Is- lendingum vegna 12 mílna útfærslunnar féllu íslendingar ekki í þá freistni að leysa deiluna og losa sig við refsiaðgerðir með því að sætta sig við 12 mílumar sem endanlegt mark. íslendingar vissu að 12 mílna fiskveiðilögsaga var þeim ekki full- nægjandi til frambúðar og þeir gerðu sér rökstudda grein fyrir, að þróun þjóðarrétt- ar mundi stefna að víðfeðmari efnahags- lögsögu. Þegar ljóst var í byijun 8. áratugarins að þol fískistofna var að bresta og útlend- ingar höfðu um árabil tekið nálægt eða meira en helming aflans á íslandsmiðum var sett á stofn iandhelgisnefnd allra flokka til samráðs um næsta skref í land- helgismálinu. Samkomulag náðist ekki og deilt var um málið í kosningum 1971. Þegar ríkis- stjóm vinstri flokkanna ákvað að færa út efnahagslögsöguna í 50 mílur 1. sept. 1972 og hafna lögsögu Alþjóðadómstólsins var um það ágreiningur, en stjómarand- staðan ákvað þó, að felldum sínum tillög- um, að skapa þjóðareiningu út á við um útfærsluna og víkja þ.á m. til hiiðar ágreiningnum um lögsögu Alþjóðadóm- stólsins. Ég fór þá ekki dult með það, að ég hefði talið réttara að sækja og veija mál okkar fyrir Alþjóðadómstólnum, en skal ekki í einstaka atriðum rifja upp þær deilur nú. Rök má flytja fyrir hvorri afstöð- unni fyrir sig. En því nefni ég afstöðuna til lögsögu Alþjóðadómstólsins, að vel getur komið til þess, að við íslendingar þurfum við aðrar aðstæður að taka afstöðu til lögsögu hans. Það var að vísu þá sagt, að engin þjóð legði fullveldisrétt sinn undir ákvörðun dómstóls og síðar bent á að úrskurður Alþjóðadómstólsins hafí orðið Bretum og V-Þjóðveijum í vil. Það síðara er þó aðeins hálfíir sannleikur, þar sem útfærsla íslend- inga var ekki talin ólögmæt þótt dómurinn teldi, að stefnendur ættu rétt til ákveðinna fískveiðiréttinda eins og þá stóð á. Úr- skurður dómsins gat hafa orðið annar ef sjónarmið okkar hefðu notið sín í sókn og vöm með tilvísun til hinnar öru þróunar þjóðarréttar eftir að hafsbotnsnefnd og síðar hafréttarráðsteftia tók til starfa 1974. Stórveldin hafa að vísu hafnað lögsögu Alþjóðadómstólsins þegar þeim hefur hentað, enda hafa þau mátt til að sjá hagsmunum sínum borgið með valdi. Það er hins vegar í hag smáþjóðanna, sem ná ekki rétti sínum með valdi, að geta skotið málunum tilóháðs úrskurðarvalds í deilum milli þjóða. í þeim efnum er að vísu helzta hætta smáþjóða, að reglur þjóðarréttar eru gjaman ekki nægilega þróaðar eða skýrar, og menn verða auðvitað að gera sér grein fyrir, að aldrei er unnt með fullri vissu að segja fyrir um úrskurð dómstóla. Pólitískt deilumál Án þess að ég vilji hér og nú leiða getum að því að afstaða manna til lögsögu Al- þjóðadómstólsins hafi frekar ráðist af flokkspólitískri afstöðu en lögfræðilegu mati, þá er enginn vafí að flokkspólitísk afstaða hefur haft mikil áhrif á gang landhelgismálsins hér á íslandi. Það _ætti engum að vera neitt undruna- refni. Útfærsla efnahagslögsögunnar hef- ur verið slíkt lífshagsmunamál, að skiljan- legt er, að menn hafa litið á það bæði sem efnalegan ávinning fyrir hvem og einn og tilfinningamál, þátt umráðaréttar yfír auðlindum landsins. Þótt samstaða og samhugur hafí ríkt um markmið, þá hafa ieiðir skilizt varðandi aðferðir og tímasetn- ingar. Útfærslan í 12 mílur 1958 var gerð þegar brestur var kominn í stjómarsam- starf vinstri flokkanna, sem hófst 1956. Öðmm þræði kann sú útfærsla á þeim tíma að hafa verið hugsuð til þess að efla samstarf þessara flokka eða þá til þess að bæta vígstöðuna í fyrirsjáanlegum væntanlegum kosningum. Fyrirætlanir um 50 mílna útfærslu eftir kosningar 1971 áttu óneitanlega mikinn þátt í sigri vinstri flokka þá og eftirfarandi stjómarmyndun. Með líkum hætti má segja, að tillögur Sjálfstæðisflokksins um 200 mílna efna- hagslögsögu í kosningunum 1974 hafí ásamt öðm verið skýringin á miklum kosningasigri flokksins þá. Sé litið til baka vekur athygli, að sífellt hafa verið tekin stærri skref í útfærslu efnahagslögsögunnar og baráttan orðið í sama mæli harðvítugri og um leið skemmri en við hveija undangengna útfærslu, þó þannig að útfærslan í 50 mílur rann saman við útfærsluna í 200 mílur. 50 mílna út- færslan varð ekki virk fyrr en fullnaðar- sigri 200 mílnanna var fagnað. Sé litið á þijá síðustu áfanga stóð baráttan um 12 mílna útfærsluna frá 1958 til 1961. Barátt- an um 50 mílna lögsöguna stóð frá 1972 til 1973, að samið var við Breta til 2ja ára, en allan tímann var þó ósamið við V-Þjóðveija. Baráttan um 200 mílur stóð frá 15. okt. 1975 til 1. júní 1976, þegar samið var við Breta um takmörkuð veiðiréttindi til 1. des. 1976, en þegar í nóv. 1975 hafði verið samið við V-Þjóðveija um 2ja ára veiðiréttindi er var ’lokið 1. des. 1977. Frá þeim degi lauk þannig veiðum þessara þjóða á íslandsmiðum er höfðu löngum tekið þar meira en helming heildarafla í sinn hlut. Menn mega gjaman velta vöngum, hvemig málum væri háttað nú, þegar hveiju íslenzku fískiskipi er skammtaður kvóti til fískveiða ef sá kvóti væri skorinn niður um helming eða hver lífskjörin væm hér á landi ef útflutningstekjur okkar af sjávarafurðum væra helmingi minni en nú. + Atakatímar Það er auðvitað margs að minnast þegar barizt var um útfærsluna á 200 mílur. Útfærslan gekk í gildi 15. okt. 1975, en gagnvart Bretum ekki fyrr en 15. nóv. þegar fyrri samningar þeirra vegna 50 mílnanna rannu út. Það var ekki að sökum að spyija, að strax 10 dögum eftir út- færsluna 25. nóv. sendu Bretar herskip til að vemda togara sína við ólögmætar veiðar. Við útfærsluna í 50 mílur biðu þeir þó með herskipavemd í nær 9 mán- uði, frá 1. sept. 1972 til s.hl. maí 1973. Állt frá lokum nóv. 1975 til loka maí- mánaðar 1976 héldu Bretar uppi nær lát- lausri herskipavemd toguram sínum til handa. Varla leið sá dagur, að ekki bærast fréttir af miðunum af ásiglingum breskra herskipa og dráttarbáta á íslenzku varð- skipin, sem þrátt fyrir það smugu inn og út og klipptu á togvíra brezku togaranna og torvelduðu þeim veiðar með ýmsu móti. Verður framganga íslenzku varðskips- mannanna aldrei nógsamlega rómuð og þökkuð. Oft skall hurð nærri hælum, en svo er forsjóninni fyrir að þakka að ekki MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ 1986 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 31. maí Reykjavíkurbréf í dag byggir á er- indi Geirs Hall- grímssonar, fyrr- verandi forsætis- ráðherra, um landhelgismálið. Geir Hallgrímsson og Harold Wilson heilsast í Downingstræti 10 í London. James Callaghan, utanrikisráðherra, horfir ibygginn á blaðamenn og ljósmyndara. Frá viðræðunum i Osló 31. maí 1976. Anthony Crossland, utanrikisráðherra, er annar frá vinstri. Andspænis honum sitja samningamenn íslendinga: Matthías Bjarnason, Einar Ágústsson og Hans G. Andersen. hlauzt beint manntjón af í þessum átökum. í mörgu var að snúast og margs þurfti að gæta þessa daga, vikur og mánuði, en eftir að sigur var unninn man ég ekkert sem a.m.k. á mig tók, nema tilhugsunin um að sérhver símhringing gat boðað frétt- ir um mannskaða, sem aldrei yrði bættur. Tilfínningaöldumar risu hátt þessa dagana. Menn vildu láta beija á Bretum og stundum fannst mér sumir ekki gera sér grein fyrir, að það skipti þá ekki máli í hváða hættu varðskipsmenn okkar vora. Þeir vildu eins og fá útrás fyrir eigin til- fínningar. Andrúmsloftið var vissulega rafmagnað og tilfínningar okkar vora eins og ég gæti ímyndað mér, að væra hjá þjóð í styijöld. Eg held að við íslendingar séum ekkert betri eða síður herskáir en aðrir, þótt við höfum ekki her og teljum okkur öðram friðsamari. Sú krafa kom fljótt fram, að bandaríska vamarliðið kæmi okkur til hjálpar og ræki Breta af höndum okkar. í framhaldi af því var þess og krafíst, að við kölluðum sendiherra okkar hjá Atlantshafsbanda- laginu heim og segðum okkur úr bandalag- inu. Vamarsamningurinn við Bandaríkin er gerður á grandvelli þáttöku beggja ríkja í Atlantshafsbandalaginu til vamar utan- aðkomandi árás. Ekkert ákvæði er í stofn- skrá Atlantshafsbandalagsins um hvemig með skuli fara ef ágreiningur eða átök verða milli bandalagsríkja, en auðvitað er gert ráð fyrir að þau leitist sjálf við að setja deilur sínar niður. Raunar hafa aðild- arríki bandalagsins staðfest vinnureglur um úrlausnir innbyrðis deilumáia. Á þeim grandvelli hefur framkvæmdastjóri banda- lagsins látið til sín taka í milliríkjadeilum svo sem milli Grikkja og Tyrkja vegna Kýpur. Dr. Joseph Luns, þáv. fram- kvæmdastjóri bandalagsins, lét og deilur okkar við Breta út af 200 mílunum mjög til sín taka. Þótt við íslendingar teldum engan vafa leika á lögmæti útfærslunnar, þá vora Bretar ekki á sama máli. Vamarsamning- urinn leggur ekki þá skyldu á Bandaríkin að skerast í leikinn, þegar vina- og banda- lagsþjóðirdeila. Sótt fram Ég tók strax afstöðu gegn þeim, sem vildu hætta og jafnvel fóma öryggishags- munum okkar í landhelgismálinu, enda væri slík fóm ekki sigurvænleg. Það þurfti veralega að taka á til þess að leiða menn af villu síns vegar, þegar krafízt var að við sæktum ekki fundi Atlantshafsbanda- lagsins og kölluðum heim sendiherra okkar þar. Með þeim hætti hefðum við neitað okkur um þann vettvang, sem reyndist okkur áhrifaríkastur til að vinna málstað okkar fylgis og tryggja okkur sigur eins og ég mun nú víkja stuttlega að. Við kærðum framferði Breta fyrir ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna og var kæran flutt þann 16. des. 1975. Síðan var forseta öryggisráðsins tvisvar eða þrisvar send skýrsla um ásiglingar og ofbeldi Breta, þegar út úr flóði. Kæran sjálf er enn óafgreidd talin á málaskrá Sameinuðu þjóðanna. Hugleitt hafði verið að kæra Breta fyrir öryggisráðinu þegar þeir hófu herskipavemd við 50 mílna útfærsluna 1973, en aldrei varð úr því, þar sem könnun meðal fulltrúa í öryggisráðinu leiddi í ljós að líkleg niðurstaða slíkrar , ■ ■■ ■• . ■;'.’■■ i’Wár ii) t kæra yrði afgreiðsla tillögu er fæli aðeins í sér áskoran til deiluaðila um að ljúka deilu sinni með samningum eða hlíta úr- skurði Alþjóðadómstólsins. Þótt kæran til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og mál- flutningur þar í desember 1975 hafí vafa- laust gert gagn til kynningar var ekki frekari árangurs að vænta þar. Landhelgisdeila okkar við Breta var einnig tekin upp í Norðurlandaráði með þeim árangri, að forsætisnefnd ráðsins gerði ályktun okkur íslendingum til styrkt- ar. Þótt málið kæmi til umræðu í Norður- landaráði sjálfu, m.a. til að gagnrýna ályktun forsætisnefndar, þá var ekki að vænta frekari atbeina Norðurlandaráðs. Samkvæmt samþykktum sínum fjallar Norðurlandaráð ekki um utanríkismál og þar af leiðandi ekki um samskipti þáttöku- ríkis við önnur ríki utan ráðsins. Hins vegar notfærðu fulltrúar íslands í Norðurlanda- ráði og ráðherrar ráðsfundi og blaða- mannafundi í tengslum við þá til að kynna málstað okkar. Enn ber þess að geta að málstaður okkar var kjmntur og leitast við að afla fyigis við hann í viðskiptasamtökum eins og EFTA og OECD, sem við eram aðilar að. En ég held ekki að rangt sé frá skýrt, þegar sagt er að það mesta sem út úr því fékkst hafí verið athygli og samúð, sem auðvitað ber ekki að vanþakka, en færði okkur lítt áleiðis að leiðarenda. Rætt við Wilson Enn og aftur kom að því, að tvíhliða viðræður deiluaðila þyrftu til að koma, og til þeirra var efnt fyrir útfærsluna í 200 mílur sem og eftir hana einkum fyrir Dr. Joseph Luns, framkvæmdstjóri Atl- antshafsbandalagsins, ásamt aðstoðar- mönnum á fundi með Geir Hallgrímssyni í fundarherbergi ríkissljómarinnar. milligöngu dr. Joseph Luns, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins, sem kom hingað til lands til viðræðna við ríkisstjórn- ina og ræddi með sama hætti við brezku ríkisstjórnina. Þegar átökin á miðunum hörðnuðu og ásiglingar Breta gerðust alvarlegri lá í loftinu, að við íslendingar slitum stjómmálasambandi við Breta. Áður en til þess kom drógu Bretar herskip sín út fyrir 200 mílur og Harold Wilson, for- sætisráðherra Breta, bauð mér til viðræðna til að reyna að ná samkomulagi. Við þessar aðstæður fór ég í lok janúar- mánaðar 1976 til Bretlands ásamt fulltrú- um úr hópi stjómmálamanna, embættis- manna og fískifræðinga. Strax eftir komuna til Bretlands hófust ströng fundarhöld á sveitasetri forsætis- ráðherra, Chequers, síðan í Downingstræti 10 og loks í House of Commons, breska þinghúsinu. Roy Hattersley, aðstoðaratanríkisráð- herra Breta, tók á móti okkur á flugvellin- um, en hann hafði áður komið til viðræðna í Reykjavík. Ók hann með mér beint til sveitasetursins. Á leiðinni töluðum við um heima og geima, nokkuð um fískveiðilög- sögudeilu okkar, en dreifðum athyglinni frá því með viðræðum um Norður-Irland og vandamál Breta þar. Skildist mér, að til mála hefði komið, að Wilson gerði Hattersley að írlandsmálaráðherra, sem Hattersley var síður en svo áfjáður í, svo að álykta mátti að íslandsdeilan væri þó írlandsmálum skárri. Fundarhöldin í Bretlandi vora löng og ströng og var til þess tekið í brezkum blöðum, hve marga klukkutíma við sátum á samningafundum. Viðræður fóra rólega af stað. Brátt var liði skipt. Fiskifræðingar landanna báru saman bækur sínar, Wilson bauð mér í gönguferð í garði sveitaseturs- ins en sá háttur þykir gefast vel, eins og kunnugt er, til að ráðamenn deiluríkja nái að kynnast og skapa trúnaðartraust sín á milli. Eftir fundina í Chequers og göngu- ferðina hafði ég nokkra von um að viðun- andi samkomulag gæti náðst. Persónulega kunni ég alls ekki illa við Wilson og hefði hugurinn ekki verið jafnbundinn við deilu okkar hefði ég notið betur þess, sem hann sagði frá sveitasetrinu og sögu þess og þá ekki síður þegar komið var í Dow- ningstræti 10. Sem innskot get ég þess að Wilson sýndi mér með nokkra stolti Sjá næstu síðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.