Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986
T-Jöfóar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
j jttatgiMtftliiftift
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans! y
2ti
ÍILM:
or
Skólaslit
í Grunnskóla
Stykkishólms
Stykkishólmi.
SKÓLASLIT Grunnskólans í
Stykkishólmi fóru fram 24. maí
í nýja grunnskólahúsinu. Við
skólaslit var fjöldi manns bæði
nemendur og foreldrar. Skóla-
stjóri Lúðvig Halldórsson hélt
skólaslitaræðu skýrði námsár-
angur og greindi frá störfum
skólans.
í skólanum voru í vetur 300
nemendur í 9 grunnskóladeildum,
framhaldsdeild og námskeiðum
fyrir stýrimenn og vélstjómarmenn.
Þar þreyttu 9 stýrimannaefni próf
og fengu út á það 80 smálesta stýri-
mannsréttindi 14 nemendur í vél-
stjóranámi fengu 1000 hestafla
Lúðvík Halldórsson skólastjóri
afhendir viðurkenningu fyrir
góða frammistöðu.
Gestir við skólaslit grunnskólans i Stykkishólmi. Morgunblaðið/Ámi
vélstjómarréttindi. Þá vom nám-
skeið fyrir vélaverði.
Námsflokkar vom og starfræktir
við skólann og sá Róbert Jörgensen
um þá. Vom þeir í mörgum greinum
og sóttu þá eldri bæjarbúar 52
nemendur fyrir jól og 45 eftir jól
og sagði skólastjóri að námsfiokk-
amir hefðu verið áhugaverðir og
gengið vel. Hann sagði að félagslíf
í skólanum hefði_ verið með hefð-
bundnum hætti. I bíóhúsinu gamla
hefðu unglingar mætt í viku hverri
og þar farið fram diskótek o.fl. Er
Stykkishólmshreppur kostnaðar-
greiðandi, en Gunnar Atlason
umsjónarmaður. Þá hafa nemendur
iðkað íþróttir, og ýmislegt annað
uppörfandi hefir verið á dagskrá.
Skólinn á nú þegar gott bókasafn
og var upphaf þiess að Ágúst Þórar-
insson kaupmaður og kona hans
gáfu bókasafnið sitt til skólans og
var það mjög vandað safn. Fleiri
komu svo á eftir m.a. hjón í Amer-
íku sem gáfu mikið safn.
í haust var hafin barátta innan
skólans gegn vímuefnum og sér-
staklega reykingum og hefir sú
barátta skilað verulegum árangri
og sagði skólastjóri að könnun hefði
leitt { ljós að í öllum skólanum
myndi það vera eins frekar en
tveggja stafa tala sem segði til um
þá nemendur sem reyktu. Bama-
stúkan Björk hefir starfað vel í
tengslum við skólann og þar fá
nemendur þjálfun í fundarstjóm
o.fl. Skólastjóri og kennarar veita
henni verulega góða aðstoð.
Foreldrafélag er starfandi á
vegum skólans. Formaður nú er
Sesselja Pálsdóttir. Foreldrafélagið
gaf skólanum 700 bækur og mál-
verk eftir Baltasar. Safnaði 500
þúsundum króna og fyrir það var
keypt til skólans sjónvarpstæki
myndband og upptökuvél, 5 tölvur
og verður tölvukennsla í skólanum
næsta vetur. Skólinn fékk vegiega
myndagjöf frá Kristborgu Haralds-
dóttur og flölskyldu.
Ég ræddi örlítið við Lúðvíg skóla-
stjóra að loknum skólaslitum. Hann
sagði að skólastarf hafi gengið vel
í vetur, starfsliðið hefði verið mjög
samstillt til allra átaka og andinn
í skólanum prýðilegur.
Kennarar voru 20 við skólann
og verður engin breyting á kennara-
liði á næsta skólaári komi ekkert
sérstakt fyrir.
Próf hefðu sýnt mjög góðan
árangur og jafnan þegar á allt er
litið. Hann kvaðst fagna áhuga og
baráttu nemendá fyrir vímulausu
og reyklausu íslandi og fundurinn
sem haldinn var um daginn á vegum
Lion-klúbbsins og skólans væri sér
mikið ánægjuefni.
Að ræðu Lúðvígs lokinni afhenti
hann svo nemendum skírteini sín
og útdeildi verðlaunum fyrir sér-
staka árvekni í námi.
Árni
Venus!
Stærð Viðarteg. Staðgr.verð Lánakjör með vöxtum
170x195 eik/beyki 42.500,- eða 5000,- út og 5000,- á mánuði í 9 mánuði
150x195 eik/beyki 39.500,- eða 5000,- út og 5000,- á mánuði 18 mánuði
115x195 eik/beyki 24.500,- eða 4000,- út og 4000,- á mánuði 16 mánuði
90x195 eik/beyki 21.500,- eða 3000,- út og 4000,- á mánuði í 5 mánuði