Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1986 51 —sr atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna ÞRÓUNAR SAMVINNU STOFNUN ÍSLANDS Lausar stöður íTansaníu Lausar eru til umsóknar 6 ráðgjafastöður við norræna samvinnuverkefnið íTansaníu. Norðurlönd hafa um alllangt skeið stutt samvinnuhreyfinguna í Tansaníu með fjár- munum og mannafla. Þróunarsamvinnu- stofnun Dana, Danida, sér um framkvæmd þessa verkefnis. Auglýst er eftir starfsmönn- um á öllum Norðurlöndunum samtímis. Stöðurnar eru sem hér segir: 1 rekstrarráðgjafa (specialist in busi- ness management/economics). 1 stjórnunar- eða fjármálaráðgjafa (management/financial adviser). 2 ráðgjafa við bókhald og fjármál (finan- cial/accounts adviser). 1 ráðgjafa við heildsölu og dreifingu (wholesale/distribution adviser). 1 ráðgjafa við skipulag menntamála (educational management adviser). Ráðningartími: 1. des. 86 — 31. des. 88. Almenn krafa í öll störfin: Háskólamenntun í viðskiptafræðum eða samsvarandi greinum, nokkurra ára starfsreynsla, staðgóð ensku- kunnátta, reynsla af samvinnufélögum og kunnátta í swahílí er kostur. Ráðningarkjör: Skattfrjáls laun sem ákvarð- ast af menntun og reynslu skv. reglum Danida. Umsóknarfrestur til 20. júní nk. Umsóknir berist til Þróunarsamvinnustofn- unar íslands, Rauðarárstíg 25, s. 25133, á eyðublöðum sem þar fást ásamt nánari upplýsingum. Verk-, tækni-, iðnfræðingur eða rafvirki Sölumaður Tæknival hf. er skipt í tvö svið, tæknisvið og sölusvið. Á sölusviði seljum við rekstrarvörur fyrir tölvur og ýmsa fylgihluti. Á tæknisviði vinnum við að sérhæfðri tæknivinnu, iðnstýr- ingum, fjargæslukerfum og almennri sjálfvirkni fyrir iðnaðinn. Við leitum að sölumanni fyrir tæknisvið. Hann á að sjá um sölu á iðnstýring- um, fjargæslukerfum, vaktakerfum og öllu því er snýr að nútíma stýringum. Þú þarft að vera: ★ Verkfræðingur, tæknifræðingur, iðnfræð- ingureða rafvirki. ★ Hafa góða framkomu og eiga auðvelt með að umgangast annað fólk. ★ Geta unnið sjálfstætt og skipulagt eigið starf. ★ Hafa áhuga á sölumennsku. ★ Vera á aldrinum 25-45 ára. Við bjóðum: ★ Góða vinnuaðstöðu í ört vaxandi fyrir- tæki. ★ Góðlaun. ★ Sveigjanlegan vinnutíma. ★ Góðan starfsanda. ★ Námskeið hér á landi og erlendis. ★ Líflegt og krefjandi starf. Allar nánari uppl. eru veittar í síma 681665. Umsóknum með uppl. um menntun og fyrri störf skal skila skriflega til Tæknivals hf., Grensásvegi 7, pósthólf 8294, 128 Reykjavík, fyrir 19. júní nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Grensósvegi 7.108 Reykjavik, Box 8294, S: 681665, 686064. Hagvangurhf - SÉRHÆFÐ RÁÐNINGARRJÓNUSTA BYGGÐ Á GAGNKVÆMUM TRÚNAÐI Ritari (433) Fyrirtækið er þekkt útflutningsfyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: Mótttaka viðskiptavina, síma- varsla, vélritun, telex, skjalavarsla, Ijósritun o.fl. almenn skrifstofustörf. Við leitum að manni með góða menntun, vilja og getu til að starfa á líflegum vinnustað. Ánægja og hæfileiki til að umgangast fólk skilyrði. Skrifstofumaður (436) Fyrirtækið er ungt útflutningsfyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: Símavarsla, vélritun, bókhald, þ.e. merking fylgiskjala, afstemmingar, upp- gjör, tölvuritun o.fl. Við leitum að manni sem hefur góða bók- haldsþekkingu, vélritunarkunnáttu og hefur reynslu af ofangreindum störfum. í boði er hlutastarf (f.h.) á góðum launum. Vinsamlegast sendið umsóknir á eyðublöð- um sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs. Hagvangurhf RÁÐNINGARPJÓNUSTA CRENSÁSVECI 13, 108 REYKJAVÍK S í m i: 8 3 6 6 6 Diakonhjemmets- sjúkrahúsið hefur yfir að ráða 284 sjúkrarúmum og starfs- menn þess eru 550. Sjúkrahúsið er svæðis- sjúkrahús fyrir vesturhluta Osló en íbúar þar eru 70.000. Það er einnig aðalsjúkrahús Oslóborgar á sviði gigtarlækninga. Eigendur þess eru “det Norske Diakonhjem" sem er stofnun innan norsku kirkjunnar. Þess er vænst að starfsmenn virði trúarleg viðhorf stofnunarinnar. Diakonhjemmets-sjúkrahúsið óskar eftir skurðstofuhjúkrunarfræðingum. Við skurðdeild okkar eru lausar stöður fyrir afleysingafólk í 3-6 mánuði. Framlenging kemur til greina og þess er óskað að viðkom- andi geti tekið sem fyrst til starfa. Sjúkrahúsið mun greiða ferðakostnað og aðstoða við að útvega húsnæði. Frá miðborg Osló er aðeins fimm mínútna lestarferð til sjúkrahússins, sem er nærri Frognergarðin- um og Frognerböðunum. Laun samkvæmt launaflokkum 15-20 (107.269-131.869 Nkr.). Nánari upplýsingar veitir Eilert Ottesen hjúkrunardeildarstjóri í síma 9047 2 46 59 50, 1 2150. Umsóknir skal senda innan 14 daga frá birt- ingu þessarar auglýsingar. Þærskal senda: Direktören, Diakonhjemmets sykehus, post- boks23, Vinderen, 10319Oslo3. Ræstingastjóri Opinber stofnun óskar að ráða ræstinga- stjóra. Starfið felst einkum í umsjón með ræstingu á húsnæði stofnunarinnar, útfyll- ingu launaskýrslna fyrir ræstingafólk, inn- kaupum og vörslu ræstingarefna o.fl. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf, sendist augld. Mbl. merktar: „K — 5935" fyrir þriðjudaginn 10. júní nk. Verkstæðismaður óskast Laginn og fjölhæfur maður óskast á verk- stæði okkar til umsjónar og viðhalds á áhöld- um, tækjum og bifreiðum. Upplýsingar í símum 34788 og 685583 mánudag-föstudags frá kl. 9-17. Steintak hf. Ármúla 40, sími 34788. Skrifstofustarf Opinber stofnun óskar að ráða starfskraft til almennra skrifastofustarfa og tölvu- vinnslu. Góð vélritunar- og íslenskukunnátta nauð- synleg. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir leggist inn á augld. Mbl. merktar: „D — 5934“ fyrir miðvikudaginn 4 júní. Hárgreiðslusveinn Hárgreiðslusveinn eða nemandi á síðasta ári óskast á Rakara- og hárgreiðslustofu Leifs, Selfossi. Húsnæði fylgir. Uppl. í síma 99 1455 og 99 2543. T résmiðir óskast í uppslátt á 500 m 2iðnaðarhúsi. Upplýsingar í síma 41659 og 51634. Bæjarfélagið Drammen í Noregi óskar eftir hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og aðstoðarfólki á hjúkrunardeild til starfa við elli- og hjúkrunarheimili bæjarins. Bæjarfélagið Drammen óskar eftir afleysing- arfólki til starfa við elli- og hjúkrunarheimili bæjarins. Fastráðning kemurtil greina síðar. íbúar Drammen eru u.þ.b. 51000. Bærinn er í Austur-Noregi aðeins 4 kílómtra frá Osló. Stutt er til sjávar og fjalla, aðstaða til íþrótta og útiveru er góð og menningarlíf er fjölbreytilegt. Nú stendur fyrir dyrum gagn- gerð umbreyting á þeirri umönnun sem aldr- aðir bæjarbúar njóta. Markmið okkar er að endurhæfa hvern sjúkling til þess að hver og einn nái þeim styrk sem honum er mögu- legur. Við viljum geta endurhæft sjúklingana að því marki að þeir geti snúið heim og þurfi ef til vill á minni umönnun að halda. En fjár- magn og glæstar fyrirætlanir duga ekki til. Til þess að gefa öldruðum kost á sem bestri þjónustu þurfum við á starfskröftum þínum að halda, (við viljum gjarnan fá starfsfólk sem verið hefur heimavinnandi síðustu ár). Við óskum eftir: Lærðum hjúkrunarfræðingum. Lærðum sjúkraliðum (hjelpepleiere). Aðstoðarfólki á hjúkrunardeild. Starfsaðstaða er góð og við munum aðstoða við að útvega húsnæði og barnaheimilis- pláss. Kaup og kjör eru í samræmi við norska kjarasamninga. Nánari upplýsingar veita Rölstad hjúkruna- rdeildarstjóri í síma 9047-3-83 44 35, Eriks- en hjúkrunarframkvæmdastjóri Strömsö hjúkrunarheimilisins, í síma 9047-3-81 96 80 eða Frivold Nielsen hjúkrunardeildarstjóri á Flöya hjúkrunarheimilinu í síma 9047-3- 83 14 11. Skilja má eftir nafn og símanúmer. Umsóknir með afritum af prófum og með- mælum skal senda: Drammen kommune, personalkontoret, Engene 1, 3000 Dramm- en, Norge. Umsóknir skal senda sem fyrst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.