Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ 1986 35 Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Frystiklefarnir urðu að afbragðs fundarsölum... í nótt er leið fékk ég hálfgerða martröð. Það var ekki ein af þessum venjulegu, en í þeim finnst mér ég vera að koma út úr ókunnu húsi og ætli að fara heim til mín. En ég get hvergi fundið bflinn minn, þótt ég sé viss um, hvar ég skildi við hann. Þá upphefst leitin, sem auðvitað ber engan árangur. Nei, þessi hálfgerða martröð var allt öðru vísi og merkilegri. Mér fannst ég vera kominn til íslands og árið var 1999. Erindi mitt var að sitja ráðstefnu á Hótel ísafold, og var hún haldin í einum af 33 ráðstefnusölum þessa nýja og glæsilega hótels. Kongress þetta átti að fjalla um vandamálin, sem skapast höfðu vegna feikilegs straums ferðafólks til íslands. Markmið ráðstefnunnar var að finna leiðir til að draga úr honum. Sérfræðingar þeir, sem þama létu ljós sitt skfna, ásökuðu frammámenn ferðamála og reyndar leiðtoga landsins upp tii hópa um það, að hafa auglýst og kynnt landið allt of rækilega úti í heimi á áttunda og níunda tug aldarinnar. Einnig hefðu þeir framið þau afglöp að fella niður flugvallarskattinn fræga. Ferða- mannastraumurinn, sem var um 100.000 1985, hefði aukist ótt og títt og hefði loks farið yfir milljón manns sl. ár eða 1998. Væri nú svo komið, að enginn vissi, hvem- ig hægt myndi vera að stemmma stigu við þessum flaumi. Ekki einasta hefði landið orðið vinsælt hjá hinum venjulega ferðamanni, heldur einnig orðið ein helzta ráðstefnumiðtöð Evr- ópu og þótt víðar væri leitað. Ný hótel með fjölda ráðstefnusala risu upp víðs vegar um landið. Gámafaraldurinn í fiskútflutningi hefði orðið til þess, að mörgum frystihúsum var lokað. Sumum þeirra hefði verið breytt í ráð- stefnumiðstöðvar og þótti henta mjög vel. Frystiklefamir urðu að afbragðs fundarsölum og vom notaðir fyrir háværa fundi, því þeir em svo vel einangraðir. Víðtæk og almenn reynsla ís- landsmanna í fundarsetum og fundarhaldi kom nú að góðum notum. Þeir miðluðu útlendingum af þekkingu sinni og fengu fljót- lega orð fyrir að vera fremstu fundar- og kongress-leiðtogar allrar heimsbyggðarinnar. Framtak landsmanna í áfengis- vamarmálum hafði einnig orðið að mikilli tekjulind. Þau ónotuðu frystihús sem ekki var breytt í ráðstefnumiðstöðvar, vom gerð af afvötnunarstöðvum. Varð vin- sælt hjá erlendum alkóhólistum að hverfa til íslands í nokkrar vikur til afvötnunar. Flugleiðir settu upp eins konar öfugar Free- port-ferðir. Pakkinn hljómaði upp á að „rasa út“ í tvö kvöld á næturklúbbum Reykjavíkur, en síðan þriggja vikna dvöl á einu afvötnunarhælanna. Frelsuðust þannig útlenzkir alkóhólistar í þúsundavís. Ferðamálasnillingar landsins fundu upp margar bráðsnjallar auglýsingabrellur til að draga fólk til landsins í skammdeginu. Ein auglýsti ísland sem „land hinna löngu nátta", og vegna þessa varð Reykjavík að giftingarmiðstöð í háskammdeginu. Útlenzkum fannst upplagt að gifta sig og eyða hveitibrauðsdögunum þar sem nætur vom lengri og dimmari en annars staðar. I Englandi er það regla hjá mörgum að fá sér ekki í glas fyrr en sól er til viðar gengin. Hjá sumum þessarra varð vinsælt að skemmta sér á Islandi í desember, þar sem sól sezt á miðjum eftirmiðdegi. Ofsalegur fjöldi japanskra ferðamanna vandi komur sínar til landsins upp úr 1990. Fram að því var Island helzt þekkt í Japan sem „landið, þaðan sem koma kynorkuaukandi hrogn". Eftir að íslendingar opnuðu þar sendiráð 1988, fór japanska flugfélagið að fljúga yfir pólinn og til Keflavíkur á leið til meginlands Evrópu. Það vom sér í lagi japanskir karlar, sem sóttu til Islands. Þeir kölluðu landið „Ikamuri", sem útleggst einfaldlega Hrognland. Landinn gekk á lagið og útbjó sérstakar átta daga ferðir fyrir hina gulu bræður. Það var farið með þá um landið og þeim sýnd ýmis sjávarpláss, þar sem sérstök veitingahús spmttu upp þeim til dýrðar. Þar var auðvitað á boð- stólum hrár fiskur á japanska vísu og svo auðvitað hrogn, allt frá sardínueggjum og upp í hænu- hrogn. Þeir, sem vildu, gátu feng- ið mælda kynorku sína við kom- una til landsins, og svo aftur við brottför. Þessar mælingar annað- ist samband áhugakvenna um ferða- og útflutningsmál. Hér endaði draumurinn og ég hrökk upp með andfælum. Það var líka nóg komið og ég var feginn að finna út, að enn var 1986 og ísland ekki fótumtroðið af tveimur milljónum lappa milljón ferðamanna. Þá mundi ég líka eftir því, að um kvöldið átti ég að sýna skyggnur og segja frá landi og þjóðá fundi í ferðaklúbb niðri í bæ. Eg mátti til með að muna að minnast á „land hinna löngu nátta". Höfundur er ræðismaður ís- lands í Flórída og framkvæmda- stjóri /j/á fisksöiufyrirtæki í Miami. BÍLASÝNING AKUREYRI: BÍLASALAN STÓRHOLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.