Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1986
9
9
HUGVEKJA
„Helgist
þitt nafn“
eftir EINAR J. GÍSLASON
„Helgist þitt nafn“ er fyrsta
bænin í Faðirvorinu. Ritningin
kynnir okkur Guð, sem er heilagur
og syndlaus. Heilagleiki Guðs er
ofar öllu mannlegu og aðgreint
frá öllu er heitir synd og ranglæti.
Hvað meinum við, þegar þessi
bæn er beðin: „Helgist þitt nafn"?
Fyrst viðurkennum við syndir
okkar og þá um leið vanhelgun.
Syndin gjörir okkur viðskila við
Guð. Skapar bil, sem verður oft
stærra og stærra með aldrinum
og fjarlægðin við Guð verður dýpri
og stærri. Þetta skapar vanlíðan
og órólega samvisku. Innst inni
þráir maðurinn upphaf sitt og
leitast við að fínna Guð. „Ég vil
taka mig upp og fara heim til
föður míns," sagði glataði sonur-
inn forðum. Allir menn sem sjá
sitt rétta ástand, synd og van-
helgun og skort á Guðs dýrð,
skilja, að þörf er á breytingu.
Þegar svo er komið, þá finnur
hver maður óverðugleika sinn,
vegna synda sinna. Maðurinn
rekst á óyfírstíganlegan vegg og
þá er spurt: „Er náð til fyrir mig?“
Adam faldi sig fyrir heilagleika
Guðs. Jesaja spámaður hrópaði:
„Það er úti um mig. Augu mín
hafa séð Drottin hersveitanna."
Símon Pétur sagði við Drottin:
„Far þú frá mér, herra. Ég er
syndugur maður."
Guð vill ekki að við felum
okkur, eða við segjum að úti sé
um okkur. Guð vill ekki heldur
að Hann fari frá okkur. Hann
nálgast okkur óverðuga í sinni
dýrð, svo við getum fengið hlut í
heilagleika hans. „Stundið frið við
alla menn og helgun, því án henn-
ar fær enginn maður Drottin
augum litið."
Hvernig fær þá nafn Drottins
helgast á meðal vor og í okkur?
Þegar Jesús bað fyrir lærisvein-
um sínum í Jóh. 17.17 „Helga þú
þá með sannleikanum. Þitt Orð
er sannleikur.“ „Segðu mér hvem
þú umgengst, þá skal ég segja
þér hver þú ert.“ Jesús er sann-
leikurinn og lífíð. Hann segir við
Guð: „Þitt orð er sannleikur."
Hjá því verður ekki komist, lesi
maður Heilaga Ritningu, þá hefír
hún áhrif til helgunar og fyrir
bænina og trúna nálgumst við
Guð. Reglulegur lestur Helgra
ritninga, hefír hreinsandi áhrif og
fyrir orðið nálgumst við Guð. Sá
sem vill helga nafn Drottins í lífi
sínu, gjörir það með bæn, lestri
Guðs orðs og grandvöru lífemi.
Sem ungur maður las ég bókina
„För pílagrímsins" eftir John
Bunyan. Las ég bókina í belg og
„Guð vill ekki að viðfelum okkur, eða
við segjum að úti sé um okkur. Guð
vill ekki heldur að Hann fari frá okkur.
Hann nálgast okkur óverðuga ísinni
dýrð, svo við getum fengið hlut í heilag-
leika hans. “
bunu og var ekki nægjanlega
ánægður. Þessi bók er talin koma
næst á eftir Heilagri ritningu og
má jafna henni við Passíusálmana
hvað vinsældir snertir. Ég lagði
því aftur til við lestur bókarinnar
og skipti nú um leshátt. Fjöldi
ritningargreina eru á síðum bók-
arinnar. Hafði ég handbæra biblíu
og las allar tilvitnanirnar. Opnað-
ist mér þá nýr heimur, sem ég
hefí búið að fram á þennan dag,
þegar um andlegt líf er að ræða.
Um mörg ár las ég Helgar ritn-
ingar tvo klukkutíma á dag.
Vanalega milli klukkan fimm og
sjö. Las ég þá þýðingu Haraldar
Níelssonar frá árinu 1912, sem í
mörgu er mjög góð, jafnhliða las
ég King James enska þýðingu og
Scofield einnig enska þýðingu.
Síðast en ekki síst las ég Wasin-
hus-biblíuna á íslensku prentaða
1747. Þama var menntun sannar-
lega í Guðhræðslu. Einn slíkur
tími með orði Guðs verður mér
ætíð ógleymanlegur. Ég fann
heilagleika Guðs með orði Hans.
Snögglega birtist mér sýn Wasin-
hus-biblían verður logagyllt, eins
og skíragull. Ég mátti hvorki
mæla, eða hreyfa mig, svo altek-
inn var ég af þessari sýn. Ég
hafði skýra hugsun og lokaði
augunum. Sýnin var mér jafnaug-
ljós fyrir hugskotssjónum. Allt
gull og ekkert nema gull. Þetta
varaði lengi og hvarf ekki fyr en
ég var kallaður til skyldustarfa.
„Orð Drottins em hrein orð, skírt
silfur, sjöhreinsað gull.“ Sálmur
12.7. Með hvetju getur ungur
maður haldið vegi sínum hreinum?
Með því að gefa gaum að orði
þínu“. Sálmur 119. vers 9.
„Helgist þitt nafn.“
FJARFESTINGARFELAGIÐ
UERÐBREFAMARKAÐURINN
1. JÚNÍ 1986
Markaðsfrettir
Veðskuldabréf - verðtryggð Veðskuldabréf - óverðtr.
Lónst.
2afb.
áári
1 ár
2ár
3 ár
4ár
5ár
6ór
7ár
8ár
9 ár
10 ár
Nafn-
vextir
HLV
4%
4%
5%
5%
5%
5%
5%
5%
5%
5%
Sölugengi m.v.
mism. ávöxtunar-
kröfu
12%
95
91
90
88
85
83
81
79
78
76
14%
93
90
87
84
82
79
77
75
73
71
16%
92
88
85
82
78
76
73
71
68
66
Lánst.
1 afb.
áári
1 ár
2 ár
3ár
4ár
5 ár
Sölugengi m/v.
mism. nafnvexti
20% HLV 15%
89
81
74
67
62
84
72
63
56
50
85
76
68
61
56
KJARABRÉF
Gengi pr. 30/5 ’86 = 1,583
Nafnverð
5.000
50.000
Söluverð
7.915.-
79.150,-
Dæmi um ávöxtun. Helstu spamaðarform. Frá 17. maí 1985- 17. maí 1986.
Kjarabréf Bankabréf Ríkisskuldabréf Bundin bankabók
Ársávöxtun 54% 33% 37% 33%
Ávöxtun umfram verðbólgu 21% 4% 7% 4%
Allar tölur míðast við ávöxtun spamaðarforma sem stóðu til boða 17. maí 1985, og hafa staðið
öhreyfð síðEin. Ávöxtun er í öllum tilfellum án innlausnargjalds eða endursöluþóknunar.
fjármál þín - sárgrein okkar
Rárfestinaarfélaa ísiands hf. Hafnarstræti 7 lOi.Raykjaufk fQil PPsaa fQii 9fi*>o« ---...................